Leita
Hreinsa Um leit

Menntamálaráðuneyti

243/1985

Reglugerð um Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands

1. gr.

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands starfar við félagsvísindadeild Háskóla Íslands skv. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 77/1979, um Háskóla Íslands, og er hún vísindaleg rannsókna- og fræðslustofnun skv. 1. gr. sömu laga.

 

2. gr.

Hlutverk félagsvísindastofnunar er:

a) Að efla fræðilegar og hagnýtar rannsóknir á sviði félagsvísindadeildar.

b) Að sinna þjónustuverkefnum á sviði félagsvísindadeildar, enda komi greiðsla fyrir.

c) Að gangast fyrir ráðstefnum, námskeiðum, rannsóknaræfingum, fyrirlestrum og hvers kyns annarri starfsemi, er verða megi til gagns fyrir almenning og kennslu á þessu sviði í landinu.

d) Að annast útgáfustarfsemi.

e) Að efla tengsl rannsókna og kennslu eftir því sem kostur er.

f) Að veita stúdentum þjálfun og reynslu í vísindalegum vinnubrögðum með því að gefa þeim kost á að vinna rannsóknarstörf á vegum stofnunarinnar.

g) Að skapa rannsóknaraðstöðu fyrir lausráðna kennara.

 

3. gr.

Félagsvísindadeild setur Félagsvísindastofnun stjórn. Skal stjórnin skipuð fjórum mönnum, þremur föstum kennurum kjörnum of deildarfundi til tveggja ára í senn og einum stúdent tilnefndum til jafnlangs tíma of fulltrúum stúdenta á deildarfundi.

Stjórnin kýs sér formann úr hópi kennara og er harm jafnframt forstöðumaður stofnunarinnar. Hann skal hafa umsjón með framkvæmd á ákvörðunum stjórnarinnar og hafa eftirlit með allri starfsemi stofnunarinnar.

Ráða skal framkvæmdastjóra þegar heimild er til í fjárlögum.

Stjórn stofnunarinnar er að fengnu samþykki félagsvísindadeildar heimilt að skipta stofnuninni í rannsóknastöðvar.

Stjórnin fjallar um öll sameiginleg málefni stofnunarinnar, hefur umsjón með fjármál­um hennar, semur rekstraráætlanir og tillögur um fjárveitingar og sér um að gera ársskýrslu um starfsemina. Falli atkvæði jöfn innan stjórnar ræður atkvæði formanns.

 

4. gr.

Verði Félagsvísindastofnun skipt í rannsóknastöðvar skal fyrir hverri þeirra vera forstöðumaður sem hefur á hendi stjórn rannsókna. Hann stendur fyrir daglegum rekstri undir yfirstjórn forstöðumanns stofnunarinnar og stjórnar hennar. Fastir kennarar sem starfa saman í rannsóknastöð kjósa forstöðumann til fjögurra ára í senn úr eigin hópi.

Heimilt er félagsvísindadeild að setja rannsóknastöð starfsreglur.

 

5. gr.

Tekjur félagsvísindastofnunar eru:

a) Framlag úr ríkissjóði skv. því sem vein er í fjárlögum hverju sinni.

b) Greiðslur fyrir umbeðin verkefni.

c) Styrkir til einstakra verkefna.

d) Tekjur of útgáfu fræðirita.

e) Aðrar tekjur, t. d. gjafir.

Fjárhagsáætlun stofnunarinnar skal borinn undir deildarfund félagsvísindadeildar, en heyrir endanlega undir rektor og háskólaritara, sbr. 3. og 4. mgr. 2. gr. laga nr. 77/1979, um Háskóla Íslands. Skal reikningshaldið vera hluti of heildarreikningi háskólans.

 

6. gr.

Við Félagsvísindastofnun geta starfað:

a) Fastir kennarar í félagsvísindadeild. Auk þess er heimilt að háskólakennarar í skyldum greinum starfi við stofnunina. Um lausráðna kennara gildir sama heimild.

b) Gistiprófessorar, sérfræðingar og styrkþegar, sem sinna tímabundnum verkefnum eða kennslu.

c) Stúdentar og aðrir, sem stofnunin veitir starfsaðstöðu til rannsóknaverkefna.

 

7. gr.

Forstöðumaður Félagsvísindastofnunar skal fá greidda þóknun eftir gildandi reglum háskólans.

Háskólinn sér starfsliði fyrir vinnuaðstöðu.

 

8. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. heimild í 9. gr. laga nr. 77/1979, um Háskóla Íslands, sbr. háskólareglugerð nr. 78/1979, 66. gr., og öðlast þegar gildi.

 Menntamálaráðuneytið 11. júní 1985

 Ragnhildur Helgadóttir

                                                                                                                              Árni Gunnarsson
Þetta vefsvæði byggir á Eplica