Menntamálaráðuneyti

662/2009

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 435/2009 um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 10. bekk grunnskóla. - Brottfallin

1. gr.

Við 6. gr. bætist nýr málsliður er verður e-liður og hljóðar svo:

  1. nemanda með annað móðurmál en íslensku vegna prófs í ensku í 10. bekk enda hafi nemandi dvalið skemur á landinu en tvö ár.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 39. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla, öðlast þegar gildi.

Menntamálaráðuneytinu, 29. júní 2009.

Katrín Jakobsdóttir.

Baldur Guðlaugsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica