Leita
Hreinsa Um leit

Menntamálaráðuneyti

298/1983

Reglugerð fyrir Íþróttahúsið á Akranesi

1. gr.

Íþróttahúsið er í Akraneskaupstað og ber heitið Íþróttahúsið á Akranesi.

2. gr.

Íþróttahúsið á Akranesi er að hluta til skólamannvirki, en að öðru leyti íþróttamannvirki kaupstaðarins.

3. gr.

Íþróttasal hússins skal nota til leikfimikennslu, íþróttaæfinga, íþróttasýninga og íþróttakeppni svo og til annarra nota eftir því sem við verður komið.

4. gr.

Forstöðurmaður hússins skal vera fastur starfsmaður. Hann skal hafa daglegt eftirlit með húsinu og rekstri þess. Hann skal halda dagbók um notkun hússins og mæta á fundum íþróttaráðs. Störf sín vinnur hann samkvæmt erindisbréfi og fyrirmælum íþróttaráðs.

5. gr.

Starfræksla íþróttahússins er á ábyrgð bæjarstjórnar Akraness, en er falin íþróttaráði Akraness, sem starfar samkvæmt reglugerð.

6. gr.

Starfssvið íþróttaráðs varðandi íþróttahúsið skal vera:

a) að setja reglur um umgengni í húsinu:

b) að skipuleggja afnot af húsinu. Forgangsrétt til afnota hafa skólar bæjarins, almenna kennsludaga frá kl. 08:00 - 18:00, því næst viðurkennd íþróttafélög innan kaupstaðarins og þá aðrir aðilar. Þegar ganga skal frá niðurröðun á afnotum hússins í byrjun vetrar, skulu skólastjórar við skóla bæjarfélagsins boðaðir á fund íþróttaráðs;

c) að gera tillögur til bæjarráðs um afnotagjöld;

d) að gera tillögur til bæjarráðs um ráðningar starfsfólks og setja því starfsreglur;

e) að gera árlega fjárhagsáætlun um rekstur hússins, viðhald þess, endurbætur, kaup áhalda og tækja og viðhald þeirra. Fjárhagsáætlun skal skila það snemma, að hún liggi fyrir þegar unnið er að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs;

f) að fylgjast vandlega með kostnaði við rekstur íþróttahússins og gæta þess, að rekstri sé hagað í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun. Íþróttaráð og forstöðumaður skulu gæta þess við skipulagningu, að nýting hússins verði sem best og samfelldust.

7. gr.

Fjárreiður og reikningshald íþróttahússins, hvort sem er vegna framkvæmda eða rekstrar, fer fram á skrifstofu Akraneskaupstaðar. Reikningar verða því aðeins greiddir, að fulltrúi íþróttaráðs hafi samþykkt og vistað þá.

8. gr.

Reglugerð þessi, sem er samþykkt af bæjarstjórn Akraness, 12. apríl 1983, er sett samkv. 10. gr. íþróttalaga nr. 49, 7. apríl 1956. Með þessari samþykkt fellur úr gildi reglugerð fyrir Íþróttahúsið á Akranesi nr. 300 frá 22. júlí 1976.

Menntamálaráðuneytið, 3. maí 1983.

Ingvar Gíslason.

Birgir Thorlacius.

 

Reglugerð sem fellur brott:
Þetta vefsvæði byggir á Eplica