Fara beint í efnið

Prentað þann 18. apríl 2024

Stofnreglugerð

249/1999

Reglugerð um viðurkenningu á menntun og prófskírteinum.

1. gr.

Reglugerð þessi gildir um störf sem löggildingu, leyfi eða aðra jafngilda viðurkenningu þarf til og falla undir tilskipanir 89/48/EBE, 92/51/EBE svo og tilskipanir 94/38/EB, 95/43/EB og 97/38/EB sem allar tilgreina breytingar á viðaukum C og D við tilskipun ráðsins 92/51/EBE um annað almennt kerfi til viðurkenningar á starfsmenntun og starfsþjálfun til viðbótar tilskipun 89/48/EBE. Tilskipanirnar eru birtar sem fylgiskjöl með reglugerð þessari.

2. gr.

Ríkisborgarar í aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins sem uppfylla skilyrði þeirra tilskipana sem nefndar eru í 1. gr. eiga rétt á að gegna hér á landi starfi sem löggildingu, leyfi eða aðra jafngilda viðurkenningu þarf til, hvort heldur er sjálfstætt eða sem launþegar, með sömu skilmálum og gilda um íslenska ríkisborgara.

3. gr.

Sérstakur fulltrúi menntamálaráðherra stuðlar að því að framkvæmd tilskipana skv. 1. gr. sé samræmd hér á landi og að þeim sé beitt með sama hætti í öllum hlutaðeigandi starfsgreinum. Veiting starfsleyfa er í höndum viðkomandi fagráðuneyta. Leitað skal eftir tilnefningu þeirra á samráðsfulltrúa um framkvæmd tilskipananna.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. 5. gr. laga nr. 83/1993 með áorðnum breytingum og öðlast þegar gildi.

Menntamálaráðuneytinu, 16. mars 1999.

Björn Bjarnason.

Guðríður Sigurðardóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.