Menntamálaráðuneyti

448/1975

Reglugerð um landgræðslustörf skólafólks - Brottfallin

1. gr.

Landgræðsla ríkisins velur verkefni fyrir landgræðslustörf skólafólks í Reykja­vík á því sviði, sem Landgræðslu ríkisins varðar, að fengnum tillögum Land­verndar. Á sama hátt velur Skógrækt ríkisins verkefni i þágu skógræktar að fengnum tillögum Skógræktarfélags Íslands.

 

2. gr.

Búnaðarsambönd skipuleggja landgræðslustörf á sambandssvæðum utan Reykja­víkur. Heimilt er búnaðarsamböndum að leita samvinnu við Landgræðslu ríkisins, Skógrækt ríkisins, gróðurverndarnefndir og náttúruverndarsamtök um verkefnaval.

 

3. gr.

Verkefni skulu valin í samráði við hlutaðeigandi skólastjóra. Skólastjóri ákveður hvaða daga á skólaárinu skal unnið.

 

4. gr.

Ef henta þykir má mynda héraðs- eða landshlutanefndir er í séu fulltrúar þeirra aðila, er um getur i 1., 2. og 3. gr. reglugerðar þessarar. Hlutverk nefnda þessara yrði að samræma landgræðslustörf skólafólks innan viðkomandi svæðis með því að gera tillögur um val verkefna og framkvæmd þeirra.

 

5. gr.

Fyrir 1. mars ár hvert skal ákveðið að hvaða verkefnum skuli unnið og skal þá skólastjóri í samráði við þann sem skipulagt hefur verkefni einnig hafa tekið ákvörðun um hvaða aldursflokkar verða kvaddir til starfa á árinu.

 

6. gr.

Reglugerð þessi er sett Samkvæmt 6. gr. laga nr. 58/1974, um landgræðslustörf skólafólks, og öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 276/1975 um sama efni.

 

Menntamálaráðuneytið, 2. október 1975.

 

Vilhjálmur Hjálmarsson.

 

                                                               Birgir Thorlacius.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica