Mennta- og menningarmálaráðuneyti

556/2020

Reglugerð um breytingu á reglugerð um Kvikmyndasjóð, nr. 229/2003, með síðari breytingum.

1. gr.

Við 5. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein svohljóðandi:

Mennta- og menningarmálaráðuneyti er heimilt að veita Kvikmyndamiðstöð Íslands tíma­bundnar heimildir til styrkveitinga úr Kvikmyndasjóði til mála sem falla undir starfssvið sjóðsins, til dæmis vegna forsendubrests eða óvæntra áfalla við gerð kvikmynda.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 1. málsl. 13. gr. kvikmyndalaga nr. 137/2001 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

 

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 20. maí 2020.

 

Lilja Dögg Alfreðsdóttir.

Páll Magnússon.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica