Menntamálaráðuneyti

54/1992

Reglugerð um breytingu á reglugerð um Leiklistarskóla Íslands nr. 190/1978 með áorðnum breytingum.

1. gr.

4. gr. orðist svo:

Skólastjóri annast stjórn skólans og daglegan rekstur hans.

Hann ræður kennara og annað starfslið að skólanum í samráði við skólanefnd eftir því sem fé er veitt til í fjárlögum.  Hann fer með fjárreiður skólans, hefur umsjón með eignum hans og gerir fjárhagsáætlanir í samráði við skólanefnd sbr. 3. gr.

Ráðningartími skólastjóra er fjögur ár og miðast ráðning hans við 1. júní.

Heimilt er að endurráða skólastjóra önnur fjögur ár og miðast ráðning hans við 1. júní.

Ráðuneytið setur skólastjóra erindisbréf að fengnum tillögum skólanefndar.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 37/1975 um Leiklistarskóla Íslands og öðlast þegar gildi.

 

Menntamálaráðuneytið, 29. janúar 1992.

 Ólafur G Einarsson

 

Knútur Hallsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica