Leita
Hreinsa Um leit

Menntamálaráðuneyti

228/1973

Reglugerð um sjóðstofnun skv. 47. gr. höfundalaga, nr. 73 frá 29. maí 1972

1. gr.

Þóknun fyrir afnot markaðshljóðrita skv. 1. mgr. 47. gr. höfundalaga nr. 73 frá 29. maí 1972 skal að frádregnum kostnaði renna í sérstakan sjóð, sem starfi í tveim deildum, annarri fyrir listflytjendur og hinni fyrir framleiðendur hljóðrita.


2. gr.

Um stjórn sjóðsins, vörzlu og úthlutanir úr deildum hans fer eftir því, sem mælt verður fyrir um það efni í samþykktum sameiginlegra félagssamtaka flytjenda og hljóðritaframleiðenda, enda hafi þær samþykktir hlotið staðfestingu menntamálaráðherra.


3. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi


Menntamálaráðuneytið, 21. júlí 1973.


Magnús T. Ólafsson.
Knútur Hallsson.Þetta vefsvæði byggir á Eplica