Menntamálaráðuneyti

190/1978

Reglugerð um Leiklistarskóla Íslands

1. gr.

       Hlutverk skólans er að þroska leiklistarhæfileika nemenda og þjálfa þá til leiklistarstarfa.

 

2. gr.

       Menntamálaráðuneytið fer með yfirstjórn skólans.

 

3. gr.

       Í skólanefnd eiga gæfi 9 fulltrúar skipaðir af menntamálaráðherra samkvæmt lögum um skólann.v Ráðherra skipar ,jafnmarga varamenn. Skólanefnd skal vera skólastjóra til ráðuneytis um málefni skólans, m. a. um ráðningu kennara og gerð fjárhagsáætlana. Skólanefndarmenn skulu, eftir því sem unnt er, fylgjast með kennslu og kynningu á verkefnum. Formaður skólanefndar staðfestir ásamt skólastjórn skírteini um námsferil hvers nemanda, sem lýkur námi.

       Skólastjóri á sæti á fundum nefndarinnar með málfrelsi og tillögurétti nema fjallað sé um mál, er varða hann sjálfan.

       Formaður boðar fundi.

       Leita skal umsagnar skólanefndar áður en skólastjóri er ráðinn.

 

4. gr.

       Skólastjóri annast stjórn skólans og daglegan rekstur hans.

       Hann ræður kennara- og annað starfslið að skólanum í samráði við skólanefnd eftir því sem fé er veitt til í fjárlögum. Hann fer með fjárreiður skólans, hefur umsjón með eignum hans og gerir fjárhagsáætlanir í samráði við skólanefnd, sbr. 3. gr.

       Ráðningartími skólastjóra er 4 ár og miðast við 1. júní, en gengið skal frá ráðningu hans fyrir 1. febrúar.

       Heimilt er að endurráða skólastjóra önnur 4 ár, ef skólanefnd mælir með því. Samfelldur starfstími hans verði þó aldrei lengri en 8 ár í senn.

       Ráðuneytið setur skólastjóra erindisbréf, að fengnum tillogum skólanefndar.

 

5. gr.

       Komið skal á fót samstarfsnefnd innan skólans. Í henni eiga sæti, auk skólastjóra, einn nemandi úr hverjum bekk og einn fulltrúi kennara, kosnir til eins árs í senn.

       Samstarfsnefnd er ætlað að vera tengiliður innan skólans og vinna að því, að þar sé ætíð sem best samstarf og skipulag.

       Nefndin kemur að jafnaði saman einu sinni i mánuði. Nefndin er ólaunuð.

 

6. gr.

       Skólastjóri og kennarar sem eru í starfi við skólann eiga rétt til setu á kennarafundum.

       Kennarafundur fjallar um námsskrá skólans og framkvæmd hennar og er vettvangur umræðna um málefni skólans.

       Kennarafund skal halda þegar skólastjóri telur þess þörf eða meirihluti kennara óskar þess.

 

7. gr.

       Skólastjóri og tveir af kennurum skólans, kosnir af kennarafundi, skulu semja drög að námsskrá fyrir skólann og leggja þau fyrir kennarafund og skólanefnd til umsagnar. Menntamálaráðuneytið fær námsskrána síðan til athugunar og staðfestingar.

 

8. gr.

       Í inntökunefnd eiga sæti skólastjóri, sem er formaður nefndarinnar, fulltrúi kennara í skólanefnd og einn kjörinn af stjórn Félags leikstjóra á Íslandi, báðir til eins árs í senn.

       Hlutverk inntökunefndar er að annast inntöku nýrra nemenda skólans.

       Nefndinni er heimilt að leita aðstoðar annarra sérfróðra aðila ef sérstök ástæða virðist til.

 

9. gr.

       Fjöldi fastráðinna kennara skal háður samþykki menntamálaráðuneytisins, sem ræður þá, að fenginni umsögn skólast,jóra og skólanefndar.

       Ráðning stundakennara er í höndum skólastjóra í samráði við skólanefnd, eftir því sem fé er veitt til í fjárlögum.

       Kennari skilar skólastjóra skriflegri greinargerð um kennsluna í lok annar.

       Um kennsluskyldu og launakjör fastráðinna kennara svo og launakjör annarra starfsmanna, fer eftir gildandi kjaraákvæðum á hverjum tíma.

       Ráðuneytið setur fastráðnum kennurum erindisbréf, að fengnum tillögum skólanefndar og skólastjóra.

 

10. gr.

       Heimilt er að ráða ritara til starfa við skólann, ef fjárveiting leyfir. Hann hefur með höndum öll venjuleg skrifstofustörf fyrir skólann, færir kennslu- og mætingaskrár, annast bóka- og handritavörslu og önnur verkefni er skólastjóri felur honum.

       Heimilt skal að ráða tæknimann til starfa við skólann ef fjárveiting leyfir. Hann skal annast vörslu tækja og áhalda skólans og hafa umsjón með upptökuherbergjum, búningasafni, leiktjalda- og leikmunageymslu og ljósabúnaði skólans. Tæknimaður skal hafa með höndum skipulagningu og umsjón á allri tæknilegri vinnu innan skólans, svo sem smíði og útvegun leiktjalda, útvegun búninga og annarra muna, sem til skólastarfsins þarf. Hann skal annast eftirlit með húsnæði og húsbúnaði skólans og önnur verkefni er skólastjóri felur honum.

       Annað starfslið ræður skólastjóri að skólanum eftir því sem fé er veitt til í fjárlögum.

 

11. gr.

       Aðalnámsgreinar skólans eru leiktúlkun, leikstjórn, leikmyndateiknun og leiksviðslýsing. Í tengslum við þessar greinar eru m. a.: Spuni (improvisation), greining (analysa), leikræn þjálfun, látbragðsleikur, líkamsþjálfun, dans, sviðshreyfingar, sviðsbardagar, taltækni, raddmótun og raddbeiting, söngur, framsögn, íslenska, leiklistarsaga, tónmennt, sálarfræði, félagsfræði, förðun, leikmyndasmíði og leiksviðsstjórn.

 

12. gr.

       Nám í skólanum tekur þrjú ár auk starfs í nemendaleikhúsi í eitt ár. Í námsskrá skólans skal kveðið á um námsgreinar og fjölda kennslustunda. Hverju skólaári er skipt i annir og hverri önn aftur í ákveðin verkefni. Við gerð námsskrár ber að gæta þess að samhengi verði eðlilegt í náminu. Að loknu þriggja ára námi skulu nemendur starfa eitt skólaár í nemendaleikhúsi og setja á svið undir stjórn leikstjóra leiksýningar sem svari til heillar kvöldsýningar. Nemendur velja sjálfir verkefni og leikstjóra að fengnu samþykki skólastjóra. Nemendur vinna sjálfir að allri tæknilegri vinnu undir umsjón tæknimanns. Skólinn greiðir allan sviðsetningarkostnað, sem miðast við brýnustu nauðsynjar og fjárveitingu hverju sinni. Nemendur gera kostnaðaráætlun fyrir hvert verkefni og bera hana undir skólastjóra til samþykkis. Tekjur af sýningu skulu mæta kostnaði vegna sviðsetning;ar. Verði tekjuafgangur skal honum ráðstafað í sérstakan sjóð samkvæmt ákvörðun skólanefndar, að fenginni tillögu nemenda. Ráðuneytið setur reglur um sjóð þennan. Við reikningsskil nemendaleikhússins eftir hvert verkefni skal telja allan kostnað vegna starfseminnar nema laun kennara og húsnæðiskostnað.

 

13. gr.

       Stefnt skal að því að koma á fót sem fyrst við skólann m. a. eftirfarandi aðstöðu fyrir skólastarfið:

1.    bókasafni og lestraraðstöðu f tengslum við það,

2.    aðstöðu til hljóð og myndupptöku,

3.    búningsherbergi með aðstöðu til förðunar,

4.    aðstöðu til vélritunar og fjölföldunar.

 

14. gr.

       Í lok skólaárs skulu kennarar gera skólastjóra og kennarafundi grein fyrir námsárangri nemenda.

Við mat á námsárangri skulu m. a. þessi atriði höfð til hliðsjónar:

a.    ástundun, ögun og einbeiting,

b.    listrænar og tæknilegar framfarir,

c.    á hvern hátt nemandanum hefur tekist að tileinka sér námið,

d.    skilningur nemanda á viðfangsefni og hæfileiki til að fást við það,

e.    áhugi og afstaða nemanda til vinnu, starfsþrek hans og hæfni til samstarfs.

       Kennari gefur nemanda umsögn um námsárangur eins oft og hann telur ástæðu til og jafnan um miðja önn og í lok hverrar annar. f lok annar skal hver náms­hópur kynna innan skólans þau verkefni, sem hann hefur unnið að.

 

15. gr.

       Nemandi, sem ekki stenst kröfur skólans samkvæmt mati kennarafundar, á ekki rétt á skólavist áfram.

       Kennarafundur getur tekið ákvörðun um að nemandi sitji aftur í sama bekk hafi hann dregist aftur úr í námi.

       Kennarafundur getur vísað nemanda úr skóla vegna brots á reglum skólans. Í þeim tilvikum skal leitað orsaka og nemanda gefinn kostur á að gera grein fyrir máli sinu á sameiginlegum fundi kennara og skólanefndar áður en endanleg ákvörðun er tekin.

Úrskurði kennarafundar í þessu efni verður ekki hnekkt.

 

16. gr.

       Inntökunefnd annast inntöku nemenda.

       Skólanum er heimilt að taka inn nýja nemendur þrjú ár í senn, en fjórða árið skulu ekki teknir inn nemendur, þannig að í skólanum séu flest þrír árgangar samtímis. Fjöldi nýrra nemenda hverju sinni skal ekki vera meiri en átta í leikaradeild, einn í leikstjórn og einn í tækninám, eða samtals 10 nemendur, sbr. þó 17. gr. Umsækjendur um inngöngu í Leiklistarskóla Íslands skulu m. a. fullnægja eftirtöldum skilyrðum:

       að vera orðnir fullra 19 ára,

       að hafa a. m. k. lokið námi í grunnskóla eða fengið sambærilega menntun,

       að hafa gott vald á íslenskri tungu,

       að geta kynnt sér lestrarefni á tveim erlendum tungumálum,

       að leggja fram fullnægjandi heilbrigðisvottorð.

       Inntökunefnd getur veitt undanþágu frá ofangreindum atriðum, ef sérstakar ástæður mæla með. Skólinn auglýsir eftir umsóknum með minnst sex vikna fyrir­vara. S.ækja skal um á þar til gerðum eyðublöðum. inntökunefnd ákveður hvaða umsóknir teljast fullnægja þeim skilyrðum, sem að framan greinir, og annast síðan inntöku nemenda m. a. með hæfniskönnun samkvæmt nánari ákvörðun nefndar­innar. Úrskurði inntökunefndar verður ekki hnekkt.

 

17. gr.

       Inntökunefnd getur ákveðið að leikara sé heimil seta í skólanum í allt að eitt skólaár til endur- og framhaldsmenntunar. Slíkir nemendur skulu aldrei vera fleiri en tveir hverju sinni. Sérstök námsskrá fyrir hvern þessara nemenda skal gerð í samráði við þá og kennara. Auk þess er skólanum heimilt að gefa starfsfólki við leikhús kost á að sækja námskeið sem kynni að verða efnt til á vegum hans.

 

18. gr.

       Nemanda er skylt að mæta stundvíslega samkvæmt stundaskrá í alla tíma nema veikindi hamli.

       Kennari getur Veitt nemanda leyfi úr einstaka kennslustund. Um lengri leyfi skal nemandi sækja skriflega til skólastjóra, sem fjallar um umsóknina í samráði við þann kennara, sem hlut á að máli. Slík umsókn skal að jafnaði berast skólastjóra fjórtán dögum áður en fyrirhugað leyfi á að hefjast.

       Nemanda er ekki heimilt að koma fram sem listflytjandi á opinberum vettvangi. Þetta gildir einnig í skólaleyfum nema að loknu 2. námsári, en þá i samráði við skólastjóra.

Nemendur kjósa úr sínum hópi umsjónarmann og ritara.

 

19. gr.

       Skólinn starfar frá 1. september til 15. maí. Menntamálaráðuneytið getur heimilað, allt að hálfs mánaðar frávik frá þessu. Jólaleyfi hefst 21. desember og lýkur 3. janúar. Páskaleyfi hefst á mánudegi eftir Pálmasunnudag og lýkur annan í páskum. Auk þess er kennsluhlé öskudag, sumardaginn fyrsta, 1. desember, 1. maí og uppstigningardag.

 

20. gr.

       Nemendur, kennarar og aðrir starfsmenn skólans skulu sýna samstarfsfólki sína fyllstu tillitsemi og háttvísi og gæta þess að öll gagnrýni sé málefnaleg og rökstudd. Ennfremur ber öllum þessum aðilum að gæta þagmælsku við óviðkomandi, m. a. um námsárangur einstakra nemenda og málefni skólans, sem ekki hafa verið endanlega afgreidd innan hans.

 

21. gr.

       Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 2. gr. laga nr. 37/1975, um Leiklistarskóla Íslands, öðlast þegar gildi.

 

Menntamálaráðuneytið, 18, maí 1978.

Vilhjálmur Hjálmarsson.

Birgir Thorlacius.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica