Menntamálaráðuneyti

789/2004

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 679/1997 um listamannalaun. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

2. mgr. 3. gr. orðast svo:
Stjórn listamannalauna úthlutar fé úr Listasjóði, en sérstakar þriggja manna úthlutunarnefndir, sem skipaðar eru árlega af menntamálaráðherra fyrir hvern hinna sérgreindu sjóða, veita fé úr þeim sbr. 6.-8. gr. laga nr. 35/1991 með áorðnum breytingum. Skipa skal úthlutunarnefndir eigi síðar en 15. ágúst ár hvert. Úthlutunarnefndir skipta sjálfar með sér verkum.


2. gr.

4. gr. orðast svo:
Stjórn listamannalauna sér til þess að auglýst sé með venjulegum hætti eftir umsóknum um veitingu starfslauna og náms- og ferðastyrkja úr sjóðunum og lætur gera sérstök eyðublöð fyrir umsóknir um framlög úr þeim.

Í auglýsingu skal óska eftir upplýsingum um feril umsækjenda, listrænt gildi verkefnisins og rökstudda tímaáætlun. Umsókn skulu m.a. fylgja upplýsingar um náms- og starfsferil, verðlaun og viðurkenningar, greinargerð um verkefni það sem liggur til grundvallar umsókninni og hve langan starfstíma er sótt um. Þessir þættir skulu að jafnaði liggja til grundvallar ákvörðun um úthlutun starfslauna. Sé sótt um náms- eða ferðastyrk skal gera á skýran hátt grein fyrir tilgangi ferðarinnar eða tilhögun námsins.

Ákveði úthlutunarnefndir að leggja sérstaka áherslu á tiltekna þætti við mat á umsóknum skal gerð grein fyrir því í auglýsingu. Stjórn listamannalauna ákveður að öðru leyti og tiltekur í auglýsingu hvaða upplýsingar skuli fylgja umsóknum.

Auglýst skal eftir umsóknum eigi síðar en 15. október ár hvert og skal umsóknarfrestur að jafnaði vera eigi skemmri en tveir mánuðir. Miðað skal við að úthlutun starfslauna listamanna verði lokið fyrir 1. mars ár hvert.


3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 12. gr. laga um listamannalaun nr. 35/1991 með áorðnum breytingum og öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.

Þrátt fyrir ákvæði 1. gr. um skipun úthlutunarnefnda fyrir 15. ágúst ár hvert, skal skipa úthlutunarnefndir eigi síðar en 1. október 2004, vegna úthlutana á árinu 2005.


Menntamálaráðuneytinu, 27. september 2004.

Sigríður Anna Þórðardóttir.
Valur Árnason.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica