Menntamálaráðuneyti

664/2003

Reglugerð um breyting á reglugerð um Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn nr. 706/1998. - Brottfallin

1. gr.

2. málsliður 1. mgr. 2. gr. orðist svo:
Hann skipar því fimm manna stjórn, til fjögurra ára í senn, svo sem hér segir: Tvo að tilnefningu háskólaráðs Háskóla Íslands, einn að tilnefningu vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs, einn að tilnefningu Upplýsingar, félags bókasafns- og upplýsingafræða og einn án tilnefningar.


2. gr.

9. gr. verði svohljóðandi:
Í bókasafninu eru þrjú meginsvið: þjónustusvið, varðveislusvið og rekstrarsvið sem hafa hvert sinn sviðstjóra. Starfseiningar eru að öðru leyti skilgreindar af landsbókaverði að fengnu samþykki stjórnar safnsins.


3. gr.

10. gr. verði svohljóðandi:
Safnráð er samráðsvettvangur yfirmanna bókasafnsins. Í safnráði eiga sæti landsbókavörður, sem er formaður ráðsins, aðstoðarlandsbókavörður, sviðstjórar, starfsmannastjóri og forstöðumenn deilda.


4. gr.

2. mgr. 18. gr. falli niður.


5. gr.

19. gr. falli niður.


6. gr.

20. og 21. gr. verði 19. og 20. gr.


7. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 5. og 12. gr. laga um Landbókasafn Íslands - Háskólabókasafn nr. 71/1994 og öðlast þegar gildi.


Menntamálaráðuneytinu, 4. september 2003.

Tómas Ingi Olrich.
Guðmundur Árnason.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica