Menntamálaráðuneyti

640/1982

Reglugerð um breytingu á 39. gr. reglugerðar um náttúruvernd nr. 205/1973.

Stofnreglugerð:

1. gr.

39. gr. reglugerðarinnar hljóði svo:

Nú telur Náttúruverndarráð nauðsynlegt, að fram fari vettvangsathugun, aflað verði álits sérfræðings eða sérfræðinga, áður en álit ráðsins skv. 37. og 38. gr. er látið í té, svo og að haldið verði uppi sérstöku eftirliti með framkvæmd, og ber þá framkvæmdaaðila þeim, sem í hlut á, að endurgreiða ráðinu kostnað, sem það hefur af slíku. Gera skal fyrirfram áætlun í samráði við framkvæmdaaðila, þar sem fram komi í meginatriðum, hvaða kostnaðarliði yrði um að ræða, eftir því sem við verður komið. Ef um minniháttar framkvæmd er að ræða, er heimilt að fella niður slíka áætlunargerð, enda séu aðilar sammála um slíkt.

Ef ágreiningur rís á milli ráðsins og framkvæmdaaðila um þau efni sem um ræðir í 1. mgr., sker menntamálaráðuneytið úr.

Framkvæmdaaðili ber ábyrgð á því, að álits Náttúruverndarráðs, samkvæmt 37. og 38. gr. sé leitað.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 37. gr. laga nr. 47/1971 um náttúruvernd, öðlast þegar gildi.

Menntamálaráðuneytið, 24. nóvember 1982.

Ingvar Gíslason.

Knútur Hallsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica