Menntamálaráðuneyti

475/2001

Reglugerð um skipun starfsgreinaráða. - Brottfallin

1. gr.

Menntamálaráðherra skipar til fjögurra ára í senn starfsgreinaráð fyrir starfsgreinaflokka eða starfsgreinar. Í starfsgreinaráði skulu eiga sæti fulltrúar tilnefndir af samtökum atvinnurekenda og launþega í viðkomandi starfsgreinum og einn fulltrúi menntamálaráðherra. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Við skipun fulltrúa í starfsgreinaráð skal gætt jafnræðis milli fulltrúa atvinnurekenda og launþega.


2. gr.

Starfsgreinaráð eru skipuð í eftirtöldum starfsgreinaflokkum:

a. björgunar-, öryggis- og löggæslugreinum,
b. bygginga- og mannvirkjagreinum,
c. farartækja- og flutningsgreinum,
d. heilbrigðis- og félagsgreinum,
e. hönnunar- og handverksgreinum,
f. matvæla- og veitingagreinum,
g. málm-, véltækni- og framleiðslugreinum,
h. náttúrunýtingu,
i. rafiðngreinum,
j. sjávarútvegs- og siglingagreinum,
k. uppeldis- og tómstundagreinum,
l. upplýsinga- og fjölmiðlagreinum,
m. verslunar-, skrifstofu- og fjármálagreinum,
n. snyrtigreinum.


3. gr.
Í starfsgreinaráðum sitja að jafnaði 7 fulltrúar, 6 tilnefndir af samtökum atvinnurekenda og launafólks í viðkomandi greinum svo sem kveðið er á um í 5. gr. og einn tilnefndur af menntamálaráðherra. Varamenn skulu tilnefndir með sama hætti. Ráðherra getur skipað fleiri eða færri einstaklinga í starfsgreinaráð ef sérstakar aðstæður eru fyrir hendi. Formaður skal kjörinn úr hópi fulltrúa til tveggja ára í senn.


4. gr.
Við tilnefningu fulltrúa í starfsgreinaráð skal við það miðað að þar komi saman einstaklingar er hafa þekkingu á þeim störfum sem falla innan viðkomandi starfsgreinaflokks, hafa reynslu af fræðslustarfsemi á sínu sviði og þekkja þá stefnu sem mótuð hefur verið um þróun þess starfsnáms er undir ráðið heyrir.


5. gr.
Fulltrúar fyrir samtök vinnumarkaðarins í starfsgreinaráðum eru tilnefndir sem hér segir:
Starfsgreinaráð björgunar-, öryggis- og löggæslugreina: 2 fulltrúar tilnefndir af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, 1 fulltrúi tilnefndur sameiginlega af Sjómannasambandi Íslands og Starfsgreinasambandi Íslands og 2 fulltrúar tilnefndir af Samtökum atvinnulífsins. Auk þeirra tilnefnir dóms- og kirkjumálaráðuneytið 1 fulltrúa.

Starfsgreinaráð bygginga- og mannvirkjagreina: 2 fulltrúar tilnefndir af Samiðn, 1 fulltrúi tilnefndur af Starfsgreinasambandi Íslands, 1 fulltrúi tilnefndur sameiginlega af Múrarasambandi Íslands, Sveinafélagi pípulagningamanna og Veggfóðrarafélagi Reykjavíkur og 4 fulltrúar tilnefndir af Samtökum atvinnulífsins.

Starfsgreinaráð farartækja- og flutningsgreina: 2 fulltrúar tilnefndir af Samiðn, 1 fulltrúi tilnefndur af Starfsgreinasambandi Íslands, 1 fulltrúi tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins og 2 fulltrúar tilnefndir af Bílgreinasambandinu.

Starfsgreinaráð heilbrigðis- og félagsgreina: 2 fulltrúar tilnefndir af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, 1 fulltrúi tilnefndur af Starfsgreinasambandi Íslands og 1 fulltrúi tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Auk þeirra tilnefnir félagsmálaráðuneytið 1 fulltrúa og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 1 fulltrúa.

Starfsgreinaráð hönnunar- og handverksgreina: 1 fulltrúi tilnefndur af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, 1 fulltrúi tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands, 1 fulltrúi tilnefndur af Form Ísland og 3 fulltrúar tilnefndir af Samtökum atvinnulífsins.

Starfsgreinaráð matvæla- og veitingagreina: 2 fulltrúar tilnefndir af Matvís, 1 fulltrúi tilnefndur sameiginlega af Landssambandi ísl. verslunarmanna og Starfsgreinasambandi Íslands og 3 fulltrúar tilnefndir af Samtökum atvinnulífsins.

Starfsgreinaráð málm-, véltækni- og framleiðslugreina: 2 fulltrúar tilnefndir af Samiðn, 1 fulltrúi tilnefndur af Starfsgreinasambandi Íslands og 3 fulltrúar tilnefndir af Samtökum atvinnulífsins.

Starfsgreinaráð í náttúrunýtingu: 1 fulltrúi tilnefndur af Samiðn, 1 fulltrúi tilnefndur af Félagi leiðsögumanna, 1 fulltrúi tilnefndur af Landssambandi íslenskra verslunarmanna, 2 fulltrúar tilnefndir af Samtökum atvinnulífsins og 1 fulltrúi tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Starfsgreinaráð rafiðngreina: 3 fulltrúar tilnefndir sameiginlega af Rafiðnaðarsambandi Íslands og Samtökum atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði.

Starfsgreinaráð sjávarútvegs- og siglingagreina: 1 fulltrúi tilnefndur af Farmanna- og fiskimannasambandinu, 1 fulltrúi tilnefndur af Sjómannasambandi Íslands, 1 fulltrúi tilnefndur af Starfsgreinasambandi Íslands, 1 fulltrúi tilnefndur af Vélstjórafélagi Íslands, 1 fulltrúi tilnefndur af Samtökum kaupskipaútgerða og 3 fulltrúar tilnefndir af Samtökum atvinnulífsins.

Starfsgreinaráð uppeldis- og tómstundagreina: 2 fulltrúar tilnefndir af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, 1 fulltrúi tilnefndur af Starfsgreinasambandi Íslands, 1 fulltrúi tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og 1 fulltrúi tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins. Að auki tilnefnir menntamálaráðherra 1 fulltrúa.

Starfsgreinaráð upplýsinga- og fjölmiðlagreina: 1 fulltrúi tilnefndur af Blaðamannafélagi Íslands, 1 fulltrúi tilnefndur af Félagi bókagerðarmanna, 1 fulltrúi tilnefndur af Félagi grafískra teiknara og 3 fulltrúar tilnefndir af Samtökum atvinnulífsins.

Starfsgreinaráð fjármála- og verslunargreina: 1 fulltrúi tilnefndur af Landssamband íslenskra verslunarmanna, 1 fulltrúi tilnefndur af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, 1 fulltrúi tilnefndur af Sambandi íslenskra bankamanna og 3 fulltrúar tilnefndir af Samtökum atvinnulífsins.

Starfsgreinaráð snyrtigreina: 1 fulltrúi tilnefndur af Samiðn, 2 fulltrúar tilnefndir af Félagi íslenskra snyrtifræðinga, þar af 1 meistari og 1 sveinn og 1 fulltrúi tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins.


6. gr.
Reglugerð þessi er sett á grundvelli 28. gr. laga nr. 80/1996 um framhaldsskóla og öðlast þegar gildi.


Menntamálaráðuneytinu, 18. júní 2001.

Björn Bjarnason.
Guðríður Sigurðardóttir.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica