Menntamálaráðuneyti

365/2001

Reglugerð um breyting á reglugerð um starfsemi leikskóla nr. 225/1995. - Brottfallin

1. gr.

2. gr. orðast svo:
Húsnæði leikskóla skal miðað við 6,5 m² brúttó fyrir hvert barn samtímis í leikskóla utan þess tíma sem hópar skarast, þar af verði nettó leik- og kennslurými a.m.k. 3,0 m² fyrir hvert barn.


2. gr.

1. mgr. 5. gr. orðast þannig:
Við hönnun nýrra útileiksvæða og þar sem því verður við komið við eldri leikskóla skal miðað við a.m.k. 30-40 m² fyrir hvert barn. Útileiksvæði skal þó aldrei vera minna en 20 m² fyrir hvert barn. Heimilt er að miða við færri lóðarfermetra en 20 í leikskólum sem starfræktir eru í eldri hverfum og/eða ef aldurssamsetning barna í viðkomandi skóla gefur tilefni til slíks.


3. gr.

2. mgr. 7. gr. breytist þannig:
Í stað orðanna "5 ára barn reiknast sem 1,0 barngildi" komi: 5 ára barn reiknast sem 0,8 barngildi.


4. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.


Menntamálaráðuneytinu, 9. maí 2001.

Björn Bjarnason.
Guðríður Sigurðardóttir.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica