Mennta- og menningarmálaráðuneyti

970/2019

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 655/2009 um starfsumhverfi leikskóla.

1. gr.

Á eftir orðunum "hljóðvist og lýsingu," í 2. málsl. 2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar bætist: loft­gæði og loftræstingu,

2. gr.

10. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Handbók um öryggi barna og slysavarnir í leikskólum.

Ráðuneytið, í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, skal útbúa rafræna handbók fyrir starfs­fólk leikskóla með leiðbeinandi reglum um öryggi og velferð barna og slysavarnir í leikskólum. Skal handbókin endurskoðuð reglulega.

Handbókin skal grundvölluð á gildandi lögum og reglugerðum um starfsemi leikskóla, lögum og reglugerðum um öryggis-, skipulags- og byggingarmál og samræmdum starfsleyfisskilyrðum fyrir leik­skóla, sbr. lög um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum. Einnig skal höfð hlið­sjón af reglugerð um vélar og tæknilegan búnað og vinnuumhverfisvísum Vinnueftirlits ríkisins, eftir því sem við á.

Handbókin skal vera aðgengileg opinberlega og ber leikskólastjóri ábyrgð á að hún sé sérstak­lega kynnt öllu starfsfólki leikskóla og foreldrum.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 12. gr. laga nr. 90/2008 um leikskóla og öðlast þegar gildi.

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 9. október 2019.

Lilja D. Alfreðsdóttir.

Karitas H. Gunnarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica