Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

760/2004

Reglugerð um breytingu á reglugerð um námsstyrki, nr. 692/2003.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verði á 3. gr.:
a. 2. mgr. orðast svo:
Nefndin auglýsir eftir umsóknum um námsstyrki sérstaklega fyrir haustönn og vorönn, ásamt sumarönn. Auglýsa skal eftir umsóknum vegna haustannar fyrir 1. september ár hvert og skulu umsóknir hafa borist nefndinni fyrir 15. október sama ár. Auglýsa skal eftir umsóknum vegna vor- og sumarannar fyrir 1. desember ár hvert og skulu umsóknir hafa borist nefndinni fyrir 15. febrúar næsta árs. Birta skal auglýsingar um námsstyrki í dagblöðum og með öðrum sannanlegum hætti. Námsstyrkjanefnd er heimilt að veita umsókn viðtöku í mánuð eftir auglýstan umsóknarfrest og skal styrkur þá skertur um einn hundraðshluta fyrir hvern dag fram yfir frestdag.

b. 5. mgr. orðast svo:
Útborgun námsstyrkja skal fara fram í tvennu lagi og við það miðað að greiðsludagar séu sem næst 10. janúar, 10. júní og 1. september ár hvert. Almenn skilyrði útborgunar eru að skóli hafi staðfest námsárangur eða námsástundun nemandans í lok haustannar, í lok vorannar og lok sumarannar. Sérstök skilyrði fyrir útborgun námsstyrks vegna sumarannar eru að nemandi hafi ekki nýtt sér rétt til að sækja um námsstyrk á næstliðinni haust- eða vorönn.

2. gr.

Ný fylgiskjöl, nr. I og II, sem birt eru með reglugerð þessari, koma í stað fylgiskjala nr. I og II með reglugerð um námsstyrki nr. 692/2003.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. 8. gr. laga um námsstyrki, nr. 79/2003 og öðlast þegar gildi.

Menntamálaráðuneytinu, 17. september 2004.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Guðmundur Árnason.

Fylgiskjal I.
,

Fylgiskjal II.

Póstnúmer/svæði í nágrenni framhaldsskóla.

Nágrenni skóla
Skóli pnr./svæði
Framhaldsskólar á höfðuðborgarsvæðinu og nágrenni1) 101-225;270
Framhaldsskólar í Reykjanesbæ 230;235;260
Framhaldsskólar á Akranesi 300;3012)
Framhaldsskólar í Grundarfirði 3503)
Framhaldsskólar á Ísafirði 400;410
Framhaldsskólar á Sauðárkróki 550
Framhaldsskólar á Akureyri 600;603
Framhaldsskólar á Húsavík 640
Framhaldsskólinn á Laugum 650;6414)
Framhaldsskólar á Neskaupstað 740
Framhaldsskólar á Egilsstöðum 700;7015)
Framhaldsskólar á Höfn í Hornafirði 780
Framhaldsskólar á Selfossi 800
Menntaskólinn að Laugarvatni 840
Framhaldsskólar í Vestmannaeyjum 900
1) Reykjavíkurborg; Seltjarnarneskaupstaður; Kópavogsbær; Garðabær; Mosfellsbær; Hafnarfjarðarkaupstaður; Sveitarfélagið Álftanes.
2) Innri-Akraneshreppur: Frá Miðgarði að Akranesi.
3) Grundarfjarðarbær: Milli Lárvaðals og Grjótár.
4) Þingeyjarsveit: Umhverfis Laugar að þjóðvegi 1.
5) Fellabær.
Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.