Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

629/2004

Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 244/1994 um staðfestingu starfsleyfa nokkurra heilbrigðisstétta o.fl. skv. ákvæðum EES-samningsins. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr.:

a) Við 6. tölul. bætist á eftir orðinu "háskólastigi" orðin "sbr. 10. gr. sem fellur undir tilskipun 89/48/EBE með síðari breytingum".
b) Við 1. gr. bætist nýr tölul. sem verður 7. töluliður og orðast svo:
7. heilbrigðisstétta o.fl. sem hafa lokið námi sbr. 14. gr. sem fellur undir tilskipun 92/51/EBE með síðari breytingum.
c) 7. tölul. verður 8. tölul.
d) Við 2. mgr. bætist eftirfarandi: Um birtingu tilskipunar 89/48/EBE, með síðari breytingum og tilskipunar 92/51/EBE, með síðari breytingum, vísast til 1. gr. reglugerðar nr. 249/1999 um viðurkenningu á menntun og prófskírteinum.


2. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 2. gr.:
2. tölul. orðast svo : EES-land: Land sem er aðili að EES-samningnum.


3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr.:

a) Á eftir orðunum "EES- ríkisborgara" komi orðin "og ríkisborgara í Sviss".
b) Á eftir orðunum "í öðru EES-landi" komi orðin "eða í Sviss".


4. gr.

3. gr. a orðast svo:
"Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra gefur út samkvæmt umsókn staðfestingu almenns heimilislækningaleyfis (Evrópulæknaleyfis) til EES-ríkisborgara og ríkisborgara í Sviss. Skilyrði staðfestingar almenns heimilislækningaleyfis eru:

1. að umsækjandi hafi íslenskt lækningaleyfi sbr. 3. gr. og
2. að umsækjandi leggi fram almennt heimilislækningaleyfi frá öðru EES-landi eða frá Sviss og/eða gögn sem sýna fram á tveggja ára starfsreynslu sem uppfyllir skilyrði IV. bálks tilskipunar 93/16/EBE, samanber aðallega 31. gr. tilskipunarinnar."


5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 4. gr.:

a) Á eftir orðunum "EES- ríkisborgara" komi orðin "og ríkisborgara í Sviss".
b) Á eftir orðunum "í öðru EES-landi" komi orðin "eða í Sviss".


6. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr.:

a) Á eftir orðunum "EES-ríkisborgara " komi orðin "og ríkisborgara í Sviss".
b) Á eftir orðunum "EES-landi" komi orðin "eða í Sviss".


7. gr

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr.

a) Á eftir orðunum "EES-ríkisborgara" komi orðin "og ríkisborgara í Sviss".
b) Á eftir orðunum "EES- landi" komi orðin "eða í Sviss".


8. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr.:

a) Á eftir orðunum "EES-ríkisborgara" komi orðin "eða ríkisborgara í Sviss".
b) Á eftir orðunum "EES-landi" komi orðin " eða í Sviss".


9. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr.:

a) Á eftir orðunum "EES-ríkisborgara" komi orðin "og ríkisborgara í Sviss".
b) Á eftir orðunum "EES- landi" komi orðin "eða í Sviss".


10. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. tölul. 1. mgr. 9. gr.:

a) Á eftir orðunum "EES-ríkisborgara" komi orðin "og ríkisborgara í Sviss".
b) Á eftir orðunum "EES-landi" komi orðin "eða í Sviss".


11. gr.

10. gr. orðast svo:

a) Heiti greinarinnar orðast svo:
Staðfesting leyfa nokkurra heilbrigðisstétta o.fl. sem lokið hafa a.m.k. þriggja ára námi á háskólastigi sem fellur undir tilskipun 89/48/EBE, með síðari breytingum.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra gefur út staðfestingu á leyfum:
1. aðstoðarlyfjafræðinga,
2. félagsráðgjafa,
3. hnykkja,
4. iðjuþjálfa,
5. matvælafræðinga,
6. meinatækna,
7. náttúrufræðinga í heilbrigðisþjónustu,
8. næringarfræðinga,
9. næringarráðgjafa,
10. geislafræðinga,
11. sálfræðinga,
12. sjúkraþjálfara,
13. talmeinafræðinga,
14. tannfræðinga,
15. þroskaþjálfa eftir 1996 eða
16. sjóntækjafræðinga,
17. heilbrigðisstétta sem falla undir Norðurlandasamninginn,
frá öðru EES-landi og Sviss, skv. umsókn EES-ríkisborgara eða ríkisborgara frá Sviss, enda uppfylli umsóknin skilyrði 2. mgr. þessarar greinar.


Skilyrði staðfestingar leyfis eru:

1. að umsækjandi leggi fram prófskírteini/vottorð gefið út af lögbæru yfirvaldi í EES-landi eða í Sviss sem uppfyllir skilyrði Norðurlandasamningsins eða tilskipun 89/48/EBE með síðari breytingum eða
2. að umsækjandi búi yfir þriggja ára starfsreynslu sem vottfest er af EES-landi eða Sviss, sem tók gilt prófskírteini, vottorð eða annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi frá þriðja landi.


12. gr

Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr.:

a) Á eftir orðunum "EES-ríkisborgari" komi orðin "og ríkisborgari í Sviss".
b) Á eftir orðunum "í EES-landi" komi orðin "eða í Sviss".


13. gr.

2. mgr. 13. gr. orðast svo:
"Umsækjandinn getur valið milli aðlögunartíma/starfs til reynslu og hæfnisprófs sé ekki annað ákveðið."


14. gr.

Á eftir 13. gr. koma fjórar nýjar greinar sem verða 14., 15., 16. og 17. gr. sem orðast svo og breytist töluröð annarra greina samkvæmt því:

"Staðfesting leyfa nokkurra heilbrigðisstétta o.fl. sem hafa lokið námi
sem fellur undir tilskipun 92/51/EBE, með síðari breytingum.
14. gr.

Heilbrigðis og tryggingamálaráðherra gefur út staðfestingu á leyfum:

1. fótaaðgerðarfræðinga,
2. lyfjatækna,
3. læknaritara,
4. matarfræðinga á heilbrigðisstofnun,
5. matartækna,
6. sjóntækjafræðinga,
7. sjúkraflutningamanna,
8. sjúkraliða,
9. sjúkranuddara,
10. tanntækna,
11. þroskaþjálfa fyrir 1996 eða,
12. heilbrigðisstétta sem falla undir Norðurlandasamninginn,
frá öðru EES-landi og Sviss, skv. umsókn EES-ríkisborgara eða ríkisborgara frá Sviss, enda uppfylli umsóknin skilyrði 2. mgr. þessarar greinar.


Skilyrði staðfestingar leyfis eru:

1. að umsækjandi leggi fram prófskírteini/vottorð gefið út af lögbæru yfirvaldi í EES-landi eða í Sviss sem uppfyllir skilyrði Norðurlandasamningsins eða tilskipun 92/51/EBE með síðari breytingum eða
2. að umsækjandi búi yfir tveggja ára starfsreynslu sem vottfest er af EES-landi eða Sviss, sem tók gilt prófskírteini, vottorð eða annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi frá þriðja landi.


15. gr.

EES-ríkisborgari eða ríkisborgari frá Sviss sem hefur starfað í starfsgrein sem nefnd er í 14. gr. í a.m.k. tvö ár á síðustu 10 árum í EES-landi eða í Sviss sem hefur ekki sett reglur um starfsgreinina, á samkvæmt umsókn rétt á starfsleyfi á Íslandi enda uppfylli menntunin a.ö.l. skilyrði tilskipunar 92/51/EBE, með síðari breytingum eða tilskipun 89/48/EBE, með síðari breytingum, sbr. og 14. gr.


16. gr.

Nú er námið sem sótt er um viðurkenningu á skv. 14. gr. a.m.k. einu ári skemmra en námstíminn á Íslandi í viðkomandi starfsgrein og má þá krefjast þess að umsækjandinn leggi fram vottorð um starfsreynslu sem sé tvisvar sinnum sá tími sem vantar upp á lengd námstímans. Ef sá tími sem upp á vantar er tími í starfsnámi má krefjast starfsreynslu sem er sambærileg því sem upp á vantar með námstímann.

Taka skal tillit til starfsreynslu sem nefnd er í 15. gr. Aldrei má krefjast lengri starfsreynslu en í fjögur ár.


17. gr.

Nú er menntunin sem sótt er um viðurkenningu á skv. 14. gr. að innihaldi verulega frábrugðin námi í viðkomandi starfsgrein á Íslandi og má þá krefjast þess að umsækjandinn starfi til reynslu undir handleiðslu í hámark þrjú ár eða að hann fari í hæfnispróf sbr. 1. mgr. 4. gr. tilskipunar 92/51/EBE.

Umsækjandinn getur valið milli aðlögunartíma/starfs til reynslu og hæfnisprófs sé ekki annað ákveðið."


15. gr

14. gr. sem verður 18. gr. orðast svo:
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra getur:

1. sett nánari reglur um reynslutíma og hæfnispróf sbr. 3. og 4. gr. tilskipunar 89/48/EBE, með síðari breytingum og tilskipunar 92/51/EBE, með síðari breytingum
2. ákveðið að fleiri starfsstéttir en þær sem tilgreindar eru í 10. og 14. gr. falli undir ákvæði 10. - 18. gr. reglugerðarinnar.


16. gr.

Á 15. gr. sem verður 19. gr. verður eftirfarandi breyting:
Á eftir orðunum "öðru EES-landi" í 1. tölul. komi orðin "eða í Sviss".


17. gr.

Á 16. gr. sem verður 20. gr. verður eftirfarandi breyting:
Í 1. mgr. komi í stað orðanna "15. gr." orðin "19. gr."


18. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. sem verður 21. gr.:

a) Á eftir orðunum "skv. 3. -10." komi í stað orðanna "eða 15. gr." orðin "og 14. gr. eða 19. gr."
b) Á eftir orðunum "EES-landi" í 1. tölul. 1. mgr. komi orðin "og Sviss".


19. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. sem verður 22. gr.:

a) Í 1. málsl. 1. mgr. komi í stað orðanna "15. gr." orðin "19. gr."
b) Í 1. málsl. 1. mgr. komi í stað orðanna "skv. 2. og 4. gr. eða 15. gr." orðin " , 4., 10. og 14. gr. eða 19. gr."


20. gr.

Í 19. gr. sem verður 23. gr. komi í stað orðanna "eða 15. gr." orðin "og 14. gr. eða 19. gr."


21. gr.

Í 20. gr. sem verður 24. gr. komi í stað orðanna "eða 15. gr." orðin "og 14. gr. eða 19. gr."


22. gr.

Í 21. gr. sem verður 25. gr. koma á eftir orðunum "EES-landi" orðin "og í Sviss".


23. gr.

Í 22. gr. sem verður 26. gr. komi í stað orðanna "eða 15. gr." orðin "og 14. gr. eða 19. gr."


24. gr.

23. gr. verður 27. gr.


25. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. - 5. gr. laga nr. 116/1993 um breytingar á lagaákvæðum á sviði heilbrigðis- og tryggingamála vegna aðildar að samningi um Evrópskt efnahagssvæði og 4. gr. laga um viðurkenningu á menntun og prófskírteinum nr. 83/1993, öðlast þegar gildi.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 13. júlí 2004.

Jón Kristjánsson.
Davíð Á. Gunnarsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica