Fara beint í efnið

Prentað þann 18. apríl 2024

Breytingareglugerð

366/1995

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 380/1994 fyrir Háskólann á Akureyri.

1. gr.

5. mgr. 9. gr. breytist og orðast svo:

Við rekstrardeild fara fram kennsla og rannsóknir í þeim greinum sem tengjast rekstri fyrirtækja og stofnana. Við rekstrardeild eru rekstrarbraut og iðnrekstrarbraut. Nám á rekstrarbraut er skipulagt sem þriggja ára nám og lýkur með BS-prófi í rekstrarfræði. Nám á iðnrekstrarbraut er skipulagt sem tveggja ára nám. Brautskráðum nemendum af iðnrekstrarbraut gefst kostur á eins árs viðbótarnámi (30 einingum) til BS-prófs í rekstrarfræði. Að fengnu samþykki háskólanefndar er rekstrardeild heimilt að skipta hluta námsframboðs á rekstrarbraut og iðnrekstarbraut í sérhæfð námssvið. Rekstrardeild er heimilt að fengnu samþykki háskólanefndar að gefa nemendum með BS-próf í rekstrarfræði, eða öðrum með sambærilega menntun að baki, kost á eins árs framhaldsnámi í gæðastjórnun er lýkur með sérstakri staðfestingu (diploma).

2. gr.

Reglugerð þessi sem er sett samkvæmt 17. gr. laga nr. 51/1992, um Háskólann á Akureyri, öðlast þegar gildi.

Menntamálaráðuneytið, 7. júní 1995.

Björn Bjarnason.

Guðríður Sigurðardóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.