Menntamálaráðuneyti

177/1989

Reglugerð um innheimtu höfundaréttagjalds við tollafgreiðslu - Brottfallin

REGLUGERÐ

um innheimtu höfundarréttargjalds við tollafgreiðslu.

 

1. gr.

Við innflutning vara sem taldar eru upp í lið A-C skal greiða höfundarréttargjald sem hér segir:

A.- Af segulbandstækjum sem flokkast í tnr. 8520.31U0 og 8520.39U0 4%

- Af segulbandstækjum með innbyggðu útvarpi sem flokkast í tnr. 8527.31U1 2%.

- Af segulbandstækum með innbyggðu útvarpi og plötuspilara sem flokkast í tnr. 8527. 3102 1 % .

- Af myndbandstækjum sem flokkast í tnr. 8521.1029 og 8521.9U29 4%.

- Af útvarpstækjum með sambyggðu segulbandstæki sem flokkast í tnr. 8527.1101 2% - Af útvarpstækjum með plötuspilara  og segulbandstæki sem flokkast í tnr. 8527.11021

- Af útvarpstækjum með sambyggðu segulbandstæki sem flokkast í tnr. 8527.2101 2% - Af útvarpstækjum með sambyggðu segulbandstæki sem flokkast í tnr. 8527.3101 2% - Af útvarpstækjum með plötuspilara og segulbandstæki sem flokkast í tnr. 8527.31021 % - Af hljóð- og myndbandaupptökutækjum með búnaði fyrir móttöku á sjónvarpsmerki

þó ekki með myndskjá sem flokkast í tnr. 8528.1002 4%

 

B. - Af óáteknum myndböndum sem flokkast í tnr. 8523.1102, 8523.1202 og 8523.1302 skal greiða 60 kr. á hvert stykki.

 

C. - Af óáteknum segulböndum sem flokkast í tnr. 8523.1109, 8523.1209 og 8523.1309 skal greiða 20 kr. á hvert stykki.

Gjald skv. B og C lið skal hækka ársfjórðungslega samkvæmt lánskjaravísistölu frá gildistöku laga nr. 78/1984, en 1. mars 1989 var hún 2.346 stig og miðast við áorðnar breytingar á lánskjaravísitölu í upphafi hvers ársfjórðungs.

 

2. gr.

Höfundarréttargjald samkvæmt A-lið 1. gr. skal lagt á tollverð vöru og skulu ákvæði 8.-10. gr. tollalaga gilda eftir því sem við getur átt.

Að því leyti sem ekki er kveðið á um vöruflokkun, gjalddaga, innheimtu, stöðvun tollafgreiðslu, viðurlög og refsingar og aðra framkvæmd varðandi innheimtu höfundarréttargjalds við tollafgreiðslu skulu gilda eftir því sem við á ákvæði laga nr. 55/1987, tollalaga, með áorðnum breytingum, svo og reglugerða og annarra fyrirmæla settra samkvæmt þeim.

 

3. gr.

Tollstjórar annast innheimtu höfundarréttargjalds samkvæmt reglugerð þessari og standa skil á þeim til ríkissjóðs eftir þeim fyrirmælum sem fjármálaráðuneytið setur um skil innflutningsgjalda, sbr. 15. gr. reglugerðar nr. 530/1975, um reikningsskil innheimtumanna ríkissjóðs. Tekjum af gjaldinu skal haldið sérgreindum við innheimtu og skil í ríkissjóð. Ríkisféhirðir skal halda sérstakan reikning á nafni Innheimtumiðstöðvar höfundarréttargjalda og annast mánaðarlega skil gjaldsins til Innheimtumiðstöðvar höfundarréttargjalda. Samkvæmt sérstöku samkomulagi greiðir Innheimtumiðstöð höfundarréttargjalda ríkissjóði sérstaka innheimtuþóknun sem er 1 % af innheimtufé.

 

4. gr.

Menntamálaráðuneytið sker úr ágreiningi um gjaldskyldu samkvæmt reglugerð þessari.

 

5. gr.

Reglugerð þessi sem er sett með heimild í lögum nr. 78/1984, um breyting á höfundarlögum nr. 73/1972 og í samræmi við samkomulag Innheimtumiðstöðvar höfundarréttargjalda og Félags íslenskra stórkaupmanna um tilhögun á innheimtu gjaldsins, öðlast gildi 15. apríl 1989 og tekur til þeirra vara sem um ræðir í 1. gr. sem ótollafgreiddar eru á þeim tíma. Reglugerð þessi gildir þar til annað verður ákveðið.

 

Menntamálaráðuneytið, 28. mars 1989.

 

Svavar Gestsson.

Þórunn J. Hafstein.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica