Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

244/1994

Reglugerð um staðfestingu starfsleyfa nokkurra heilbrigðisstétta o.fl. skv. ákvæðum EES-samningsins - Brottfallin

Gildissvið.
1. gr.

Reglugerð þessi gildir um staðfestingu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra á starfsleyfum:
1. lækna,
2. hjúkrunarfræðinga,
3. ljósmæðra,
4. lyfjafræðinga,
5. tannlækna,
6. heilbrigðisstétta o.fl. sem hafa lokíð a.m.k. þriggja ára námi á háskólastígi,
7. heilbrigðisstétta, sem falla undir ákvæði Norðurlandasamningsins.
Gerðir þær sem EES-samningurinn vísar til varðandi staðfestingu starfsleyfa heilbrigðisstétta skv. 1. málsgr. skulu birtar sem fylgiskjöl með reglugerð þessari.


Orðskýringar.
2. gr.

Í reglugerð þessari merkja orðin og orðasamböndin:
1. EES-samningurinn: Samningurinn milli Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna, sem undirritaður var 2. maí 1992 og gekk í gildi 1. janúar 1994.
2. EES-land: Land sem er aðili að EES-samningnum. Löndin eru Ísland, Austurríki, Belgía, Danmörk, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Lichtenstein, Lúxemborg, Noregur, Portúgal, Spánn, Stóra-Bretland, Svíþjóð og Þýskaland.
3. EES-ríkisborgari: Ríkisborgari í EES-landi.
4. Norðurlandasamningurinn: Samningur milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um sameiginlegan norrænan vinnumarkað fyrir ákveðnar heilbrigðisstéttir og dýralækna, sem undirritaður var 14. júní 1993 og gekk í gildi 1. janúar 1994.
5. Vottorð: Prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi.


Staðfesting almenns lækningaleyfis.
3. gr.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra gefur út, skv. umsókn, staðfestingu almenns lækningaleyfis til EES-ríkisborgara sem hefur lokið læknanámi í öðru EES-landi og sem uppfyllir skilyrði staðfestingar skv. Norðurlandasamningnum eða 3. gr, tilskipunar 75/362/EBE sbr. 1. gr. tilskipunar 75/363/EBE.


Staðfesting sérfræðingsleyfis læknis.
4. gr.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra gefur út, skv. umsókn, staðfestingu sérfræðingsleyfis læknis til EES-ríkisborgara sem hefur lokið sérfræðinámi í öðru EES-landi.
Skilyrði staðfestingar sérfræðingsleyfis eru:
1. að læknirinn haft íslenskt lækningaleyfi eða fengið íslenska staðfestingu almenns lækningaleyfis,
2. að læknirinn leggi fram vottorð um sérfræðinám skv. Norðurlandasamningnum eða 5. og 7. gr. tilskipunar 75/362/EBE sbr. 2.-5. gr. og 8. gr. tilskipunar 75/363/EBE,
3. ef læknirinn er ríkisborgari í Lúxemborg að hann leggi fram sambærilegt vottorð um sérfræðinám frá þriðja landi enda sé sérfræðinámið viðurkennt af til þess bærum yfirvöldum í, Lúxemborg og
4. að sérgreinin sé viðurkennd sem sérgrein á Íslandi.


Staðfesting tannlæknaleyfis.
5. gr.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra gefur út, skv. umsókn, staðfestingu tannlæknaleyfis til EES-ríkisborgara sem hefur lokið tannlæknanámi í öðru EES-landi og sem uppfyllir skilyrði staðfestingar skv. Norðurlandasamningnum eða 3. gr. tilskipunar 78/686/ EBE sbr. 1. gr. tilskipunar 78/687/EBE.


Staðfesting sérfræðingsleyfis tannlæknis.
6. gr.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra gefur út, skv. umsókn, staðfestingu sérfræðingsleyfis tannlæknis til EES-ríkisborgara sem hefur lokið sérfræðinámi í öðru EES-landi. Skilyrði staðfestingar sérfræðingsleyfis eru:
1. að tannlæknirinn haft fengið íslenska staðfestingu almenns tannlækningaleyfis,
2. að tannlæknirinn leggi fram vottorð um sérfræðinám skv. Norðurlandasamningnum eða 5. gr. tilskipunar 78/686/EBE sbr. 2.-4. gr. tilskipunar 78/687/EBE og
3. að sérgreinin sé viðurkennd sem sérgrein á Íslandi.


Staðfesting hjúkrunarleyfis.
7. gr.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra gefur út, skv. umsókn, staðfestingu hjúkrunarleyfis til EES-ríkisborgara sem hefur lokið hjúkrunarnámi í öðru EES-landi og sem uppfyllir skilyrði staðfestingar skv. Norðurlandasamningnum eða 3. gr. tilskipunar 77/452/ EBE sbr. 1. gr. tilskipunar 77/453/EBE.


Staðfesting ljósmæðraleyfis.
8. gr.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra gefur út, skv. umsókn, staðfestingu ljósmóðurleyfis til EES-ríkisborgara sem hefur lokið ljósmæðranámi í öðru EES-landi og sem uppfyllir skilyrði staðfestingar skv. Norðurlandasamningnum eða 3. gr. tilskipunar 80/ 154/ EBE sbr. 1. gr. tilskipunar 80/ 155/EBE.


Staðfesting lyfjafræðingsleyfis.
9. gr.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra gefur út, skv. umsókn, staðfestingu lyfjafræðingsleyfis:
1. til EES-ríkisborgara sem hefur lokið lyfjafræðingsnámi í öðru EES-landi og sem uppfyllir skilyrði staðfestingar skv. Norðurlandasamningnum eða 4. gr. tilskipunar 85/433/EBE sbr. 2. gr. tilskipunar 85/432/EBE eða
2. til ríkisborgara í Lúxemborg ef hlutaðeigandi leggur fram samsvarandi vottorð og um getur í 1. tl. frá þriðja landi enda sé menntunin viðurkennd af til þess bærum yfirvöldum í Lúxemborg.


Staðfesting leyfa nokkurra heilbrigðisstétta o;fl.
sem hafa lokið a.m.k. þriggja ára námi á háskólastigi.
10. gr.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra gefur út staðfestingu á leyfum: 1. félagsráðgjafa,
2. heilbrigðisfulltrúa,
3. hnykkja,
4. iðjuþjálfa,
5. matvælafræðinga,
6. meinatækna,
7. náttúrufræðinga í heilbrigðisþjónustu,
8. næringarfræðinga,
9. næringarráðgjafa,
10. röntgentækna,
11. sjúkraþjálfara,
12. talmeinafræðinga,
13. tryggingastærðfræðinga eða
14. heilbrigðisstétta sem falla undir Norðurlandasamninginn,
frá öðru EES-landi, skv. umsókn EES-ríkisborgara, enda uppfylli umsóknin skilyrði 2. málsgr. þessarar greinar.
Skilyrði staðfestingar leyfis eru:
1. að umsækjandi leggi fram vottorð frá EES-landi sem uppfyllir skilyrði Norðurlandasamningsins eða í tilskipun 89/48/EBE eða
2. að umsækjandi hafi a.m.k. þriggja ára starfsreynslu staðfesta af EES-landi sem hefur viðurkennt vottorð gefið út í þriðja landi.


11. gr.

EES-ríkisborgari sem hefur starfað í starfsgrein sem nefnd er í 10. gr. í a.m.k. tvö ár á síðustu 10 árum í EES-landi sem hefur ekki sett reglur um starfsgreinina, á skv. umsókn rétt á starfsleyfi á Íslandi enda uppfylli menntunin a.ö.l. skilyrði tilskipunar 89/48/EBE, sbr. og 10. gr.


12. gr.

Nú er námið sem sótt er um viðurkenningu á skv. 10. gr. a.m.k. einu ári skemmra en námstíminn á Íslandi í viðkomandi starfsgrein og má þá krefjast þess að umsækjandinn leggi fram vottorð um starfsreynslu sem sé tvisvar sinnum sá tími sem vantar upp á lengd námstímans. Ef sá tími sem upp á vantar er tími í starfsnámi má krefjast starfsreynslu sem er sambærileg því sem upp á vantar með námstímann.
Taka skal tillit til starfsreynslu sem nefnd er í 11. gr. Aldrei má krefjast lengri starfsreynslu en í fjögur ár.


13. gr.

Nú er menntunin sem sótt er um viðurkenningu á skv. 10. gr. að innihaldi verulega frábrugðin námi í viðkomandi starfsgrein á Íslandi og má þá krefjast þess að umsækjandinn starfi til reynslu undir handleiðslu í hámark þrjú ár eða að hann fari í hæfnispróf sbr. 1. málsgr. 4. gr. tilskipunar 89/48/EBE.
Umsækjandinn getur valið milli starfs til reynslu og hæfnisprófs sé ekki annað ákveðið.


14. gr.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra getur:
1. sett nánari reglur um reynslutíma og hæfnispróf sbr. 3. og 4. gr. tilskipunar 89/48/EBE,
2. ákveðið að fleiri starfsstéttir en þær sem tilgreindar eru í 10. gr. falli undir ákvæði 10. - 14. gr. reglugerðarinnar.


Almenn ákvæði.
15. gr.

Umsækjandi um staðfestingu leyfa skv. 3., 5. eða 7. - 9. gr. sem uppfyllir ekki skilyrði þau sem tilgreind eru í umræddum greinum getur engu að síður fengið staðfestingu leyfis ef vottorð þau sem hann leggur fram:
1. eru gefin út í öðru EES-landi fyrir gildistöku umræddra tilskipana eða varða menntun sem hófst fyrir þann tíma og
2. sýna að hann hafi í raun og með löglegum hætti starfað í starfsgreininni í a.m.k. þrjú ár á síðustu fimm árum fyrir útgáfu vottorðsins.
Hjúkrunarfræðingar, sem 1. málsgr. á við um, skulu í vottorði skv. 2. tölulið 1. málsgr. sanna að þær hafi í þennan tíma borið ábyrgð á undirbúningi, skipulagi og framkvæmd umönnunar sjúklinga.


16. gr.

Læknir, tannlæknir, hjúkrunarfræðingur eða ljósmóðir sem uppfylla skilyrði staðfestingar leyfis skv. 3. - 8. gr. eða 15. gr. og sem í heimalandi sínu eða síðasta dvalarlandi starfa innan starfsgreinarinnar mega ef sérstaklega stendur á taka að sér tímabundið verkefni á Íslandi innan starfsgreinarinnar án íslenskrar staðfestingar á leyfinu.
Áður en hlutaðeigandi hefur störf á Íslandi í samræmi við ákvæði 1. málsgr. skal hann tilkynna heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu hvaða tímabil hann hyggst starfa á landinu og sanna að hann uppfylli skilyrði 1. málsgr.
Nú krefst sjúklingur tafarlausrar meðferðar áður en hlutaðeigandi hefur tilkynnt heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu um að hann haft hafið störf og skal hann þá án tafar eftir að meðferð er lokið tilkynna um hana.


17. gr.

Umsókn um staðfestingu leyfa skv. 3. - 10. eða 15. gr. skal senda heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Umsókn skal fylgja:
1. sönnun ríkisfangs í EES-landi og
2. frumrit eða staðfest afrit vottorða sem leggja þarf fram.
Með staðfestu afriti er átt við að samræmi milli frumrits og afrits sé staðfest af: 1. íslensku sendiráði eða ræðismannsskrifstofu eða
2. yfirvaldi í heimalandi umsækjanda eða
3. sendiráði eða ræðismannsskrifstofu þess lands sem prófið var tekið í eða 4. yfirvaldi á Íslandi.


18. gr.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið skal svo fljótt sem unnt er og eigi síðar en innan þriggja mánaða frá móttöku umsóknar taka ákvörðun um umsókn staðfestingar skv. 3. - 10. eða 15. gr. Ef krefja þarf umsækjanda um viðbótarvottorð vegna umsóknar eða ef fyrir hendi eru aðrar sérstakar ástæður lengist þessi tími.


19. gr.

Eigi má staðfesta leyfi skv. 3. - 10. eða 15. gr. ef fyrir hendi eru ástæður sem myndu valda því að umsækjandi yrði sviptur starfsleyfi, hefði hann það.


20. gr.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið skal gefa umsækjanda um staðfestingu skv. 3. -10. eða 15. gr. upplýsingar um íslenskar lagareglur um starfið og möguleika á að afla sér nauðsynlegrar íslenskukunnáttu vegna starfsins.


21. gr.

Samkvæmt kröfu heilbrigðisyfirvalda í öðru EES-landi skal heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, innan þriggja mánaða, gefa þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til sönnunar útgefnu íslensku leyfi til heilbrigðisstéttar.


Svipting staðfestingar leyfis.
22. gr.

Einstakling, sem fengið hefur staðfestingu leyfis skv. 3.-10. eða 15. gr., má svipta þeirri staðfestingu ef hann hefur í starfi sínu á Íslandi:
1. verið dæmdur fyrir brot í starfi,
2. fengið áminningar fyrir brot í starfi,
3. verið sviptur því leyfi sem var staðfest eða
4. verið sviptur heimild til að skrifa lyfseðla.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið skal tilkynna til þess bærum yfirvöldum í því landi sem hlutaðeigandi hafði leyfi í um sviptingu staðfestingarinnar og ástæður hennar.


23. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. - 5. gr. laga nr. 116J1993 um breytingar á lagaákvæðum á sviði heilbrigðis- og tryggingamála vegna aðildar að samningi um Evrópskt efnahagssvæði og 4. gr. laga um viðurkenningu á menntun og prófskírteinum nr. 83J 1993, öðlast þegar gildi.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 25. mars 1994.

Guðmundur Árni Stefánsson.
Páll Sigurðsson.

Fylgiskjal 1:

Læknar 1. 375L0362: Tilskipun ráðsins 75/362/EBE frá 16. júní 1975 um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi í læknisfræði, að meðtöldum ráðstöfunum er auðvelda að staðfesturéttar og réttar til að veita þjónustu sé neytt (Stjtíð. EB nr. L167, 30.6.1975, bls. 1), eins og henni var breytt með:

- 179H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum - aðild Lýðveldis-ins Grikklands að Evrópubandalögunum (Stjtíð. EB nr. L291,19.11.1979, bls. 90);

- 382L0076: Tilskipun ráðsins 82/761EBE frá 26. janúar 1982 (Stjtíð. EB nr. L43, 15.2.1982, bls. 21);

- 1851: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum - aðild Konungsríkisins Spánar og Lýðveldisins Portúgals að Evrópubandalögunum (Stjtíð. EB nr. L302,15.11.1985, bls.158);

- 389L0594: Tilskipun ráðsins 89/594/EBE frá 30. október 1989 (Stjtíð. EB nr. L341, 23.11.1989, bls.19);

- 390L0658: Tilskipun ráðsins 90/658/EBE frá 4. desember 1990 (Stjtíð. EB nr. L 353,17.12.1990, bls. 73).

Sviss er vent undanþága frá ákvæðum tilskipunar 75/362/EBE, eins og þau eru aðlöguð í þessum samningi, og skal standa við skuldbindingarnar sem þar eru settar fram í síðasta lagi 1. janúar 1995 í stað 1. janúar 1993.


TILSKIPUN RÁÐSINS

frá 16. júní 1975


um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi í læknisfræði, að meðtöldum ráðstöfunum er auðvelda að staðfesturéttar og réttar til að veita þjónustu sé neytt

(75/362/EBE)

RÁÐ EVRÓPUBANDALAGANNA HEFUR,

með hliðsjón af stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu, einkum 49., 57., 66. og 235. gr.,

með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar,

með hliðsjón af áliti Evrópuþingsins ( 1 ),

með hliðsjón af áliti efnahags- og félagsmálanefndarinnar ( 2 ), og að teknu tilliti til eftirfarandi:

Samkvæmt sáttmálanum er ekki leyfilegt að loknu aðlögunartímabilinu að mismuna fólki á grundvelli ríkisfangs hvað varðar staðfestu og þjónustustarfsemi. Slíkt jafnræði hvað varðar ríkisfang nær einkum til veitingar hvers kyns starfsleyfa sem krafist er ef hefja á starfsemi sem læknir og til skráningar eða þátttöku í stéttarsamtökum eða -félögum.

Engu að síður virðist æskilegt að setja sérstök ákvæði er auðvelda að staðfesturéttar og réttar til að veita þjónustu sé neytt að því er varðar starfsemi lækna.

Samkvæmt sáttmálanum mega aðildarríkin ekki veita neina þá aðstoð sem raskað gæti skilyrðum fyrir staðfestu. Í 1. mgr. 57. gr. sáttmálans er kveðið á um að tilskipanir skuli gefnar út um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum,

( 1 ) Stjtíð. EB nr. C 101, 4. 8. 1970, bls. 19.
( 2 ) Stjtíð. EB nr. C 36, 28. 3. 1970, bls. 17.

vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi. Markmið þessarar tilskipunar er að viðurkenna prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð umformlega menntun og hæfi sem þarf til að hefja og stunda lækningar svo og að viðurkenna prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi sérfræðinga.

Gagnkvæm viðurkenning á menntun og hæfi er ráðleg að því er varðar nám sérfræðinga því þó að sérmenntun sé ekki skilyrði fyrir því að hefja sérfræðistörf þá veitir hún rétt til að bera starfsheiti sérfræðings.

Ef hafður er í huga mismunur á fjölda sérgreina, svo og á eðli eða lengd náms í slíkum sérgreinum í aðildarríkjunum, ætti að setja sérstök samræmingarákvæði sem gera aðildarríkjunum kleift að hefja gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi. Þeirri samræmingu hefur verið komið á með tilskipun ráðsins 75/363/EBE ( 3 ) frá 16. júní 1975 um samræmingu á ákvæðum er varða starfsemi lækna og sett eru með lögum eða stjórnsýslufyrirmælum.

Með samræmingu þeirri er að ofan getur var ekki ætlunin að samræma öll ákvæði aðildarríkja um nám sérfræðinga og það er ekki síður æskilegt að stefna áfram að gagnkvæmri viðurkenningu á prófskírteinum sérfræðinga, vottorðum og öðrum vitnisburði um menntun þeirra og hæfi sem ekki

( 3 ) Stjtíð. EB L 167, 30. 6. 1975, bls. 14..

eru eins í öllum aðildarríkjunum, án þess þó að frekari samræming á þessu sviði sé útilokuð. Talið var í þessu sambandi að viðurkenning á prófskírteinum sérfræðinga, vottorðum og öðrum vitnisburði um menntun þeirra og hæfi yrði að einskorðast við aðildarríki þar sem sérfræðigreinin væri þekkt.

Þar eð tilskipun um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum felur ekki endilega í sér að nám sem er undanfari þessara prófskírteina sé jafngilt, ætti eingöngu að leyfa notkun starfsheitis sem byggir á slíku námi á máli upprunaríkisins eða þess ríkis sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá.

Til þess að auðvelda innlendum yfirvöldum beitingu þessarar tilskipunar geta aðildarríkin sett fyrirmæli um að þeir sem uppfylla skilyrði þessarar tilskipunar um nám leggi fram, til viðbótar formlegum vottorðum um nám, vottorð frá lögbærum yfirvöldum upprunalands þeirra eða landsins sem þeir koma frá þar sem staðfest er að þessi námsvottorð séu í samræmi við það sem um getur í tilskipuninni.

Tilskipun þessi hefur engin áhrif á ákvæði sem sett eru með lögum og stjórnsýslufyrirmælum í aðildarríkjunum sem banna félögum eða fyrirtækjum að stunda lækningar eða gera slíka starfsemi háða sérstökum skilyrðum.

Að því er varðar þjónustustarfsemi myndi krafan um skráningu í eða aðild að stéttarsamtökum eða -félögum, sem tengist stöðugri og varanlegri ástundun starfs í gistiríkinu, án efa verða þjónustuaðilanum fjötur um fót vegna þess að starf hans er í eðli sínu tímabundið. Af þeim sökum ætti að leggja þessa kröfu niður. Engu að síður ber að tryggja eftirlit með starfsaga enda sé það gert á ábyrgð þessara stéttarsamtaka eða -félaga. Í þessu skyni ætti að setja ákvæði, með fyrirvara um beitingu 62. gr. sáttmálans, um að hægt sé að krefjast þess að viðkomandi aðili tilkynni þjónustustarfsemi sína til lögbærra yfirvalda gistiríkisins.

Hvað varðar kröfur um óflekkað mannorð og góðan orðstír skal gera greinarmun á þeim kröfum sem gerðar eru þegar starf er fyrst hafið í starfsgreininni og þeim sem fullnægja þarf til að leggja stund á hana.

Að því er varðar starfsemi lækna sem eru launþegar, eru í reglugerð ráðsins (EBE) nr. 1612/68 ( 1 ) frá 15. október 1968 um frelsi launþega til flutninga innan bandalagsins ekki sett sérstök ákvæði er varða óflekkað mannorð eða góðan orðstír, starfsaga eða notkun þeirra starfsheita sem

( 1 ) Stjtíð. EB nr. L 257, 19. 10. 1968, bls. 2.

um ræðir. Slíkum reglum er beitt eða má beita, eftir því hvert aðildarríkið er, bæði gagnvart launþegum og sjálfstætt starfandi einstaklingum. Starfsemi lækna er í öllum aðildarríkjunum háð skilyrðum um prófskírteini, vottorð eða annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi. Slík starfsemi er stunduð bæði af launþegum og sjálfstætt starfandi einstaklingum eða af sömu aðilum á hvorutveggja vettvanginum einhvern tímann á starfsævinni. Þar af leiðandi virðist nauðsynlegt, svo unnt sé að stuðla að ótakmörkuðu frelsi fólks í þessari starfsgrein til flutninga innan bandalagsins, að láta þessa tilskipun ná til lækna sem eru launþegar.

SAMÞYKKT TILSKIPUN ÞESSA:


I. KAFLI

GILDISSVIÐ

1. gr.


Tilskipun þessi skal gilda um starfsemi lækna.


II. KAFLI

PRÓFSKÍRTEINI, VOTTORÐ OG ANNAR

VITNISBURÐUR UM FORMLEGA MENNTUN

OG HÆFI Í LÆKNISFRÆÐI

.


2. gr.

Sérhverju aðildarríki ber að viðurkenna prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem skráð eru í 3. gr. og önnur aðildarríki veita ríkisborgurum aðildarríkja, í samræmi við 1. gr. tilskipunar 75/363/EBE, með því að láta hið sama gilda um slíka menntun og hæfi á yfirráðasvæði sínu að því er varðar réttinn til að hefja og stunda starfsemi lækna á yfirráðasvæði sínu og þá sem aðildarríkið sjálft veitir.


3. gr.

Prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi sem um getur í 2. gr. skulu vera sem hér segir:

a) í Þýskalandi:

1. "Zeugnis über die ärztliche Staatsprüfung" (opinbert prófvottorð í læknisfræði) sem lögbær yfirvöld

veita og "Zeugnis über die Vorbereitungszeit als Medizinalassistent" (vottorð til staðfestingar á.30. 6. 75 Stjórnartíðindi EB Nr. L 167/3 því að undirbúningstíma aðstoðarlæknis hafi verið lokið) enda kveði þýsk lög enn á um að þörf sé á slíkum undirbúningstíma í læknanámi;

2. vottorð frá lögbærum yfirvöldum í Sambandslýðveldinu Þýskalandi til viðurkenningar á því að prófskírteini sem veitt voru eftir 8. maí 1945 af lögbærum yfirvöldum í Þýska alþýðulýðveldinu séu jafngild því sem tilgreint er í 1. lið hér að ofan;

b) í Belgíu:

"diplôme légal de docteur en médecine, chirurgie et accouchements/Wettelijk diploma van doctor in de genees-, heel- en verloskunde" (lögskylt prófskírteini læknis, skurðlæknis eða fæðingarlæknis) sem læknadeild háskóla, aðalprófanefnd eða prófanefnd ríkisháskólans veitir;

c) í Danmörku:

"bevis for bestået lægevidenskabelig embedseksamen" (lögskylt prófskírteini í læknisfræði) sem læknadeild háskólans veitir og "dokumentation for gennemført praktisk uddannelse" (vottorð um starfsþjálfun sem lögbær yfirvöld heilbrigðismála gefa út);

d) í Frakklandi:

1. "diplôme d'État de docteur en médecine" (opinbert prófskírteini í læknisfræði) sem læknadeild háskóla, lækna- og lyfjafræðideild í sameiningu eða háskólar veita;

2. "diplôme d'université de docteur en médecine"

(háskólaprófskírteini í læknisfræði) sem vottar að lokið sé sama námi og krafist er sem undanfara að opinberu prófskírteini í læknisfræði;

e) á Írlandi:

grunnréttindi sem veitt eru á Írlandi að afstöðnu hæfnisprófi sem þar til bær prófanefnd heldur og vottorð um starfsreynslu sem sami aðili gefur út og veitir heimild til skráningar sem fullgildur læknir;

f) á Ítalíu:

"diploma di abilitazione all'esercizio della medicina e chirurgia" (prófskírteini er veitir rétt til að stunda lækningar og skurðlækningar) sem opinber prófanefnd veitir;

g) í Lúxemborg:

1. "diplôme d'État de docteur en médecine, chirurgie et accouchements" (opinbert prófskírteini læknis, skurðlæknis og fæðingarlæknis) sem opinber prófanefnd veitir og viðurkennt er af menntamálaráðherra og "certificat de stage" (vottorð um starfsþjálfun) sem viðurkennt er af heilbrigðisráðherra;

2. prófskírteini í læknisfræði sem veitt eru af löndum bandalagsins og heimila að starfsþjálfun hefjist en veitir ekki aðgang að atvinnugreininni, opinberlega viðurkennt af menntamálaráðherra í samræmi við lög frá 18. júní 1969 um æðri menntun og viðurkenningu á erlendum prófgráðum og prófskírteinum, ásamt vottorði um starfsþjálfun sem

viðurkennt er af heilbrigðisráðherra;

h) í Hollandi:

"universitair getuigschrift van arts" (háskólavottorð í læknisfræði).

i) í Breska konungsríkinu:

grunnréttindi sem veitt eru í Breska konungsríkinu að afstöðnu hæfnisprófi sem þar til bær prófanefnd heldur og vottorð um starfsreynslu sem sami aðili gefur út og veitir heimild til skráningar sem fullgildur læknir.


III. KAFLI

PRÓFSKÍRTEINI, VOTTORÐ OG ANNAR

VITNISBURÐUR UM FORMLEGA MENNTUN

OG HÆFI Í SÉRGREINUM LÆKNISFRÆÐI

SEM SAMEIGINLEGAR ERU ÖLLUM

AÐILDARRÍKJUNUM

. 4. gr.


Sérhverju aðildarríki ber að viðurkenna prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem.Nr. L 167/4 Stjórnartíðindi EB 30. 6. 75 skráð eru í 5. gr. og önnur aðildarríki veita ríkisborgurum aðildarríkja, í samræmi við 2., 3., 4. og 8. gr. tilskipunar 75/363/EBE, með því að láta hið sama gilda um slíka menntun og hæfi á yfirráðasvæði sínu og þá sem aðildarríkið sjálft veitir.


5. gr.

1. Prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi sem um getur í 4. gr. og veitt eru af þeim lögbæru yfirvöldum eða stofnunum sem skráðar eru í 2. mgr. skulu samsvara, að því er varðar hlutaðeigandi sérmenntun, þeim starfsheitum sem viðurkennd eru í hinum ýmsu aðildarríkjum og skráð eru í 3. mgr.

2. Prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi sem lögbær yfirvöld eða stofnanir, sem um getur í 1. mgr., gefa út eru sem hér segir: í Þýskalandi: "die von den Landesärztekammern erteilte fachärztliche Anerkennung" (sérfræðileyfi læknis, útgefið af læknaráði viðkomandi fylkis);

í Belgíu :

"le titre d'agrégation en qualité de médecin spécialiste/erkenningstitel van specialist" (sérfræðileyfi læknis) útgefið af heilbrigðisráðherra;

í Danmörku:

"bevis for tilladelse til at betegne sig som speciallæge" (vottorð um rétt til að kalla sig sérfræðing) útgefið af lögbærum yfirvöldum heilbrigðismála;

í Frakklandi:

— "le certificat d'études spéciales de médecin" (vottorð um sérnám í læknisfræði) sem læknadeild háskóla, lækna- og lyfjafræðideild í sameiningu eða háskólar veita;

— sérfræðileyfi læknis, útgefið af læknaráðinu;

— "le certificat d'études spéciales de médecine" (vottorð um sérnám í læknisfræði) sem læknadeild háskóla, sameiginleg lækna- og lyfjafræðideild eða háskólar veita eða jafngild vottorð sem gefin eru út að ákvörðun menntamálaráðherra;

á Írlandi:

sérfræðileyfi læknis útgefið af þeim lögbæru yfirvöldum sem heilbrigðisráðherra tilnefnir;

á Ítalíu:

"diploma di medico specialista, rilasciati dal rettore di una universita" (sérfræðiskírteini læknis, sem rektor háskóla veitir);

í Lúxemborg:

"certificat de médecin spécialiste " (sérfræðileyfi læknis)

sem heilbrigðisráðherra gefur út að tillögu læknaskólans;

í Hollandi:

"het door de Specialisten-Registratiecommissie (SRC) afgegeven

getuigschrift van erkenning en inschrijving in het Specialistenregister" (vottorð um viðurkenningu og skráningu í sérfræðingaskrá sem stjórn sérfræðingaskrár (CRS) gefur út;

í Breska konungsríkinu:

sérfræðileyfi læknis útgefið af þeim lögbæru yfirvöldum sem heilbrigðisráðherra tilnefnir.

3. Þau starfsheiti sem nú eru notuð í aðildarríkjunum ogsamsvara því sérnámi sem um ræðir eru sem hér segir:

svæfingalækningar:
Þýskaland: Anästhesie
Belgía: anesthésiologie/anesthesie
Danmörk: anæstesiologi
Frakkland: anesthésie-réanimation
Írland: anaesthetics
Ítalía: anestesia e rianimazione
Lúxemborg: anesthésie-réanimation
Holland: anesthesie
Breska konungsríkið: anaesthetics;
almennar skurðlækningar:
Þýskaland: Chirurgie
Belgía: chirurgie/heelkunde
Danmörk: kirurgi eller kirurgiske sygdomme
Frakkland: chirurgie générale
Írland: general surgery
Ítalía: chirurgia generale
Lúxemborg: chirurgie générale
Holland: heelkunde
Breska konungsríkið: general surgery;.
taugaskurðlækningar:
Þýskaland: Neurochirurgie
Belgía: neurochirurgie/neurochir-urgie
Danmörk: neurokirurgi eller kirurgiske nervesygdomme
Frakkland: neurochirurgie
Írland: neurological surgery
Ítalía: neurochirurgia
Lúxemborg: neurochirurgie
Holland: neurochirurgie
Breska konungsríkið: neurological surgery;
kvenlækningar:
Þýskaland: Frauenheilkunde und Geburtshilfe
Belgía: gynécologie-obstétrique/ gynaecologie-verloskunde
Danmörk: gynækologi og obstetrik eller kvindesygdomme og fødselshjælp
Frakkland: obstétrique et gynécologie médicale
Írland: obstetrics and gynaecology
Ítalía: obtetricia e ginecologia
Lúxemborg: gynécologie-obstétrique
Holland: verloskunde en gynaecologie
Breska konungsríkið: obstetrics and gynaecology;
lyflækningar:
Þýskaland: Innere Medizin
Belgía: médicine interne/inwendgie geneeskunde
Danmörk: intern medicin eller medicinske sygdomme
Frakkland: médecine interne
Írland: general (internal) medicine
Ítalía: medicina interna
Lúxemborg: maladies internes
Holland: inwendige geneeskunde
Breska konungsríkið: general medicine;
augnlækningar:
Þýskaland: Augenheilkunde
Belgía: ophtalmologie/ophtalmologie
Danmörk: oftalmologi eller øjensygdomme
Frakkland: ophtalmologie
Írland: ophthalmology
Ítalía: oculistica
Lúxemborg: ophtalmologie
Holland: oogheelkunde
Breska konungsríkið: ophthalmology;
háls-, nef- og eyrnalækningar:
Þýskaland: Hals-, Nasen-, Ohrenheil-kunde
Belgía: oto-rhino-laryngologie/ oto-rhino-laryngologie
Danmörk: oto-rhino-laryngologi eller øre-næse-halssygdomme
Frakkland: oto-rhino-laryngologie
Írland: otolaryngology
Ítalía: otorinolaringoiatria
Lúxemborg: oto-rhino-laryngologie
Holland: keel-, neus- en oorheelkunde
Breska konungsríkið: otolaryngology;
barnalækningar:
Þýskaland: Kinderheilkunde
Belgía: pédiatrie/pediatrie
Danmörk: pædiatri eller børnesygdomme
Frakkland: pédiatrie
Írland: paediatrics
Ítalía: pediatria
Lúxemborg: pédiatrie
Holland: kindergeneeskunde
Breska konungsríkið: paediatrics;
lungnalækningar:
Þýskaland: Lungen- und Bronchialheilkunde
Belgía: pneumologie/pneumologie
Danmörk: medicinske lungesygdomme
Frakkland: pneumo-phtisiologie
Írland: respiratory medicine
Ítalía: tisiologia e malattie dell'apparato respiratorio
Lúxemborg: pneumo-phtisiologie
Holland: ziekten der luchtwegen
Breska konungsríkið: respiratory medicine;
þvagfæraskurðlækningar:
Þýskaland: Urologie
Belgía: urologie/urologie
Danmörk: urologi eller urinvejenes kirurgiske sygdomme
Frakkland: urologie
Írland: urology
Ítalía: urologia
Lúxemborg: urologie
Holland: urologie
Breska konungsríkið: urology;.
bæklunarskurðlækningar:
Þýskaland: Orthopädie
Belgía: orthopédie/orthopedie
Danmörk: ortopædisk kirurgi
Frakkland: orthopédie
Írland: orthopaedic surgery
Ítalía: ortopedia e traumatologia
Lúxemborg: orthopédie
Holland: orthopedie
Breska konungsríkið: orthopaedic surgery.

IV. KAFLI

PRÓFSKÍRTEINI, VOTTORÐ OG ANNAR

VITNISBURÐUR UM FORMLEGA MENNTUN

OG HÆFI Í SÉRGREINUM LÆKNISFRÆÐINNAR

SEM STUNDAÐAR ERU Í

TVEIMUR EÐA FLEIRI AÐILDARRÍKJUM

6. gr.


Sérhverju aðildarríki ber með ákvæðum um þessi málefni sem sett eru í lögum eða stjórnsýslufyrirmælum að viðurkenna prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi í sérgreinum læknisfræðinnar sem skráð eru í 7. gr. og önnur aðildarríki veita ríkisborgurum aðildarríkja, í samræmi við 2., 3., 5. og 8. gr. tilskipunar 75/363/EBE, með því að láta hið sama gilda um slíka menntun og hæfi á yfirráðasvæði sínu og þá sem aðildarríkið sjálft veitir.


7. gr.

1. Prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi sem um getur í 6. gr. og veitt eru af þeim lögbæru yfirvöldum eða stofnunum sem skráðar eru í 2. mgr. 5. gr. skulu samsvara, að því er varðar hlutaðeigandi sérmenntun, þeim starfsheitum sem viðurkennd eru í hinum ýmsu aðildarríkjum og talin eru upp í 2. mgr. 2. Þau starfsheiti sem nú eru notuð í aðildarríkjunum og samsvara því sérnámi sem um ræðir eru sem hér segir:

klínísk líffræði:
Belgía: biologie clinique/klinische biologie
Frakkland: biologie médicale
Ítalía: patologia diagnostica di laboratorio;
blóðrannsóknir:
Danmörk: klinisk blodtypeserologi
Lúxemborg: hématologie biologique;
sýklafræði:
Danmörk: klinisk mikrobiologi
Írland: microbiology
Ítalía: microbiologia
Lúxemborg: microbiologie
Holland: bacteriologie
Breska konungsríkið: medical microbiology;
líffærameinafræði:
Þýskaland: Pathologische Anatomie
Danmörk: patalogisk anatomi og histologi eller vævsundersøgelse
Frakkland: anatomie pathologique
Írland: morbid anatomy and histopathology
Ítalía: anatomia patologica
Lúxemborg: anatomie pathologique
Holland: pathologische anatomie
Breska konungsríkið: morbid anatomy and histopathology;
lífefnafræði:
Danmörk: klinisk kemi
Írland: chemical pathology
Lúxemborg: biochimie
Holland: klinische chemie
Breska konungsríkið: chemical pathology;
ónæmisfræði:
Írland: clinical immunology
Breska konungsríkið: immunology;
lýtalækningar:
Belgía: chirurgie plastique/plastische heelkunde
Danmörk: plastikkirurgi
Frakkland: chirurgie plastique et reconstructive
Írland: plastic surgery
Ítalía: chirurgia plastica
Lúxemborg: chirurgie plastique
Holland: plastishe chirurgie
Breska konungsríkið: plastic surgery;.
brjóstholsskurðlækningar:
Belgía: chirurgie thoracique/heelkunde op de thorax
Danmörk: thoraxkirurgi eller brysthulens kirurgiske sygdomme
Frakkland: chirurgie thoracique
Írland: thoracic surgery
Ítalía: chirurgia toracica
Lúxemborg: chirurgie thoracique
Holland: cardio-pulmonale chirurgie
Breska konungsríkið: thoracic surgery;
barnaskurðlækningar:
Írland: paediatric surgery
Ítalía: chirurgia pediatrica
Lúxemborg: chirurgie infantile
Breska konungsríkið: paediatric surgery;
æðaskurðlækningar:
Belgía: chirurgie des vaisseaux/ bloedvatenheelkunde
Ítalía: cardio-angio chirurgia
Lúxemborg: chirurgie cardio-vasculaire;
hjartalækningar:
Belgía: cardiologie/cardiologie
Danmörk: cardiologi eller hjerte- og kredsløbssygdomme
Frakkland: cardiologie et médecine des affections vasculaires
Írland: cardiology
Ítalía: cardiologia
Lúxemborg: cardiologie et angiologie
Holland: cardiologie
Breska konungsríkið: cardio-vascular disease;
meltingarlækningar:
Belgía: gastro-entérologie/ gastro-enterologie
Danmörk: medicinsk gastroenterologi eller medicinske mave-tarmsygdomme
Frakkland: maladies de l'appareil digestif
Írland: gastroenterology
Ítalía: malattie dell'apparato digerente
della nutrizione e del ricambio
Lúxemborg: gastro-entérologie et maladies de la nutrition
Holland: maag- en darmziekten
Breska konungsríkið: gastroenterology;
gigtarlækningar:
Belgía: rhumatologie/reumatologie
Frakkland: rhumatologie
Írland: rheumatology
Ítalía: reumatologia
Lúxemborg: rhumatologie
Holland: reumatologie
Breska konungsríkið: rheumatology;
blóðmeinafræði:
Írland: haematology
Ítalía: ematologia
Lúxemborg: hématologie
Breska konungsríkið: haematology;
efnaskipta- og innkirtlalækningar:
Írland: endocrinology and diabetes mellitus
Ítalía: endocrinologia
Lúxemborg: endocrinologie
Breska konungsríkið: endocrinology and diabetes mellitus;
orku- og endurhæfingarlækningar:
Belgía: physiothérapie/fysiotherapie
Danmörk: fysiurgi og rehabilitering
Frakkland: rééducation et réadaptation fonctionnelles
Ítalía: fisioterapia
Holland: revalidatie;
munnfræði:
Frakkland: stomatologie
Ítalía: odontostomatologia
Lúxemborg: stomatologie;
taugalækningar:
Þýskaland: Neurologie
Danmörk: neuromedicin eller mediciniske nervesygdomme
Frakkland: neurologie
Írland: neurology
Ítalía: neurologia
Lúxemborg: neurologie
Holland: neurologie
Breska konungsríkið: neurology;.
geðlækningar:
Þýskaland: Psychiatrie
Danmörk: psykiatri
Frakkland: psychiatrie
Írland: psychiatry
Ítalía: psichiatria
Lúxemborg: psychiatrie
Holland: psychiatrie
Breska konungsríkið: psychiatry;
taugageðlækningar:
Þýskaland: Neurologie und Psychiatrie
Belgía: neuro-psychiatrie/ neuropsychiatrie
Frakkland: neuro-psychiatrie
Ítalía: neuropsichiatria
Lúxemborg: neuro-psychiatrie
Holland: zenuw- en zielsziekten;
húð- og kynsjúkdómalækningar:
Þýskaland: Dermatologie und Venerologie
Belgía: dermato-vénéréologie/ dermato-venereologie
Danmörk: dermato-venerologi eller hud- og kønssygdomme
Frakkland: dermato-vénéréologie
Ítalía: dermatologia e venerologia
Lúxemborg: dermato-vénéréologie
Holland: huid- en geslachtsziekten;
húðsjúkdómafræði:
Írland: dermatology
Breska konungsríkið: dermatology;
kynsjúkdómafræði:
Írland: venereology
Breska konungsríkið: venereology;
geislalækningar:
Þýskaland: Radiologie
Frakkland: radiologie
Ítalía: radiologia
Lúxemborg: électro-radiologie
Holland: radiologie;
geislagreining:
Belgía: radiodiagnostic/radiodiagnose
Danmörk: diagnostisk radiologi eller røntgenundersøgelse
Frakkland: radio-diagnostic
Írland: diagnostic radiology
Holland: radiodiagnostiek
Breska konungsríkið: diagnostic radiology;
geislameðferð:
Belgía: radio-radiumthérapie/ radio-radiumtherapie
Danmörk: terapeutisk radiologi eller, strålebehandling
Frakkland: radio-thérapie
Írland: radiotherapy
Holland: radiotherapie
Breska konungsríkið: radiotherapy;
hitabeltissjúkdómalækningar:
Belgía: médicine tropicale/tropische geneeskunde
Danmörk: tropemedicin
Írland: tropical medicine
Ítalía: medicina tropicale
Breska konungsríkið: tropical medicine;
barnageðlækningar:
Þýskaland: Kinder- und Jugendpsychiatrie
Danmörk: børnepsykiatri
Frakkland: pédo-psychiatrie
Ítalía: neuropsichiatria infantile;
öldrunarlækningar
Írland: geriatrics
Breska konungsríkið: geriatrics;
nýrnalækningar:
Danmörk: nefrologi eller medicinske nyresygdomme
Írland: nephrology
Ítalía: nefrologia
Breska konungsríkið: renal diseases;
smitsjúkdómar:
Írland: communicable diseases
Ítalía: malattie infettive
Breska konungsríkið: communicable diseases;.
félagslækningar:
Írland: community medicine
Breska konungsríkið: community medicine;
lyfjafræði:
Þýskaland: Pharmakologie
Írland: clinical pharmacology and therapeutics
Breska konungsríkið: clinical pharmacology and therapeutics;
atvinnulækningar:
Írland: occupational medicine
Breska konungsríkið: occupational medicine;
ofnæmislækningar:
Ítalía: allergologia ed immunologia clinica
Holland: allergologie;
meltingarskurðlækningar:
Belgía: chirurgie abdominale/heelkunde op het abdomen
Danmörk: kirurgisk gastroenterologi eller kirurgiske mave-tarmsygdomme
Ítalía: chirurgia dell'apparato digerente.

8. gr.

1. Gistiríkið getur farið framá það við ríkisborgara aðildarríkjanna sem æskja þess að öðlast eitthvert þeirra prófskírteina, vottorða eða annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi sérfræðings í lækningum sem ekki er getið um í 4. og 6. gr. eða sem, enda þótt þess sé getið í 6. gr., er ekki veitt í upprunaríkinu eða aðildarríkinu sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá, að þeir fullnægi þeim skilyrðum um sérnámið sem sett eru í lögum þess og stjórnsýslufyrirmælum.

2. Gistiríkið skal hins vegar taka, að öllu leyti eða að hluta til, tillit til þess námstíma sem ríkisborgararnir sem getið er í 1. mgr. hafa lokið og hlotið staðfestingu á með prófskírteini, vottorði eða öðrum vitnisburði um formlegt nám sem lögbær yfirvöld upprunaríkisins eða aðildarríkisins sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá hafa veitt, að því tilskildu að námstíminn samsvari þeim sem aðildarríkið krefst vegna umrædds náms.

3. Lögbær yfirvöld eða stofnanir gistiríkis skulu, eftir að hafa fengið staðfest inntak og lengd sérnáms hlutaðeigandi einstaklings á grundvelli prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi sem hafa verið lögð fram, tilkynna honum um viðbótarnámstíma sem krafist er svo og þau svið sem námið skal taka til.


V. KAFLI

NÚVERANDI AÐSTÆÐUR

9. gr.


1. Þegar prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi ríkisborgara aðildarríkja í læknisfræði fullnægja ekki öllum lágmarkskröfum um nám sem settar eru í 1. gr. tilskipunar 75/363/EBE, skulu aðildarríki viðurkenna sem fullnægjandi sönnun prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi lækna sem veitt eru af þessum aðildarríkjum áður en tilskipun 75/363/EBE kemur til framkvæmda, ef vottorð fylgir um að hlutaðeigandi ríkisborgarar hafi stundað starf læknis á löglegan og viðhlítandi hátt í þrjú ár hið minnsta á fimm ára tímabili fyrir útgáfu vottorðsins.

2. Ef um er að ræða ríkisborgara aðildarríkis sem hafa undir höndum prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem ekki uppfylla lágmarkskröfur þær um sérnám sem mælt er fyrir um í 2., 3. , 4. og 5 gr. tilskipunar 75/363/EBE, skulu aðildarríkin taka sem fullgilda sönnun þau prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi í sérgrein læknisfræðinnar sem þessi aðildarríki hafa gefið út áður en tilskipun 75/363/EBE kemur til framkvæmda. Þó getur aðildarríki krafist þess að slíku prófskírteini, vottorði og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi fylgi vottorð er lögbær yfirvöld eða stofnanir í upprunaríkinu eða aðildarríkinu sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá gefa út, þar sem fram komi að umsækjandi hafi stundað umrædd sérfræðistörf í helmingi lengri tíma en sem nemur mismuninum á sérnámi í upprunaríkinu eða aðildarríkinu sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá annars vegar og lágmarksnámstíma þeim er um getur í tilskipun 75/363/EBE enda séu þessi tímabil ekki jafnlöng þeim lágmarksnámstíma sem mælt er fyrir um í 4. og 5. gr. tilskipunar 75/363/EBE.

Ef gistiríkið krefst, áður en þessi tilskipun kemur til framkvæmda, skemmri lágmarksnámstíma en þess sem umgetur í 4. og 5. gr. tilskipunar 75/363/EBE, verður mismunurinn sem um ræðir í fyrstu undirgein aðeins ákvarðaður með hliðsjón af lágmarksnámstíma sem um ræðir í því ríki..Nr. L 167/10 Stjórnartíðindi EB 30. 6. 75

3. Ef prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi í sérgreinum læknisfræðinnar, sem ríkisborgari í aðildarríki hefur undir höndum, er ekki í samræmi við þá menntun og hæfi eða starfsheiti sem talin er upp í 5. og 7. gr. ber sérhverju aðildarríki að viðurkenna prófskírteinin, vottorðin og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem þessi aðildarríki hafa gefið út, ásamt vottorði um jafngildi sem lögbær yfirvöld eða stofnanir staðfesta sem nægilega sönnun.

4. Þau aðildarríki sem hafa áður en tilskipun þessi birtist numið úr gildi ákvæði laga og stjórnsýslufyrirmæla um veitingu prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi á sviði taugageðlækninga, húð- og kynsjúkdómalækninga og geislalækninga, og hafa einnig áður en þessi tilskipun birtist gert ráðstafanir í þágu ríkisborgara sinna til að samræma núverandi reglur, skulu gera ríkisborgurum annarra aðildarríkja kleift að njóta þessa enda uppfylli prófskírteini þeirra, vottorð og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi á sviði taugageðlækninga, húð- og kynsjúkdómalækninga og geislalækninga skilyrði þau sem mælt er fyrir í þessum málefnum annaðhvort í 2. og 5. gr. tilskipunar 75/363/EBE eða í 2. mgr. þessarar greinar.


VI. KAFLI

NOTKUN NÁMSTITILS

10. gr.


1. Með fyrirvara um 18. gr., skulu gistiríki tryggja að ríkisborgarar aðildarríkja sem fullnægja skilyrðum sem sett eru í 2., 4., 6. og 9. gr. eigi rétt á að nota löggilda námstitla sína og, eftir því sem við á, skammstöfun á þeim sem er notuð í upprunaríki þeirra eða aðildarríkinu sem þeir koma frá, á máli þess ríkis. Gistiríki geta krafist þess að titlinum fylgi upplýsingar um heiti og staðsetningu stofnunarinnar eða prófanefndarinnar sem veitti hann.

2. Ef líkur eru á að námstitlinum, sem er notaður í upprunaríkinu eða aðildarríkinu sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá, verði ruglað saman við titil í gistiríkinu sem krefst í því ríki viðbótarnáms sem hlutaðeigandi einstaklingur hefur ekki hlotið getur gistiríkið krafist þess að viðkomandi noti titil sem tíðkast í upprunaríkinu eða aðildarríkinu sem hann kemur frá í einhverri þeirri útgáfu sem talin er við hæfi í gistiríkinu.


VII. KAFLI

ÁKVÆÐI ER AUÐVELDA AÐ STAÐFESTURÉTTAR OG RÉTTAR TIL

AÐ VEITA ÞJÓNUSTU

SÉ NEYTT HVAÐ VARÐAR STÖRF

LÆKNA

A. Sérákvæði um staðfesturétt

11. gr.


1. Fari gistiríki fram á það við eigin ríkisborgara, sem æskja þess að leggja í fyrsta sinn fyrir sig einhverja þá starfsemi sem um getur í 1. gr., að þeir leggi fram meðmæli eða sönnun þess að þeir hafi óflekkað mannorð, þá ber því ríki að taka sem gildan vitnisburð, þegar um er að ræða ríkisborgara annarra aðildarríkja, vottorð sem gefið er út af lögbæru yfirvaldi í upprunaríki hins erlenda ríkisborgara eða í landi því sem hann kemur frá er sýnir að skilyrðum fyrir að hefja þá starfsemi sem um ræðir sé fullnægt hvað meðmæli eða óflekkað mannorð varðar.

2. Fari upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá ekki fram á það við þá aðila sem æskja þess að leggja í fyrsta sinn fyrir sig þá starfsemi sem um ræðir að þeir leggi fram meðmæli eða sönnun þess að þeir hafi óflekkað mannorð, getur gistiríkið farið fram á, þegar í hlut eiga ríkisborgarar upprunaríkisins eða aðildarríkisins sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá, að fá "sakavottorð" eða að öðrum kosti jafngilt skjal sem gefið er út af lögbærum yfirvöldum í upprunaríki hins erlenda ríkisborgara eða í aðildarríkinu sem hann kemur frá.

3. Búi gistiríkið yfir nákvæmri vitneskju um atvik alvarlegs eðlis sem hefur hent utan yfirráðasvæðis þess og séu líkur á að atvikið sem um ræðir hafi áhrif á að starfsemi sú sem hér um ræðir verði hafin, getur það látið upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá vita og skal það ríki sannreyna gildi upplýsinganna.

Lögbært yfirvald í upprunaríkinu eða aðildarríkinu sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá skal leggja mat á tilvikið og skal það aðildarríki tilkynna gistiríkinu til hvaða aðgerða verður gripið í kjölfarið af hálfu yfirvaldsins að því er varðar vottorðin eða skjölin sem það hefur gefið út.

Aðildarríkin skulu ábyrgjast að farið sé með upplýsingarnar sem veittar eru sem trúnaðarmál.


12. gr.

1. Komi fram í ákvæðum sem sett eru með lögum og stjórnsýslufyrirmælum í gistiríki kröfur um óflekkað mannorð og góðan orðstír, að meðtöldum ákvæðum er tengjast iðkun þeirrar starfsemi sem um getur í 1. gr. og varða viðurlög við alvarlegu misferli í starfi eða refsilagabroti, skal.30. 6. 75 Stjórnartíðindi EB Nr. L 167/11 upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá senda gistiríkinu allar nauðsynlegar upplýsingar er varða ráðstafanir eða viðurlög sem fagfélög eða stjórnvöld grípa til gagnvart hlutaðeigandi einstaklingi eða hegningar sem hann hlýtur vegna brota í starfi í upprunaríkinu eða aðildarríkinu sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá.

2. Búi gistiríkið yfir nákvæmri vitneskju um atvik alvarlegs eðlis sem hefur hent utan yfirráðasvæðis þess og séu líkur á að atvikið sem um ræðir hafi áhrif á iðkun umræddrar starfsemi, getur það látið upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá vita og skal það ríki sannreyna gildi upplýsinganna.

Lögbært yfirvald í upprunaríkinu eða aðildarríkinu sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá skal leggja mat á atvikið. Téð yfirvald skal tilkynna gistiríkinu til hvaða aðgerða verður gripið í kjölfarið af þess hálfu að því er varðar upplýsingarnar sem hafa verið sendar samkvæmt l. mgr.

3. Aðildarríkin skulu ábyrgjast að farið sé með upplýsingarnar sem sendar eru sem trúnaðarmál


13. gr.

Ef gistiríki krefst þess af eigin ríkisborgurum sem æskja þess að hefja eða stunda einhverja þá starfsemi sem um getur í l. gr. að þeir leggi fram vottorð um líkamlegt og andlegt heilbrigði skal það ríki taka sem fullgilda sönnun framvísun á skjalinu sem krafist er í upprunaríkinu eða aðildarríkinu sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá.

Ef upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá gerir engar slíkar kröfur til þeirra sem æskja þess að hefja eða stunda störf í umræddri starfsgrein ber gistiríkinu að taka við vottorði frá slíkum ríkisborgara sem lögbært yfirvald í því ríki hefur gefið út og er sambærilegt við vottorðin sem gistiríkið gefur út.


14. gr.

Ekki má leggja fram skjöl sem gefin eru út í samræmi við 11., 12. og 13. gr. þegar meira en þrír mánuðir hafa liðið frá útgáfudegi þeirra.


15. gr.

1. Málsmeðferð þegar hlutaðeigandi einstaklingi er veitt leyfi til að hefja þá starfsemi sem um getur í 1. gr., samkvæmt 11., 12. og 13. gr., verður að vera lokið eins skjótt og kostur er og eigi síðar en þremur mánuðum eftir að öll skjöl er varða þennan einstakling hafa verið lögð fram, án þess að hnekkt sé fresti sem hlotist getur vegna málskots sem komið getur til að málsmeðferð lokinni.

2. Í þeim tilvikum sem um getur í 3. mgr. 11. gr. og 2. mgr. 12. gr., leiðir krafa um endurskoðun til þess að fresturinn sem kveðið er á um í 1. mgr. fellur úr gildi. Aðildarríkið sem ráðgast er við skal gefa svar innan þriggja mánaða.

Að svari fengnu eða við lok frestsins skal gistiríkið halda áfram málsmeðferðinni sem um getur í 1. mgr.


B. Sérákvæði um þjónustustarfsemi

16. gr.


1. Fari gistiríki fram á það við eigin ríkisborgara, sem æskja þess að hefja eða stunda þá starfsemi sem um getur í 1. gr., að þeir hafi annaðhvort starfsleyfi frá eða séu félagar í eða skráðir hjá stéttarsamtökum eða -félögum skal það aðildarríki veita ríkisborgurum annarra aðildarríkja undanþágu frá þeirri kröfu að því er varðar þjónustustarfsemi.

Hlutaðeigandi einstaklingur skal stunda þjónustustarfsemi með sömu réttindum og skyldum og ríkisborgarar gistiríkisins. Hann skal m.a. hlíta starfsreglum sem eru settar af fagfélögum eða stjórnvöldum og gilda í því aðildarríki.

Samþykki gistiríki ráðstöfun samkvæmt annarri undirgein eða verði uppvíst um atvik sem brjóta í bága við þessi ákvæði skal það þegar í stað tilkynnast aðildarríkinu þar sem hlutaðeigandi einstaklingur hefur staðfestu.

2. Gistiríkið getur krafist þess að hlutaðeigandi einstaklingur gefi lögbærum yfirvöldum yfirlýsingu fyrirfram um þjónustuna sem á að veita þegar hún felur í sér tímabundna dvöl á yfirráðasvæði þess.

Í bráðatilvikum má gefa yfirlýsinguna eins skjótt og auðið er eftir að þjónustan hefur verið látin í té.

3. Samkvæmt 1. og 2. mgr. getur gistiríkið krafist þess að hlutaðeigandi einstaklingur leggi frameitt eða fleiri skjöl sem hafa að geyma eftirfarandi upplýsingar:

— yfirlýsinguna sem um getur í 2. mgr.,

— vottorð til staðfestingar á því að hlutaðeigandi einstaklingur hafi löggild réttindi til að stunda þá starfsemi sem um ræðir í aðildarríkinu þar sem hann hefur staðfestu,.

— vottorð um að hlutaðeigandi einstaklingur hafi öðlast eitt eða fleiri prófskírteini, vottorð eða annan vitnisburð um formlega menntun eða hæfi sem krafist er til að fá að veita þá þjónustu sem umræðir og umgetur í þessari tilskipun.

4. Ekki má framvísa skjalinu eða skjölunum sem eru tilgreind í 3. mgr. þegar meira en tólf mánuðir hafa liðið frá útgáfudegi þeirra.

5. Svipti aðildarríki tímabundið eða varanlega, að hluta eða að öllu leyti, einn af ríkisborgurum sínum eða ríkisborgara annars aðildarríkis sem hefur staðfestu á yfirráðasvæði þess réttinum til að stunda þá starfsemi sem umgetur í 1. gr., skal það, eftir því sem við á, tryggja tímabundna eða varanlega afturköllun vottorðsins sem um getur í öðrum undirlið 3. mgr.


17. gr.

Ef krafist er skráningar hjá opinberri almannatryggingastofnun í gistiríki til að hægt sé að gera upp reikninga hjá tryggingaraðilum er varða þjónustu til handa einstaklingum sem njóta almannatrygginga, skal það aðildarríki veita ríkisborgurum aðildarríkja sem hafa staðfestu í öðru aðildarríki undanþágu frá þessari kröfu í þeim tilvikum sem þjónustustarfsemin hefur í för með sér ferðalög hlutaðeigandi einstaklings.

Engu að síður ber hlutaðeigandi einstaklingum að veita stofnuninni upplýsingar fyrirfram, eða eftir á í bráðatilvikum, um þá þjónustu sem látin er í té.


C. Ákvæði sem eiga bæði við staðfesturétt og rétt til að

veita þjónustu

18. gr.


Þegar notkun starfsheitis í tengslum við einhverja þá starfsemi sem um getur í 1. gr. lýtur reglum í gistiríki ber ríkisborgurum annarra aðildarríkja, þeim er uppfylla skilyrði þau sem sett eru í 2. gr. og 1. mgr. 9. gr., að nota starfsheiti gistiríkisins sem í því ríki samsvarar þeim skilyrðum um menntun og hæfi og ber þeim jafnframt að nota skammstöfun heitisins.

Fyrsta undirgein á líka við um notkun þeirra starfsheita sérfræðinga sem uppfylla skilyrðin sem sett eru í 4. og 6 gr. og 2., 3. og 4. mgr. 9. gr.


19. gr.

Fari gistiríki fram á það við eigin ríkisborgara, sem æskja þess að hefja eða stunda einhverja þá starfsemi sem um getur í 1. gr., að þeir sverji eið eða gefi drengskaparheit og sé eiðurinn eða heitið þess eðlis að ríkisborgarar annarra aðildarríkja geta ekki nýtt það skal aðildarríkið tryggja að viðeigandi og jafngilt form til eiðtökunnar sé í boði fyrir hlutaðeigandi einstakling.


20. gr.

1. Aðildarríkin skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gera hlutaðeigandi einstaklingum kleift að afla upplýsinga um heilbrigðis- og almannatryggingalög og, eftir því sem við á, siðareglur starfsgreinarinnar í gistiríkinu.

Í þessu skyni skulu aðildarríkin koma á fót upplýsingamiðstöðvum þar sem viðkomandi aðilar geta aflað nauðsynlegra upplýsinga. Þegar um staðfestu er að ræða geta aðildarríkin krafist þess að þeir hafi samband við þessar miðstöðvar.

2. Aðildarríkin geta komið þeim miðstöðvum sem um getur í 1. mgr. á fót undir verndarvæng lögbærra yfirvalda og stofnana sem þau tilnefna fyrir lok frestsins sem settur er í 1. mgr. 25. gr.

3. Aðildarríkin skulu tryggja, eftir því sem við á, að viðkomandi einstaklingar afli sér, bæði í eigin þágu og vegna skjólstæðinga sinna, þeirrar málakunnáttu sem með þarf til að geta lagt stund á sérgrein sína í gistiríkinu.


VIII. KAFLI

LOKAÁKVÆÐI

21. gr.


Aðildarríki sem fara fram á það við eigin ríkisborgara að þeir ljúki undirbúningstíma áður en þeir verði skipaðir læknar við almannatryggingakerfi skulu láta hið sama gilda um ríkisborgara annarra aðildarríkja í fimmár frá birtingu þessarar tilskipunar. Undirbúningstíminn má þó ekki vera lengri en sex mánuðir.


22. gr.

Ef réttmætur efi er fyrir hendi getur gistiríkið krafist þess að lögbær yfirvöld í öðru aðildarríki staðfesti áreiðanleika prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi sem veitt hafa verið í síðarnefnda aðildarríkinu og sem um getur í II. – V. kafla og staðfesti jafnframt að hlutaðeigandi einstaklingur uppfylli þau skilyrði umnám sem sett eru í tilskipun 75/363/EBE.


23. gr.

Aðildarríkin skulu, innan tímamarkanna sem sett eru í 1. mgr. 25. gr., tilnefna þau yfirvöld og stofnanir sem hafa umboð til að gefa út eða veita viðtöku prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi, sem og skjölum þeim og upplýsingum sem um getur í þessari tilskipun, og skulu tilkynna það hinum aðildarríkjunum og framkvæmdastjórninni þegar í stað.


24. gr.

Tilskipun þessi skal einnig gilda um ríkisborgara aðildarríkja sem í samræmi við reglugerð (EBE) nr. 1612/68 stunda eða munu stunda þá starfsemi sem um getur í 1. gr. sem launþegar.


25. gr.

1. Aðildarríkjunum ber að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að fara að ákvæðum þessarar tilskipunar innan átján mánaða frá birtingu hennar og tilkynna það framkvæmdastjórninni þegar í stað.

2. Aðildarríkin skulu sjá til þess að framkvæmdastjórninni berist helstu ákvæði úr landslögum sem samþykkt verða um málefni sem tilskipun þessi nær til.


26. gr.

Verði vart verulegra vandkvæða á tilteknum sviðum við beitingu þessarar tilskipunar í aðildarríki ber framkvæmdastjórninni að kanna þessi vandkvæði í samráði við það ríki og krefjast álits nefndar háttsettra opinberra embættismanna í opinberri þjónustu um almannaheilbrigði sem skipuð var með ákvörðun 75/365/EBE ( 1 ).

Framkvæmdastjórninni ber að leggja viðeigandi tillögur fyrir ráðið gerist þess þörf.


27. gr.

Tilskipun þessari er beint til aðildarríkjanna.

Gjört í Lúxemborg 16. júní 1975.


Fyrir hönd ráðsins,

R. RYAN

forseti.


375L0362: Tilskipun ráðsins 75/362/EBE frá 16. júní 1975. (Stjtíð. EB nr. L 167, 30.6.1975, bls. 1),

- 179H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum – aðild lýðveldisins Grikklands að Evrópubandalögunum ( Stjtíð. EB nr. L 291, 19.11.1979, bls 90).

a) Eftirfarandi bætist við í lok 3. gr.:
"j) í Grikklandi:


b) í 2. mgr. 5. gr.:

Nýrri undirgrein cr bætt við 2. mgr.:


c) í 3. mgr. 5. gr.:

Eftirfarandi atriði bætast við viðeigandi undirgreinar 3. mgr.:

d) í 2. mgr. 7. gr.:

Eftirfarandi atriði bætast við viðeigandi undirgreinar 2. mgr.:

- örverufræði-sýklafræði:

- 185I: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum - aðild Konungsríkisins Spánar og Lýðveldisins Portúgals að Evrópubandalögunum (Stjtíð EB nr. L 302,15.11.1985, bls.158).
a) Eftirfarandi bætist við 3. gr.:
"k) á Spáni:
"Titulo de Liccnciado en Mcclicina y Cirurgía" (háskólagráða í læknisfræði og skurðlækningum) sem ráðuneyti mennta- og vísindamála veitir,"
I) í Portúgal:
"Carta ele curso de licenciatura em medicina" (skírteini um að læknisfræðinámi sé lokið), gefið út af háskóla, og "Diploma comprovativo da conclusão do intcrnato gcral" (skírteini um að kandidatsári sé lokið ) sem lögbær yfirvöld heilbrigðismálaráðuneytis veita."

b) Eftirfarandi bætist við 2. mgr. 5. gr.:
"á Spáni:
"Título de Especialista" (sérfræðileyfi læknis) sem ráðuneyti mennta- og vísindamála veitir.

í Portúgal:
"Grau de Assistente" (gráða aðstoðarlæknis) veitt af lögbærum yfirvöldum heilbrigðismálaráðuneytis eða "Titulo de Especialista" (sérfræðileyfi læknis veitt af stéttarsamtökum lækna."

C) Eftirfarandi bætist við tilgreinda undirliði í 3. mgr. 5. gr.:

- Svæfingalækningar:
"Spánn: anestesiologia y reanimación
Portúgal: anestesiologia".
- almennar skurðlækningar.
"Spánn: cirugia general
Portúgal: cirugia geral"
- Taugaskurðlækningar
"Spánn: naurocirugia
Portúgal: neurocirugia".
- Kvenlækningar
"Spánn: obstretricia y ginecoloía
Portúgal: ginecologia e obstericia"
- lyflækningar:
"Spánn: medicina interna
Portúgal: medicina interna".
- augnlækningar:
"Spánn: otorrinolaringología
Portúgal: otorrinolaringologia",
-barnalækningar:
"Spánn: pediatría y sus áreas especificas
Portúgal: pediatria",
lungnalækningar:
"Spánn: naumología
Portúgal: pnemologia",
- Þvagfæraskurðlækningar:
"Spánn: urología
Portúgal: urologia".
-bæklunarskurðlækningar:
"Spánn: traumatoligía y cirugía ortopédica
Portúgal: ortopedia".

Eftirfarandi bætist við tilgreinda undirliði í 2. mgr. 7. gr:
-klínísk líffræði:
"Spánn análisis clinicos
Portúgal: patalogia clinica".
- blóðrannsóknir:
"Spánn: hematología y hemoterpia
Portúgal: hematologia clinica".
- örverufræði – sýklafræði
"Spánn: bioquímica clinica".
- ónæmisfræði:
"Spánn: immunología".
- lýtarlækningar:
"Spánn: cirugía plástica y reparadora
Portúgal: cirugia plastica".
- Brjóstholsskurðlækningar:
"Spánn: cirugía torácica
Portúgal: cirugia torácica".
- barnaskurðlækningar:
"Spánn: cirugía pediátrica
Portúgal: cirugia pediátrica".
- æðaskurðlækningar:
"Spánn: angiología ycirugía vascular
Portúgal: cirugia vascular",
- Hjartalækningar:
"Spánn: cardiología
Portúgal: cardiologia".
- meltingarlækningar:
" Spánn: aparato digestivo
Portúgal: rematología".
- blóðmeinafræði:
Spánn: hematología y hemoterapia
Portúgal: imunohemoteraoia",
- efnaskipta og innkirtlalækningar
"Spánn: endocrinología y nutrición
Portúgal: endocrinologia-nutrição"
- orku og endurhæfingarlækningar:
"Spánn: rehabilitación
Portúgal: fisiatria".
- munnfræði:
"Spánn: estomatología
Portúgal: estomatologia",
- taugalækningar:
"Spánn: neurologia",
Portúgal: neurologia".
- geðlækningar:
"Spánn: psiquiatría
Portúgal: psiquiatria",
- húð og kynsjúkdómalækningar:
"Spánn: dermotología médico-quirúgica y venercología
Portúgal: dermotovenercologia",
-geislalækningar:
" Spánn: electroradiologia
Portúgal: radiodignostico",
-geislagreining:
"Spánn: radiodiagnóstico
Portúgal: radiodiagnostico".
-geislameðferð:
"Spánn: oncologia radioterápica
Portúgal: radioterapia"
- hitabeltissjúkdómar:
"Portúgal: medicina tropical".
- barnageðlækningar:
"Portúgal: pedopsiquiatria",
- öldrunarlækningar:
"Spánn: geriatría",
- nýrnalækningar:
"Spánn: nefrología
Portúgal: nefrologia",
- lyfjafræði:
"Spánn: farmacología clínica",
- ofnæmislækningar:
Spánn: alergología
Portúgal: imuno-alergologia",
- meltingarskurðlækningar:
"Spánn: cirugía del aparto digestivo".


TILSKIPUN RÁÐSINS

frá 26. janúar 1982

um breytingu á tilskipun 75/362/EBE um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum,vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi í læknisfræði, að meðtöldum ráðstöfunum er auðvelda að staðfesturéttar og réttar til að veita þjónustu sé neytt og tilskipun 75/363/EBE umsamræmingu á ákvæðum er varða starfsemi lækna og sett eru með lögum eða stjórnsýslufyrirmælum

(82/76/EBE)


RÁÐ EVRÓPUBANDALAGANNA HEFUR,

með hliðsjón af stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu,einkum 49., 57. og 66. gr.,

með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar ( 1 ),

með hliðsjón af áliti Evrópuþingsins ( 2 ),

með hliðsjón af áliti efnahags- og félagsmálanefndarinnar ( 3 ),

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

Breytingar á löggjöf aðildarríkjanna og sú reynsla sem fengist hefur af beitingu tilskipana 75/362/EBE og 75/363/EBE ( 4 ) kalla á ákveðnar breytingar er varða formsatriði.

Jafnframt var kveðið á um það í 3. mgr. 3. gr. tilskipunar 75/363/EBE að í síðasta lagi fjórum árum eftir birtingu tilskipunarinnar og í ljósi breyttra aðstæðna, að fenginni tillögu framkvæmdastjórnarinnar og með tilliti til þess hvort möguleikinn á hlutanámi ætti að vera áfram fyrir hendi í ákveðnum tilvikum sem skoða verður hvert fyrir sig, skuli ráðið ákveða hvort ákvæði 1. og 2. mgr. eigi að gilda áfram eða þeim eigi að breyta.

Með þá reglu í huga að sérnám lækna eigi að stunda í fullu námi ætti að skilgreina nákvæmlega og hafa stjórn á undanþágunni sem veitt er fyrir hlutanámi, á meðan hún er við lýði.

Framlengja ætti tímabilið sem um getur í 7. gr. tilskipunar 75/363/EBE til 31. desember 1983 til þess að gera þeim aðildarríkjum, þar sem hlutanám fyrir sérfræðinga í lækn-

( 1 ) Stjtíð. EB nr. C 121, 23. 5. 1981, bls. 4.
( 2 ) Stjtíð. EB nr. C 260, 12. 10. 1981, bls. 99.
( 3 ) Stjtíð. EB nr. C 230, 10. 9. 1981, bls. 12.
( 4 ) Stjtíð. EB nr. L 167, 30. 6. 1975, bls. 1 og 14.

isfræði fer ekki að 2. og 3. gr. þeirrar tilskipunar, kleift að ljúka umbótum sem miða að því binda endi á slíkt nám.

SAMÞYKKT TILSKIPUN ÞESSA:


1. gr.

2. atriði í "g) í Lúxemborg" í 3. gr. tilskipunar 75/362/EBE falli niður ásamt tölunni 1 sem er á undan einu undirgreininni sem eftir stendur.


2. gr.

Ákvæðum 3. mgr. 5. gr. tilskipunar 75/362/EBE er breytt sem hér segir:

a) í stað eftirtalinna fyrirsagna í þýsku útgáfunni komi eftirfarandi:

"— Anästhesie-Wiederbelebung" verði "— Anäs-thesiologie",

"— Ophthalmologie" verði "— Augenheilkunde",

"— Otorhinolaryngologie" verði "— Hals-Nasen-Ohrenheilkunde",

"— Pädiatrie" verði "— Kinderheilkunde";

b) í öllum útgáfum:

1. í stað undirfyrirsagnanna er varða Þýskaland og Belgíu undir "— svæfingalækningar" komi eftir-farandi:

"Þýskaland: Anästhesiologie",

"Belgía: anesthésiologie/anesthesiologie";

2. í stað undirfyrirsagnanna er varða Belgíu og Frakkland undir "— kvenlækningar" komi eftirfarandi:

"Belgía: gynécologie-obstétrique/gynecologieverloskunde",

"Frakkland: gynécologie-obstétrique";.

3. í stað undirfyrirsagnanna er varða Þýskaland og Belgíu undir "háls-, nef- og eyrnalækningar" komi eftirfarandi;

"Þýskaland: Hals-Nasen-Ohrenheilkunde",

"Belgía: oto-rhino-laryngologie/otorhino-laryngologie";

4. í stað undirfyrirsagnarinnar er varðar Belgíu undir "Barnalækningar" komi:

"Belgía: pédiatrie/kindergeneeskunde".


3. gr.

Ákvæðum 2. mgr. 7. gr. tilskipunar 75/362/EBE er breytt sem hér segir:

a) í stað fyrirsagnanna í þýsku útgáfunni komi eftirfarandi:

1. "Mikrobiologie-Bakteriologie" verði "Mikrobio-logie und Infektionsepidemiologie";

2. "Pathologische Anatomie" verði "Pathologie";

3. "Pädiatrische Chirurgie" verði "Kinderchirurgie";

4. "Neuro-Psychiatrie" verði "Nervenheilkunde (Neurologie und Psychiatrie)";

5. "Kinderpsychiatrie" verði "Kinder- und Jugend-psychiatrie";

b) í stað undirfyrirsagnar í hollensku útgáfunni er varðar Belgíu undir "zenuw- en zielsziekten" komi:

"Belgie: neuropsychiatrie/neuropsychiatrie ";

c) í öllum útgáfum:

1. undir "sýklafræði" :

— eftirfarandi undirfyrirsögn verði bætt við:

"Þýskaland: Mikrobiologie und Infektionsepi-demiologie",

— í stað undirfyrirsagnar varðandi Holland komi:

"Holland: medische microbiologie";

2. í stað undirfyrirsagnar varðandi Þýskaland undir "vefjarannsóknir" komi:

"Þýskaland: Pathologie";

3. í stað undirfyrirsagnar varðandi Lúxemborg undir "lífefnafræði" komi:

"Lúxemborg: chimie biologique";

4. í stað undirfyrirsagnar varðandi Lúxemborg undir "barnaskurðlækningar" komi:

"Lúxemborg: chirurgie pédiatrique";

5. undir "orku- og endurhæfingarlækningar":

— í stað undirfyrirsagnar varðandi Belgíu komi:

"Belgía: médecine physique/fysische geneeskunde",

— eftirfarandi undirfyrirsögn verði bætt við:

"Lúxemborg: rééducation et réadaptation fonctionnelles";

6. eftirfarandi undirfyrirsögn undir "taugalækningar" verði bætt við:

"Grikkland:

7. eftirfarandi undirfyrirsögn undir "geðlækningar" verði bætt við:

"Grikkland:

8. í stað undirfyrirsagnar varðandi Þýskaland undir "taugageðlækningar" komi:

"Þýskaland: Nervenheilkunde (Neurologie und Psychiatrie)";

9. undir "geislagreining":

— í stað undirfyrirsagnar varðandi Belgíu komi:

"Belgía: radiodiagnostic/röntgendiagnose",

— eftirfarandi undirfyrirsögn verði bætt við:

"Grikkland:

"Lúxemborg: radiodiagnostic";

10. undir "geislameðferð":

— í stað undirfyrirsagnar varðandi Belgíu komi:

"Belgía: radio- et radiumthérapie/radio- en radiumtherapie",

— eftirfarandi undirfyrirsögn verði bætt við:

"Lúxemborg: radiothérapie";

11. eftirfarandi undirfyrirsögnum undir "barnageðlækningar" verði bætt við eins og við á:

"Lúxemborg: psychiatrie infantile",

"Breska konungsríkið: child and adolescent psychiatry".


4. gr.

Í stað 3. mgr. 11. gr. tilskipunar 75/362/EBE komi eftirfarandi:

"3. Búi gistiríkið yfir nákvæmri vitneskju umatvik alvarlegs eðlis, sem hefur hent utan yfirráðasvæðis þess áður en hlutaðeigandi einstaklingur öðlaðist staðfestu í.því ríki og séu líkur á að það hafi áhrif á að starfsemi sú sem hér um ræðir verði hafin á yfirráðasvæði þess, getur það látið upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá vita. Upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá skal sannprófa gildi upplýsinganna. Yfirvöld í því ríki skulu taka ákvörðun um eðli og umfang þeirrar rannsóknar sem gera þarf og skulu tilkynna gistiríkinu til hvaða aðgerða verður gripið í kjölfarið að því er varðar vottorðin eða skjölin sem þau hafa gefið út.

Aðildarríkin skulu ábyrgjast að farið sé með upplýsingarnar sem veittar eru sem trúnaðarmál."


5. gr.

Í stað 2. mgr. 12. gr. tilskipunar 75/362/EBE komi eftirfarandi texti:

" 2. Búi gistiríkið yfir nákvæmri vitneskju um atvik alvarlegs eðlis sem hefur hent utan yfirráðasvæðis þess áður en hlutaðeigandi einstaklingur öðlaðist staðfestu í því ríki, og séu líkur á að það hafi áhrif á iðkun þeirrar starfsemi sem hér um ræðir á yfirráðasvæði þess getur það látið upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá vita.

Upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá skal sannprófa gildi upplýsinganna. Yfirvöld í því ríki skulu taka ákvörðun um eðli og umfang þeirrar rannsóknar sem gera þarf og skulu tilkynna gistiríkinu til hvaða aðgerða verður gripið í kjölfarið að því er varðar upplýsingarnar sem þau hafa veitt í samræmi við 1. mgr."


6. gr.

Eftirfarandi grein bætist við tilskipun 75/362/EBE:


"15. gr. a

Fari gistiríki fram á það við eigin ríkisborgara, sem æskja þess að hefja eða stunda einhverja þá starfsemi sem um getur í 1. gr., að þeir sverji eið eða gefi drengskaparheit og þar sem eiðurinn eða heitið er þess eðlis að ríkisborgarar annarra aðildarríkja geta ekki nýtt það skal aðildarríkið tryggja að viðeigandi og jafngilt form til eiðtökunnar sé í boði fyrir hlutaðeigandi einstakling."


7. gr.

Eftirfarandi undirgrein bætist við á eftir annarri undirgrein 1. mgr. 16. gr. tilskipunar 75/362/EBE: "Aðildarríkin geta, að því er þetta varðar og til viðbótar yfirlýsingunni sem kveðið er á um í 2. mgr. varðandi þjónustustarfsemi, til að heimila framkvæmd á ákvæðunum um starfsreglur sem í gildi eru á yfirráðasvæði þeirra, krafist sjálfvirkrar tímabundinnar eða pro forma skráningar hjá stéttarsamtökum eða -félögum eða að öðrumkosti í félagaskrá, að því tilskildu að þessi skráning eða félagsaðild tefji ekki eða trufli á nokkurn hátt þjónustustarfsemina eða leggi aukna kostnaðarbyrði á þann einstakling sem þjónustuna veitir."


8. gr.

19. gr. tilskipunar 75/362/EBE falli niður.


9. gr.

Í 1. mgr. 2. gr. tilskipunar 75/363/EBE:

1. Í stað c-liðar komi eftirfarandi:

"c) að baki henni verður að vera fullt nám undir eftirliti lögbærra yfirvalda eða aðila samkvæmt 1. tölul. viðaukans;".

2. Í stað d-liðar í þýsku útgáfunni komi eftirfarandi:

"d) sie muss in einem Universitätszentrum, einer Universitätsklinik oder gegebenenfalls in einer hierzu von den zuständigen Behörden oder Stellen zugelassenen Einrichtung der ärztlichen Versorgung erfolgen; ".


10. gr.

Í stað 3. gr. tilskipunar 75/363/EBE komi eftirfarandi:

"3. gr.

1. Með fyrirvara um regluna um fullt nám sem sett er fram í c-lið 1. mgr. 2. gr. og þar til ráðið tekur ákvörðun í samræmi við 3. mgr. geta aðildarríkin leyft sérnám í hlutanámi með skilmálum sem lögbær innlend yfirvöld samþykkja í þeim tilvikum þar sem fullu námi væri ekki komið við af vel rökstuddum ástæðum.

2. Heimila skal hlutanám í samræmi við 2. tölul. viðaukans og gera sömu kröfur um gæði námsins eins og um fullt nám væri að ræða. Hvorki hlutanám né launuð starfsþjálfun sem fer fram á vegum einkaaðila má verða til þess að slakað verði á kröfum um gæði náms..Nr. L 043/24 Stjórnartíðindi EB 15. 2. 82 Ekki er leyfilegt að stytta heildartíma sérnáms í þeim tilvikum þegar um er að ræða hlutanám.

3. Ráðið skal ákveða, eigi síðar en 25. janúar 1989, hvort ákvæði 1. og 2. mgr. skuli gilda áfram eða taka breytingum, í ljósi fenginnar reynslu og að fenginni tillögu frá framkvæmdastjórninni, með það í huga að möguleikinn á hlutanámi verður að vera áfram fyrir hendi í ákveðnum tilvikum sem kanna verður hvert fyrir sig."


11. gr.

Í þýsku útgáfunni af tilskipun 75/363/EBE:

a) komi eftirfarandi í stað fyrirsagnanna í 4. gr.:

"— Krankheiten der Atemwege" verði "— Lungen- und Bronchialheilkunde",

"— Anästhesie-Wiederbelebung" verði "— Anäs-thesiologie",

"— Hals -, Nasen -, Ohrenheilkunde" verði "— Hals-Nasen- Ohrenheilkunde;

b) komi eftirfarandi í stað fyrirsagnanna í 5. gr.:

"— Neuropsychiatrie" verði "— Nervenheilkunde (Neurologie und Psychiatrie)",

"— Pädiatrische Chirurgie" verði "— Kinder-chirurgie",

"— Gastro-Enterologie" verði "—Gastroenterologie",

"— Kinderpsychiatrie" verði "Kinder- und Jugend-psychiatrie",

"— Mikrobiologie-Bakteriologie" verði "— Mikro-biologie

und Infektionsepidemiologie",

"— Pathologische Anatomic" verði "— Pathologie",

"— Dermato-Venerologie" verði "— Dermatologie

und Venerologie".


12. gr.

Í stað 7. gr. tilskipunar 75/363/EBE komi eftirfarandi:


"7. gr.

Sem bráðabirgðaráðstöfun og þrátt fyrir c-lið 1. mgr. 2. og 3. gr. geta aðildarríki, þar sem ákvæði í lögum eða stjórnsýslufyrirmælum kveða á um sérnám í hlutanámi á þeim tíma þegar tilskipanir 75/362/EBE og 75/363/EBE birtust, beitt þessum ákvæðum áfram gagnvart kandídötum sem hefja sérnám sitt eigi síðar en 31. desember 1983.

Sérhvert gistiríki hefur leyfi til að krefjast þess af rétthöfunum sem getið er í fyrri málsgrein að þeir leggi fram, auk prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi, staðfestingu sem vottar að þeir hafi starfað sem sérfræðingar á umræddu sviði með lögmætum hætti í þrjú ár samfellt hið minnsta á fimm ára tímabili fyrir útgáfu staðfestingarinnar."


13. gr.

Eftirfarandi viðauki bætist við tilskipun 75/363/EBE:


"VIÐAUKI

Einkenni sérnáms sem fram fer í fullu námi og hlutanámi


1. Sérnám í fullu námi

Slíkt nám skal fara framá sérstökum stöðum sem eru viðurkenndir af lögbærum yfirvöldum.

Það felur í sér þátttöku í öllum læknisstörfum deildarinnar þar sem námið er stundað, að meðtöldum bakvöktum, þannig að læknaneminn helgi bóklega og verklega náminu alla starfskrafta sína starfsvikuna á enda og allan ársins hring samkvæmt ákvæðum sem lögbær yfirvöld hafa samþykkt. Því ættu þessi störf að vera launuð á viðhlítandi hátt.

Gera má hlé á náminu sökum herþjónustu, tilfærslu í starfi, þungunar eða veikinda. Heildartími námsins styttist þó ekki af þessum sökum.

2. Sérnám í hlutanámi

Gera skal sömu kröfur varðandi þetta nám og þegar um fullt nám er að ræða, en munurinn felst eingöngu í möguleikanum á að takmarka þátttöku í læknisstörfum við að minnsta kosti helming þess sem kveðið er á um í annarri undirgrein 1. tölul.

Lögbær yfirvöld skulu tryggja að heildarlengd og gæði sérnáms sem stundað er í hlutanámi séu sambærileg við það sem gerist í fullu námi.

Slíkt hlutanám skal vera launað á viðhlítandi hátt."


14. gr.

Heimilt er að ljúka hlutanámi sem hófst fyrir 1. janúar 1983 samkvæmt 3. gr. tilskipunar 75/363/EBE í samræmi við þá grein.


15. gr.

Þau aðildarríki sem hafa numið úr gildi ákvæði laga og stjórnsýslufyrirmæla um útgáfu prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi á sviði taugageðlækninga og geislalækninga áður en tilskipun þessi var birt, og hafa einnig fyrir birtinguna gert ráðstafanir í þágu ríkisborgara sinna er lúta að réttindum þeirra, skulu gera ríkisborgurum annarra aðildarríkja kleift að njóta slíkra ráðstafana enda uppfylli prófskírteini þeirra, vottorð og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi á sviði taugageðlækninga eða geislalækninga skilyrði þau sem sett eru í þessum efnum annaðhvort í 2. mgr. 9. gr. tilskipunar 75/362/EBE eða í 2., 3. eða 5. gr. tilskipunar 75/363/EBE.


16. gr.

Aðildarríkjunum ber að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að fara að tilskipun þessari fyrir 31. desember 1982 í síðasta lagi. Þau skulu tilkynna það framkvæmdastjórninni þegar í stað.


17. gr.

Tilskipun þessari er beint til aðildarríkjanna.


Gjört í Brussel 26. janúar 1982.

Fyrir hönd ráðsins,

L. TINDEMANS

forseti.



TILSKIPUN RÁÐSINS

frá 30. október 1989 um breytingu á tilskipunum 75/362/EBE, 77/452/EBE, 78/686/EBE, 78/1026/EBE og 80/154/EBE um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi lækna, hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, tannlækna, dýralækna og ljósmæðra og tilskipunum 75/363/EBE, 78/1027/EBE og 80/155/EBE um samræmingu á ákvæðum er varða starfsemi lækna, dýralækna og ljósmæðra og sett eru með lögum eða stjórnsýslufyrirmælum

(89/594/EBE)


RÁÐ EVRÓPUBANDALAGANNA HEFUR,

með hliðsjón af stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu,

einkum 49. gr., l. mgr. og fyrsta og þriðja málslið í 2. mgr.

57. gr. og 66. gr.,

með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar ( 1 ),

með hliðsjón af áliti Evrópuþingsins ( 2 ),

með hliðsjón af áliti efnahags- og félagsmálanefndarinnar ( 3 ),

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

Ákveðnar formbreytingar ber að gera á tilskipunum 75/362/EBE ( 4 ), 77/452/EBE ( 5 ), 78/686/EBE ( 6 ), 78/1026/EBE ( 7 ) og 80/154/EBE ( 8 ), eins og þeim var síðast breytt með lögum um aðild Spánar og Portúgals, um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi lækna, hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, tannlækna, dýralækna og ljósmæðra og tilskipun 75/363/EBE ( 9 ), eins

( 1 ) Stjtíð. EB nr. C 353, 30. 12. 1987, bls. 17. og Stjtíð. EB nr. C 322, 15.
12. 1988, bls. 22.
( 2 ) Stjtíð. EB nr. C 235, 12. 9. 1988, bls. 67. og Stjtíð. EB nr. C 256, 9. 10.
1989.
( 3 ) Stjtíð. EB nr. C 134, 24. 5. 1988, bls. 29.
( 4 ) Stjtíð. EB nr. L 167, 30. 6. 1975, bls. 1.
( 5 ) Stjtíð. EB nr. L 176, 15. 7. 1977, bls. 1.
( 6 ) Stjtíð. EB nr. L 233, 24. 8. 1978, bls. 1.
( 7 ) Stjtíð. EB nr. L 362, 23. 12. 1978, bls. 1.
( 8 ) Stjtíð. EB nr. L 33, 11. 2. 1980, bls. 1.

og henni var síðast breytt með tilskipun 82/76/EBE ( 10 ), og tilskipunum 78/1027/EBE ( 11 ) og 80/155/EBE ( 12 ), um samræmingu á ákvæðum er varða starfsemi lækna, dýralækna og ljósmæðra og sett eru með lögum eða stjórnsýslufyrirmælum, til þess einkum að taka tillit til breytinga á heitum á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi í þessum starfsgreinum eða á heitum ákveðinna sérgreina í læknisfræði, jafnframt til að taka tillit til þess að í sumum aðildarríkjum hefur nýjum sérgreinum læknisfræðinnar verið komið á eða eldri sérgreinar verið lagðar niður.

Nauðsynlegt er innan bandalagsins að vernda áunnin réttindi handhafa prófgráðu sem ekki er veitt lengur vegna fyrrnefndra breytinga sem orðið hafa á reglum aðildarríkisins þar sem prófgráðan var veitt, og í þessu tilliti að bæta viðeigandi ákvæðum við áðurnefndar tilskipanir, eftir því sem nauðsyn ber til.

Ráðlegt er, í réttlætisskyni, að kveða á um bráðabirgðaráðstafanir vegna ákveðinna handhafa prófskírteina, vottorða eða annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi dýralækna og ljósmæðra sem veitt eru af lýðveldinu Ítal-

( 9 ) Stjtíð. EB nr. L 167, 30. 6. 1975, bls. 14.
( 10 ) Stjtíð. EB nr. L 43, 15. 2. 1982, bls. 21.
( 11 ) Stjtíð. EB nr. L 362, 23. 12. 1978, bls. 7.
( 12 ) Stjtíð. EB nr. L 33, 11. 2. 1982, bls. 8..

íu og konungsríkinu Spáni eftir atvikum að loknu námi sem samræmist ekki fyllilega tilskipunum 78/1027/EBE og 80/155/EBE.

SAMÞYKKT TILSKIPUN ÞESSA:


1. KAFLI

Breytingar sem tengjast tilskipunum 75/362/EBE og 75/363/EBE (gagnkvæm viðurkenning á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi í læknisfræði og samræming á ákvæðum er varða starfsemi lækna og sett eru með lögum eða stjórnsýslufyrirmælum)

1. gr.

Ákvæðum 3. gr. tilskipunar 75/362/EBE er breytt sem hér segir:

1. undir fyrirsögn a) "í Þýskalandi":

— í stað 2. tölul. komi eftirfarandi:

"2. opinbert prófvottorð í læknisfræði sem veitt er af lögbærum yfirvöldum eftir 30. júní 1988 og vottorð til staðfestingar á að læknisstörf hafi verið stunduð meðan á starfsþjálfun stóð ("Arzt im Praktikum");",

— 2. tölul. verði 3. tölul. og "því sem tilgreint er í 1. og 2. mgr. hér að ofan." komi í staðinn fyrir "því sem tilgreint er í 1. mgr. hér að ofan;"

2. í stað f) "á Ítalíu" komi:

"f) á Ítalíu:

"diploma di laurea in medicina e chirurgia" (lokaprófsskírteini í lækningum og skurðlækningum) sem veitt er af háskóla ásamt "Diploma di abilitazione all' esercizio della medicina e chirurgia" (prófskírteini er veitir rétt til að stunda lækningar og skurðlækningar) sem opinber prófanefnd veitir;"

3. í stað j) "í Grikklandi" komi:

"j) í Grikklandi:

(prófgráða í læknisfræði) sem veitt er af:

— læknadeild háskóla eða

— læknavísindadeild í heilbrigðisvísindadeild háskóla;"

4. í stað k) "á Spáni" komi:

"k) á Spáni:

"Título di Licenciado en Medicina y Cirugía" (háskólapróf í lækningum og skurðlækningum) sem veitt er af menntamála- og vísindaráðuneytinu eða háskólarektor;".


2. gr.

Ákvæðum 2. mgr. 5. gr. tilskipunar 75/362/EBE er breytt sem hér segir:

1. í stað textans um Belgíu komi:

"í Belgíu:

"Le titre d'agrégation en qualité de médecin spécialiste/erkenningstitel van geneesheer specialist" (formlegur vitnisburður um að hafa lokið námi í sérgrein innan læknisfræði) sem gefið er út af heilbrigðisráðherra;"

2. eftirfarandi undirlið verði bætt við undir "í Frakklandi":

"— "le diplôme d'études spécialisées de médecine délivré par les univeristés;" (prófskírteini

í sérgrein innan læknisfræði sem veitt er af háskóla);"

3. eftirfarandi breyting verði gerð á textanum undir "í Hollandi":

— textinn sem fyrir er verði fyrsti undirliður.

— eftirfarandi undirlið verði bætt við:

""— Het door de Sociaal-Geneeskundigen Registratie-Comissie (SGRC) afge-geven getuigschrift van erkenning en inschrijving in het Register von Sociaal-Geneeskundingen" (vottorð um staðfest-ingu og skráningu sem gefið er út af skrán-ingarnefnd lækna í félagslæknisfræði);" 4. í stað textans um Grikkland komi:

"í Grikklandi:

(vottorð um sérhæfingu í læknisfræði) sem veitt er af héraðsstjórnum;".


3. gr.

Ákvæðum 3. mgr. 5. gr. tilskipunar 75/362/EBE er breytt sem hér segir:

1. undir "svæfingalækningar":

— undirfyrirsögnin sem á við Frakkland verði:

"Frakkland: anesthésiologie-réanimation chirurgicale",

— undirfyrirsögnin sem á við Holland verði:

"Holland: anesthesiologie";

2. undir "almennar skurðlækningar":

— undirfyrirsögnin sem á við Spán verði:

"Spánn: cirurgía general y del aparato digestivo";.

3. undir "augnlækningar":

— undirfyrirsögnin sem á við Belgíu verði:

"Belgía: opthalmologieoftalmologie";

4. undir "lungnalækningar":

— undirfyrirsögnin sem á við Frakkland verði:

"Frakkland: pneumologie";

— undirfyrirsögnin sem á við Hollland verði:

"Holland: longziekten en tuberculose";

5. undir "þvagfæraskurðlækningar":

— undirfyrirsögnin sem á við Frakkland verði:

"Frakkland: chirurgie urologique";

6. undir "bæklunarskurðlækningar":

— undirfyrirsögnin sem á við Frakkland verði:

"Frakkland: chirurgie orthopédique et traumatologie";

7. eftirfarandi fyrirsögnum verði bætt við:

"— líffærameinafræði
Þýskaland: Pathologie
Belgía: anatomie pathologique/ pathologische anatomie
Danmörk: patologisk anatomi og histologi eller vaevsundersøgelse
Frakkland: anatomie et cythologie pathologique
Írland: morbid anatomy and histopathology
Ítalía: anatomia patologica
Lúxemborg: anatomie pathologique
Holland: pathologische anatomie
Breska konungsríkið: morbid anatomy and histopathology
Grikkland:
Spánn: anatomía patológica
Portúgal: anatomia patológica;
—taugalækningar
Þýskaland: Neurologie
Belgía: neurologie/neurologie
Danmörk: neuromedicin eller medicinske nervesygdomme
Frakkland: neurologie
Írland: neurology
Ítalía: neurologia
Lúxemborg: neurologie
Holland: neurologie
Breska konungsríkið: neurology
Grikkland:
Spánn: neurología
Portúgal: neurologia;
—geðlækningar
Þýskaland: Psychiatrie
Belgía: psychiatrie/psychiatrie
Danmörk: psykiatri
Frakkland: psychiatrie
Írland: psychiatry
Ítalía: psichiatria
Lúxemborg: psychiatrie
Holland: psychiatrie
Breska Konungsríkið: psychiatry
Grikkland:
Spánn: psiquiatría
Portúgal: psiquitria."

4. gr.

Ákvæðum 2. mgr. 7. gr. tilskipunar 75/362/EBE er breytt

sem hér segir:

1. undir "blóðrannsóknir":

— eftirfarandi undirfyrirsögn verði skotið inn:

"Frakkland: hématologie",

— undirfyrirsögnin sem á við Spán falli niður á öllum tungumálum nema frönsku og portúgölsku;

2. "vefjarannsóknir" falli niður;

3. undir "lýtalækningar":

— í stað undirfyrirsagnarinnar sem á við Frakkland komi:

"Frakkland: chirurgie plastique reconstructive et esthéthique";

4. undir "brjóstholsskurðlækningar":

— í stað undirfyrirsagnarinnar sem á við Frakkland komi:

"Frakkland: chirurgie thoracique et cardiovasculaire";

5. undir "barnaskurðlækningar":

— eftirfarandi undirfyrirsögn varðandi Frakkland verði bætt við:

"Frakkland: chirurgie infantile";

6. undir "æðaskurðlækningar":

— á hollensku verði texta fyrirsagnar breytt í "chirurgie van bloedvaten",.

— eftirfarandi undirfyrirsögn verði bætt við:

"Frakkland: chirurgie vasculaire,";

— í stað undirfyrirsagnarinnar sem á við Ítalíu komi:

"Ítalía: chirurgia vascolare";

7. undir "hjartalækningar" komi eftirfarandi í staðinn fyrir undirfyrirsögnina varðandi Frakkland:

"Frakkland: pathologie cardiovasculaire";

8. undir "meltingarlækningar":

— í stað undirfyrirsagnarinnar sem á við Frakkland komi:

"Frakkland: gastroentérologie et hépatologie",

— í stað undirfyrirsagnarinnar sem á við Lúxemborg komi:

"Luxemborg: gastro-entérologie",

— í stað undirfyrirsagnarinnar sem á við Hollland komi:

"Hollland: gastro-enterologie",

— í stað undirfyrirsagnarinnar sem á við Grikkland komi:

"Grikkland:

9. undir "gigtarlækningar":

— eftirfarandi undirfyrirsögn verði bætt við:

"Danmörk: reumatologi";

10. undir "efnaskipta- og innkirtlalækningar":

— eftirfarandi undirfyrirsögn verði bætt við:

"Frakkland: endocrinologie — maladies méta-boliques",

— í stað undirfyrirsagnarinnar sem á við Lúxemborg komi:

"Lúxemborg: endocrinologie, maladies du méta-bolisme et de la nutrition";

11. undir "orku- og endurhæfingarlækningar":

— í stað undirfyrirsagnarinnar sem á við Grikkland komi:

"Grikkland:

12. "taugalækningar" og "geðlækningar" falli niður;

13. undir "taugageðlækningar", komi eftirfarandi í staðinn

fyrir undirfyrirsögnina varðandi Grikkland:

"Grikkland:

14. undir "húð- og kynsjúkdómafræði":

— í stað undirfyrirsagnarinnar sem á við Frakkland komi:

"Frakkland: dermatologie et vénéréologie",

— í stað undirfyrirsagnarinnar sem á við Hollland komi:

"Hollland: dermatologie en venerologie";

15. undir "geislalækningar":

— í stað undirfyrirsagnarinnar sem á við Frakkland komi:

"Frakkland: électro-radiologie";

16. undir "geislagreining":

— eftirfarandi undirfyrirsögn verði bætt við:

"Þýskaland: Radiologische Diagnostik",

— í stað undirfyrirsagnarinnar sem á við Frakkland komi:

"Frakkland: radiodiagnostic et imagerie mé-dicale";

17. undir "geislameðferð":

— eftirfarandi undirfyrirsögn verði bætt við:

"Þýskaland: Strahlentherapie",

— í stað undirfyrirsagnarinnar sem á við Frakkland komi:

"Frakkland: oncologie, option radiothérapie";

18. undir "hitabeltissjúkdómalækningar":

— undirfyrirsögnin "Belgía: médecine tropicale/tropische

geneeskunde" falli niður;

19. undir "barnageðlækningar":

— eftirfarandi undirfyrirsögn verði bætt við:

"Írland: child and adolescent psychiatry";

20. undir "öldrunarlækningar":

— eftirfarandi undirfyrirsögn verði bætt við:

"Hollland: klinische geriatrie";

21. undir "nýrnalækningar":

— eftirfarandi undirfyrirsögn verði bætt við:

"Frakkland: néphrologie",

— eftirfarandi undirfyrirsögn verði bætt við:

"Lúxemborg: néphrologie";

22. undir "félagslækningar":

— eftirfarandi undirfyrirsögn verði bætt við:

"Frakkland: santé publique et médecine sociale";

23. "atvinnusjúkdómalækningar" breytist sem hér segir:

a) fyrirsögninni, nema þeirri ensku, verði breytt á eft-irfarandi hátt:.23. 11. 89

—á dönsku: "arbejdsmedicin"
—á þýsku: "Arbeitsmedizin"
—á grísku:
—á spænsku: "medicina del trabajo"
—á frönsku: "médecine du travail"
—á ítölsku: "medicina del lavoro"
—á hollensku: "arbeidsgeneeskunde"
—á portúgölsku: "medicina do trabalho";

b) eftirfarandi undirfyrirsögnum verði bætt við:

"Þýskaland: Arbeitsmedizin"

"Danmörk: samfundsmedicin/arbejdsmedecin"

"Frakkland: médecine du travail"

"Ítalía: medicina del lavoro

"Holland: arbeids- en bedrijfsgeneeskunde"

"Grikkland:

"Portúgal: medicina do trabalho";

24. undir "ofnæmislækningar":

— í stað undirfyrirsagnarinnar sem á við Grikkland komi:

"Grikkland:

25. undir "meltingarskurðlækningar":

— eftirfarandi undirfyrirsögn verði bætt við:

"Frakkland: chirurgie viscérale";

26. eftirfarandi fyrirsögnum verði bætt við:

"geislalæknisfræði

Þýskaland: Nuklearmedizin

Belgía: médecine nucléaire/ nucleaire geneeskunde

Frakkland: médecine nucléaire

Ítalía: medicina nucleare

Holland: nucleaire geneeskunde

Breska Konungsríkið: nuclear medicine

Grikkland:

Spánn: medicina nuclear

Portúgal: medicina nuclear;

kjálkaskurðlækningar

(undirstöðunám í læknisfræði):

Frakkland: chirurgie maxillo-faciale et stomatologie

Ítalía: chirurgia maxillo-facciale

Spánn: cirugía oral y maxilofacial;

tann-, munn- og kjálkaaðgerðir

(undirstöðunám í læknisfræði og tannlækningum):

Þýskaland: Zahn-, Mund-, Kiefer- und Gesichtschirurgie

Belgía: stomatologie/chirurgie orale et maxillo-faciale, sotmatologie/orale en maxillo-faciale chirurgie

Írland: oral and maxillo-facial surgery

Breska Konungsríkið: oral and maxillo-facial surgery."


5. gr.

Í stað 3. mgr. 9. gr. tilskipunar 75/362/EBE komi:

"3. Ef um er að ræða ríkisborgara aðildarríkis sem hafa undir höndum prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi lækna eða sérfræðinga í læknastétt sem fullnægja ekki kröfum um menntun og starfsheiti sem tilgreind eru í 3., 5. og 7. gr., skulu aðildarríkin taka sem fullgilda sönnun þau prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem þessi aðildarríki hafa gefið út, fylgi þeim vottorð frá þar til bærum yfirvöldum eða stofnunum. Á vottorðinu skal tekið fram að prófskírteinið, vottorðið og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi í læknisfræði eða sérgrein innan læknisfræði hafi verið veitt að loknu námi samkvæmt tilskipun 75/363/EBE, sem um getur, eftir atvikum, í 2. 4. eða 6. gr. þessarar tilskipunar, og að litið sé svo á í aðildarríkinu þar sem þau voru gefin út að um sé að ræða þá menntun eða starfsheiti sem mælt er fyrir um, eftir atvikum, í 3., 5. eða 7. gr. þessarar tilskipunar."


6. gr.

Ákvæðum 2. gr. tilskipunar 75/363/EBE er breytt sem hér segir:

— eftirfarandi ákvæði verði bætt við a-lið 1.gr.:

"námið sem er undanfari veitingar prófskírteinis, vottorðs eða annars vitnisburðar um sérhæfingu í tann-, munn- og kjálkaaðgerðum (undirstöðunám í læknis-fræði og tannlækningum) felur einnig í sér að hlutaðeigandi hafi lokið námi í tannlækningum sem um getur í 1. gr. tilskipunar 78/687/EBE 1 ;",

— eftirfarandi neðanmálsgrein verði bætt við:

"( 1 ) Stjtíð. EB nr. L 233, 24. 8. 1978, bls. 10.,"

— eftirfarandi ákvæði verði bætt við 2.gr.:

"Veiting prófskírteinis, vottorðs eða annars vitnisburðar um sérhæfingu í tann-, munn- og kjálkaaðgerðum (undirstöðunám í læknisfræði og tannlækningum) er einnig háð því að hlutaðeigandi hafi eitthvert það prófskírteini, vottorð eða annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi í tannlækningum sem um getur í l. gr. tilskipunar 78/687/EBE.",

— í stað 3.gr. komi:

"3. Aðildarríkin skulu, innan þeirra tímamarka sem sett eru í 9. gr., tilnefna lögbær yfirvöld eða stofnanir til að gefa út þau prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð umformlega menntun og hæfi sem getið er í 1. gr."


7. gr.

Við 4. gr. tilskipunar 75/363/EBE á eftir fyrirsögninni "Annar flokkur" verði bætt eftirfarandi undirliðum:

"— líffærameinafræði
— taugalækningar
— geðlækningar".

8. gr.

Ákvæðum 5. gr. tilskipunar 75/363/EBE er breytt sem hér segir:

1. undir "Fyrsti flokkur":

— á hollensku komi "chirurgie van bloedvaten" í staðinn fyrir "chirurgie van hart- en bloedvaten",
— eftirfarandi texta er bætt við:
"—kjálkaskurðlækningar (undirstöðunám í læknisfræði)";
2. undir "Annar flokkur":
— falli "taugalækningar", "geðlækningar" og "líffærameinafræði" niður,
— "atvinnusjúkdómalækningar" breytist á öllum málum nema ensku:
—á dönsku: "arbejdsmedicin"
—á þýsku: "Arbeitsmedizin"
—á grísku: "
—á spænsku: "medicina del trabajo"
—á frönsku: "médecine du travail"
—á ítölsku: "medicina del lavoro"
—á hollensku: "arbeidsgeneeskunde"
—á portúgölsku: "medicina do trabalho",
— eftirtaldir undirliðir bætast við:
"— geislalæknisfræði,
—tann-, munn- og kjálkaaðgerðir (undirstöðunám í læknis- og tannlæknisfræði)"

9. gr.

1. Þau aðildarríki sem hafa numið úr gildi ákvæði sem sett hafa verið með lögum og stjórnsýslufyrirmælum og sem tengjast veitingu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi í taugageðlækningum, geislalækningum, brjóstholsskurðlækningum, æðaskurðlækningum, meltingarlækningum, blóðrannsóknum, orku- og endurhæfingarlækningum eða hitabeltissjúkdómalækningum og hafa gert ráðstafanir vegna áunninna réttinda ríkisborgara sinna, skulu viðurkenna rétt ríkisborgara aðildarríkjanna til að nýta sér þessar ráðstafanir, svo framarlega sem prófskírteini þeirra, vottorð og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi í taugageðlækningum, geislalækningum, brjóstholsskurðlækningum, æðaskurðlækningum, meltingarlækningum, blóðrannsóknum, orku- og endurhæfingarlækningum eða hitabeltissjúkdóma-lækningum uppfylla viðeigandi skilyrði sem sett eru fram annaðhvort í 2. mgr. 9. gr. tilskipunar 75/362/EBE eða 2., 3. og 5. gr. tilskipunar 75/363/EBE og að svo miklu leyti sem áðurnefnd prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi voru veitt áður en gistiríkið lagði niður veitingu slíkra prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi í umræddri sérgrein.

2. Dagsetningarnar þegar hlutaðeigandi aðildarríki námu úr gildi ákvæði í lögum og stjórnsýslufyrirmælum um prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð umformlega menntun og hæfi sem um getur í 1. gr. eru tilgreindar í viðaukanum.

3. Ákvæði 4. mgr. 9. gr. tilskipunar 75/362/EBE og 15. gr. tilskipunar 82/76/EBE falli niður.


2. KAFLI

Breytingar sem tengjast tilskipun 77/452/EBE (gagnkvæm viðurkenning á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun)

10. gr.


Ákvæðum 2. mgr. 1. gr. tilskipunar 77/452/EBE er breytt sem hér segir:

1. í stað textans undir "í Breska konungsríkinu" komi:

"State Registered Nurse or Registered General Nurse";

2. í stað textans undir "í Grikklandi" komi:


11. gr.


Ákvæðum 3. gr. tilskipunar 77/452/EBE er breytt sem hér segir:

1. í stað f) "á Ítalíu" komi:

"f) á Ítalíu:

— "diploma di infermiere professionale" sem veitt er af skólum sem viðurkenndir eru af ríkinu;"

2. í stað i) "í Breska konungsríkinu" komi:

"i) í Breska konungsríkinu:

— vottorð um skráningu sem almennur hjúkrunarfræðingur í I. hluta félagaskrár, sem er í umsjá aðalstjórnar hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra og heimahjúkrunar;"

3. í stað j) "í Grikklandi" komi:

"j) í Grikklandi:

(prófskírteini í almennum hjúkrunarfræðum frá framhaldsskóla í almennum hjúkrunarfræðum), staðfest af félagsmálaráðuneytinu eða heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu, eða

(lokapróf í hjúkrunarfræðum frá hjúkrunargeirum skóla í heilbrigðisfræðum, á framhaldssviðum verklegs og faglegs náms) sem veitt er af mennta- og kirkjumálaráðuneytinu, eða

(lokapróf í hjúkrunarfræðum frá verktækniskólum) sem rekið er af mennta-og kirkjumálaráðuneytinu, eða

(lokapróf í hjúkrunarfræðum frá hjúkrun-argeira heilbrigðisvísindadeildar háskólans í Aþenu);"

4. í stað k) "á Spáni" komi:

"k) á Spáni: "Título de Diplomado en Enfermería" (háskólapróf í hjúkrunarfræðum) sem veitt er af menntamála- og vísindaráðuneytinu eða háskólarektor".


12. gr.

Ákvæðum 4. gr. tilskipunar 77/452/EBE er breytt sem hér segir:

— málsgreinarnar tvær sem fyrir eru verði 1. mgr. og verði "1." haft á undan,

— eftirfarandi málsgrein verði bætt við:

"2. Ef prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, sem ríkisborgari í aðildarríki hefur undir höndum, er ekki í samræmi við 3. gr. hvað varðar menntun og starfsheiti, skal sérhvert aðildarríki viðurkenna sem nægilega sönnun prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem þessi aðildarríki hafa gefið út, fylgi þeim vottorð frá þar til bærum yfirvöldum eða stofnunum. Á vottorðinu skal tekið fram að prófskírteinið, vottorðið og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun hafi verið veitt að loknu námi sem er í samræmi við ákvæði tilskipunar 77/453/EBE, sem um getur í 2. gr. þessarar tilskipunar, og að litið sé svo á í aðildarríkinu þar sem þau voru gefin út að um sé að ræða þá menntun eða starfsheiti sem tilgreind eru í þessari tilskipun."


3. KAFLI

Breytingar sem tengjast tilskipun 78/686/EBE (gagnkvæm viðurkenning á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi tannlækna)

13. gr.


Í stað textans undir fyrirsögninni "— á Ítalíu" í 1. gr. tilskipunar 78/686/EBE komi eftirfarandi:

"— á Ítalíu:

odontoiatra".


14. gr.

Við málsgreinina "1. Tannréttingar" í 5. gr. tilskipunar 78/686/EBE verði bætt eftirfarandi undirfyrirsögn:

"— í Grikklandi:

(titill sem staðfestir sérfræðinám í tannréttingum) sem veitt er af yfirvaldi sem talið er lögbært í þessum efnum."


15. gr.

Við 7. gr. tilskipunar 78/686/EBE verði bætt eftirfarandi málsgrein:

"3. Ef prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi í tannlækningum eða sérgreinum tannlækninga (tannréttingar og munnaðgerðir), sem ríkisborgari í aðildarríki hefur undir höndum, er ekki í samræmi við 3. og 5. gr. hvað varðar menntun og starfsheiti, skal sérhvert aðildarríki viðurkenna prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem þessi aðildarríki hafa gefið út, fylgi þeim vottorð frá þar til bærum yfirvöldum eða stofnunum. Á vottorðinu skal tekið fram að prófskírteinið, vottorðið og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi tannlækna og sérfræðinga í tannlækningum (tannlækningar og munnaðgerðir) hafi verið veitt að loknu námi sem er í samræmi við ákvæði tilskipunar 78/687/EBE, sem um getur, eftir atvikum, í 2. eða 4. gr. þessarar tilskipunar, og að litið sé svo á í aðildarríkinu þar sem þau voru gefin út að um sé að ræða þá menntun eða starfsheiti sem gerð er grein fyrir, eftir atvikum, í 3. eða 5. gr. þessarar tilskipunar."


4. KAFLI

Breytingar sem tengjast tilskipunum 78/1026/EBE og 78/1027/EBE (gagnkvæm viðurkenning á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi dýralækna og samræming á ákvæðum er varða starfsemi dýralækna og sett eru með lögum og stjórnsýslufyrirmælum)

16. gr.


Í stað annarrar undirgreinar 2. gr. tilskipunar 78/1026/EBE komi eftirfarandi texti:

"Hafi prófskírteini, vottorð eða annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi sem skráð eru í 3. gr. verið veittur áður en til framkvæmdar á þessari tilskipun kom, eða verið veittur eftir þá dagsetningu en að loknu námi sem hófst fyrir dagsetninguna, skal vottorð fylgja frá lögbærum yfirvöldum í útgáfuríkinu sem staðfestir að hann hlíti 1. gr. tilskipunar 78/1027/EBE."


17. gr.

Ákvæðum 3. gr. tilskipunar 78/1026/EBE er breytt sem hér segir:

1. í stað j) "í Grikklandi" komi:

"j) í Grikklandi:

(prófskírteini í dýralækningum) frá jarðvísindadeild Aristótelesarháskóla í Þessaloníku eða dýralæknaskóla Aristótelesarháskóla í Þessaloníku;"

2. í stað k) "á Spáni" komi:

"k) á Spáni:

"Título de Licenciado en Veterinaria" (háskólapróf í dýralækningum) sem veitt er af menntamála- og vísindaráðuneytinu eða háskólarektor;".


18. gr.

Í stað 4. gr. tilskipunar 78/1026/EBE komi eftirfarandi texti:

"4. gr.

1. Ef prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður um menntun og hæfi, sem ríkisborgari í aðildarríki hefur undir höndum, fullnægir ekki öllum lágmarkskröfum sem settar eru í 1. gr. tilskipunar 78/1027/EBE, skal sérhvert aðildarríki viðurkenna sem fullnægjandi sönnun prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi í dýralækningum sem veitt eru af þessum aðildarríkjum áður en sú tilskipun kemur til framkvæmdar eða eru veitt eftir þá dagsetningu en að loknu námi sem hófst fyrir dagsetninguna, fylgi þeim vottorð þar sem framkemur að hlutaðeigandi ríkisborgarar hafi lagt stund á umrædda starfsemi á löglegan og viðhlítandi hátt í þrjú ár hið minnsta á fimm ára tímabili fyrir útgáfu vottorðsins.

2. Ef prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi dýralækna, sem ríkisborgari í aðildarríki hefur undir höndum, er ekki í samræmi við 3. gr. hvað varðar menntun og starfsheiti, skal sérhvert aðildarríki viðurkenna sem hæfilega sönnun prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem þessi aðildarríki hafa gefið út, fylgi þeim vottorð frá þar til bærum yfirvöldum eða stofnunum. Á vottorðinu skal tekið fram að prófskírteinið, vottorðið og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi dýralæknis hafi verið veitt að loknu námi sem er í samræmi við ákvæði tilskipunar 78/1027/EBE, sem um getur í 2. gr. þessarar tilskipunar, og litið sé svo á í aðildarríkinu þar sem þau voru gefin út að um sé að ræða þá menntun eða starfsheiti sem tilgreind eru í 3. gr. þessarar tilskipunar."


19. gr.

Við 1. gr. tilskipunar 78/1027/EBE verði bætt eftirfarandi

málsgrein:

"5. Sem bráðabirgðaráðstöfun og þrátt fyrir 2. mgr. getur Ítalía haldið áframað beita þessum ákvæðum þegar í hlut eiga einstaklingar sem hófu nám í dýralækningum ekki síðar en 31. desember 1984, en í ákvæðum sem sett voru með lögum og stjórnsýslufyrirmælum þar í landi var kveðið á um námsskrá sem samræmdist ekki að fullu á þeim tíma þegar tilskipun 78/1026/EBE og þessi tilskipun tóku gildi námsskránni í viðaukanum.

Aðildarríki geta krafist þess af handhöfum prófskírteina, vottorða eða annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi dýralæknis sem veittur hefur verið á Ítalíu að loknu námi sem hófst fyrir 1. janúar 1985, að prófskírteinum þeirra, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi fylgi vottorð um að hlutaðeigandi hafi lagt stund á umrædda starfsemi á löglegan og viðhlítandi hátt í þrjú ár samfellt hið minnsta á fimm ára tímabili fyrir útgáfu vottorðsins, nema því. aðeins að umræddu prófskírteini, vottorði eða öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi fylgi vottorð gefið er út af lögbærum ítölskum yfirvöldum til staðfestingar á námi sem samræmist að fullu þessari grein og viðaukanum."


20. gr.

Á grísku kemur hér með í stað fyrstaundirliðar í "Flokkur 2: Klínískar greinar" undir "B. Sérgreinar" í viðauka tilskipunar 78/1027/EBE.


5. KAFLI

Breytingar sem tengjast tilskipunum 80/154/EBE og 80/155/EBE (gagnkvæm viðurkenning á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi ljósmæðra og samræming á ákvæðum er varða það að hefja og stunda starfsemi ljósmæðra og sett eru með lögum og stjórnsýslufyrirmælum)

21. gr.


Ákvæðum 1. gr. tilskipunar 80/154/EBE er breytt sem hér segir:

1. í stað textans undir "í Sambandslýðveldinu Þýskalandi"

komi:

"Hebamme" eða "Entbindungspfleger";

2. í stað textans undir "í Grikklandi" komi:


22. gr.

Ákvæðum 3. gr. tilskipunar 80/154/EBE er breytt sem hér segir:

1. í stað fyrsta undirliðar undir a) "í Sambandslýðveldinu Þýskalandi" komi:

"— "Zeugnis über die staatliche Pr üfung f ür

Hebammen und Entbindungspfleger"sem veitt er af opinberri prófanefnd";

2. "diploma van verloskundige" komi í staðinn fyrir "vroedvrouwdiploma" undir h) "í Hollandi" á öllum tungumálum nema hollensku;

3. í stað i) "í Breska konungsríkinu" komi:

"i) í Breska konungsríkinu:

— staðfesting á skráningu sem ljósmóðir í 10. hluta skrárinnar sem miðstjórnarráð um hjúkr un, ljósmóðurfræði og heimahjúkrun hefur umsjón með";

4. í stað j) "í Grikklandi" komi:

"j)í Grikklandi:

staðfestaf heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu,

sem veitt er af heilbrigðis- og félagsmáladeild, fæðingarfræðideild, á framhaldssviðum verklegs og faglegs náms eða frá verktækniskólum sem reknir eru af mennta- og kirkjumálaráðuneytinu";

5. í stað k) "á Spáni" komi:

"k) á Spáni:

Prófskírteinið "matrona" eða "asistente obstétrico (matrona)" eða "enfermería obstétricaginecológica" sem veitt er af menntamála- og vísindaráðuneytinu;".


23. gr.

Við 5. gr. tilskipunar 80/154/EBE verði bætt eftirfarandi nýjum 3. mgr.:

"3. Ef prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi ljósmæðra, sem ríkisborgari í aðildarríki hefur undir höndum, er ekki í samræmi við 3. gr. hvað varðar menntun og starfsheiti, skal sérhvert aðildarríki viðurkenna sem nægilega sönnun prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem þessi aðildarríki hafa gefið út, fylgi þeim vottorð frá þar til bærum yfirvöldum eða stofnunum, samanber þó 4. gr. Á vottorðinu skal tekið fram að prófskírteinið, vottorðið og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi ljósmæðra hafi verið veitt að loknu námi sem er í samræmi við ákvæði tilskipunar 80/155/EBE, sem um getur í 2. gr. þessarar tilskipunar, og að litið sé svo á í aðildarríkinu þar sem þau voru gefin út að um sé að ræða þá menntun eða starfsheiti sem tilgreind eru í 3. gr. þessarar tilskipunar."


24. gr.

Við 1. gr. tilskipunar 80/155/EBE verði bætt eftirfarandi 5. og 6. mgr.:

"5. Ekkert í þessari tilskipun skal draga úr tækifærum sem aðildarríki geta veitt í samræmi við þær reglur sem gilda á yfirráðasvæði þeirra og heimila þeim sem hlotið hafa prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi utan aðildarríkis að hefja og stunda starfsemi sem ljósmóðir. 6. Sem bráðabirgðaráðstöfun og þrátt fyrir 1. og 4. mgr. getur Spánn haldið áfram að beita þessum ákvæðum þegar í hlut eiga einstaklingar sem hófu nám sitt í.ljósmóðurfræðum ekki síðar en 31. desember 1985, en í ákvæðum sem sett voru með lögum og stjórnsýslufyrirmælum þar í landi var kveðið á um nám á þeim tíma þegar tilskipun 78/1026/EBE og þessi tilskipun tóku gildi sem samræmdist ekki þessari tilskipun.

Aðildarríki geta krafist þess af handhöfum prófskírteina, vottorða eða annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi ljósmóður sem veittur hefur verið á Spáni að loknu námi sem hófst fyrir 1. janúar 1986, að prófskírteinum þeirra, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi fylgi vottorð um að hlutaðeigandi hafi stundað starfsemi ljósmóður á löglegan og viðhlítandi hátt í þrjú ár samfellt hið minnsta á fimm ára tímabili fyrir útgáfu vottorðsins, nema því aðeins að umræddu prófskírteini, vottorði eða öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi fylgi vottorð gefið út af lögbærum spænskum yfirvöldum sem staðfestir nám sem samræmist að fullu grein þessari og viðaukanum."


25. gr.

Í stað textans í spænsku þýðingunni í 6. mgr. 4. gr. tilskipunar 80/155/EBE komi eftirfarandi:

"6. Llevar a cabo el parto normal cuando se trate de una presentación de vértice, incluyendo, si es necesario, la episiotomía, y, en caso de urgencia, realizar el parto en presentación de nalgas."


26. gr.

Í stað textans í þýsku útgáfunni í 8. gr. tilskipunar 80/155/EBE komi eftirfarandi:

"8. gr.

Spätestens sechs Jahre nach Bekanntgabe dieser Richtlinie beschließt der Rat auf Vorschlag der Kommission und nach Stellungnahme des Beratenden Ausschusses, ob die Ausnahme nach Teil B Nummer 3 des Anhangs geändert oder aufgehoben werden soll."


27. gr.

Í stað B-hluta viðaukans við tilskipun 80/155/EBE komi eftirfarandi:

"B. VERKLEGT OG KLÍNÍSKT NÁM

Þetta nám verður að fara fram undir viðeigandi eftirliti: 1. Ráðgjöf til þungaðra kvenna, sem felur í sér að minnsta kosti 100 skoðanir á meðgöngutíma.

2. Eftirlit og umönnun að minnsta kosti fjörutíu kvenna meðan á fæðingu stendur.

3. Neminn á sjálfur að taka á móti að minnsta kosti fjörutíu börnum. Ef ekki er hægt að fylla þennan kvóta vegna þess að fæðingar eru ekki nógu margar má lækka töluna í þrjátíu að því tilskildu að neminn aðstoði við tuttugu fæðingar í viðbót.

4. Aðstoð við sitjandi fæðingar. Ef sitjandi fæðingar eru ekki á döfinni má æfing fara fram við tilbúnar aðstæður.

5. Reynsla af spangarskurði og kynning í saumi.

Kynningin á að vera bæði bókleg kennsla og klínísk þjálfun. Þjálfun í saumi felur í sér að sauma saman sár eftir spangarskurð og einfalda spangartætingu.

Þetta má æfa við tilbúnar aðstæður ef annar kostur er ekki fyrir hendi.

6. Eftirlit og umönnun með fjörutíu konum í áhættuflokki við þungun, fæðingu eða eftir fæðingu.

7. Eftirlit og umönnun (að meðtalinni skoðun) að minnsta kosti 100 kvenna eftir fæðingu og heilbrigðra nýbura.

8. Eftirlit og umönnun nýbura sem þarfnast sérstakrar umönnunar, að meðtöldum fyrirburum, nýburum sem eru fæddir eftir eðlilegan meðgöngutíma, léttburum og veikum nýburum.

9. Umönnun sjúkra á sviði kvensjúkdóma- og fæðingarfræði.

10. Reynsla af umönnun sjúkra á sviði læknisfræði og skurðlækninga. Kynningin á að vera bæði bókleg kennsla og klínísk þjálfun."


6. KAFLI

Lokaákvæði

28. gr.


Aðildarríkjunum ber að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að fara að tilskipun þessari fyrir 8. maí 1991 og tilkynna það framkvæmdastjórninni þegar í stað.


29. gr.

Tilskipun þessari er beint til aðildarríkjanna.

Gjört í Brussel 30. október 1989.


Fyrir hönd ráðsins,

J.-P. SOISSON

forseti.

VIÐAUKI


Dagsetningar þegar nokkur aðildarríkjanna felldu úr gildi ákvæði sem sett voru með lögum og stjórnsýslufyrirmælum um veitingu prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi sem um getur í 9. gr. tilskipunarinnar

BELGÍA

Brjósholsskurðlækningar 1. janúar 1983

Æðaskurðlækningar 1. janúar 1983

Taugageðlækningar 1. ágúst 1987, að undanskildum þeim einstaklingum sem hófu nám fyrir þennan dag

Meltingarskurðlækningar 1. janúar 1983

DANMÖRK

Blóðrannsóknir 1. janúar 1983, að undanskildum þeim einstaklingum sem hófu nám fyrir þennan dag og luku því fyrir árslok 1988

Orku- og endurhæfingarlækningar

Hitabeltissjúkdómalækningar 1. ágúst 1987, að undanskildum þeim einstaklingum sem hófu nám fyrir þennan dag

FRAKKLAND

Geislalækningar 3. desember 1971

Taugageðlækningar 31. desember 1971

LÚXEMBORG

Geislalækningar Prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður umformlega menntun og hæfi eru ekki lengur veitt fyrir nám sem hófst eftir 5. mars 1982

Taugageðlækningar

HOLLAND

Geislalækningar 8. júlí 1984

Taugageðlækningar 9. júlí 1984


TILSKIPUN RÁÐSINS

frá 4. desember 1990 um breytingu á tilteknum tilskipunum um viðurkenningu á starfsmenntun og hæfi vegna sameiningar Þýskalands

(90/658/EBE)


RÁÐ EVRÓPUBANDALAGANNA HEFUR,

með hliðsjón af stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu, einkum 49. gr., 1. mgr. og fyrsta og þriðja málslið 2. mgr. 57. gr. og 66. gr.,

með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar ( 1 ),

í samvinnu við Evrópuþingið ( 2 ),

með hliðsjón af áliti efnahags- og félagsmálanefndarinnar ( 3 ),

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

Vegna sameiningar Þýskalands þarf að gera tilteknar breytingar á tilskipunum 75/362/EBE ( 4 ), 77/452/EBE ( 5 ), 78/686/EBE ( 6 ), 78/1026/EBE ( 7 ) og 80/154/EBE ( 8 ), eins og þeim var síðast breytt með tilskipun 89/594/EBE ( 9 ) og tilskipun 89/595/EBE ( 10 ), um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi lækna, hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, tannlækna, dýralækna og ljósmæðra og tilskipun 85/433/EBE ( 11 ), eins og henni var breytt með tilskipun 85/584/EBE ( 12 ), og tilskipun 85/384/EBE ( 13 ), eins og henni var síðast breytt með tilskipun 86/17/EBE ( 14 ), um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi í lyfjafræði lyfsala og byggingarlist og tilskipun 75/363/EBE ( 15 ), eins og henni var síðast breytt með tilskipun 89/594/EBE, um samræmingu á ákvæðum er varða starfsemi lækna og sett eru með lögum eða stjórnsýslufyrirmælum.

( 1 ) Stjtíð. EB nr. L 266, 28. 9. 1990, bls. 12, eins og henni var breytt 28.
nóvember 1990.
( 2 ) Áliti var skilað 24. október 1990 (hefur enn ekki verið birt í Stjórnartíðindum
EB) og ákvörðun frá 21. nóvember 1990 (sem hefur enn ekki
verið birt í Stjórnartíðindum EB).
( 3 ) Áliti var skilað 20. nóvember 1990 (hefur enn ekki verið birt í Stjórnartíðindum
EB).
( 4 ) Stjtíð. EB nr. L 167, 30. 6. 1975, bls. 1.
( 5 ) Stjtíð. EB nr. L 176, 15. 7. 1977, bls. 1.
( 6 ) Stjtíð. EB nr. L 233, 24. 8. 1978, bls. 1.
( 7 ) Stjtíð. EB nr. L 362, 23. 12. 1978, bls. 1.
( 8 ) Stjtíð. EB nr. L 33, 11. 2. 1980, bls. 1.
( 9 ) Stjtíð. EB nr. L 341, 23. 11. 1989, bls. 19.
( 10 ) Stjtíð. EB nr. L 341, 23. 11. 1989, bls. 30.
( 11 ) Stjtíð. EB nr. L 253, 24. 9. 1985, bls. 37.
( 12 ) Stjtíð. EB nr. L 372, 31. 12. 1985, bls. 42.
( 13 ) Stjtíð. EB nr. L 223, 21. 8. 1985, bls. 15.
( 14 ) Stjtíð. EB nr. L 27, 1. 2. 1986, bls. 71.
( 15 ) Stjtíð. EB nr. L 167, 30. 6. 1975, bls. 14.

Frá sameiningardegi Þýskalands gilda lög bandalagsins að öllu leyti á því yfirráðasvæði sem áður var Þýska alþýðulýðveldið. Nauðsynlegt er að breyta áðurnefndum tilskipunum með tilliti til hins sérstaka ástands á áðurnefndu yfirráðasvæði.

Í samræmi við meginregluna um áunnin réttindi ættu prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi þýskra ríkisborgara á því yfirráðasvæði, sem stunda atvinnustarfsemi sína á grundvelli starfsnáms er hófst fyrir sameiningu og samrýmist ekki reglum bandalagsins um starfsnám, að fá viðurkenningu með sömu skilyrðum og giltu um aðra ríkisborgara í aðildarríkjunum við samþykkt áðurnefndra tilskipana eða við inngöngu í bandalagið.

Nauðsynlegt er að verja innan bandalagsins réttindi handhafa vitnisburðar um formlega menntun og hæfi sem er ekki lengur veittur vegna breyttra reglna í aðildarríkjunum sem veittu hann. Slíkt ákvæði var innleitt með tilskipun 89/594/EBE í flestar tilskipanir um gagnkvæma viðurkenningu prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi. Því mætti einnig beita óbreyttu gagnvart þýskum ríkisborgurum frá því yfirráðasvæði sem áður var Þýska alþýðulýðveldið. Svipað ákvæði ætti einnig að setja í tilskipun 85/433/EBE um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi í lyfjafræði lyfsala.

Flest sérákvæðanna um viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi sem Þýska alþýðulýðveldið fyrrverandi veitti munu ekki lengur eiga við vegna sameiningar Þýskalands. Þau ætti að fella úr gildi.

SAMÞYKKT TILSKIPUN ÞESSA:


1. gr.

Eftirfarandi breytingar eru hér með gerðar á tilskipun 75/362/EBE :

1. Í a-lið 3. gr. falli 3. liður "í Þýskalandi" niður..Nr. L 353/74 Stjórnartíðindi EB 17. 12. 90

2. Eftirfarandi grein bætist við:

"9. gr. a

1. Önnur aðildarríki en Þýskaland skulu viðurkenna prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi í læknisfræði, sem ríkisborgarar aðildarríkja hafa fengið eftir starfsnám á því yfirráðasvæði sem áður var Þýska alþýðulýðveldið, enda þótt það uppfylli ekki allar lágmarkskröfur um starfsnám í 1. gr. tilskipunar 75/363/EBE:

— hafi vitnisburðurinn verið veittur vegna náms sem hófst fyrir sameiningu Þýskalands,

— heimili hann handhafanum að stunda læknisstörf hvar sem er á yfirráðasvæði Þýskalands með sömu skilyrðum og vitnisburður um menntun og hæfi sem lögbær þýsk yfirvöld veita og um getur í 1. og 2. lið a-liðar 3. gr., og

— fylgi honum vottorð útgefið af lögbærum þýskum yfirvöldum til staðfestingar á að þessir ríkisborgarar hafi í reynd og löglega stundað umrædda starfsemi í Þýskalandi í minnst þrjú ár samfellt síðustu fimm árin fyrir útgáfudag vottorðsins.

2. Önnur aðildarríki en Þýskaland skulu viðurkenna prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi í sérgreinum læknisfræði, sem ríkisborgarar aðildarríkja hafa fengið eftir starfsnám á því yfirráðasvæði sem áður var Þýska alþýðulýðveldið, enda þótt það uppfylli ekki allar lágmarkskröfur um starfsnám í 2. – 5. gr. tilskipunar 75/363/EBE:

— hafi vitnisburðurinn verið veittur vegna náms sem hófst áður en fresturinn í annarri undirgrein 1. mgr. 9. gr. tilskipunar 75/363/EBE rann út, og

— heimili hann handhafanum að stunda störf í sérgreinum læknisfræði hvar sem er á yfirráðasvæði Þýskalands með sömu skilyrðum og vitnisburður um menntun og hæfi sem lögbær þýsk yfirvöld veita og um getur í 5. og 7. gr.

Þau geta þó krafist þess að þessum prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi fylgi vottorð útgefið af lögbærum þýskum yfirvöldum eða aðilum til staðfestingar á að handhafarnir hafi, sem sérfræðingar, stundað umrædda starfsemi tvöfalt lengri tíma en nemur muninum á lengd sérgreinanámsins, sem er stundað á þýsku yfirráðasvæði, og lágmarksnámstíma samkvæmt tilskipun 75/363/EBE ef vitnisburðurinn uppfyllir ekki lágmarkskröfur um lengd námstíma sem mælt er fyrir um í 4. og 5. gr. tilskipunar 75/363/EBE."


2. gr.

Eftirfarandi bætist við sem önnur undirgrein í 1. mgr. 9. gr.

tilskipunar 75/363/EBE:

"Á því yfirráðasvæði sem áður var Þýska alþýðulýðveldið skal Þýskaland þó gera nauðsynlegar ráðstafanir til að fara að 2. – 5. gr. innan 18 mánaða frá sameiningu."


3. gr.

Eftirfarandi breytingar eru hér með gerðar á tilskipun 77/452/EBE:

1. Í a-lið 3. gr. falli annar undirliður "í Þýskalandi" niður.

2. Eftirfarandi grein bætist við:


"4. gr. a

Önnur aðildarríki en Þýskaland skulu viðurkenna prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi í almennri hjúkrun, sem ríkisborgarar aðildarríkja hafa fengið eftir starfsnám á því yfirráðasvæði sem áður var Þýska alþýðulýðveldið, enda þótt það uppfylli ekki allar lágmarkskröfur um starfsnám í 1. gr. tilskipunar 77/453/EBE:

— hafi vitnisburðurinn verið veittur vegna náms sem hófst fyrir sameiningu Þýskalands,

— heimili hann handhafanum að stunda almenn hjúkrunarstörf hvar sem er á yfirráðasvæði Þýskalands með sömu skilyrðum og vitnisburður um menntun og hæfi sem lögbær þýsk yfirvöld veita og um getur í a-lið 3. gr., og

— fylgi honum vottorð útgefið af lögbærum þýskum yfirvöldum til staðfestingar á að þessir ríkisborgarar hafi í reynd og löglega stundað almenn hjúkrunarstörf í Þýskalandi í minnst þrjú ár samfellt síðustu fimm árin fyrir útgáfudag vottorðsins. Starfið verður að hafa falist í fullri ábyrgð á áætlun, skipulagningu og hjúkrun sjúklingsins."


4. gr.

Eftirfarandi breytingar eru hér með gerðar á tilskipun 78/686/EBE:

1. Í a-lið 3. gr., "í Þýskalandi", falli eftirfarandi niður:

— tölusetning liða,

— texti 2. liðar.

2. Eftirfarandi grein bætist við:

"7. gr. a

1. Önnur aðildarríki en Þýskaland skulu viðurkenna prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi í tannlækningum, sem ríkisborgarar aðildarríkja hafa fengið eftir starfsnám á því yfirráðasvæði sem áður var Þýska alþýðulýðveldið, enda þótt það uppfylli ekki allar lágmarkskröfur um starfsnám í 1. gr. tilskipunar 78/687/EBE:

— hafi vitnisburðurinn verið veittur vegna náms sem hófst fyrir sameiningu Þýskalands,

— heimili hann handhafanum að stunda tannlækningar hvar sem er á yfirráðasvæði Þýskalands með sömu skilyrðum og vitnisburður um menntun og hæfi sem lögbær þýsk yfirvöld veita og um getur í a-lið 3. gr., og

— fylgi honum vottorð útgefið af lögbærum þýskum yfirvöldum til staðfestingar á að þessir ríkisborgarar hafi í reynd og löglega stundað tannlækningar í Þýskalandi í minnst þrjú ár samfellt síðustu fimm árin fyrir útgáfudag vottorðsins.

2. Önnur aðildarríki en Þýskaland skulu viðurkenna prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi í sérgreinum tannlækninga, sem ríkisborgarar aðildarríkja hafa fengið eftir starfsnám á því yfirráðasvæði sem áður var Þýska alþýðulýðveldið, enda þótt það uppfylli ekki allar lágmarkskröfur um starfsnám í 2. og 3. gr. tilskipunar 78/687/EBE:

— hafi vitnisburðurinn verið veittur vegna náms sem hófst fyrir sameiningu Þýskalands, og

— heimili hann handhafanum að stunda störf í sérgreinum tannlækninga hvar sem er á yfirráðasvæði Þýskalands með sömu skilyrðum og vitnisburður um menntun og hæfi sem lögbær þýsk yfirvöld veita og um getur í 1. og 2. mgr. 5. gr. Þau geta þó krafist þess að þessum prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi fylgi vottorð útgefið af lögbærum þýskum yfirvöldum eða aðilum til staðfestingar á að handhafarnir hafi, sem sérfræðingar í tannlækningum, stundað umrædda starfsemi tvöfalt lengri tíma en samsvarar muninum á lengd sérgreinanámsins, sem er stundað á þýsku yfirráðasvæði, og lágmarksnámstíma samkvæmt tilskipun 78/687/EBE ef vitnisburðurinn uppfyllir ekki lágmarkskröfur um lengd námstíma í 2. gr. tilskipunar 78/687/EBE."


5. gr.

Eftirfarandi breytingar eru hér með gerðar á tilskipun 78/1026/EBE:

1. Í a-lið 3. gr., "í Þýskalandi", falli eftirfarandi niður:

— tölusetning liða,

— texti 2. liðar.

2. Eftirfarandi grein bætist við:

"4. gr. a

Önnur aðildarríki en Þýskaland skulu viðurkenna prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi í dýralækningum, sem ríkisborgarar aðildarríkja hafa fengið eftir starfsnám á því yfirráðasvæði sem áður var Þýska alþýðulýðveldið, enda þótt það uppfylli ekki allar lágmarkskröfur um starfsnám í 1. gr. tilskipunar 78/1027/EBE:

— hafi vitnisburðurinn verið veittur vegna náms sem hófst fyrir sameiningu Þýskalands,

— heimili hann handhafanum að stunda dýralækningar hvar sem er á yfirráðasvæði Þýskalands með sömu skilyrðum og vitnisburður um menntun og hæfi sem lögbær þýsk yfirvöld veita og um getur í a-lið 3. gr., og

— fylgi honum vottorð útgefið af lögbærum þýskum yfirvöldum til staðfestingar á að þessir ríkisborgarar hafi í reynd og löglega stundað umrædda starfsemi í Þýskalandi í minnst þrjú ár samfellt síðustu fimm árin fyrir útgáfudag vottorðsins."


6. gr.

Eftirfarandi breytingar eru hér með gerðar á tilskipun 80/154/EBE:

1. Í a-lið 3. gr., "í Þýskalandi", falli eftirfarandi niður:

— tölusetning liða,

— texti 2. liðar.

2. Eftirfarandi grein bætist við:

"5. gr. a

1. Önnur aðildarríki en Þýskaland skulu viðurkenna prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi í ljósmóðurstörfum, sem ríkisborgarar aðildarríkja hafa fengið eftir starfsnám á því yfirráðasvæði sem áður var Þýska alþýðulýðveldið, enda þótt það uppfylli ekki allar lágmarkskröfur um starfsnám í 1. gr. tilskipunar 80/155/EBE:

— hafi vitnisburðurinn verið veittur vegna náms sem hófst fyrir sameiningu Þýskalands,

— heimili hann handhafanum að stunda ljósmóðurstörf hvar sem er á yfirráðasvæði Þýskalands með sömu skilyrðum og vitnisburður um menntun og hæfi sem lögbær þýsk yfirvöld veita og um getur í a-lið 3. gr., og.

— fylgi honum vottorð útgefið af lögbærum þýskum yfirvöldum til staðfestingar á að þessir ríkisborgarar hafi í reynd og löglega stundað umrædda starfsemi í Þýskalandi í minnst þrjú ár samfellt síðustu fimm árin fyrir útgáfudag vottorðsins.

2. Önnur aðildarríki en Þýskaland skulu viðurkenna prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi í ljósmóðurstörfum, sem ríkisborgarar aðildarríkja hafa fengið eftir starfsnám á því yfirráðasvæði sem áður var Þýska alþýðulýðveldið, enda þótt það uppfylli ekki allar lágmarkskröfur um starfsnám í 1. gr. tilskipunar 80/155/EBE, en þó ekki, samkvæmt 2. gr., nema því fylgi reynsla af þeim störfum sem um getur í 4. gr.:

— hafi vitnisburðurinn verið veittur vegna náms sem hófst fyrir sameiningu Þýskalands, og

— fylgi honum vottorð til staðfestingar á að þessir ríkisborgarar hafi í reynd og löglega stundað umrædda starfsemi í Þýskalandi í minnst tvö ár síðustu fimm árin fyrir útgáfudag vottorðsins."


7. gr.

Eftirfarandi breytingar eru hér með gerðar á tilskipun 85/433/EBE :

1. Í a-lið 4. gr., "í Þýskalandi", falli eftirfarandi niður:

— tölusetning liða,

— texti 2. liðar.

2. Í 6. gr.:

— verði núverandi texti 1. mgr.,

— bætist eftirfarandi 2. mgr. við:

"2. Prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður háskóla eða jafngildur vitnisburður um menntun og hæfi í lyfjafræði lyfsala, sem aðildarríki hafa veitt ríkisborgurum aðildarríkja og uppfyllir lágmarkskröfur um starfsnám í 2. gr. tilskipunar 85/432/EBE en samrýmist ekki skýrgreiningunum í 4. gr., skal fá sömu meðferð, að því er þessa tilskipun varðar, og prófskírteinin í þeirri grein fylgi honum vottorð til staðfestingar á að hann hafi verið veittur eftir nám sem samrýmist ákvæðum tilskipunar 85/432/EBE og um getur í 2. gr. þessarar tilskipunar og skulu aðildarríkin sem hafa veitt hann fara með hann á sama hátt og skýrgreiningarnar í 4. gr. þessarar tilskipunar."

3. Eftirfarandi grein bætist við:

"6. gr. a

Prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður háskóla eða jafngildur vitnisburður um menntun og hæfi í lyfjafræði lyfsala, sem ríkisborgarar aðildarríkja hafa fengið eftir starfsnám á því yfirráðasvæði sem áður var Þýska alþýðulýðveldið, enda þótt hann uppfylli ekki allar lágmarkskröfur um starfsnám í 2 gr. tilskipunar 85/432/EBE, skal fá sömu meðferð og prófskírteinin sem uppfylla þessar kröfur:

— hafi vitnisburðurinn verið veittur vegna náms sem hófst fyrir sameiningu Þýskalands,

— heimili hann handhafanum að stunda lyfjafræði lyfsala hvar sem er á yfirráðasvæði Þýskalands með sömu skilyrðum og vitnisburður um menntun og hæfi sem lögbær þýsk yfirvöld veita og um getur í c-lið 4. gr., og

— fylgi honum vottorð til staðfestingar á að handhafar hans hafi í reynd og löglega stundað í Þýskalandi einhverja þá starfsemi sem um getur í 2. mgr. 1. gr. tilskipunar 85/432/EBE í minnst þrjú ár samfellt síðustu fimm árin fyrir útgáfudag vottorðsins, að því tilskildu að slík starfsemi sé lögvernduð í viðkomandi aðildarríki."


8. gr.

Ákvæði 6. gr. tilskipunar 85/384/EBE falli niður.


9. gr.

Aðildarríkin skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að fara að þessari tilskipun fyrir 1. júlí 1991. Þau skulu tilkynna það framkvæmdastjórninni þegar í stað.

Þegar aðildarríkin samþykkja ákvæði um þessar ráðstafanir skal vera í þeim tilvísun í þessa tilskipun eða þeim skal fylgja slík tilvísun þegar þau verða birt opinberlega. Aðildarríkin skulu setja nánari reglur um slíka tilvísun.


10. gr.

Tilskipun þessari er beint til aðildarríkjanna.

Gjört í Brussel 4. desember 1990.


Fyrir hönd ráðsins,

G. DE MICHELIS

forseti.


Ákvæði tilskipunarinnar skulu, að því er þennan samning varðar, aðlöguð sem hér segir:
a) Eftirfarandi bætist við 3. gr.:

"m) í Austurríki:
"Doktor der gesamten Heilkunde" (prófskírteini í læknisfræði) sem læknadeild há-skóla veitir og "Bescheinigung úber die Absolvierung der Tätigkeit als Arzt im Praktikum" (vottorð um starfsþjálfun) sem lögbær yfirvöld gefa út;
n) í Finnlandi:
"todistus lääketieteen lisensiaatin tutkinnosta/ bevis om medicine licentiat examen" (vottorð um "lísentíat" gráðu í læknisfræði) sem læknadeild háskóla veitir og vottorð um starfsþjálfun sem lögbær yfirvöld heilbrigðismála gefa út;
o) á Íslandi:
"próf í læknisfræði frá læknadeild Háskóla Íslands" og vottorð um að minnsta kosti tólf mánaða þjálfun á sjúkrahúsi sem yfirlæknir gefur út
p) í Liechtenstein:
prófskírteini, vottorð og önnur starfsheiti sem vent eru í öðru ríki sem tilskipun þessi tekur til og tilgreind í þessari grein, ásamt vottorði sem lögbær yfirvöld gefa út um að starfsþjálfun haft verið lokið;
q) í Noregi:
"bevis for bestått medisinsk embetseksamen" (prófgráðan cand.med.) sem læknadeild háskóla veitir og vottorð um starfsþjálfun sem lögbær yfirvöld heilbrigðismála gefa út;
r) í Svíþjóð:
"läkarexamen" (háskólagráða í læknisfræði) sem læknadeild háskóla veitir og vottorð um starfsþjálfun sem yfirstjórn heilbrigðis- og velferðarmála gefur út;
s) í Sviss:
"Eidgenössisch diplomierter Arzt/titulaire du diplöme fédéral de médecin/titolare di diploma federale di medico" (prófskírteini í læknisfræði) sem sambandsráðuneyti um innanríkismál veitir."

b) Eftirfarandi bætist við 2. mgr. 5. gr.: "í Austurríki:

"Facharztdiplom" (sérfræðiskírteini í læknisfræði) sem lögbær yfirvöld gefa úr í Finnlandi:
"todistus erikoislääkärin oikeudesta/bevis om specialisträttigheten" (sérfræðileyfi í lækn-isfræði) sem lögbær yfirvöld gefa út;
á Íslandi:
"sérfræðileyfi" sem heilbrigðisráðuneytið gefur út; í Liechtenstein:
prófskírteini, vottorð og önnur starfsheiti sem vent eru í öðru ríki sem tilskipun þessi tekur til og tilgreind í þessari grein, ásamt vottorði sem lögbær yfirvöld gefa út um að starfsþjálfun haft verið lokið;
í Noregi:
"bevis for tillatelse til á benytte spesialisttittelen" (vottorð um rétt til að kalla síg sérfræð-ing) sem lögbær yfirvöld gefa út;
í Svíþjóð:
"bevis om specíalistkompetens som läkare utfärdat av socialstyrelsen" (vottorð um rétt til að kalla sig sérfræðing) sem yfirstjórn heilbrigðis- og velferðarmála gefur út;
í Sviss:
"Spezialarztlspéciaiistelspeeialista" (sérfræðileyfi læknis) sem lögbær yfirvöld gefa út."

c) Eftirfarandi færslum skal bætt við undirliðina í 3. mgr. 5. gr. eins og hér er tilgreint:
- svæfingalækningar:
"Austurríki: Anästhesiologie
Finnland: anestesiología/anestesiologi
Ísland: svæfingalækningar
Liechtenstein: Anästhesiologie
Noregur: anestesiologi
Svíþjóð: anestesiologi
Sviss: Anästhesiologielanesthésiologie/
anestesiologia"

- almennar skurðlækningar:
"Austurríki: Chírurgie
Finnland: kirurgia/kirurgi
Ísland: almennar skurðlækningar
Liechtenstein: Chirurgie
Noregur: generell kirurgi
Svíþjóð: allmän kirurgi
Sviss: Chirurgielchirurgie/chirurgia"

- taugaskurdlækningar:
"Austurríki: Neurochirurgie
Finnland: neurokirurgialneurokirurgi
Ísland: taugaskurðlækningar
Liechtenstein: Neurochirurgie
Noregur: nevrokirurgi
Svíþjóð: neurokirurgi
Sviss: Neurochirurgie/neurochirurgie/
neurochirurgia"

- kvenlækningar:
"Austurríki: Frauenheilkunde and Geburtshilfe
Finnland: naistentaudit ja synnytykset/
kvinnosjukdomar och för-
lossningar
Island: kvenlækningar
Liechtenstein: Gynäkologie and Geburtshilfe
Noregur: fpdselshjelp og kvinnesykdommer
Svíþjóð: kvinnosjukdomar och
förlossningar (gynekologi och
obstetrik)
Sviss: Gynäkologie and Geburtshilfe/
gynécologie et obsté-
trique/ginecologia a ostetricia"

- lyflækningar:
"Austurríki: Innere Medizin
Finnland: sisätaudit/inremedicin
Ísland: lyflækningar
Liechtenstein: Innere Medizin
Noregur: indremedisin
Svíþjóð: allmän internmedicin
Sviss: Innere Medizin/médecine
interne/medicina interna"

- augnlækningar:
"Austurríki: Augenheilkunde
Finnland: silmätaudit/ögonsjukdomar
Ísland: augnlækningar
Liechtenstein: Augenheilkunde
Noregur: pyesykdommer
Svíþjóð: ögonsjukdomar (oftalmologi)
Sviss: Ophthalmologie/ophtalmologie/
oftalmologia"

háls-, nef- og eyrnalækningar:
"Austurríki: Hals-, Nasen- and Ohrenkrankheiten
Finnland: korva-, nenä- ja kurkkutaudidöron-,
näs- och strupsjukdomar
Ísland: háls-, nef- og eyrnalækningar
Liechtenstein: Hals-, Nasen- and Ohrenkrankheiten
Noregur: pre-nese-halssykdommer
Svíþjóð: öron-, näs- och halssjukdomar
(oto-rhino- laryngologi)
Sviss: Oto-Rhino-Laryngologie/
oto-rhino-laryngologie/otorino-
laringoiatria"

- barnalækningar:
"Austurríki: Kinderheilkunde
Finnland: lastentaudit/barnsjukdomar
Ísland: barnalækningar
Liechtenstein: Kinderheilkunde
Noregur: barnesykdommer
Svíþjóð: barnaålderns invärtes sjukdomar
(pediatrik)
Sviss: Pädiatrie/pédiatrie/pediatria"

lungnalækningar:
"Austurríki: Lungenkrankheiten
Finnland: keuhkosairaudet/lungsjukdomar
Island: lungnalækningar
Liechtenstein: Lungenkrankheiten
Noregur: lungesykdommer
Svíþjóð: lungsjukdomar (pneumonologi)
Sviss: Lungenkrankheiten/maladies
des poumons/malattie
polmonari"

- Þvagfæraskurðlækningar:
"Austurríki: Urologie
Finnland: urologia/urologi
Ísland: þvagfæraskurðlækningar
Liechtenstein: Urologie
Noregur: urologi
Svíþjóð: urologisk kirurgi
Sviss: Urologie/urologie/urologia"

- bæklunarskurðlækningar:
"Austurríki: Orthopädie and orthopädische Chirurgie
Finnland: ortopedia ja traumatologia/
ortopedi och traumatologi
Island: bæklunarskurðlækningar
Liechtenstein: Orthopíidische Chirurgie
Noregur: ortopedisk kirurgi
Svíþjóð: ortopedisk kirurgi
Sviss: Orthopädische
Chirurgie/chirurgie
orthopédique/chirurgia
ortopedica"

- líffærameinafræði:
"Austurríki: Pathologie
Finnland: patologia/patologi
Ísland: líffærameinafræði
Liechtenstein: Pathologie
Noregur: patologi
Svíþjóð: klinisk patologi
Sviss: Pathologie/pathologie/patologia"

- taugalækningar:
"Austurríki: Neurologie
Finnland: neurologia/neurologi
Ísland: taugalækningar
Liechtenstein: Neurologie
Noregur: nevrologi
Svíþjóð: nervsjukdomar (neurologi)
Sviss: Neurologie/neurologie/neurologia"

- geðlækningar:
"Austurríki: Psychiatrie
Finnland: psykiatria/psykiatri
Ísland: geðlækningar
Liechtenstein: Psychiatrie and Psychotherapie
Noregur: psykiatri
Svíþjóð: allmän psykiatri
Sviss: Psychiatrie and Psychotherapie/
psychiatrie et psycho-
thérapie/psichiatria a psicoterapia."

d) Eftirfarandi færslum skal bætt við undirliðina í 2. mgr. 7. gr. eins og hér er tilgreint:
klínísk líffræði
"Austurríki: Medizinische Biologie"

blóðrannsóknir:
"Finnland: hematologiset
laboratoriotutkimukset/ hematologiska
laboratorieundersökningar"

sýklafræði:
"Austurríki: Hygiene and Mikrobiologie
Finnland: kliininen mikrobiologia/klinisk
mikrobiologi
Ísland: sýklafræði
Noregur: medisinsk mikrobiologi
Svíþjóð: klinisk bakteriologi"

lífefnafræði
"Austurríki: Medizinisch-chemische
Labordiagnostik
Finnland: kliininen kemia/klinisk kemi
Noregur: klinisk kjemi
Svíþjóð: klinisk kemi"

ónæmisfræði:
"Austurríki: Immunologie
Finnland: immunologia/immunologi
Ísland: ónæmisfræði
Noregur: immunologi og transfusjonsmedisin
Svíþjóð: klinisk immunologi"

lýtalækningar:
"Austurríki: Plastische Chirurgie
Finnland: plastiikkakirurgia/ plastikkirurgi
Ísland: lýtalækningar
Noregur: plastikkirurgi
Svíþjóð: plastikkirurgi
Sviss: Plastische and
Wiederherstellungschirurgie/
chirurgie plastique et reconstructive/
chirurgia plastics a ricostruttiva"

brjóstholsskurðlækningar:
"Finnland: thorax- ja verisuonikirurgia/
thorax- och kärlkirurgi
Ísland: brjóstholsskurðlækningar
Noregur: thoraxkirurgi
Svíþjóð: thoraxkirurgi"

barnaskurðlækningar:
"Finnland: lastenkirurgia/barnkirurgi
Ísland: barnaskurðlækningar
Noregur: barnekirurgi
Svíþjóð: barnkirurgi
Sviss: Kinderchirurgie/chirurgie
infantile/chirurgia infantile"

æðaskurðlækningar:
"Ísland: æðaskurðlækningar
Noregur: karkirurgi"

hjartalækningar:
"Finnland: kardiologia/kardiologi
Ísland: hjartalækningar
Noregur: hjertesykdommer
Svíþjóð: hjärtsjukdomar"

meltingarlækningar:
"Finnland: gastroenterologia/gastroenterologi
Ísland: meltingarlækningar
Noregur: fordøyelsessykdommer
Svíþjóð: matsmältningsorganens medicinska
sjukdomar (medicinsk
gastroenterologi)"

gigtarlækningar:
"Finnland: reumatologia/reumatologi
Ísland: gigtarlækningar
Liechtenstein: Rheumatologie
Noregur: revmatologi
Svíþjóð: reumatiska sjukdomar"

blóðmeinafræði:
"Finnland: kliininen
hematologia/klinisk hematologi
Ísland: blóðmeinafræði
Noregur: blodsykdommer
Svíþjóð: hematologi"

efnaskipta- og innkirtlalækningar:
"Finnland: endokrinologia/endokrinologi
Ísland: efnaskipta- og innkirtlalækningar
Noregur: endokrinologi
Svíþjóð: endokrina sjukdomar"

orku- og endurhæfingarlækningar:
"Austurríki: Physikalische Medizin
Finnland: fysiatria/fysiatri
Ísland: orku- og endurhæfingarlækningar
Liechtenstein: Physikalische Medizin
and Rehabilitation
Noregur: fysikalsk medisin og rehabilitering
Svíþjóð: medicinsk rehabilitering
Sviss: Physikalische Medizin
and Rehabilitation/médecine
physique et réhabilitation/medicina
fisica a riabilitazione"

húð- og kynsjúkdómalækningar:
"Austurríki: Haut- and Geschlechtkrankheiten
Finnland: iho- ja sukupuolitaudibhud-
och könssjukdomar
Ísland: húð- og kynsjúkdómalækningar
Liechtenstein: Dermatologi and Venerologi
Noregur: hud- og veneriske sykdommer
Svíþjóð: hudsjukdomar och veneriska
sjukdomar (dermatologi och
venerologi)
Sviss: Dermatologie and Venereologie/
dermatologie et vénéréo-
logie/ dermatologia a venereologia"

geislalækningar:
"Austurríki: Radiologie
Ísland: geislalækningar
Noregur: radiologi"

geislagreining:
"Austurríki: Radiologie-Diagnostik
Finnland: radiologia/radiologi
Liechtenstein: Medizinische Radiologie
Svíþjóð: röntgendiagnostik
Sviss: Medizinische
Radiologie - Radiodiagnostik/radio-
logie médicale - radiodiagnostic/
radiologia medica
radiodiagnostica"

geislameðferð:
"Austurríki: Radiologie-Strahlentherapie
Finnland: syöpätaudit ja sädehoito/
cancersjukdomar och radioterapi
Noregur: onkologi
Svíþjóð: tumörsjukdomar (allmän onkologi)
Sviss: Medizinische Radiologie –
Radio-Onkologie/radiologie
médicale - radio-
oncologie/radiologia medica -
radio-oncologia"

hitabeltislækningar:
"Sviss: Tropenkrankheiten/maladies tropicales/
malattie tropicali"

barnageðlækningar :
"Finnland: lasten psykiatriaibarnspsykiatri
Ísland: barnageðlækningar
Liechtenstein: Kinder- and Jugendpsychiatrie
and -psychotherapie
Noregur: barne- og ungdomspsykiatri
Svíþjóð: barn- och ungdomspsykiatri
Sviss: Kinder- and Jugendpsychíatríe
and -psychotherapiel
psychiatrie et psychothérapie
d'enfants et d'adolescents/
psichiatria a psicoterapía
infantile a dell'adolescenza"

öldrunarlækningar:
"Finnland: geriatria/geriatri
Ísland: öldrunarlækningar
Liechtenstein: Geriatrie
Noregur: geriatri
Svíþjóð: långvårdsmedicin"

nýrnalækningar:
"Finnland: nefrologia/nefrologi
Ísland: nýrnalækningar
Noregur: nyresykdommer
Svíþjóð: medicinska njursjukdomar (nefrologi)"

smitsjúkdómar:
"Finnland: infektiosairaudetl infektionssjukdomar
Ísland: smitsjúkdómar
Noregur: infeksjonssykdommer
Svíþjóð: infektionssjukomar"

félagslækningar:
"Austurríki: Sozialmedizin
Finnland: terveydenhuolto/hälsovård
Ísland: félagslækningar
Liechtenstein: Prävention and Gesundheitswesen
Noregur: samfunnsmedisin
Sviss: Prävention and Gesundheitswesen/
prévention et sauté
publique/ prevenzione
a sanity pubblica"
lyfjafræði:
"Finnland: kliininen
farmakologia/klinisk farmakologi
Ísland: lyfjafræði
Noregur: klinisk farmakologi
Svíþjóð: klinisk farmakologi"

atvinnulækningar:
"Austurríki: Arbeitsmedizin
Finnland: työterveyshuolto/företagshälsovård
Ísland: atvinnulækningar
Noregur: yrkesmedisin
Svíþjóð: yrkesmedicin"

ofnæmislækningar:
"Finnland: allergologia/allergologi
Ísland: ofnæmislækningar
Svíþjóð: internmedicinsk allergologi"

meltingarskurðlækningar:
"Finnland: gastroenterologia/ gastroenterologi
Noregur: gastroenterologisk kirurgi"

geislalæknisfræði:
"Austurríki: Nuklearmedizin
Finnland: isotooppitutkimukset/
isotopundersökningar
Sviss: Medizinische Radiologie
- Nuklearmedizin/radiologie
médicale - médecine nucléaire/
radiologia medica -medicina nucleare"

kjálka- og munnholsskurðlækningar (grunnþjálfun í lækningum og tarcnlækningum):
"Finnland: leukakirurgia/käkkirurgi
Liechtenstein: Kieferchirurgie
Noregur: kjevekirurgi og munnhulesykdommer
Sviss: Kieferchirurgie/chirurgie
maxillo-faciale/chirurgia
mascello-facciale."

2. 375L0363: Tilskipun ráðsins 75/363/EBE frá 16. júní 1975 um samræmingu á ákvæðum er varða starfsemi lækna og sett eru með lögum eða stjórnsýslufyrirmælum (Stjtíð EB nr. L 167, 30.6.1975, bls.14), eins og henni var breytt með:
- 382L11076: Tilskipun ráðsins 82116/EBE frá 26. janúar 1982 (Stjtíð. EB ar. L 43, 15.12.1982, bls. 21); (Sjá 1. tölulið i fylgiskjali 1).
- 389L0594: Tilskipun ráðsins 89/594/EBE frá 30. október 1989 (Stjtíð. EB nr. L 341, 23.11.1989, bls.19). (Sjá 1. tölulið í fylgiskjali 1).

Sviss er veitt undanþága frá ákvæðum tilskipunar 75/363/EBE, eins og þau eru aðlöguð í þessum samningi, og skal standa við skuldbindingarnar sem þar eru settar fram í síðasta lagi 1. janúar 1997 í stað 1. janúar 1993.


TILSKIPUN RÁÐSINS

frá 16. júní 1975

um samræmingu á ákvæðum er varða starfsemi lækna og sett eru með lögum eða stjórnsýslufyrirmælum

(75/363/EBE)


RÁÐ EVRÓPUBANDALAGANNA HEFUR,

með hliðsjón af stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu, einkum 49., 57., 66. gr. og 235. gr.,

með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar,

með hliðsjón af áliti Evrópuþingsins ( 1 ),

með hliðsjón af áliti efnahags- og félagsmálanefndarinnar ( 2 ),

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

Með það í huga að komið verði á gagnkvæmri viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi í læknisfræði, sem mælt var fyrir um með tilskipun 75/362/EBE ( 3 ) frá 16. júní 1975 um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi í læknisfræði, að meðtöldum ráðstöfunum er auðvelda að staðfesturéttar og réttar til að veita þjónustu sé neytt, gerir samhæfing náms í aðildarríkjunum kleift að samræmingin á þessu sviði sé einskorðuð við að virða lágmarkskröfur sem gefur aðildarríkjunum frjálsar hendur með skipulagningu kennslu.

Með gagnkvæma viðurkenningu í huga á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi í sérgreinum læknisfræðinnar og með það að markmiði að jafna innan bandalagsins aðstöðu allra aðila stéttarinnar sem eru ríkisborgarar aðildarríkjanna, virðist ekki hjá því komist að samræma að einhverju marki kröfur sem gerðar eru um sérnám. Setja verður ákveðin lágmarksskilyrði í þessu skyni er varða rétt til að hefja sérnám, lengd námstíma, aðferðir sem notaðar eru í slíku námi og þann stað sem það fer fram á, sem og undir hvaða eftirlit það skuli heyra. Þessi skilyrði eiga aðeins við um það sérnám sem hægt er að stunda í öllum aðildarríkjunum eða tveimur eða fleiri aðildarríkjum.

Samræming skilyrða fyrir því að fá að stunda starfsemi af þessu tagi, eins og lagt er til í þessari tilskipun, kemur ekki

( 1 ) Stjtíð. EB nr. C 101, 4. 8. 1970, bls. 19.
( 2 ) Stjtíð. EB nr. C 36, 28. 3. 1970, bls. 19.
( 3 ) Stjtíð. EB L 167, 30. 6. 1975, bls. 1.

í veg fyrir síðari samræmingu af neinu tagi.

Samræmingin sem mælt er fyrir um í þessari tilskipun nær til menntunar lækna. Að því er námið varðar, gera flest aðildarríkin á þessari stundu ekki greinarmun á læknum sem stunda starfsemi sína sem launþegar og þeim sem eru sjálfstætt starfandi. Af þessum sökum og með það að markmiði að hvetja til hreyfanleika sérmenntaðs fólks innan bandalagsins, að svo miklu leyti sem unnt er, virðist nauðsynlegt að víkka gildissvið þessarar tilskipunar þannig að hún taki til lækna sem starfa sem launþegar.

SAMÞYKKT TILSKIPUN ÞESSA:


1. gr.

1. Aðildarríkin skulu krefja þá sem æskja þess að hefja og stunda læknastörf að þeir hafi prófskírteini, vottorð eða annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi í læknisfræði sem um getur í 3. gr. tilskipunar 75/362/EBE sem tryggir að á námstímabilinu hafi hlutaðeigandi einstaklingur öðlast:

a) fullnægjandi þekkingu á þeim vísindagreinum sem læknisfræðin byggir á og góðan skilning á vísindaaðferðum, að meðtöldum aðferðum sem eru notaðar við mælingar á líffræðilegri starfsemi, mati á vísindalega viðurkenndum staðreyndum og greiningu gagna;

b) viðunandi skilning á líkamsbyggingu, starfsemi og hegðun heilbrigðra og sjúkra einstaklinga, svo og sambandinu á milli heilsufars, aðbúnaðar og félagslegs umhverfis manna;

c) fullnægjandi þekkingu á klínískum greinum og meðferðum, þar sem veitt er heilleg mynd af andlegum og líkamlegum sjúkdómum, á fyrirbyggjandi aðgerðum læknisfræðinnar, sjúkdómsgreiningu og meðferð og á æxlun manna;

d) tilhlýðilega verklega þjálfun á sjúkrahúsum undir viðeigandi eftirliti.

2. Fullnægjandi menntun lækna af þessu tagi skal fela í sér sex ára nám hið minnsta eða 5500 klukkustundir af bóklegu og verklegu námi í háskóla eða undir eftirliti háskóla

3. Sem inntökuskilyrði fyrir þetta nám verður umsækjandi að hafa prófskírteini eða vottorð sem heimilar honum aðgang að háskólum aðildarríkis í umrætt nám.

4. Að því er varðar einstaklinga sem hófu nám fyrir 1. janúar 1972 getur námið sem um getur í 2. mgr. falið í sér sex mánaða fullt verklegt nám á háskólastigi undir eftirliti lögbærra yfirvalda.

5. Ekkert í þessari tilskipun skal draga úr tækifærum sem aðildarríki geta veitt í samræmi við þær reglur sem gilda á yfirráðasvæði þeirra og heimila þeim sem hlotið hafa prófskírteini, vottorð eða annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi utan aðildarríkis að hefja og stunda starfsemi sem læknir.


2. gr.

1. Aðildarríkin skulu tryggja að nám sem er undanfari að prófskírteini, vottorði eða öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi í sérgreinum læknisfræðinnar fullnægi eftirfarandi skilyrðum hið minnsta:

a) að baki þess verður að vera fullt sex ára nám innan ramma þess náms sem um getur í 1. gr.;

b) það verður að vera bæði af bóklegum og verklegum toga;

c) að baki þess verður að vera fullt nám undir eftirliti þar til bærra yfirvalda eða stofnana;

d) það verður að fara framá háskólastigi, á kennslusjúkrahúsi eða, þar sem það á við, á heilbrigðisstofnun sem hefur hlotið viðurkenningu í þessu skyni af þar til bærum yfirvöldum eða stofnunum;

e) læknir sem er í sérnámi verður sjálfur að taka þátt í þeirri starfsemi og axla þá ábyrgð sem fylgir starfinu á hlutaðeigandi stofnunum.

2. Aðildarríkin skulu setja það skilyrði fyrir veitingu prófskírteina, vottorða eða annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi í sérgreinum læknisfræðinnar að viðkomandi hafi prófskírteini, vottorð eða annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi í læknisfræði eins og um getur 1. gr.

3. Aðildarríkin skulu, innan þeirra tímamarka sem sett eru í 7. gr., tilnefna þar til bær yfirvöld eða stofnanir til að gefa út þau prófskírteini, vottorð eða annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem getið er 1. mgr.


3. gr.

1. Með fyrirvara um regluna um fullt nám sem sett er fram í c-lið 1. mgr. 2. gr. og þar til ráðið tekur ákvörð un í samræmi við 3. mgr. geta aðildarríkin leyft sérnám í hlutanámi með skilmálum sem lögbær innlend yfirvöld samþykkja í þeim tilvikum þar sem fullu námi væri ekki komið við af vel rökstuddum ástæðum.

2. Ekki er hægt að stytta heildartíma sérnáms í krafti 1. mgr. Hvorki hlutanám né launuð starfsþjálfun sem fer fram á vegum einkaaðila má verða til þess að slakað verði á kröfum um gæði náms.

3. Eigi síðar en fjórum árum eftir birtingu þessarar til-skipunar og í ljósi fenginnar reynslu, skal ráðið, að fenginni tillögu frá framkvæmdastjórninni og með það í huga að möguleikinn á hlutanámi verður að vera áfram fyrir hendi í ákveðnum tilvikum, sem kanna verður hvert fyrir sig, ákveða hvort 1. og 2. mgr. skulu gilda áfram eða taka breytingum.


4. gr.

Aðildarríkin skulu tryggja að lágmarkslengd þess sérnáms sem getið er að neðan verði ekki styttri en sem hér segir:

Fyrsti flokkur:
fimm ár.
— almennar skurðlækningar
— taugaskurðlækningar
— lyflækningar
— þvagfæraskurðlækningar
— bæklunarskurðlækningar
Annar flokkur:
— kvenlækningar
fjögur ár.
— barnalækningar
— lungnalækningar
Þriðji flokkur:
— svæfingalækningar
þrjú ár
— augnlækningar
— háls-, nef- og eyrnalækningar
5. gr.

Aðildarríki sem hafa sett ákvæði með lögum og stjórnsýslufyrirmælum á þessu sviði skulu sjá til þess að lágmarkslengd þess sérnáms sem getið er að neðan sé eigi styttri en sem hér segir:

Fyrsti flokkur
— lýtalækningar
fimm ár
— brjóstholsskurðlækningar
— æðaskurðlækningar
— taugageðlækningar
— barnaskurðlækningar
— meltingarfæraskurðlækningar
Annar flokkur:
— hjartalækningar
fimm ár
— meltingarsjúkdómalækningar
— taugalækningar
— gigtarlækningar
— geðlækningar
— klínísk líffræði
— geislalækningar
— geislagreining
—geislameðferð
— hitabeltissjúkdómalækningar
— lyfjafræði
— barnageðlækningar
— sýklafræði
—líffærameinafræði
— atvinnusjúkdómalækningar
— lífefnafræði
— ónæmislækningar
— húðsjúkdómafræði
— kynsjúkdómafræði
— öldrunarlækningar
— nýrnalækningar
— smitsjúkdómar
— félagslækningar
— blóðrannsóknir
Þriðji flokkur:
— almenn blóðmeinafræði
fimm ár
— efnaskipta- og innkirtlalækningar
— orku- og endurhæfingarlækningar
— munnfræði
— kyn- og húðsjúkdómafræði
— ofnæmislækningar
6. gr.

Tilskipun þessi skal einnig gilda um ríkisborgara aðildarríkja sem í samræmi við reglugerð (EBE) nr. 1612/68 ( 1 ) frá 15. október 1968 um frelsi launþega til flutninga innan bandalagsins stunda eða munu stunda sem launþegar þá starfsemi sem um getur í 1. gr. tilskipunar 75/362/EBE.


7. gr.

Sem bráðabirgðaráðstöfun og þrátt fyrir c-lið 1. mgr. 2. gr. og 3. gr., geta aðildarríki, þar sem ákvæði í lögum eða stjórnsýslufyrirmælum heimila sérnám í formi hlutanáms á þeim tíma þegar tilskipun þessi birtist, beitt þessum ákvæðum áfram gagnvart kandídötum sem hefja sérnám sitt eigi síðar

en fjórum árum eftir birtingu þessarar tilskipunar. Hægt er að framlengja þetta tímabil hafi ráðið ekki tekið ákvörðun í samræmi við 3. mgr. 3. gr.

( 1 ) Stjtíð. EB nr. L 257, 19. 10. 1968, bls. 2.


8. gr.

Sem bráðabirgðaráðstöfun og þrátt fyrir 2. mgr. 2. gr.:

a) að því er Lúxemborg varðar og aðeins hvað snertir prófskírteini frá Lúxemborg sem heyra undir lögin í Lúxemborg frá 1939 um veitingu námsgráða og prófgráða á háskólastigi, skal útgáfa sérfræðileyfa einfaldlega vera háð því að viðkomandi hafi prófskírteini í læknisfræði, prófskírteini í skurð- og fæðingarlækningum sem veitt eru af prófanefnd ríkisins í Lúxemborg;

b) að því er Danmörk varðar og aðeins hvað snertir dönsk prófskírteini í læknisfræði, sem að dönskum lögum verða að vera gefin út af læknadeild í dönskum háskóla samkvæmt tilskipun sem gefin var út af innanríkisráðuneytinu 14. maí 1970, skal útgáfa sérfræðileyfis einungis háð því að viðkomandi hafi ofangreind prófskírteini.

Veita má kandídötum sem hófu nám fyrir lok tímabilsins sem getið er 1. mgr. 9. gr. prófskírteinin sem um getur í a-og b-lið.


9. gr.

1. Aðildarríkjunum ber að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að fara að tilskipun þessari innan átján mánaða frá birtingu hennar og tilkynna það framkvæmdastjórninni þegar í stað.

2. Aðildarríkin skulu sjá til þess að framkvæmdastjórninni berist helstu ákvæði úr landslögum sem samþykkt verða um málefni sem tilskipun þessi nær til.


10. gr.

Verði vart verulegra vandkvæða á tilteknum sviðum við beitingu þessarar tilskipunar í aðildarríki ber framkvæmdastjórninni að kanna þessi vandkvæði í samráði við það ríki og krefjast álits nefndar háttsettra opinberra embættismanna um almannaheilbrigði sem skipuð var með ákvörðun 75/365/EBE. (2)

Framkvæmdastjórninni ber að leggja viðeigandi tillögur fyrir ráðið gerist þess þörf.


11. gr.

Tilskipun þessari er beint til aðildarríkjanna.


Gjört í Lúxemborg 16. júní 1975.

Fyrir hönd ráðsins,

R. RYAN

forseti.


( 2 ) Stjtíð. EB L 167, 30. 6. 1975, bls. 19.

3. 381L1057: Tilskipun ráðsins frá 14. desember 1981 til viðbótar tilskipunum 75/362/EBE, 77/452/EBE, 78/686/EBE og 78/102/EBE um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi lækna, hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, tannlækna og dýralækna með tilliti til áunninna réttinda.

31. 12. 81 Stjórnartíðindi EB Nr. L 385/25


TILSKIPUN RÁÐSINS

frá 14. desember 1981


til viðbótar tilskipunum 75/362/EBE, 77/452/EBE, 78/686/EBE og 78/1026/EBE um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi lækna, hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, tannlækna og dýralækna með tilliti til áunninna réttinda

(81/1057/EBE)

RÁÐ EVRÓPUBANDALAGANNA HEFUR,

með hliðsjón af stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu, einkum 49., 57. og 66. gr.,

með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar ( 1 ),

með hliðsjón af áliti Evrópuþingsins ( 2 ),

með hliðsjón af áliti efnahags- og félagsmálanefndarinnar ( 3 ),

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

Ákvæðin sem tengjast áunnum réttindum í tilskipunum 75/362/EBE ( 4 ), 77/452/EBE ( 5 ), 78/686/EBE ( 6 )og 78/1026/EBE ( 7 ) um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi lækna, hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, tannlækna og dýralækna, að meðtöldum ráðstöfunum er auðvelda að staðfesturéttar og réttar til að veita þjónustu sé neytt, vísa til prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi lækna, hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, tannlækna og dýralækna sem gefin hafa verið út af aðildarríkjunum áður en þessar tilskipanir tóku gildi.

Þessi ákvæði gera þess vegna ekki sérstaklega ráð fyrir prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi þegar um er að ræða nám sem uppfyllir

( 1 ) Stjtíð. EB nr. C 121, 23. 5. 1981, bls. 3.
( 2 ) Stjtíð. EB nr. C 172, 13. 7. 1981, bls. 114.
( 3 ) Stjtíð. EB nr. C 185, 27. 7. 1981, bls. 7.
( 4 ) Stjtíð. EB nr. L 167, 30. 6. 1975, bls. 1.
( 5 ) Stjtíð. EB nr. L 176, 15. 7. 1977, bls. 1.
( 6 ) Stjtíð. EB nr. L 233, 24. 8. 1978, bls. 1.
( 7 ) Stjtíð. EB nr. L 362, 23. 12. 1978, bls. 1.

ekki þær lágmarksnámskröfur sem kveðið er á um í tilskipunum 75/363/EBE ( 8 ), 77/453/EBE ( 9 ), 78/687/EBE ( 10 ) og 78/1027/EBE ( 11 )og semlaukeftir að þessar tilskipanir tóku gildi en hófst áður en þær tóku gildi.

Ráðlegt er að bæta úr þessum annmarka.

SAMÞYKKT TILSKIPUN ÞESSA:


1. gr.

1. og 2. mgr. 9. gr. tilskipunar 75/362/EBE, 4. gr. tilskipunar 77/452/EBE, 1. og 2. mgr. 7. gr. tilskipunar 78/686/EBE og 4. gr. tilskipunar 78/1026/EBE gilda einnig um prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi þegar um er að ræða nám sem uppfyllir ekki þær lágmarksnámskröfur sem kveðið er á um í 1., 2., 3., 4. og 5. gr. tilskipunar 75/363/EBE, 1 gr. tilskipunar 77/453/EBE, 1., 2. og 3. gr. tilskipunar 78/687/EBE og 1. gr. tilskipunar 78/1027/EBE og sem lauk eftir að þessar tilskipanir tóku gildi en hófst áður en þær tóku gildi.

( 8 ) Stjtíð. EB nr. L 167, 30. 6. 1975, bls. 14.
( 9 ) Stjtíð. EB nr. L 176, 15. 7. 1977, bls. 8.
( 10 ) Stjtíð. EB nr. L 233, 24. 8. 1978, bls. 10.
( 11 ) Stjtíð. EB nr. L 362, 23. 12. 1978, bls. 7..


2. gr.

Aðildarríkjunum ber að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að fara að tilskipun þessari ekki síðar en 30. júní 1982 og tilkynna það framkvæmdastjórninni þegar í stað.


3. gr.

Tilskipun þessari er beint til aðildarríkjanna.


Gjört í Brussel 14. desember 1981.

Fyrir hönd ráðsins,

G. HOWE

forseti.


Fylgiskjal 2:
Hjúkrunarfræðingar
1. 377L0452: Tilskipun ráðsins 77/4521EBE frá 27. júní 1977 um gagnkvæma viðurkenn-ingu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hafi hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, að meðtöldum ráðstöfunum er auðvelda að staðfesturéttar og réttar til að veita þjónustu sé neytt (Stjtíð. EB nr. L 176, 15.7.1977, bls. l), eins og henni var breytt með:
- 179H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum - aðild Lýðveldisins Grikklands að Evrópubandalögunum (Stjtíð. EB nr. L 291,19.11.1979, bls. 91);
- 185I: Lögum um aðildarskilmála og aðlöguð að sáttmálunum - aðild Konungríkisins Spánar og Lýðveldisins Portúgals að Evrópubandalögunum (stjtíð. EB nr. L 302, 15.11.1985, bls.160);
- 389L0594: Tilskipun ráðsins 89/594/EBE frá 30. október 1989 (Stjtið. EB nr. L 341, 23.11.1989, bls.19); (Sjá 1. tölulið í fylgiskjali 1).
- 389L0595: Tilskipun ráðsins 89/595/EBE frá 30. október 1989 (Stjtíð EB nr. L 341, 23.11.1989, bls. 30);
- 390L0658: Tilskipun ráðsins 90/658/EBE frá 4. desember 1990 (Stjtíð. EB nr. L 353, 17.12.1990, bls. 73).

Sviss er vent undanþága frá ákvæðum tilskipunar 77/452/EBE, eins og þau eru aðlöguð í þessum samningi, og skal stands við skuldbindingarnar sem þar eru settar fram í síðasta lagi 1. janúar 1997 í stað 1. janúar 1993.


TILSKIPUN RÁÐSINS

frá 27. júní 1977

um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, að meðtöldum ráðstöfunum er auðvelda að staðfesturéttar og réttar til að veita þjónustu sé neytt

(77/452/EBE)


RÁÐ EVRÓPUBANDALAGANNA HEFUR,

með hliðsjón af stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu, einkum 49., 57., 66. og 235 gr.,

með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar,

með hliðsjón af áliti Evrópuþingsins ( 1 ),

með hliðsjón af áliti efnahags- og félagsmálanefndar-innar ( 2 ),

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

Samkvæmt sáttmálanum er ekki leyfilegt að loknu aðlögunartímabilinu að mismuna fólki á grundvelli ríkisfangs hvað varðar staðfesturétt og þjónustustarfsemi. Slíkt jafn-ræði hvað varðar ríkisfang nær einkum til veitingar hvers kyns starfsleyfa sem krafist er þegar stunda á störf hjúkrunarfræðings í almennri hjúkrun og til skráningar eða þátttöku í stéttarsamtökum eða félögum.

( 1 ) Stjtíð. EB nr. C 65, 5. 6. 1970, bls. 12.
( 2 ) Stjtíð. EB nr. C 108, 26. 8. 1970, bls. 23.

Engu að síður virðist æskilegt að setja sérstök ákvæði til að auðvelda að staðfesturéttarins og réttarins til að veita þjónustu sé neytt á sviði almennrar hjúkrunar.

Samkvæmt sáttmálanum mega aðildarríkin ekki veita neina þá aðstoð sem raskað gæti skilyrðum fyrir staðfestu.

Í 1. mgr. 57. gr. sáttmálans er kveðið á um að tilskipanir skuli gefnar út um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi.

Jafnhliða gagnkvæmri viðurkenningu á prófskírteinum virðist ráðlegt að gera ráðstafanir til samræmingar á skilyrðum fyrir starfsþjálfun hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun. Slík samræming er efni tilskipunar 77/453/EBE ( 3 ).

Samkvæmt lögum nokkurra aðildarríkja er rétturinn til að hefja og stunda starfsemi hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun háður því að hlutaðeigandi einstaklingur hafi lokið

( 3 ) Stjtíð. EB nr. L 176, 15. 7. 1977,

prófi í hjúkrunarfræðum. Í ákveðnum aðildarríkjum öðrum þar sem þessi krafa er ekki fyrir hendi er engu að síður kveðið á um það í lögum hverjir hafa rétt til þess að bera starfsheiti hjúkrunarfræðings í almennri hjúkrun. Þar eð tilskipun um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum felur ekki endilega í sér að nám sem er undanfari þessara prófskírteina sé jafngilt, ætti eingöngu að leyfa notkun starfsheitis sem byggir á slíku námi á máli upprunaríkisins eða þess ríkis sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá.

Til þess að auðvelda innlendum yfirvöldum beitingu þessarar tilskipunar geta aðildarríkin sett fyrirmæli um að sá einstaklingur sem uppfyllir skilyrði þessarar tilskipunar um nám leggi fram, til viðbótar formlegum vottorðum um nám, vottorð frá lögbærum yfirvöldum upprunalands síns eða landsins sem hann kemur frá þar sem staðfest er að vottorð um nám sé í samræmi við það sem um getur í tilskipuninni.

Hvað varðar kröfur um óflekkað mannorð og góðan orðstír skal gera greinarmun á þeim kröfum sem gerðar eru þegar starf er fyrst hafið í starfsgreininni og þeim sem fullnægja þarf til að leggja stund á hana.

Að því er varðar þjónustustarfsemi, myndi krafan um skráningu í eða aðild að stéttarsamtökum eða -félögum, þar sem hún tengist stöðugri og fastri ástundun starfs í gistiríkinu, án efa verða þjónustuaðilanum fjötur um fót vegna þess að starf hans er í eðli sínu tímabundið. Af þeim sökum ætti að leggja þessa kröfu niður. Engu að síður ber að tryggja eftirlit með starfsaga sem er gert á ábyrgð þessara stéttarsamtaka eða -félaga. Í þessu skyni ætti að setja ákvæði, með fyrirvara um beitingu 62. gr. sáttmálans, um að hægt sé að krefjast þess að viðkomandi aðili tilkynni þjónustustarfsemi sína til lögbærra yfirvalda gistiríkisins.

Að því er varðar starfsemi hjúkrunarfræðinga sem eru launþegar, eru í reglugerð ráðsins (EBE) nr. 1612/68 frá 15. október 1968 um frelsi launþega til flutninga innan bandalagsins ( 1 ) ekki sett sérstök ákvæði er varða óflekkað mannorð eða góðan orðstír, starfsaga eða notkun þeirra starfsheita

( 1 ) Stjtíð. EB nr. L 257, 19. 10. 1968, bls. 2.

sem um ræðir. Slíkum reglum er beitt eða má beita, eftir því hvert aðildarríkið er, bæði gagnvart launþegum og sjálfstætt starfandi einstaklingum. Starfsemi hjúkrunarfræðinga er í allmörgum aðildarríkjum háð skilyrðum um prófskírteini, vottorð eða annan vitnisburð umformlega menntun og hæfi. Slík starfsemi er stunduð bæði af launþegum og sjálfstætt starfandi einstaklingum eða af sömu aðilum á hvorum tveggja vettvanginum einhvern tíma á starfsævinni. Þar af leiðandi virðist nauðsynlegt að láta þessa tilskipun ná til hjúkrunarfræðinga sem eru launþegar, svo unnt sé að stuðla að því að fólk í þessari starfsgrein hafi ótakmarkað frelsi til flutninga.

SAMÞYKKT TILSKIPUN ÞESSA:

I. KAFLI

GILDISSVIÐ


1. gr.

1. Tilskipun þessi gildir um starfsemi hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun.

2. Að því er þessa tilskipun varðar, merkir "starfsemi hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun" þá starfsemi sem er stunduð af einstaklingum sem bera eftirfarandi starfsheiti:

í Þýskalandi:

"Krankenschwester", "Krankenpfleger";

í Belgíu:

"hospitalier(` ere)/verpleegassistent(e)", "infirmier(` ere) hospitalier( ` ere)/ziekenhuisverpleger (verpleegster)";

í Danmörku:

"sygeplejerske";

í Frakklandi:

"infirmier(` ere)";

á Írlandi:

"Registered General Nurse";.

á Ítalíu:

"infermiere professionale";

í Lúxemborg:

"infirmier";

í Hollandi:

"verpleegkundige";

í Breska konungsríkinu:

England, Wales og NorðurÍrland:

"State Registered Nurse";

Skotland:

"Registered General Nurse".


II. KAFLI

PRÓFSKÍRTEINI, VOTTORÐ OG ANNAR VITNISBURÐUR UM FORMLEGA MENNTUN OG HÆFI HJÚKRUNARFRÆÐINGA Í ALMENNRI HJÚKRUN

2. gr.


Sérhverju aðildarríki ber að viðurkenna prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem aðildarríki veita ríkisborgurum annarra aðildarríkja, í samræmi við 1. gr. tilskipunar 77/453/EBE og sem skráð eru í 3. gr., með því að láta hið sama gilda um slíka menntun og hæfi á yfirráðasvæði sínu að því er varðar réttinn til að hefja og stunda starfsemi hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun og þá sem aðildarríkið sjálft veitir.


3. gr.

Prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi sem um getur til í 2. gr. eru sem hér segir:

a) í Þýskalandi:

— vottorð sem veitt eru af lögbærum yfirvöldum að loknu prófinu "staatliche Prüfung in der Krankenpflege" (hjúkrunarpróf ríkisins),

— vottorð frá lögbærum yfirvöldum í Sambandslýðveldinu Þýskalandi til staðfestingar á því að prófskírteini sem veitt eru eftir 8. maí 1945 af lögbærum yfirvöldum í Þýska alþýðulýðveldinu séu viðurkennd til jafns við þau sem skráð eru í fyrsta undirlið;

b) í Belgíu:

— vottorðið "hospitalier(` ere)/ verpleegassistent(e)" sem veitt er af ríkinu eða skólum sem eru reknir eða viðurkenndir af ríkinu,

— vottorðið "infirmier(` ere) hospitalier(` ere)/ziekenhuisverpleger (-verpleegster)" sem veitt er af ríkinu eða skólum sem eru reknir eða viðurkenndir af ríkinu,

— prófskírteinið, "infirmier(` ere) gradué(e) hospitalier(` ere)/gegradueerd ziekenhuisverpleger (-verpleegster)" sem veitt er af ríkinu eða skólum á sviði læknisfræði sem eru reknir eða viðurkenndir af ríkinu;

c) í Danmörku:

— prófskírteinið "sygeplejerske" sem er veitt af hjúkrunarskólum sem "Sundhedsstyrelsen" (Heilbrigðisstofnun ríkisins) viðurkennir;

d) í Frakklandi:

— prófskírteini ríkisins um "infirmier(` ere)" sem veitt er af heilbrigðisráðuneytinu; e) á Írlandi:

— vottorðið "Registered General Nurse" sem veitt er af "An Bord Altranais" (hjúkrunarfræðingaráðið);

f) á Ítalíu:

— "diploma di abilitazione professionale per infermiere professionale" sem veitt er af skólum sem eru viðurkenndir af ríkinu;

g) í Lúxemborg:

— prófskírteini ríkisins "infirmier",

— prófskírteini ríkisins "infirmier hospitalier gradue",

sem veitt eru af heilbrigðisráðuneytinu samkvæmt meðmælum prófanefndar;

h) í Hollandi:

— prófskírteinin "verpleger A", "verpleegster A" og "verpleegkundige A",

— prófskírteinið "verpleegkundige MBOV (Middelbare Beroepsopleiding Verpleegkundige)" (minnapróf í hjúkrunarfræðum),

— prófskírteinið "verpleegkundige HBOV (Hogere Beroepsopleiding Verpleegkundige)" (meirapróf í hjúkrunarfræðum),

sem veitt eru af einni af prófanefndunum sem opinber yfirvöld tilnefna;

i) í Breska konungsríkinu:

— vottorð um skráningu í almenna félagaskrá sem í Englandi og Wales er veitt af almenna hjúkrunarráðinu (General Nursing Council) í. Englandi og Wales, í Skotlandi af almenna hjúkrunarráðinu (General Nursing Council) í Skotlandi og á Norður-Írlandi af norður-írska ráðinu sem annast málefni hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra.


III. KAFLI

NÚVERANDI AÐSTÆÐUR

4. gr.


Þegar prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi ríkisborgara aðildarríkja fullnægja ekki öllum lágmarksnámskröfum um nám sem settar eru í 1. gr. tilskipunar 77/453/EBE, skulu aðildarríki viðurkenna sem fullnægjandi sönnun prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun sem veitt eru af þessum aðildarríkjum áður en tilskipun 77/453/EBE kemur til framkvæmda, ef vottorð fylgir með staðfestingu á að hlutaðeigandi ríkisborgarar hafi stundað starf hjúkrunarfræðings á löglegan og viðhlítandi hátt í þrjú ár hið minnsta á fimm ára tímabili fyrir útgáfu vottorðsins.

Starfið verður að hafa falið í sér fulla ábyrgð á tilhögun, skipulagningu og framkvæmd við hjúkrun sjúklinga.


IV. KAFLI

NOTKUN NÁMSTITILS
5. gr.

1. Með fyrirvara um 13. gr., skulu gistiríki tryggja að ríkisborgarar aðildarríkja sem fullnægja skilyrðum sem sett eru í 2. og 4. gr. eigi rétt á að nota löggilda námstitla sína, þegar þeir eru ekki samhljóða starfsheitinu, eða, eftir því sem við á, skammstöfun á þeim sem er notuð í upprunaríki þeirra eða aðildarríkinu sem þeir koma frá, á máli eða málum þess ríkis. Gistiríki geta krafist þess að titlinum fylgi upplýsingar um heiti og staðsetningu stofnunarinnar eða prófanefndarinnar sem veitti hann.

2. Ef líkur eru á að námstitlinum, sem er notaður í upprunaríkinu eða aðildarríkinu sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá, verði ruglað saman við titil í gistiríkinu sem krefst, í því ríki, viðbótarnáms sem hlutaðeigandi einstaklingur hefur ekki hlotið, getur gistiríkið krafist þess að við komandi noti titil sem tíðkast í upprunaríkinu eða aðildarríkinu sem hann kemur frá, í einhverri þeirri útgáfu sem talin er við hæfi í gistiríkinu.


V. KAFLI

ÁKVÆÐI ER AUÐVELDA AÐ STAÐFESTURÉTTAR OG RÉTTAR TIL AÐ VEITA ÞJÓNUSTU SÉ NEYTT HVAÐ VARÐAR STÖRF HJÚKRUNARFRÆÐINGA Í ALMENNRI HJÚKRUN

A. Sérákvæði um staðfesturétt

6. gr.


1. Fari gistiríki fram á það við eigin ríkisborgara, sem æskja þess að leggja í fyrsta sinn fyrir sig einhverja þá starfsemi sem um getur í 1. gr., að þeir leggi fram meðmæli eða sönnun þess að þeir hafi óflekkað mannorð, þá ber því ríki, þegar í hlut eiga ríkisborgarar annarra aðildarríkja, að taka sem gildan vitnisburð vottorð sem gefið er út af lögbæru yfirvaldi í upprunalandi hins erlenda ríkisborgara eða í landi því sem hann kemur frá er sýnir að skilyrðum fyrir að hefja þá starfsemi sem um ræðir sé fullnægt hvað óflekkað mannorð og góðan orðstír varðar.

2. Fari upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá ekki fram á það við þá aðila sem æskja þess að hefja í fyrsta sinn þá starfsemi sem um ræðir að þeir leggi fram meðmæli eða sönnun þess að þeir hafi óflekkað mannorð, getur gistiríkið farið fram á, þegar í hlut eiga ríkisborgarar upprunaríkisins eða aðildarríkisins sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá, að fá "sakavottorð" eða að öðrum kosti jafngilt skjal sem gefið er út af lögbærum yfirvöldum í upprunalandi hins erlenda ríkisborgara eða í aðildarríkinu sem hann kemur frá.

3. Búi gistiríkið yfir nákvæmri vitneskju um atvik alvarlegs eðlis sem hefur hent utan yfirráðasvæðis þess og séu líkur á að atvikið hafi áhrif á að umrædd starfsemi verði hafin á yfirráðasvæði þess, getur það látið upprunaríkið eða aðildarríki sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá vita.

Upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá skal sannprófa gildi upplýsinganna að svo miklu leyti sem þær geta haft áhrif á að starfsemi sú sem hér um ræðir verði hafin í því aðildarríki. Yfirvöld í því ríki skulu taka ákvörðun um eðli og umfang þeirrar rannsóknar sem þau gera og skulu tilkynna gistiríkinu til hvaða aðgerða verður gripið í kjölfarið að því er varðar vottorðin. eða skjölin sem þau hafa gefið út. Aðildarríkin skulu ábyrgjast að farið sé með upplýsingarnar sem veittar eru sem trúnaðarmál.


7. gr.

1. Komi fram í ákvæðum sem sett eru með lögum og stjórnsýslufyrirmælum í gistiríki kröfur um óflekkað mannorð eða góðan orðstír, að meðtöldum ákvæðum er tengjast iðkun þeirrar starfsemi sem um getur í 1. gr. og varða viðurlög við alvarlegu misferli í starfi eða refsilagabroti, skal upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá senda gistiríkinu allar nauðsynlegar upplýsingar er varða ráðstafanir eða viðurlög sem félög eða stjórnvöld grípa til gagnvart hlutaðeigandi einstaklingi eða hegningu sem hann hlýtur vegna brota í starfi í upprunaríkinu eða aðildarríkinu sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá.

2. Búi gistiríkið yfir nákvæmri vitneskju um atvik alvarlegs eðlis sem hefur hent utan yfirráðasvæðis þess og séu líkur á að atvikið hafi áhrif á að umrædd starfsemi verði hafin á yfirráðasvæði þess, getur það látið upprunaríkið eða aðildarríki sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá vita.

Upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá skal sannprófa gildi upplýsinganna að svo miklu leyti sem þær geta haft áhrif á að starfsemi sú sem hér um ræðir verði stunduð í því aðildarríki. Yfirvöld í því ríki skulu taka ákvörðun um eðli og umfang þeirrar rannsóknar sem þau gera og skulu tilkynna gistiríkinu til hvaða aðgerða verður gripið í kjölfarið að því er varðar upplýsingarnar sem þau hafa sent í samræmi við l. mgr..

3. Aðildarríkin skulu ábyrgjast að farið sé með upplýsingarnar sem veittar eru sem trúnaðarmál


8. gr.

Ef gistiríki krefst þess af eigin ríkisborgurum sem æskja þess að hefja eða stunda einhverja þá starfsemi sem um getur í l. gr. að þeir leggi fram vottorð um líkamlegt og andlegt heilbrigði skal það ríki taka sem fullgilda sönnun framvísun á skjalinu sem krafist er í upprunaríkinu eða aðildarríkinu sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá. Ef upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá gerir engar slíkar kröfur til þeirra sem æskja þess að hefja eða stunda störf í umræddri starfsgrein ber gistiríkinu að taka við vottorði frá slíkum ríkisborgara sem lögbært yfirvald í því ríki hefur gefið út og er sambærilegt við vottorð sem gistiríkið gefur út.


9. gr.

Ekki má leggja fram skjöl sem gefin eru út í samræmi við 6., 7. og 8. gr. þegar meira en þrír mánuðir hafa liðið frá útgáfudegi þeirra.


10. gr.

1. Málsmeðferð þegar hlutaðeigandi einstaklingi er veitt leyfi til að hefja þá starfsemi sem um getur í 1. gr., samkvæmt 6., 7. og 8. gr., verður að vera lokið eins skjótt og kostur er og eigi síðar en þremur mánuðum eftir að öll skjöl er varða þennan einstakling hafa verið lögð fram, án þess að hnekkt sé fresti sem hlotist getur vegna málskots sem komið getur til að málsmeðferð lokinni.

2. Í þeim tilvikum sem umgetur í 3. mgr. 6. gr. og 2. mgr. 7. gr., leiðir krafa umendurskoðun til þess að fresturinn sem kveðið er á um í 1. mgr. fellur úr gildi.

Aðildarríkið sem ráðgast er við skal gefa svar innan þriggja mánaða.

Að svari fengnu eða við lok tímabilsins skal gistiríkið halda áfram málsmeðferðinni sem um getur í 1. mgr.

B. Sérákvæði um þjónustustarfsemi

11. gr.

1. Fari aðildarríki fram á það við sína eigin ríkisborgara, sem æskja þess að hefja eða stunda einhverja þá starfsemi sem um getur í 1. gr., að þeir hafi annaðhvort starfsleyfi frá eða séu félagar í eða skráðir hjá stéttarsamtökum eða -félagi skal það aðildarríki veita ríkisborgurum annarra aðildarríkja undanþágu frá þeirri kröfu að því er varðar þjónustustarfsemi.

Hlutaðeigandi einstaklingur skal veita þjónustu með sömu réttindum og skyldum og ríkisborgarar gistiríkisins. Hann skal einkum hlíta starfsreglum sem eru settar af fagfélögum. eða stjórnvöldum og gilda í því aðildarríki.

Samþykki gistiríki ráðstöfun samkvæmt annarri undirgrein eða öðlist vitneskju um atvik sem brjóta í bága við þessi ákvæði skal það þegar í stað tilkynnast aðildarríkinu þar sem hlutaðeigandi einstaklingur hefur staðfestu.

2. Gistiríkið getur krafist þess að hlutaðeigandi einstaklingur gefi lögbærum yfirvöldum yfirlýsingu fyrirfram um þjónustuna sem á að veita þegar hún felur í sér tímabundna dvöl á yfirráðasvæði þess.

Í bráðatilvikum má gefa yfirlýsinguna eins skjótt og auðið er eftir að þjónustan hefur verið látin í té.

3. Samkvæmt 1. og 2. mgr. getur gistiríkið krafist þess að hlutaðeigandi einstaklingur leggi frameitt eða fleiri skjöl sem hafa að geyma eftirfarandi upplýsingar:

— yfirlýsinguna sem um getur í 2. mgr.,

— vottorð þar sem fram kemur að hlutaðeigandi einstaklingur hafi löggild réttindi til að stunda þá starfsemi sem um ræðir í aðildarríkinu þar sem hann hefur staðfestu,

— vottorð um að hlutaðeigandi einstaklingur hafi eitt eða fleiri prófskírteini, vottorð eða annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem krafist er til að fá að veita þá þjónustu sem um getur í þessari tilskipun.

4. Ekki má framvísa skjalinu eða skjölunum sem eru tilgreind í 3. mgr. þegar meira en tólf mánuðir hafa liðið frá útgáfudegi þeirra.

5. Svipti aðildarríki tímabundið eða varanlega, að hluta eða að öllu leyti, einn af ríkisborgurum sínum eða ríkisborgara annars aðildarríkis sem hefur staðfestu á yfirráðasvæði þess réttinum til að stunda einhverja þá starfsemi sem um getur í 1. gr., skal það, eftir því sem við á, tryggja tímabundna eða varanlega afturköllun vottorðsins sem um getur í öðrum undirlið 3. mgr.


12. gr.

Ef krafist er skráningar hjá opinberri almannatryggingastofnun í gistiríki til að hægt sé að gera upp reikninga við tryggingastofnanir er varða þjónustu til handa einstaklingum sem njóta almannatrygginga, skal það aðildarríki veita ríkisborgurum aðildarríkja sem hafa staðfestu í öðru aðildarríki undanþágu frá þessari kröfu í þeim tilvikum sem þjónustustarfsemin hefur í för með sér ferðalög hlutaðeigandi einstaklings. Engu að síður ber hlutaðeigandi einstaklingum að veita stofnuninni upplýsingar fyrirfram, eða eftir á í bráðatilvikum, um þá þjónustu sem látin er í té.

C. Ákvæði sem eiga bæði við staðfesturétt og rétt til að veita þjónustu

13. gr.

Þegar notkun starfsheitis er lögvernduð í gistiríki, að því er varðar einhverja þá starfsemi sem umgetur í 1. gr. skulu ríkisborgarar annarra aðildarríkja sem uppfylla skilyrðin sem sett eru í 2. og 4. gr. nota starfsheiti gistiríkisins sem í því ríki samsvarar þeim hæfisskilyrðum og skulu jafnframt nota skammstöfun heitisins.


14. gr.

Fari gistiríki fram á það við sína eigin ríkisborgara, sem æskja þess að hefja eða stunda þá starfsemi sem umgetur í 1. gr., að þeir sverji eið eða gefi drengskaparheit og sé eiðurinn eða heitið þess eðlis að ríkisborgarar annarra aðildarríkja geti ekki nýtt það skal aðildarríkið tryggja að viðeigandi og jafngilt form til eiðtökunnar sé í boði fyrir hlutaðeigandi einstakling.


15. gr.

1. Aðildarríkin skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gera hlutaðeigandi einstaklingum kleift að afla upplýsinga um heilbrigðis og almannatryggingalög og, eftir því sem við á, siðareglur starfsgreinarinnar í gistiríkinu. Í þessu skyni skulu aðildarríkin koma á fót upplýsingamiðstöðvum þar sem hlutaðeigandi aðilar geta aflað nauðsynlegra upplýsinga. Aðildarríkin geta krafist þess að þeir hafi samband við þessar miðstöðvar þegar um er að ræða staðfestu.

2. Aðildarríkin geta komið þeim miðstöðvum sem um getur í 1. mgr. á fót undir verndarvæng lögbærra yfirvalda og stofnana sem þau tilnefna fyrir lok frestsins sem settur er í 1. mgr. 19. gr.

3. Aðildarríkin skulu tryggja, eftir því sem við á, að viðkomandi einstaklingar afli sér, bæði í eigin þágu og vegna sjúklinga sinna, þeirrar málakunnáttu sem með þarf til að leggja stund á starfsgrein þeirra í gistiríkinu..15. 7. 77 Stjórnartíðindi EB Nr. L 176/7


VI. KAFLI

LOKAÁKVÆÐI

16. gr.


Ef réttmætur efi er fyrir hendi getur gistiríkið krafist þess að lögbær yfirvöld í öðru aðildarríki staðfesti áreiðanleika prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi sem veitt hafa verið í síðarnefnda aðildarríkinu og sem um getur í II. og III. kafla og staðfesti jafnframt að hlutaðeigandi einstaklingur uppfylli þau skilyrði um menntun sem sett eru í tilskipun 77/453/EBE.


17. gr.

Aðildarríkin skulu, innan tímamarkanna sem sett eru í 1. mgr. 19. gr., tilnefna þau yfirvöld og stofnanir sem hafa umboð til að gefa út eða veita viðtöku prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi, sem og skjölum þeim og upplýsingum sem um getur í þessari tilskipun, og skulu tilkynna það hinum aðildarríkjunum og framkvæmdastjórninni þegar í stað.


18. gr.

Tilskipun þessi skal einnig gilda um ríkisborgara aðildarríkja sem í samræmi við reglugerð (EBE) nr. 1612/68 stunda eða munu stunda þá starfsemi sem um getur í 1. gr. sem launþegar.


19. gr.

1. Aðildarríkjunum ber að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að fara að tilskipun þessari innan tveggja ára frá birtingu hennar og tilkynna það framkvæmdastjórninni þegar í stað.

2. Aðildarríkin skulu sjá til þess að framkvæmdastjórninni berist helstu ákvæði úr landslögum sem samþykkt verða um málefni sem tilskipun þessi nær til.


20. gr.

Verði vart verulegra vandkvæða á tilteknum sviðum við beitingu þessarar tilskipunar í aðildarríki ber framkvæmdastjórninni að kanna þessi vandkvæði í samráði við það ríki og krefjast álits nefndar háttsettra opinberra embættismanna um almannaheilbrigði sem skipuð var með ákvörðun 75/365/EBE ( 1 ), eins og henni var síðast breytt með ákvörðun 77/455/EBE ( 2 ).

Framkvæmdastjórninni ber að leggja viðeigandi tillögur fyrir ráðið gerist þess þörf.


21. gr.

Tilskipun þessari er beint til aðildarríkjanna.


Gjört í Lúxemborg 27. júní 1977.

Fyrir hönd ráðsins,

J. SILKIN

forseti.


( 1 ) Stjtíð. EB nr. L 167, 30. 6. 1975, bls. 19.
( 2 ) Stjtíð. EB nr. L 176, 15. 7. 1977, bls. 13.

377L0452: Tilskipun ráðsins 77/452/EBE frá 27. júní 1977 (Stjtíð. EB nr. L 176,15.7.1977, bls. l), eins og benni var breytt með:

- 179H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum - aðild Lýðveldisins Grikklands að Evrópubandalögunum (Stjtíð. EB nr. L 291,19.11.1979, bls. 91).
a) Eftirfarandi bætist við í lok 2. mgr. 1. gr.:

"í Grikklandi :
b) Eliirfarandi bætist við í lok 3. gr.:

"j) í Grikklandi



- 1851: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum - aðild Konungsríkisins Spánar og Lýðveldisins Portúgals að Evrópubandalögunum (Stjtíð. EB nr. L 302, 15.11.1985, bls.160).

a) Eftirfarandi bxtast við 2. rngr. I. gr.:
"á Spáni:
"Enfermcro/a cliplomado/a;"
Í portúgal:
""Enfermeiro"

b) Eftirfarancli breytist við 3. gr.:
"k) á Spáni:
"Título de Diplomado universitario en Enfermería" (háskólaprófskírteini í hjúkrunarfræði) veitt af ráðuneyti mennta- og vísindamála
1) í Portúgal
"Diploma do curso de enfermagem geral" (prófskírteini í almennri hjúkrun) veitt af mennta-stofnunum sem eru viðurkenndar af ríkinu og skráðar hjá lögbærum yfirvöldum."


TILSKIPUN RÁÐSINS

frá 10. október 1989

umbreytingu á tilskipun 77/452/EBE umgagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, að meðtöldum ráðstöfunum er auðvelda að staðfesturéttar og réttar til að veita þjónustu sé neytt, og um breytingu á tilskipun 77/453/EBE um samræmingu á ákvæðum er varða starfsemi hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun og sett eru með lögum og stjórnsýslufyrirmælum

(89/595/EBE)


RÁÐ EVRÓPUBANDALAGANNA HEFUR,

með hliðsjón af stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu, einkum 49. gr., l. mgr. og fyrsta og þriðja málslið í 2. mgr. 57. gr. og 66. gr.,

með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar ( 1 ),

með hliðsjón af áliti Evrópuþingsins ( 2 ),

með hliðsjón af áliti efnahags- og félagsmálanefndarinnar ( 3 ),

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

Í annarri undirgrein 3. mgr. 1. gr. tilskipunar 77/453/EBE ( 4 ) er sú regla sett fram, án þess þó að ákveðið hundraðshlutfall sé tilgreint, að bóklega og verklega námið verði að vera í jafnvægi við og taka mið af klínískri þjálfun. Í 4. mgr. 1. gr. segir að við afgreiðslu á tillögu framkvæmdastjórnarinnar skuli ráðið ákveða hvort þessum ákvæðum skuli haldið eða þeim breytt.

Í ljósi þessarar endurskoðunar og ekki síst vegna þess að auknar kröfur eru gerðar til menntunar hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, er rétt að breyta 4. mgr. 1. gr. tilskipunar 77/453/EBE á þann hátt að fastsetja þann tíma sem bóklega kennslan varir við að minnsta kosti þriðjung og klínisku kennsluna við að minnsta kosti helming af lágmarksnámstíma sem um getur í b-lið 2. mgr. 1. gr. Þetta hlutfall gerir það að verkum að skilgreina verður bóklega og klíníska kennslu á nákvæmari hátt.

Enn fremur er nauðsynlegt með sama hætti og þegar um er að ræða svipuð ákvæði í öðrum tilskipunum sem tengjast heilbrigðisstéttum að tilgreina að skráin yfir námsgreinar í viðaukanum við tilskipun 77/453/EBE sé ekki tæmandi og

að nota beri hugtökin "bókleg kennsla" og "klínísk kennsla" á sama hátt í tilskipun 77/453/EBE og í fyrirsögnum viðauk-

( 1 ) Stjtíð. EB nr. C 20, 26. 1. 1988, bls. 10 og Stjtíð. EB nr. C 322, 15. 12.
1988, bls. 22.
( 2 ) Stjtíð. EB nr. C 235, 12. 9. 1988, bls. 68 og Stjtíð. EB nr. C 256, 9. 10.
1989.
( 3 ) Stjtíð. EB nr. C 134, 24. 5. 1988, bls. 27.
( 4 ) Stjtíð. EB nr. L 176, 15. 7. 1977, bls. 8.

ans. Einnig er nauðsynlegt að samræma orðalag tiltekinna ákvæða í tilskipun 77/452/EBE ( 5 ), eins og henni var síðast breytt með tilskipun 89/594/EBE ( 6 ), og orðalag svipaðra ákvæða í tilskipun ráðsins 75/362/EBE frá 16. júní 1975 um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi í læknisfræði, að meðtöldum ráðstöfunum er auðvelda að staðfesturéttar og réttar til að veita þjónustu sé neytt ( 7 ), eins og henni var síðast breytt með tilskipun 89/594/EBE.

SAMÞYKKT TILSKIPUN ÞESSA:


1. gr.

Tilskipun 77/452/EBE er breytt svo sem hér segir:

1. í stað 3. mgr. 6. gr. komi:

"3. Búi gistiríkið yfir nákvæmum upplýsingum um atvik alvarlegs eðlis sem hefur hent utan yfirráðasvæðis þess, áður en hlutaðeigandi einstaklingur öðlaðist staðfestu í því ríki, og séu líkur á að atvikið sem um ræðir hafi áhrif á að umrædd starfsemi verði hafin á yfirráðasvæði þess, getur það látið upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá vita.

Upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá skal sannprófa gildi upplýsinganna. Yfirvöld í því ríki skulu taka ákvörðun um eðli og umfang þeirrar rannsóknar sem þau gera og skulu tilkynna gistiríkinu til hvaða aðgerða verður gripið í kjölfarið að því er varðar vottorðin eða skjölin sem þau hafa gefið út.

Aðildarríkin skulu ábyrgjast að farið sé með upplýsingarnar sem veittar eru sem trúnaðar-mál.";

2. í stað 2. mgr. 7. gr. komi:

( 5 ) Stjtíð. EB nr. L 176, 15. 7. 1977, bls. 1.
( 6 ) Stjtíð. EB nr. L 341, 23. 11. 1989, bls. 19.
( 7 ) Stjtíð. EB nr. L 167, 30. 6. 1975, bls. 1.

"2. Búi gistiríkið yfir nákvæmri vitneskju um atvik alvarlegs eðlis sem hefur hent utan yfirráðasvæðis þess, áður en hlutaðeigandi einstaklingur öðlaðist staðfestu í því ríki, og séu líkur á að atvikið sem um ræðir hafi áhrif á iðkun þeirrar starfsemi sem hér um ræðir á yfirráðasvæði þess, getur það látið upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá vita.

Upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá skal sannprófa gildi upplýsinganna. Yfirvöld í því ríki skulu taka ákvörðun um eðli og umfang þeirrar rannsóknar sem þau gera og skulu tilkynna gistiríkinu til hvaða aðgerða verður gripið að því er varðar upplýsingarnar sem þau hafa sent í samræmi við 1. mgr.";

3. eftirfarandi grein bætist við:

"10a. gr.

Fari gistiríki framá það við eigin ríkisborgara, sem æskja þess að hefja eða stunda einhverja þá starfsemi sem um getur í 1. gr., að þeir sverji eið eða gefi drengskaparheit og sé eiðurinn eða heitið þess eðlis að ríkisborgarar annarra aðildarríkja geti ekki nýtt það skal aðildarríkið tryggja að viðeigandi og jafngilt form til eiðtökunnar sé í boði fyrir hlutaðeigandi einstakling.";

4. eftirfarandi bætist við á eftir annarri undirgrein l. mgr.

11. gr.:

"Aðildarríkin geta, að því er þetta varðar og til viðbótar yfirlýsingunni sem um getur í 2. mgr. varðandi þjónustustarfsemi, til að heimila framkvæmd á ákvæðunum um starfsreglur sem í gildi eru á yfirráðsvæði þeirra krafist sjálfvirkrar tímabundinnar eða pro forma skráningar hjá stéttarsamtökum eða -félögum eða að öðrum kosti í félagaskrá, að því tilskildu að þessi skráning eða félagsaðild tefji ekki eða trufli á nokkurn hátt þjónustustarfsemina eða leggi aukna kostnaðarbyrði á þann einstakling sem þjónustuna veitir."

5. 14. grein falli niður:


2. gr.

Tilskipun 77/453/EBE er breytt svo sem hér segir:

1. í stað b-liðar 2. mgr., 3. og 4. mgr. 1. gr. komi:

"2. b) fullt tiltekið starfsnám sem verður að taka til greinanna í námsáætluninni sem skráð er í viðauka þessarar tilskipunar og verður að vera þriggja ára nám eða 4 600 klukkustunda nám með bóklegri og klínískri kennslu.

3. Aðildarríkjunum ber að tryggja að sú stofnun sem stendur fyrir menntun hjúkrunarfræðinga sé ábyrg fyrir samhæfingu bóklegrar og klínískrar kennslu meðan á náminu stendur.

a) "Bóklega kennslu" skal skilgreina á eftirfarandi hátt:

sá hluti hjúkrunarnáms þar sem hjúkrunarnemar tileinka sér þekkingu, skilning og fagmennsku eftir því sem nauðsynlegt telst til að skipuleggja, veita og meta alla þætti hjúkrunar. Þessi fræðsla er veitt í hjúkrunarskólum og öðru kennsluumhverfi sem valið er af kennslustofnuninni og látin í té af hjúkrunarkennurum og öðrum þar til bærum aðilum.

b) "Klíníska kennslu" skal skilgreina á eftirfarandi hátt:

sá hluti hjúkrunarnáms þar sem hjúkrunarnemar, í hópvinnu og óbeinni snertingu við heilbrigðan eða sjúkan einstakling og/eða samfélagshóp, læra að skipuleggja, veita og meta á grundvelli þekkingar sinnar og færni alla þætti þeirrar hjúkrunar sem þörf er á. Auk þess að venjast hópvinnu lærir hjúkrunarneminn að skipuleggja alla þætti hjúkrunar sem hópstjóri, að meðtalinni heilsufræðslu fyrir einstaklinga og litla hópa á heilsugæslustöðvum eða í samfélaginu.

Fræðslan fer fram á sjúkrahúsum og öðrum heilsugæslustöðvum og innan samfélagsins á ábyrgð hjúkrunarmenntaðra kennara og í samvinnu við og með aðstoð annarra hjúkrunarfræðinga. Annað menntað starfslið getur átt þátt í þessu kennsluferli.

Hjúkrunarnemar skulu taka þátt í starfsemi deildanna sem um ræðir, að svo miklu leyti sem slíkt stuðlar að námi þeirra, til þess að þeir læri að axla þá ábyrgð sem fylgir hjúkrunarstarfinu.

4. Bóklega kennslan sem um getur í A-hluta viðaukans verður að vera í jafnvægi við og taka mið af klínísku kennslunni sem um getur í B-hluta viðaukans á þann hátt að hægt sé að afla þeirrar þekkingar og reynslu sem talin er upp í l. mgr. þessarar greinar á viðunandi hátt. Sá tími sem bóklega kennslan varir skal vera að minnsta kosti þriðjungur og klíníska kennslan að minnsta kosti helmingur lágmarkstíma náms sem um getur í b-lið 2. mgr."

2. viðaukanum er breytt svo sem hér segir:

a) í stað upphafsmálsliðarins komi:

"Nám sem er undanfari að prófskírteini, vottorði eða öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun skal fela í sér tvo eftirtalda hluta og að minnsta kosti þær greinar sem taldar eru upp. Kennsla í einni eða fleiri greinum getur verið hluti af eða í tengslum við annað nám.".

b) fyrirsögnum A- og B-hluta er breytt svo sem hér

segir:

— í spænsku útgáfunni komi "A. Enseñanza teórica" í staðinn fyrir "A. Enseñanza teórica y técnica" og "B. Enseñanza clínica" í staðinn fyrir "B. Enseñanzas de enfermería clínica",

— í dönsku útgáfunni komi "A. Teoretisk undervisning" í staðinn fyrir "A. Teoretisk og teknisk undervisning",

— í þýsku útgáfunni komi "A. Theoretischer Unterricht" í staðinn fyrir "A. Theoretischer und technischer Unterritcht" og "B. Klinische Unterweisung" í staðinn fyrir "B. Klinisch-praktische Krankenpflege-Ausbildung",

— í grísku útgáfunni komi í staðinn fyrir og í staðinn fyrir

— í ensku útgáfunni komi "A. Theoretical instruction" í staðinn fyrir "A. Theoretical and technical instruction",

— í frönsku útgáfunni komi "A. Enseignement théorique" í staðinn fyrir "A. Enseignement théorique et technique" og "B. Enseignement clinique" í staðinn fyrir "B. Enseignement infirmier clinique",

— í ítölsku útgáfunni komi "A.Insegnamento teorico" í staðinn fyrir "A.Insegnamento teorico e tecnico" og "B. Insegnamento clinico" í staðinn fyrir "B. Insegnamento infermieristico clinico",

— í hollensku útgáfunni komi "A. Theoretisch onderwijs" í staðinn fyrir "A. Theoretisch en technisch onderwijs",

— í portúgölsku útgáfunni komi "A. Ensino teórico" í staðinn fyrir "A. Ensino teórico e técnico" og "B. Ensino clínico" í staðinn fyrir "B. Ensino clínico da enfermagem",


3. gr.

Ef námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun hafa hafist fyrir 13. október 1991 samkvæmt fyrra kerfi í samræmi við l. gr. tilskipunar 77/453/EBE má ljúka þeim í samræmi við það kerfi.


4. gr.

Aðildarríkjunum ber að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að fara að tilskipun þessari eigi síðar en 13. október 1991 og tilkynna það framkvæmdastjórninni þegar í stað.


5. gr.

Tilskipun þessari er beint til aðildarríkjanna.


Gjört í Lúxemborg 10. október 1989.

Fyrir hönd ráðsins,

F. DOUBIN

forseti.


Ákvæði tilskipunarinnar skulu, að því er þennan samning varðar, aðlöguð sem hér segir:
a) Eftirfarandi bætist við 2. mgr. 1. gr.:
"í Austurríki:
"Diplomierte Krankenschwester/Diplomierter Krankenpfleger` ;
í Finnlandi:
"sairaanhoitaja/sjukskötare - terveydenhoitaja/ hälsovårdare";
á Íslandi:
"hjúkrunarfræðingur";
í Liechtenstein:
"Krankenschwester - Krankenpfleger";
í Noregi:
"offentlig godkjent sykepleier` ;
í Svíþjóð:
"sjuksköterska";
í Sviss:
"Krankenschwester - Krankenpfleger/intirmiére - infirmier/infermiera - inferm-iere".`

b) Eftirfarandi bætist við 3. gr.:
"m) í Austurríki:
"Diplom in der allgemeinen Krankenpflege" (prófskírteini í almennri hjúkrun) sem gefið er út af hjúkrunarskólum sem eru viðurkenndir af stjórnvöldum;
n) í Finnlandi:
prófskírteini "sairaanhoitaja/sjukskötare" eða "terveydenhoitaja/hälsovårdare" sem hjúkrunarskóli veitir;
o) á Íslandi:
próf í hjúkrunarfræðum frá Háskóla Íslands;
p) í Liechtenstein:
prófskírteini, vottorð og önnur starfsréttindi sem vent eru í öðru ríki sem þessi tilskipun tekur til og tilgreind í þessari grein;
q) í Noregi:
"bevis for bestått sykepleiereksamen" (prófskírteini í almennri hjúkrun) sem hjúkr-unarskóli veitir;
r) í Svíþjóð:
prófskírteini "sjuksköterska" (háskólavottorð í almennri hjúkrun) sem hjúkrunarskóli veitir;

s) í Sviss:
"diplomierte Krankenschwester fûr allgemeine Krankenpl7ege - diplomierter Kran-kenpfleger fûr allgemeine Krankenpflege/infirmiére diplômée en spins généraux -infirmier diplômé en soins généraux/infermiera diplomata in cure generali - in-fermiere diplomato in cure generali" (prófskírteini í almennri hjúkrun) sem lögbært yfirvald veitir."

2. 377L0452; Tilskipun ráðsins 77/453/EBE frá 27. júní 1977 um samræmingu á ákvæðum er að ræða starfsemi hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun og sett eru með lögum og stjórnsýslufyrirmælum (Stjtíð. EB nr. L 176, 15.7.1977, bls. 8), eins og benni var breytt með:

- 389L0595: Tilskipun ráðsins 89/595/EBE frá 30. október 1989 (Stjtíð. EB nr. L 341, 23.11.1989, bls. 30). (Sjá 1. tölulið í fylgiskjali 1).

Sviss er veitt undanþága frá ákvæðum tilskipunar 77/453/EBE, eins og þau eru aðlöguð í þessum samningi, og skal standa við skuldbindingarnar sem þar eru settar fram í síðasta lagi 1. janúar 1997 í stað 1. janúar 1993.


TILSKIPUN RÁÐSINS

frá 27. júní 1977


umsamræmingu á ákvæðum er varða starfsemi hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun og sett eru með lögum og stjórnsýslufyrirmælum

(77/453/EBE)

RÁÐ EVRÓPUBANDALAGANNA HEFUR,

með hliðsjón af stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu, einkum 49., 57., 66. og 235. gr.,

með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar,

með hliðsjón af áliti Evrópuþingsins ( 1 ),

með hliðsjón af áliti efnahags- og félagsmálanefndarinnar ( 2 ),

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

Með það í huga að komið verði á gagnkvæmri viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, sem mælt er fyrir um með tilskipun 77/452/EBE ( 3 ), gerir samhæfing námskeiða í aðildarríkjunum kleift að samræmingin á þessu sviði verði einskorðuð við að virða lágmarkskröfur sem gefur aðildarríkjunum frjálsar hendur með skipulagningu kennslu.

Samræming skilyrða sem mælt er fyrir um í þessari tilskipun kemur ekki í veg fyrir síðari samræmingu af neinu tagi.

Samræmingin sem mælt er fyrir um í þessari tilskipun nær til menntunar hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun. Að því er námið varðar, gera flest aðildarríkin á þessari stundu ekki greinarmun á hjúkrunarfræðingum sem starfa sem launþegar og þeim sem eru sjálfstætt starfandi. Af þessum sökum og með það að markmiði að stuðla að frjálsum flutningum sérmenntaðs fólks innan bandalagsins, að svo miklu leyti sem unnt er, virðist nauðsynlegt að víkka gildissvið þessarar tilskipunar þannig að hún nái til hjúkrunarfræðinga sem starfa sem launþegar.

( 1 ) Stjtíð. EB nr. C 65, 5. 6. 1970, bls. 12.
( 2 ) Stjtíð. EB nr. C 108, 26. 8. 1970, bls. 23.
( 3 ) Stjtíð. EB nr. L 176, 15. 7. 1977, bls. 1.

SAMÞYKKT TILSKIPUN ÞESSA:


1. gr.

1. Aðildarríkin skulu sjá til þess að prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, eins og tilgreint er í 3. gr. tilskipunar 77/452/EBE, séu eingöngu veitt að loknu prófi sem tryggir að á námstímabilinu hafi hlutaðeigandi einstaklingur öðlast:

a) fullnægjandi þekkingu á þeim vísindagreinum sem almenn hjúkrun byggist á, að meðtalinni þekkingu á líkamsbyggingu, lífeðlisfræðilegri starfsemi og hegðun heilbrigðra og sjúkra einstaklinga og tengslunum milli heilsufars fólks, aðbúnaðar og félagslegs umhverfis þess;

b) fullnægjandi þekkingu á eðli og siðfræði starfsgreinarinnar og meginreglum um heilbrigði og hjúkrun;

c) fullnægjandi klíníska starfsreynslu; velja ber slíka starfsreynslu með hliðsjón af þeirri menntun sem hún veitir, og hún á að vera undir handleiðslu menntaðra hjúkrunarfræðinga við aðstæður þar sem fjöldi hæfs starfsfólks og búnaður er nægilegur til umönnunar sjúklinganna;

d) hæfni til að taka þátt í starfsþjálfun heilbrigðisstétta og reynslu í að starfa með slíku starfsfólki;

e) reynslu í að vinna með aðilum annarra starfsstétta innan heilbrigðiskerfisins.

2. Námið sem um getur í 1. mgr. skal fela í sér hið minnsta:

a) tíu ára almenna skólagöngu sem staðfest er með prófskírteini, vottorði eða öðrum formlegum vitnisburði um menntun og hæfi og veitt er af lögbærum yfirvöldum eða stofnunum aðildarríkis, eða jafngilt vottorð um hæfi til að fá inngöngu í hjúkrunarskóla;.

b) fullt tiltekið starfsnám sem verður að taka til greinanna í námsskránni sem skráð er í viðauka þessarar tilskipunar og vera þriggja ára nám eða 4 600 klukkustunda bóklegt og verklegt nám.

3. Aðildarríkjunum ber að tryggja að sú stofnun sem sér um menntun hjúkrunarfræðinga sé ábyrg fyrir samræmingu bóklegra og verklegra þátta alls námsins.

Bóklega og verklega námið sem um ræðir í A-hluta viðauk-ans verður að vera í jafnvægi við og taka mið af klínískri þjálfun hjúkrunarfræðinga sem umræðir í B-hluta sama viðauka til þess að hægt sé að öðlast þá þekkingu og reynslu sem talin er upp í l. mgr. á viðhlítandi hátt.

Kennsla í klínískum greinum hjúkrunarfræða verður að fara fram undir eftirliti á deildum sjúkrahúsa eða á öðrum heilbrigðisstofnunum, að meðtalinni heimahjúkrun, og vera viðurkennd af lögbærum yfirvöldum eða stofnunum. Meðan á námi stendur skulu hjúkrunarnemar taka þátt í starfsemi þessara deilda svo framarlega sem starfsemin stuðlar að menntun þeirra. Þeim skal gerð grein fyrir þeirri ábyrgð sem starfinu fylgir.

4. Eigi síðar en fimm árum eftir birtingu þessarar tilskipunar og í ljósi fenginnar reynslu, skal ráðið, að fenginni tillögu frá framkvæmdastjórninni, ákveða hvort ákvæði 3. mgr. um jafnvægi milli bóklegs og verklegs náms hjúkrunarfræðinga annars vegar og klínískrar þjálfunar hjúkrunarfræðinga hins vegar skuli gilda áfram eða taka breytingum.

5. Aðildarríkin geta veitt þeim einstaklingum undanþágu að hluta sem hafa að einhverju leyti lokið því námi sem um getur í b-lið 2. mgr. með annars konar námi sem er að minnsta kosti jafngilt að gæðum.


2. gr.

Þrátt fyrir ákvæði 1. gr. geta aðildarríki heimilað hlutanám með skilyrðum sem eru samþykkt af lögbærum innlendum yfirvöldum.

Samanlagður tími í hlutanámi má ekki vera styttri en fullt nám. Ekki má slaka á kröfum um gæði námsins í hlutanáminu.


3. gr.

Tilskipun þessi skal einnig gilda um ríkisborgara aðildarríkja sem í samræmi við reglugerð (EBE) nr. 1612/68 ( 1 ) frá 15. október 1968 um frelsi launþega til flutninga innan bandalagsins stunda eða munu stunda sem launþegar þá starfsemi sem um getur í 1. gr. tilskipunar 77/452/EBE.


4. gr.

1. Aðildarríkjunum ber að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að fara að tilskipun þessari innan tveggja ára frá birtingu hennar og tilkynna það framkvæmdastjórninni þegar í stað.

2. Aðildarríkin skulu sjá til þess að framkvæmdastjórninni berist helstu ákvæði úr landslögum sem samþykkt verða um málefni sem tilskipun þessi nær til.


5. gr.

Verði vart verulegra vandkvæða á tilteknum sviðum við beitingu þessarar tilskipunar í aðildarríki ber framkvæmdastjórninni að kanna þessi vandkvæði í samráði við það ríki og krefjast álits nefndar háttsettra opinberra embættismanna um almannaheilbrigði sem skipuð var með ákvörðun 75/365/EBE ( 2 ), eins og henni var síðast breytt með ákvörðun 77/455/EBE ( 3 ).

Framkvæmdastjórninni ber að leggja viðeigandi tillögur fyrir ráðið gerist þess þörf.


6. gr.

Tilskipun þessari er beint til aðildarríkjanna.


Gjört í Lúxemborg 27. júní 1977.

Fyrir hönd ráðsins,

J. SILKIN

forseti.


( 1 ) Stjtíð. EB nr. L 257, 19. 10. 1968, bls. 2.
( 2 ) Stjtíð. EB nr. L 167, 30. 6. 1975, bls. 19.
( 3 ) Stjtíð. EB nr. L 176, 15. 7. 1977, bls. 13..

VIÐAUKI

NÁMSSKRÁ FYRIR HJÚKRUNARFRÆÐINGA Í ALMENNRI HJÚKRUN

Nám sem veitir prófskírteini, vottorð og annan formlegan vitnisburð um menntun og hæfi hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun skal vera í

tveimur hlutum sem hér segir:

A. Bókleg og verkleg kennsla:

a) hjúkrun:
eðli og siðfræði starfsgreinarinnar,
meginreglur um heilbrigði og hjúkrun,
reglur um hjúkrun í tengslum við:
— almenna læknisfræði og sérgreinar læknisfræðinnar,
— almennar skurðlækningar og sérgreinar skurðlækninga,
— ungbarnaeftirlit og barnalækningar,
— mæðraeftirlit,
— geðheilsu og geðlæknisfræði,
— umönnun aldraðra og öldrunarlækningar;
b) undirstöðugreinar:
líffærafræði og lífeðlisfræði,
meinafræði,
gerlafræði, veirufræði og sníklafræði,
lífeðlisfræði, lífefnafræði og geislalæknisfræði
næringarfræði,
heilsufræði:
— forvarnarlæknisfræði,
— heilsufræðsla,
lyfjafræði;
c) félagsvísindi:
félagsfræði,
sálfræði,
undirstöðuatriði í stjórnunarfræði,
undirstöðuatriði í kennslufræði,
löggjöf um heilbrigðis- og félagsmál,
lagalegar hliðar hjúkrunar.

B. Klínísk kennsla:
Hjúkrun í tengslum við:
— almenna læknisfræði og sérgreinar læknisfræðinnar,
— almennar skurðlækningar og sérgreinar skurðlækninga,
— ungbarnaeftirlit og barnalækningar,
— mæðraeftirlit,
— geðheilsu og geðlæknisfræði,
— umönnun aldraðra og öldrunarlækningar,
— heimahjúkrun.

3. 381L1057: Tilskipun ráðsins frá 14. desember 1981 til viðbótar tilskipunum 75/362/EBE, 77/452/EBE, 78/686/EBE, og 78/1026/EBE um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi lækna, hjúkrunarfræðinga í almenniri hjúkrun, tannlækna og dýralækna með tilliti til áunninna réttinda (sjá fylgiskjal 1).

(sjá 1. tölulið í fylgiskjali 1).


Tannlæknar
1. 378L0686: Tilskipun ráðsins 78/6861EBE 1i'á 25. júlí 1978 um gagnkvæma viðurkenn-ingu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi tannlækna, að meðtöldum ráðstöfunum er auðvelda að staðfesturéttar og réttar til að veils þjónustu sé neytt (Stjtíð. EB nr. L 233, 24.8.1978, bls. 1), eins og henni var breytt með:
- 179H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum - aðild Lýðveldisins Grikklands að Evrópubandalögunum (Stjtíð. EB ar. L 291,19.11.1979, bls. 91);
- 1851: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum - aðild Konungsríkisins Spánar og Lýðveldisins Portúgals að Evrópubandalögunum (Stjtíð. EB nr. L 302, 15.11.1985, bls.160);
- 389L0594: Tilskipun ráðsins 89/594/EBE frá 30. október 1989 (Stjtíð. EB nr. L 341, 23.11.1989, bls.19). (Sjá 1. tölulið í fylgiskjali 1).
- 390L0658: Tilskipun ráðsins 90/658/EBE frá 4. desember 1990 (Stjtíð. EB nr. L 353, 17.12.1990, bls. 73). (Sjá 1. tölulið i fylgiskjali 1).

Sviss er vein undanþága frá ákvæðum tilskipunar 78/686/EBE, eins og þau eru aðlöguð í þessum samningi, og skal stands við skuldbindingarnar sem þar eru settar fram í síðasta lagi 1. janúar 1997 í stað 1. janúar 1993.


TILSKIPUN RÁÐSINS

frá 25. júlí 1978


um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi tannlækna, að meðtöldum ráðstöfunum er auðvelda að staðfesturéttar og réttar til að veita þjónustu sé neytt

(78/686/EBE)

RÁÐ EVRÓPUBANDALAGANNA HEFUR,

með hliðsjón af stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu, einkum 49., 57., 66. og 235. gr.,

með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar,

með hliðsjón af áliti Evrópuþingsins ( 1 ),

með hliðsjón af áliti efnahags- og félagsmálanefndarinnar ( 2 ),

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

Samkvæmt sáttmálanum er ekki leyfilegt að loknu aðlögunartímabilinu að mismuna fólki á grundvelli ríkisfangs hvað varðar staðfesturéttinn og réttinn til að stunda þjónustustarfsemi.

Slíkt jafnræði hvað varðar ríkisfang nær einkum til veitingar hvers kyns starfsleyfa sem krafist er ef hefja á starfsemi á sviði tannlækninga og til skráningar eða þátttöku í stéttarsamtökum eða -félögum.

Engu að síður virðist æskilegt að setja sérstök ákvæði til að auðvelda að staðfesturéttarins og réttarins til að veita þjónustu á sviði tannlækninga sé neytt.

Samkvæmt sáttmálanum mega aðildarríkin ekki veita neina þá aðstoð sem raskað gæti skilyrðum fyrir staðfestu.

( 1 ) Stjtíð. EB nr. C 101, 4. 8. 1970, bls. 19.
( 2 ) Stjtíð. EB nr. C 36, 28. 3. 1970, bls. 17.

Í 1. mgr. 57. gr. sáttmálans er kveðið á um það að tilskipanir skuli gefnar út um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi. Markmiðið með þessari tilskipun er að viðurkenna prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi tannlækna og heimila þannig að starfsemi á sviði tannlækninga verði hafin og stunduð og prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi sérfræðinga á sviði tannlækninga viðurkennd.

Að því er varðar sérnám á sviði tannlækninga ætti að koma á gagnkvæmri viðurkenningu á menntun og hæfi þar sem slík menntun og hæfi eru, enda þótt þau séu ekki sett sem skilyrði fyrir því að hefja starfsemi sem sérfræðingur í tannlækningum, engu að síður skilyrði fyrir því að nota sérfræðiheiti.

Vegna þess hve fjöldi greina í tannlækningum er nú mismikill í aðildarríkjunum og hve mismunandi eðli og umfang náms á þessu sviði er, ætti að setja sérstök samræmingarákvæði sem gera aðildarríkjunum kleift að hefja gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi. Slíkri samræmingu hefur verið komið á með tilskipun ráðsins 78/687/EBE frá 25. júlí 1978 um samræmingu á ákvæðum er varða starfsemi tannlækna og sett eru með lögum og stjórnsýslufyrirmælum ( 3 ).

( 3 ) Stjtíð. EB L 233, 24. 8. 1978, bls. 10..

Enda þótt með samræmingu þeirri er að framan getur hafi ekki verið ætlað að samræma öll ákvæði aðildarríkjanna um nám sérfræðinga á sviði tannlækninga, er engu að síður við hæfi að stefna áfram að gagnkvæmri viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi sérfræðinga á sviði tannlækninga sem ekki eru eins í öllum aðildarríkjunum, án þess þó að frekari samræming á þessu sviði sé útilokuð. Í þessu sambandi var talið að viðurkenning á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi sérfræðinga á sviði tannlækninga yrði að einskorðast við þau aðildarríki þar sem sérfræðigreinin væri þekkt.

Þar eð tilskipun um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum felur ekki endilega í sér að námið sem að baki þeim liggur sé jafngilt, ætti eingöngu að leyfa notkun námstitla sem byggja á slíku námi á máli upprunaríkisins eða þess aðildarríkis sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá.

Til þess að auðvelda innlendum yfirvöldum beitingu þessarar tilskipunar geta aðildarríkin sett fyrirmæli um að þeir sem uppfylla skilyrði um nám sem þessi yfirvöld setja framvísi, til viðbótar formlegum vottorðum um nám, vottorði frá lögbærum yfirvöldum upprunaríkis hans eða aðildarríkisins sem þeir koma frá þar sem staðfest er að þessi námsvottorð séu í samræmi við það sem um getur í tilskipuninni.

Að því er varðar þjónustustarfsemi myndi krafan um skráningu í eða aðild að stéttarsamtökum eða -félögum, sem tengist fastri og varanlegri ástundun starfs í gistiríkinu, án efa verða þjónustuaðilanum fjötur um fót vegna þess að starf hans er í eðli sínu tímabundið. Af þeim sökum ætti að leggja þessa kröfu niður. Engu að síður ber að tryggja eftirlit með starfsaga sem er á ábyrgð þessara stéttarsamtaka eða -félaga. Í þessu skyni ætti að setja ákvæði, með fyrirvara um beitingu 62. gr. sáttmálans, um að hægt sé að krefjast þess að viðkomandi aðili tilkynni þjónustustarfsemi sína til lögbærra yfirvalda gistiríkisins.

Hvað varðar kröfur um óflekkað mannorð og góðan orðstír skal gera greinarmun á þeim kröfum sem gerðar eru þegar starf er fyrst hafið í starfsgreininni og þeim sem fullnægja þarf til að leggja stund á hana.

Að því er varðar starfsemi tannlækna sem eru launþegar, eru í reglugerð ráðsins (EBE) nr. 1612/68 frá 15. október 1968 um frelsi launþega til flutninga innan bandalagsins ( 1 ) ekki sett sérstök ákvæði er varða óflekkað mannorð eða

( 1 ) Stjtíð. EB nr. L 257, 19. 10. 1968, bls. 2.

góðan orðstír, starfsaga eða notkun þeirra starfsheita sem um ræðir. Slíkum reglum er beitt eða má beita, eftir því hvert aðildarríkið er, bæði gagnvart launþegum og sjálfstætt starfandi einstaklingum. Starfsemi á sviði tannlækninga er eða verður í öllum aðildarríkjum háð skilyrðum um prófskírteini, vottorð eða annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi. Slík starfsemi er stunduð bæði af launþegum og sjálfstætt starfandi einstaklingum eða af sömu aðilum á hvorutveggja vettvanginum einhvern tíma á starfsævinni. Þar af leiðandi virðist nauðsynlegt, svo að unnt sé að stuðla að ótakmörkuðu frelsi fólks í þessari starfsgrein til flutninga innan bandalagsins, að láta þessa tilskipun ná til launþega á sviði tannlækninga.

Skipulagi hefur enn ekki verið komið á tannlækningar á Ítalíu. Af þeim sökum er nauðsynlegt að veita Ítalíu lengri frest til að viðurkenna prófskírteini tannlækna sem veitt eru af öðrum aðildarríkjum.

Enn fremur hefur þetta það í för með sér að handhafar prófskírteinis lækna sem veitt hefur verið á Ítalíu geta ekki fengið útgefið vottorð sem fullnægir skilyrðum 19. gr. þessarar tilskipunar.

Því er nauðsynlegt við þessar aðstæður að skjóta annars vegar á frest þeirri skuldbindingu Ítalíu að viðurkenna prófskírteini sem veitt eru af öðrum aðildarríkjum og hins vegar skuldbindingum aðildarríkjanna að viðurkenna prófskírteini sem veitt eru af Ítalíu eins og um getur í 19. gr.

SAMÞYKKT TILSKIPUN ÞESSA:


I. KAFLI

GILDISSVIÐ

1. gr.


Tilskipun þessi nær til starfsemi tannlækna, eins og hún er skilgreind í 5. gr. tilskipunar 78/687/EBE, sem er stunduð undir eftirtöldum starfsheitum:

— í Þýskalandi:

Zahnarzt,.

— í Belgíu:

licencié en science dentaire/licentiaat in de tandheelkunde,

— í Danmörku:

tandlæge,

— í Frakklandi:

chirurgiendentiste,

— á Írlandi:

dentist, dental practitioner eða dental surgeon,

— á Ítalíu:

Ítalía tilkynnir hinum aðildarríkjunum og framkvæmdastjórninni um heiti prófskírteinis innan þeirra tímamarka sem sett eru í 1. mgr. 24. gr.,

— í Lúxemborg:

médecin-dentiste,

— í Hollandi:

tandarts,

— í Breska konungsríkinu:

dentist, dental practitioner eða dental surgeon.


II. KAFLI

PRÓFSKÍRTEINI, VOTTORÐ OG ANNAR VITNISBURÐUR UM FORMLEGA MENNTUN OG HÆFI Í TANNLÆKNINGUM

2. gr.

Sérhverju aðildarríki ber að viðurkenna prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi í tannlækningum sem aðildarríki veita ríkisborgurum annarra aðildarríkja í samræmi við 1. gr. tilskipunar 78/687/EBE og eru skráð í 3. gr., með því að láta hið sama gilda um slíka menntun og hæfi að því er varðar réttinn til að hefja og stunda starfsemi á sviði tannlækninga og þá sem aðildarríkið sjálft veitir.


3. gr.

Prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi sem um getur í 2. gr. eru sem hér segir:

a) í Þýskalandi

1. "Zeugnis über die zahnärztliche Staatsprüfung" (prófvottorð ríkisins í tannlækningum) sem veitt er af lögbærum yfirvöldum;

2. vottorð frá lögbærum yfirvöldum í Sambandslýðveldinu Þýskalandi til staðfestingar á því að prófskírteini sem veitt voru eftir 8. maí 1945 af lögbærum yfirvöldum í Þýska alþýðulýðveldinu séu jafngild því sem tilgreint er í 1. lið hér að ofan;

b) í Belgíu

"diplôme légal de licencié en science dentaire/wettelijk diploma van licentiaat in de tandheelkunde" (hið opinbera prófskírteini um lokapróf í tannlæknavísindum), sem veitt er af læknadeildum háskóla eða aðalnefnd eða ríkisnefnd prófdómara á háskólastigi;

c) í Danmörku

"bevis for tandlægeeksamen (kandidateksamen)" (opinbert prófskírteini sem vottar að handhafi þess hafi lokið prófi í tannlækningum), gefið út af tannlæknaskólum ásamt skjali sem gefið er út af "Sundhedsstyrelsen" (Heilbrigðisstofnun ríkisins) sem vottar að hann hafi starfað sem aðstoðarmaður í þann tíma sem krafist er;

d) í Frakklandi

1. "diplôme d'État de chirurgien-dentiste" (prófskírteini ríkisins í tannskurðlækningum) sem var veitt fram til 1973 af læknadeildum háskóla eða læknaog lyfjadeildum háskóla;

2. "diplôme d'État de docteur en chirurgie dentaire" (prófskírteini ríkisins í tannskurðlækningum) sem veitt er af háskólum;

e) á Írlandi

prófgráðurnar:

— Bachelor in Dental Science (B.Dent.Sc.),

— Bachelor of Dental Surgery (BDS), eða

— Licentiate in Dental Surgery (LDS),

sem eru veittar af háskólum eða hinum konunglega skurðlæknaskóla á Írlandi;

f) á Ítalíu

Ítalía tilkynnir hinum aðildarríkjunum og framkvæmdastjórninni um heiti prófskírteinis innan þeirra tímamarka sem sett eru í 1. mgr. 24. gr.;

g) í Lúxemborg

"diplôme d'État de docteur en médecine dentaire" (prófskírteini ríkisins í tannlækningum) sem er gefið út af prófdómaranefnd ríkisins;

h) í Hollandi

"universitair getuigschrift van een met goed gevolg afgelegd tandartsexamen" (vottorð háskóla sem vottar að viðkomandi hafi staðist próf í tannskurðlækningum);.

i) í Breska konungsríkinu

prófgráðurnar:

— Bachelor of Dental Surgery (BDS eða B.Ch.D), eða

— Licentiate in Dental Surgery (LDS),

sem gefnar eru út af háskólum eða konunglegum háskólum.


III. KAFLI

PRÓFSKÍRTEINI, VOTTORÐ OG ANNAR VITNISBURÐUR UM FORMLEGA MENNTUNOGHÆFIÍ SÉRGREINUMTANNLÆKNINGA SEMERU SAMEIGINLEGAR TVEIMUR EÐA FLEIRUM AÐILDARRÍKJUM

4. gr.


Sérhverju aðildarríki, með ákvæði í lögum eða stjórnsýslufyrirmælum á þessu sviði ber að viðurkenna prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi tannlækna sem sérhæfa sig í tannréttingum og tannskurðlækningum, sem önnur aðildarríki veita ríkisborgurum aðildarríkjanna í samræmi við 2. og 3. gr. tilskipunar 78/687/EBE og eru skráð í 5. gr., með því að láta hið sama gilda um slíka menntun og hæfi á yfirráðasvæði sínu að því er varðar réttinn til að hefja og stunda starfsemi á sviði tannlækninga og þá sem aðildarríkið sjálft veitir.


5. gr.

Prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi sem um getur í 4. gr. eru sem hér segir:

1. Tannréttingar

í Þýskalandi

"fachzahnärztliche Anerkennung f ür Kieferorthopädie " (vottorð tannréttis) sem gefið er út af "Landeszahnärztekammern" (tannlæknaráði "Länder"),

í Danmörku

"bevis for tilladelse til at betegne sig som special-tandlæge i ortodonti" (vottorð sem veitir rétt til að nota starfsheitið sérfræðingur í tannréttingum) sem gefið er út af "Sundhedsstyrelsen" (Heilbrigðisstofnun ríkisins),

í Frakklandi

"le titre de spécialiste en orthodontie" (starfsheitið sérfræðingur í tannréttingum) sem gefið er út af yfirvaldi sem telst lögbært í þessu skyni,

á Írlandi

vottorð sérfræðings í tannréttingum, sem gefið er út af yfirvaldi sem telst lögbært í þessu skyni,

í Hollandi

"getuigschrift van erkenning en inschrijving als orthodontist in het specialistenregister" (vottorð sem sýnir að viðkomandi er opinberlega viðurkenndur og að hann hefur verið skráður í félagatal sérfræðinga sem tannréttir) sem gefið er út af "Specialisten-registratiecommissie (SRC)" (skráningarnefnd sérfræðinga),

í Breska konungsríkinu

vottorð er staðfestir að viðkomandi hafi lokið sérnámi tannrétta, sem gefið er út af yfirvaldi sem telst lögbært í þessum efnum.

2. Tannskurðlækningar

í Þýskalandi

"fachzahnärztliche Anerkennung f ür Oralchirurgie/ Mundchirurgie" (vottorð um tannskurðlækningar) sem gefið er út af "Landeszahnärztekemmern" (tannlæknaráð "Länder"),

í Danmörku

"bevis for tilladelse til at betegne sig som specialtandlæge i hospitalsodontologi" (vottorð til staðfestingar á réttinum til að mega nota starfsheitið sérfræðingur í tannlækningum á sjúkrahúsum) sem gefið er út af "sundhedsstyrelsen" (Heilbrigðisstofnun ríkisins),

á Írlandi

vottorð sérfræðings í tannskurðlækningum, sem gefið er út af yfirvaldi sem þar til bær ráðherra viðurkennir í þessu skyni,

í Hollandi

"getuigschrift van erkenning en inschrijving als kaakchirurg in het Specialistenregister" (vottorð sem sýnir að viðkomandi er opinberlega viðurkenndur og að hann hafi verið skráður í félagatal sérfræðinga sem tannskurðlæknir) sem gefið er út af "Specialistenregistratiecommissie (SRC)" (skráningarnefnd sérfræðinga),

í Breska konungsríkinu vottorð til staðfestingar á að viðkomandi hafi lokið sérnámi tannskurðlækna, en það er gefið út af yfirvaldi sem telst lögbært í þessu skyni.


6. gr.

1. Gistiríkið getur farið framá það við ríkisborgara aðildarríkjanna sem æskja þess að öðlast prófskírteini, vottorð.24. 8. 78 Stjórnartíðindi EB Nr. L 233/5 eða annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi sérfræðings í tannlækningum sem er ekki veittur í upprunaríkinu eða aðildarríkinu sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá, að þeir fullnægi þeim námsskilyrðum sem sett eru um sérnámið í lögum þess og stjórnsýslufyrirmælum.

2. Gistiríkið skal hins vegar, í heild eða að hluta, taka tillit til þeirra námstímabila sem ríkisborgararnir sem getið er í 1. mgr. hafa lokið og hlotið staðfestingu á með prófskírteini, vottorði eða öðrum vitnisburði um formlegt nám sem lögbær yfirvöld upprunaríkisins eða aðildarríkisins sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá hafa veitt, að því tilskildu að námstímabilin samsvari þeim sem krafist er í gistiríkinu vegna umrædds náms.

3. Lögbær yfirvöld eða stofnanir gistiríkis skulu, eftir að hafa sannprófað inntak og lengd sérnáms hlutaðeigandi einstaklings á grundvelli prófskírteina, vottorða eða annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi sem hafa verið lögð fram, tilkynna honum um viðbótarnámstímabil sem krafist er svo og þau svið sem námið skal taka til.


IV. KAFLI

NÚVERANDI AÐSTÆÐUR

7. gr.


1. Þegar prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður um menntun og hæfi ríkisborgara aðildarríkja fullnægja ekki öllum lágmarksnámskröfum um nám sem mælt er fyrir um í 1. gr. tilskipunar 78/687/EBE, skulu aðildarríki viðurkenna sem fullnægjandi sönnun prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi í tannlækningum sem veitt eru af þessum aðildarríkjum áður en tilskipun 78/687/EBE kemur til framkvæmda, ef vottorð fylgir um að hlutaðeigandi ríkisborgarar hafi stundað umrætt starf á löglegan og viðhlítandi hátt í þrjú ár samfellt hið minnsta á fimm ára tímabili fyrir útgáfu vottorðsins.

2. Ef um er að ræða ríkisborgara aðildarríkis sem hafa undir höndum prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem ekki uppfylla lágmarkskröfur þær um sérnám í tannlækningum sem mælt er fyrir um í 2. og 3. gr. tilskipunar 78/687/EBE, skulu aðildarríkin taka sem fullgilda sönnun þau prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi í tannlækningum sem þessi aðildarríki hafa gefið út áður en tilskipun 78/687/EBE kemur til framkvæmda. Þó getur aðildarríki krafist þess að slíku prófskírteini, vottorði og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi fylgi vottorð er lögbær yfirvöld eða stofnanir í upprunaríkinu eða aðildarríkinu sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá gefa út, þar sem fram komi að umsækjandi hafi stundað umrædd sérfræðistörf í helmingi lengri tíma en sem nemur mismuninum á sérnámi í upprunaríkinu eða aðildarríkinu sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá annars vegar og lágmarksnámstíma þeim er um getur í tilskipun 78/687/EBE enda séu þessi tímabil ekki jafnlöng þeim lágmarksnámstíma sem mælt er fyrir um í tilskipun 78/687/EBE.

Ef hins vegar gistiríkið krefst lágmarksnámstímabils sem er styttra en það sem getið er í 2. gr. tilskipunar 78/687/EBE áður en tilskipun þessi kemur til framkvæmda, verður mismunurinn sem um ræðir í fyrstu undirgrein aðeins ákvarðaður með hliðsjón af lágmarksnámstíma sem um ræðir í því ríki.


V. KAFLI

NOTKUN NÁMSTITLA

8. gr.


1. Með fyrirvara um 17. gr., skulu gistiríki tryggja að ríkisborgarar aðildarríkja sem fullnægja skilyrðum sem sett eru í 2., 4., 7. og 19. gr. eigi rétt á að nota löggilda námstitla sína og, eftir atvikum, skammstöfun á þeim sem er notuð í upprunaríki þeirra eða aðildarríkinu sem þeir koma frá, á máli þess ríkis. Gistiríki geta krafist þess að titlinum fylgi upplýsingar um heiti og staðsetningu stofnunarinnar eða prófanefndarinnar sem veitti hann.

2. Ef líkur eru á að námstitlinum, sem er notaður í upprunaríkinu eða aðildarríkinu sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá, verði ruglað saman við titil í gistiríkinu sem krefst, í því ríki, viðbótarmenntunar eða þjálfunar sem hlutaðeigandi einstaklingur hefur ekki hlotið getur gistiríkið krafist þess að viðkomandi noti titil sem tíðkast í upprunaríkinu eða aðildarríkinu sem hann kemur frá í einhverri þeirri útgáfu sem talin er við hæfi í gistiríkinu.


VI. KAFLI

ÁKVÆÐI ER AUÐVELDA AÐ STAÐFESTURÉTTAROGRÉTTARTIL AÐ VEITAÞJÓNUSTU SÉ NEYTT HVAÐ VARÐAR STARFSEMI TANNLÆKNA

A. Sérákvæði um staðfesturétt

9. gr.


1. Fari gistiríki fram á það við eigin ríkisborgara, sem æskja þess að leggja í fyrsta sinn fyrir sig einhverja þá.Nr. L 233/6 Stjórnartíðindi EB 24. 8. 78 starfsemi sem um getur í 1. gr., að þeir leggi fram meðmæli eða sönnun þess að þeir hafi óflekkað mannorð, þá ber því ríki að taka sem gildan vitnisburð, þegar í hlut eiga ríkisborgarar annarra aðildarríkja, vottorð sem gefið er út af lögbæru yfirvaldi í upprunaríki hins erlenda ríkisborgara eða aðildarríkinu sem hann kemur frá er sýnir að skilyrðum fyrir að hefja þá starfsemi sem um ræðir sé fullnægt hvað meðmæli eða óflekkað mannorð varðar.

2. Fari upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá ekki fram á það við þá aðila sem æskja þess að leggja í fyrsta sinn fyrir sig þá starfsemi sem um ræðir að þeir leggi fram meðmæli eða sönnun þess að þeir hafi óflekkað mannorð eða góðan orðstír, getur gistiríkið farið fram á, þegar í hlut eiga ríkisborgarar upprunaríkisins eða aðildarríkisins sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá, að fá "sakavottorð" eða að öðrum kosti jafngilt skjal sem gefið er út af lögbærum yfirvöldum í upprunalandi hins erlenda ríkisborgara eða í aðildarríkinu sem hann kemur frá.

3. Búi gistiríkið yfir nákvæmri vitneskju um atvik alvarlegs eðlis sem hefur hent utan yfirráðasvæðis þess áður en hlutaðeigandi einstaklingur öðlaðist staðfestu í því ríki og séu líkur á að atvikið sem um ræðir hafi áhrif á að starfsemi sú sem hér um ræðir verði hafin á yfirráðasvæði þess, getur það látið upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá vita.

Upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá skal sannprófa gildi upplýsinganna að svo miklu leyti sem þær geta haft áhrif á að starfsemi sú sem hér um ræðir verði hafin í því aðildarríki. Yfirvöld í því ríki skulu taka ákvörðun um eðli og umfang þeirrar rannsóknar sem þau gera og skulu tilkynna gistiríkinu til hvaða aðgerða verður gripið í kjölfarið að því er varðar vottorðin eða skjölin sem þau hafa gefið út.

4. Aðildarríkin skulu ábyrgjast að farið sé með upplýsingarnar sem veittar eru sem trúnaðarmál.


10. gr.

1. Komi fram í ákvæðum laga og stjórnsýslufyrirmæla í gistiríki kröfur um óflekkað mannorð, að meðtöldum ákvæðum er tengjast iðkun þeirrar starfsemi sem um getur í 1. gr. og varða viðurlög við alvarlegu misferli í starfi eða refsilagabroti, skal upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá koma öllum nauðsynlegum upplýsingum á framfæri við gistiríkið er varða ráðstafanir eða viðurlög sem fagfélög eða stjórnvöld grípa til gagnvart hlutaðeigandi einstaklingi eða hegningu sem hann hlýtur vegna brota í starfi í upprunaríkinu eða aðildarríkinu sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá.

2. Búi gistiríkið yfir nákvæmri vitneskju um atvik alvarlegs eðlis sem hefur hent utan yfirráðasvæðis þess áður en hlutaðeigandi einstaklingur öðlaðist staðfestu í því ríki og séu líkur á að það hafi áhrif á iðkun umræddrar starfsemi á yfirráðasvæði þess, getur það látið upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá vita.

Upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá skal sannprófa gildi upplýsinganna að svo miklu leyti sem þær geta haft áhrif á iðkun þeirrar starfsemi sem hér um ræðir í því aðildarríki. Yfirvöld í því ríki skulu taka ákvörðun um eðli og umfang þeirrar rannsóknar sem þau gera og skulu tilkynna gistiríkinu til hvaða aðgerða verður gripið í kjölfarið að því er varðar vottorðin eða skjölin sem þau hafa gefið út.

3. Aðildarríkin skulu ábyrgjast að farið sé með upplýsingarnar sem veittar eru sem trúnaðarmál.


11. gr.

Ef gistiríki krefst þess af eigin ríkisborgurumsem æskja þess að hefja eða stunda störf í lögverndaðri starfsgrein að þeir leggi fram vottorð um líkamlegt og andlegt heilbrigði ber því ríki að taka sem fullgilda sönnun framvísun á skjalinu sem krafist er í upprunaríkinu eða aðildarríkinu sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá.

Ef upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá gerir engar slíkar kröfur til þeirra sem æskja þess að hefja störf í umræddri starfsgrein ber gistiríkinu að taka við vottorði frá slíkum ríkisborgara sem lögbært yfirvald í því ríki hefur gefið út og er sambærilegt við vottorð sem gistiríkið gefur út.


12. gr.

Ekki má leggja fram skjöl sem gefin eru út í samræmi við 9.,10. og 11. gr. þegar meira en þrír mánuðir hafa liðið frá útgáfudegi þeirra.


13. gr.

1. Málsmeðferð þegar hlutaðeigandi einstaklingi er veitt leyfi til að hefja þá starfsemi sem um getur í 1. gr., samkvæmt 9., 10. og 11. gr., verður að vera lokið eins skjótt og kostur er og eigi síðar en þremur mánuðum eftir að öll skjöl er varða þennan einstakling hafa verið lögð fram, án þess að hnekkt sé fresti sem hlotist getur vegna málskots sem komið getur til að málsmeðferð aflokinni.

2. Í þeim tilvikum sem um getur í 3. mgr. 9. gr. og 2. mgr. 10. gr., skal krafa um endurskoðun leiða til þess að fresturinn sem kveðið er á um í 1. mgr. fellur úr gildi. Aðildarríkið sem ráðgast er við skal gefa svar innan þriggja

mánaða.

Að svari fengnu eða við lok tímabilsins skal gistiríkið halda áfram málsmeðferðinni sem um getur í 1. mgr.


14. gr.

Fari gistiríki fram á það við sína eigin ríkisborgara, sem æskja þess að hefja eða stunda þá starfsemi sem umgetur í 1. gr., að þeir sverji eið eða gefi drengskaparheit og sé eiðurinn eða heitið þess eðlis að ríkisborgarar annarra aðildarríkja geti ekki nýtt það skal aðildarríkið tryggja að viðeigandi og jafngilt form til eiðtökunnar sé í boði fyrir hlutaðeigandi einstakling.

B. Sérákvæði um þjónustustarfsemi


15. gr.

1. Fari gistiríki fram á það við sína eigin ríkisborgara, sem æskja þess að hefja eða stunda einhverja þá starfsemi sem um getur í 1. gr., að þeir hafi annaðhvort starfsleyfi frá eða séu félagar í eða skráðir hjá fagfélagi eða -stofnun skal það aðildarríki veita ríkisborgurum annarra aðildarríkja undanþágu frá þeirri kröfu að því er varðar þjónustustarfsemi.

Hlutaðeigandi einstaklingur skal stunda þjónustustarfsemi með sömu réttindum og skyldum og ríkisborgarar gistiríkisins; hann skal m.a. hlíta starfsreglum sem eru settar af fagfélögum eða stjórnvöldum og gilda í því aðildarríki.

Aðildarríkin geta, að því er þetta varðar og til viðbótar yfirlýsingunni sem um getur í 2. mgr. varðandi þjónustustarfsemi, til að heimila framkvæmd á ákvæðunum um starfsreglur sem í gildi eru á yfirráðasvæði þeirra krafist sjálfvirkrar tímabundinnar eða pro forma skráningar hjá fagfélagi eða stofnun eða í félagaskrá, að því tilskildu að þessi skráning eða félagsaðild tefji ekki eða trufli á nokkurn hátt þjónustustarfsemina eða leggi aukna kostnaðarbyrði á þann einstakling sem þjónustuna veitir.

Samþykki gistiríki ráðstöfun samkvæmt annarri undirgrein eða verði uppvíst um atvik sem brjóta í bága við þessi ákvæði skal það þegar í stað tilkynna það aðildarríkinu þar sem hlutaðeigandi einstaklingur hefur staðfestu.

2. Gistiríkið getur krafist þess að hlutaðeigandi einstaklingur gefi lögbærum yfirvöldum yfirlýsingu fyrirfram um þjónustuna sem á að veita þegar hún felur í sér tímabundna dvöl á yfirráðasvæði þess. Í bráðatilvikum má gefa yfirlýsinguna eins skjótt og auðið er eftir að þjónustan hefur verið látin í té.

3. Samkvæmt 1. og 2. mgr. getur gistiríkið krafist þess að hlutaðeigandi einstaklingur leggi frameitt eða fleiri skjöl sem hafa að geyma eftirfarandi upplýsingar:

— yfirlýsinguna sem um getur í 2. mgr.,

— vottorð þar sem fram kemur að hlutaðeigandi einstaklingur hafi löggild réttindi til að stunda þá starfsemi sem um ræðir í aðildarríkinu þar sem hann hefur staðfestu,

— vottorð um að hlutaðeigandi einstaklingur hafi eitthvert það prófskírteini, vottorð eða annan vitnisburð um formlega menntun eða hæfi sem krafist er til að fá að veita þá þjónustu sem um ræðir og kveðið er á um í þessari tilskipun.

4. Ekki má framvísa skjalinu eða skjölunum sem eru tilgreind í 3. mgr. þegar meira en tólf mánuðir hafa liðið frá útgáfudegi þeirra.

5. Svipti aðildarríki tímabundið eða endanlega, að hluta eða að öllu leyti, einn af ríkisborgurum sínum eða ríkisborgara annars aðildarríkis sem hefur staðfestu á yfirráðasvæði þess réttinum til að stunda þá starfsemi sem umgetur í 1. gr., skal það, eftir því sem við á, tryggja tímabundna eða varanlega afturköllun vottorðsins sem um getur í öðrum undirlið 3. mgr.


16. gr.

Ef krafist er skráningar hjá opinberri almannatryggingastofnun í gistiríki til að hægt sé að gera upp reikninga við tryggingastofnanir er varða þjónustu til handa einstaklingum sem njóta almannatrygginga, skal það aðildarríki veita ríkisborgurum aðildarríkja sem hafa staðfestu í öðru aðildarríki undanþágu frá þessari kröfu í þeim tilvikum sem þjónustustarfsemin hefur í för með sér ferðalög hlutaðeigandi einstaklings.

Gistiríkið getur, í öllum þeim tilvikum þegar þjónustustarfsemi hefur í för með sér ferðalög hlutaðeigandi einstaklings, krafist þess að hann veiti þessari stofnun upplýsingar fyrirfram, eða eftir á í bráðatilvikum, um þá þjónustu sem látin er í té.

C. Ákvæði sem eiga bæði við um staðfesturétt og rétt til að veita þjónustu


17. gr.

1. Þegar notkun starfsheitis er lögvernduð í gistiríki að því er varðar einhverja þá starfsemi sem um getur í 1. gr., skulu ríkisborgarar annarra aðildarríkja sem uppfylla skilyrðin sem sett eru í 2., 7. gr. (1. mgr.) og 19. gr. nota starfsheiti gistiríkisins sem samsvarar skilyrðum um menntun og hæfi í því ríki og skulu jafnframt nota skammstöfun starfsheitisins.

2. 1. mgr. tekur einnig til notkunar á starfsheitum sérfræðinga í tannlækningum þeirra sem fullnægja, eftir því sem við á, skilyrðum sem sett eru í 4. gr. og 2. mgr. 7. gr.


18. gr.

1. Aðildarríkin skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gera hlutaðeigandi einstaklingum kleift að afla upplýsinga um heilbrigðis- og almannatryggingalög og, eftir því sem við á, siðareglur starfsgreinarinnar í gistiríkinu. Í þessu skyni skulu aðildarríkin koma á fót upplýsingamiðstöðvum þar sem viðkomandi aðilar geta aflað nauðsynlegra upplýsinga. Þegar um staðfestu er að ræða geta aðildarríkin krafist þess að þeir hafi samband við þessar miðstöðvar.

2. Aðildarríkin geta komið þeim miðstöðvum sem um getur í 1. mgr. á fót undir verndarvæng lögbærra yfirvalda og stofnana sem þau tilnefna fyrir lok frestsins sem settur er í 1. mgr. 24. gr.

3. Aðildarríkin skulu tryggja, eftir því sem við á, að viðkomandi einstaklingar afli sér, bæði í eigin þágu og vegna skjólstæðinga sinna, þeirrar málakunnáttu sem með þarf til að geta lagt stund á starfsgrein sína í gistiríkinu.


VII. KAFLI

BRÁÐABIRGÐAÁKVÆÐI VEGNA

SÉRSTÖÐU ÍTALÍU

19. gr.


Frá þeim degi er Ítalía gerir nauðsynlegar ráðstafanir til að hlíta þessari tilskipun, skulu aðildarríkin viðurkenna, að því er varðar þá starfsemi sem um getur í 1. gr. þessarar tilskipunar, prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi í læknisfræði sem veitt eru á Ítalíu þeim einstaklingum sem hófu háskólanám í læknisfræði ekki síðar en átján mánuðum eftir birtingu þessarar tilskipunar, fylgi þeim vottorð sem er gefið út af lögbærum ítölskum yfirvöldum til staðfestingar á að þessir einstaklingar hafi á viðhlítandi hátt, lagalega og að öllu jöfnu stundað á Ítalíu þá starfsemi sem umgetur í 5. gr. tilskipunar 78/687/EBE í það minnsta í þrjú ár samfleytt á fimm ára tímabili fyrir útgáfu vottorðsins og að þeim hafi verið heimilað að stunda umrædda starfsemi með sömu skilmálum og handhafar prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi sem um getur í f-lið 3. gr. þessarar tilskipunar.

Kröfuna um þriggja ára reynslu sem getið er í fyrstu undirgrein má fella niður gagnkvæmt hafi einstaklingarnir lokið á fullnægjandi hátt að minnsta kosti þriggja ára námi sem lögbær yfirvöld staðfesta að sé jafngilt því námi sem getið er í 1. gr. tilskipunar 78/687/EBE.


VIII. KAFLI

LOKAÁKVÆÐI

20. gr.


Aðildarríki sem krefjast þess af eigin ríkisborgurum að þeir ljúki tilteknu þjálfunartímabili til þess að hljóta viðurkenningu sem tannlæknar í almannatryggingakerfinu geta krafist þess sama af ríkisborgurum annarra aðildarríkja í átta ár frá birtingu þessarar tilskipunar. Þjálfunartímabilið má þó ekki standa lengur en í sex mánuði.


21. gr.

Ef réttmætur efi er fyrir hendi getur gistiríkið krafist þess að lögbær yfirvöld í öðru aðildarríki staðfesti áreiðanleika prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi sem veitt hafa verið í síðarnefnda aðildarríkinu og sem um getur í II., III og IV. kafla og staðfesti jafnframt að viðkomandi einstaklingur hafi fullnægt öllum skilyrðum sem sett eru í tilskipun 78/687/EBE.


22. gr.

Aðildarríkjunum ber, innan tímamarkanna sem sett eru í 1. mgr. 24. gr., að tilnefna þau yfirvöld og stofnanir sem hafa umboð til að gefa út eða veita viðtöku prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi, sem og skjölum þeim og upplýsingum sem um getur í þessari tilskipun, og skulu tilkynna það hinum aðildarríkjunum og framkvæmdastjórninni þegar í stað.


23. gr.

Tilskipun þessi skal einnig gilda um ríkisborgara aðildarríkja sem í samræmi við reglugerð (EBE) nr. 1612/68 stunda eða munu stunda þá starfsemi sem um getur í 1. gr. sem launþegar.


24. gr.

1. Aðildarríkjunum ber gera nauðsynlegar ráðstafanir til að fara að tilskipun þessari innan átján mánaða frá birtingu hennar og tilkynna það framkvæmdastjórninni þegar í stað.

Hins vegar skal Ítalía gera þessar ráðstafanir í síðasta lagi innan sex ára og gildir sá frestur einnig í öðrum tilvikum þegar hún þarf að grípa til ráðstafana til þess að hlíta tilskipun 78/687/EBE.

2. Aðildarríkin skulu sjá til þess að framkvæmdastjórninni berist helstu ákvæði úr landslögum sem samþykkt verða um málefni sem tilskipun þessi nær til.


25. gr.

Verði vart verulegra vandkvæða á tilteknum sviðum við beitingu þessarar tilskipunar í aðildarríki ber framkvæmdastjórninni að kanna þessi vandkvæði í samráði við það ríki og krefjast álits nefndar háttsettra opinberra embættismanna um almannaheilbrigði sem skipuð var með ákvörðun 75/365/EBE ( 1 ), eins og henni var síðast breytt með ákvörðun 78/689/EBE ( 2 ).

( 1 ) Stjtíð. EB nr. L 167, 30. 6. 1975, bls. 19.
( 2 ) Stjtíð. EB L 233, 24. 8. 1978, bls. 17.

Framkvæmdastjórninni ber að leggja viðeigandi tillögur fyrir ráðið gerist þess þörf.


26. gr.

Tilskipun þessari er beint til aðildarríkjanna.


Gjört í Brussel 25. júlí 1978.

Fyrir hönd ráðsins,

K. von DOHNANYI

forseti.


378L0686: Tilskipun ráðsins 78/686/EBE frá 25. júlí 1978 (Stjtíð EB nr. L 233, 24.8.1978, bls 1), eins og henni var breytt með
- 179H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum - aðild Lýðveldisins Grikklands að Evrópubandalögunum (Stjtíð. EB nr. L 291,19.11.1979, bls. 91);

a) Eftirfarandi bætist við í lok 1 . gr.:



b) Eftirfarandi bætist við í lok 3. gr.:
"j) í Grikklandi:




- 1851: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum – aðild Konungsríkisins Spánar og Lýðveldisins Portúgals að Evrópubandalögunum (Stjtíð. EB nr. L 302, 15.11.1985, bls. 160);

a) Eftirfarandi bætist við 1. gr.:
"- á Spáni:
Licenciado en Odontología,
- í Portúgal:
médico dentista."

b) Eftirfarandi bætist við 3. gr.:
"k) á Spáni:
Það prófskírteini er Spánn tilkynnir til aðildarríkjanna og framkvæmdastjórnarinnar við inngöngu í bandalagið
l) í Portúgal
"carta de curso de licenciatura em medicina denttária" (prófskírteini sem veitir opinbera staðfestingu á námslokum í tannlæknisfræði) veitt af æðri menntastofnun."
c) Eftirfarandi bætist við:
"19. gr. a
Frá þeim degi er Konungsríkið Spánn gerir nauðsynlegar ráðstafanir til að hlíta tilskipun þessari skulu aðildarríki viðurkenna, að því er varðar þá starfsemi sem um getur í I. gr. þessarar tilskip-unar, prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi í læknisfræði sem veitt eru á Spáni þeim einstaklingum sem hófu háskólanám í læknisfræði fyrir aðild Spánar að bandalaginu þegar þeim fylgir vottorð sem er gefið út af lögbærum spænskum yfirvöldum til staðfestingar á að þessir einstaklingar hafi á viðhlítandi hátt, samkvæmt lögum og í raun haft einhver þau störf sem um getur í 5. gr. tilskipunar 78/687/EBE að aðalstarfi á Spáni í að minnsta kosti þrjú ár samfleytt á síðasta fimm ára tímabili áður en vottorðið var gefið út og að þeim hafi verið heimilað að stunda tilgreind störf samkvæmt sömu skilmálum og handhafar prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi sem um getur í k-lið 3. gr. þessarar tilskipunar.
Kröfuna um þriggja ára reynslu sem um getur í fyrstu undirgrein má fella niður þegar um er að ræða einstaklinga sem hafa lokið að minnsta kosti þriggja ára námi ef það er staðlest af lögbærum yfirvöldum að námið sé sambærilegt þeirri þjálfun sem um getur í I . gr. tilskipunar 78/687/EBE."
Ákvæði tilskipunarinnar skulu, að því er þennan samning varðar, aðlöguð sem hér segir:
a) Eftirfarandi bætist við 1. gr.:
"- í Austurríki:
Austurríki tilkynnir samningsaðilum um starfsheitið innan sex ára frá því að þessi samningur tekur gildi;
- í Finnlandi: hammaslääkäri/tandläkare;
- á Lslandi:
tannlæknir;
- í Liechtenstein: Zahnarzt;
- í Noregi: tannlege;
- í Svíþjóð: tandläkare;
- í Sviss: Zahnarzt/médecin-dentiste/medico-dentista."

b) Eftirfarandi bætist við 3. gr.:
"m) í Austurríki
Austurríki tilkynnir samningsaðilum um heiti prófskírteinis innan sex ára frá því að þessi samningur tekur gildi;
n) í Finnlandi
"todistus hammaslááketietecn lisensiaatin tutkinnosta/bevis om odontologi licentiat examen" (vottorð um "lísentíat" gráðu í tannlækningum) sem læknadeild háskóla veitir og vottorð um starfsþjálfun sem yfirstjórn heilbrigðis- og velferðarmála gefur út;
o) á Íslandi
"próf frá tannlæknadeild Háskóla Íslands` ;
p) í Liechtenstein
prófskírteini, vottorð og önnur starfsheiti sem vent eru í öðru ríki sem tilskipun þessi tekur til og tilgreind í þessari grein, ásamt vottorði sem lögbær yfirvöld gefa út um að starfsþjálfun hafi verið lokið;
q) í Noregi
"bevis for bestått odontologisk embetseksamen" (prófgráðan cand.odont.) sem tann-læknadeild háskóla veitir;
r) í Svíþjóð
"tandläkarexamen" (háskólagráða í tannlækningum) sem tannlæknadeildir veita og vottorð um starfsþjálfun sem yfirstjórn heilbrigðis- og velferðarmála gefur út;
s) í Sviss
"eidgenössisch diplomierter Zahnarzt/titulaire du diplôme fédéral de médecin-dentiste/titolare di diploma federale di medico-dentista" (prófskírteini í tannlækn-ingum) sem sambandsráðuneyti um innanríkismál veitir."
c) Eftirfarandi færslum skal bætt við undirliðina í 5. gr. eins og hér er tilgreint:
Tannréttingar
"- í Finnlandi
"todistus erikoishammaslääkärin oikeudesta oikomishoidon alalla/bevis om special-ist- tandläkarráttigheten room omrádet tandreglering" (vottorð sérfræðings í tannrétt-ingum) sem lögbær yfirvöld gefa út,
- í Noregi
"bevis for gjennomgått spesialistutdanning i kjeveortopedi" (vottorð um sérnám í tannréttingum) sem tannlæknadeild háskóla veitir,
- í Svíþjóð
"bevis om specialistkompetens i tandreglering" (vottorð til staðfestingar á réttinum til að mega nota starfsheitið sérfræðingur í tannréttingum) sem yfirstjórn heilbrigðis-og velferðarmála gefur út,
- í Sviss
"Dr.med.dent., Kieferorthopäde/diplôme, dr.méd.dent., orthodontiste/ diploma, dott.med.dent., ortodontista" (vottorð um sérnám í tannréttingum) gefið út af yfir-valdi sem telst lögbært í þessu skyni."

2. Tannskurðlækningar
"- í Finnlandi
"todistus erikoishammaslääkärin oikeudesta suukirurgian (hammas- ja suukirurgian) alalla/ bevis om specialist tandläkarrättigheten room området oralkirurgi,
(tand- och munkirurgi)" (vottorð um munn- eða tannskurðlækningar) gefið út af lögbærum yfirvöldum,
- í Noregi
"bevis for gjennomgått spesialistutdanning i oralkirurgi" (vottorð um sérnám í tannskurðlækningum) sem tannlæknadeild háskóla veitir,
í Svíþjóð
"bevis om specialistkompetens i tandsystemets kirurgiska sjukdomar" (vottorð til staðfestingar á réttinum til að mega nota starfsheitið sérfræðingur í tannlækningum) sem yfirstjórn heilbrigðis- og velferðarmála gefur út."

d) Eftirfarandi bætist við:
"19.gr.b
Frá þeim degi er Austurríki gerir nauðsynlegar ráðstafanir til að fara að þessari tilskipun, skulu ríkin sem þessi tilskipun tekur til viðurkenna, að því er varðar þá starfsemi sem um getur í 1. gr. þessarar tilskipunar, eins og hún hefur verið aðlöguð vegna EES, prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi í læknisfræði sem vent eru í Austurríki þeim einstaklingum sem hófu háskólanám í læknisfræði áður en EES-samningurinn tók gildi, fylgi þeim vottorð sem er gefið út af lögbærum austurrískum yfirvöldum til staðfestingar á að þessir einstaklingar hafi á viðhlítandi hátt, lagalega og að öllu jöfnu stundað í Austurríki þá starfsemi sem um getur í 5. gr. tilskipunar 78/687/EBE í þrjú ár hið minnsta samfleytt á fimm ára tímabili fyrir útgáfu vottorðsins og að þeim haft verið heimilað að stunda umrædda starfsemi með sömu skilmálum og handhafar prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi sem um getur í m-1ið 3. gr.
Kröfuna um þriggja ára reynslu sem getið er í fyrstu undirgrein má fella niður hafi einstaklingarnir lokið á fullnægjandi hátt að minnsta kosti þriggja ára námi sem lögbær yfirvöld staðfesta að sé jafngilt því námi sem getið er í 1. gr. tilskipunar 78/687/EBE."

2. 378L0687: Tilskipun ráðsins 78/687/EBE frá 25. júlí 1978 um samræmingu á ákvæðum er varða starfsemi tannlækna og sett eru með lögum og stjórnsýslufyrirmælum (Stjtíð. EB nr. L 233, 24.8.1978, bls 10).

Sviss er veitt undanþága frá ákvæðum tilskipunar 78/687/EBE, eins og þau eru aðlöguð í þessum samningi, og skal standa við skuldbindingarnar sem þar eru settar fram í síðasta lagi 1. janúar 1997 í stað 1. janúar 1993.


TILSKIPUN RÁÐSINS

frá 25. júlí 1978

um samræmingu á ákvæðum er varða starfsemi tannlækna og sett eru með lögum og stjórnsýslufyrirmælum

(78/687/EBE)


RÁÐ EVRÓPUBANDALAGANNA HEFUR,

með hliðsjón af stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu, einkum 49., 57., 66. og 235. gr.,

með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar,

með hliðsjón af áliti Evrópuþingsins ( 1 ),

með hliðsjón af áliti efnahags- og félagsmálanefndarinnar ( 2 ),

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

Með það í huga að koma verði á gagnkvæmri viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrumvitnisburði um formlega menntun og hæfi í tannlækningum sem mælt er fyrir um með tilskipun 78/686/EBE frá 25. júlí 1978 um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi tannlækna, að meðtöldum ráðstöfunum er auðvelda að staðfesturéttar og réttar til að veita þjónustu sé neytt ( 3 ), gerir samhæfing námskeiða í aðildarríkjunum kleift að samræmingin á þessu sviði verði einskorðuð við að virða lágmarkskröfur sem gefur aðildarríkjunum frjálsar hendur með skipulagningu kennslu.

Með gagnkvæma viðurkenningu í huga á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi í sérgreinum tannlæknisfræðinnar og með það að markmiði að jafna innan bandalagsins aðstöðu allra meðlima stéttarinnar sem eru ríkisborgarar aðildarríkjanna, virðist ekki hjá því komist að samræma að einhverju marki kröfur sem gerðar eru í sérnámi. Setja verður ákveðin lágmarksskilyrði í þessu skyni er varða rétt til að hefja sérnám, lengd námstíma, aðferðir sem notaðar eru í slíku námi og þann stað sem það fer fram á, sem og undir hvaða eftirlit það skuli heyra. Þessi skilyrði eiga aðeins við um það sérnám sem hægt er að stunda í nokkrum aðildarríkjum.

( 1 ) Stjtíð. EB nr. C 101, 4. 8. 1970, bls. 19.
( 2 ) Stjtíð. EB nr. C 36, 28. 3. 1970, bls. 19.
( 3 ) Stjtíð. EB L 233, 24. 8. 1978, bls.1.

Nauðsynlegt er vegna almannaheilbrigðis að koma á innan bandalagsins sameiginlegri skilgreiningu á starfssviði sérmenntaðs fólks í umræddri starfsgrein. Ekki er hægt með þessari tilskipun að koma á algjörri samræmingu á starfssviði tannlækna í hinum ýmsu aðildarríkjum á þessu stigi málsins.

Aðildarríkin munu tryggja um leið og tilskipun þessi kemur til framkvæmda, að nám tannlækna veiti þeim nauðsynlega hæfni til að inna af hendi öll störf er lúta að forvörn, greiningu og meðferð galla og sjúkdóma í tönnum, munni, kjálkum og aðliggjandi vefjum. Samræming skilyrða vegna iðkunar þessarar starfsemi sem mælt er fyrir um í þessari tilskipun, kemur ekki í veg fyrir síðari samræmingu af neinu tagi. Samræmingin sem mælt er fyrir um í þessari tilskipun nær til menntunar tannlækna. Að því er nám varðar, gera flest aðildarríkin á þessari stundu ekki greinarmun á tannlæknum sem stunda starfsemi sem launþegar og þeim sem eru sjálfstætt starfandi. Af þessum sökum og með það að markmiði að stuðla að, eftir því sem unnt er, frjálsum flutningum sérmenntaðs fólks innan bandalagsins, virðist nauðsynlegt að víkka gildissvið þessarar tilskipunar þannig að hún nái til tannlækna sem starfa sem launþegar.

Þegar þessi tilskipun er birt eru tannlækningar á Ítalíu einungis stundaðar af læknum, hvort sem þeir eru sérmenntaðir í tannlækningum eða ekki. Samkvæmt þessari tilskipun er Ítalía skuldbundin til að setja á stofn nýja stétt sérfræðinga sem hafa rétt til að stunda tannlækningar undir öðru starfsheiti en sem læknir. Með því að koma á nýrri starfsgrein verður Ítalía ekki aðeins að setja upp sérstakt námskerfi svo að farið sé að skilmálum þessarar tilskipunar heldur einnig stjórnkerfi því sem fylgir þessari starfsgrein, svo sem ráði.

Í ljósi umfangs þeirra ráðstafana sem grípa verður til ætti að veita Ítalíu lengri frest til að fara að þessari tilskipun.

SAMÞYKKT TILSKIPUN ÞESSA:


I. KAFLI

NÁMSKRÖFUR

1. gr.


1. Aðildarríkin skulu krefja þá sem æskja þess að hefja og stunda störf á sviði tannlækninga með þeim starfsheitum sem getið er í 1. gr. tilskipunar 78/686/EBE að þeir hafi prófskírteini, vottorð eða annan vitnisburð umformlega menntun og hæfi sem um getur í 3. gr. sömu tilskipunar sem tryggir að á námstímanum hafi hlutaðeigandi einstaklingur öðlast:

a) fullnægjandi þekkingu á þeim vísindagreinum sem tannlækningar byggja á og góðan skilning á vísindaaðferðum, að meðtöldum aðferðum sem eru notaðar við mælingar á líffræðilegri starfsemi, mati á vísindalega viðurkenndum staðreyndum og greiningu gagna;

b) fullnægjandi þekkingu á líkamsbyggingu, starfsemi og hegðun heilbrigðra og sjúkra einstaklinga, sem og sambandinu á milli heilsufars, aðbúnaðar og félagslegs umhverfis manna, að svo miklu leyti sem þessir þættir snerta tannlækningar;

c) fullnægjandi þekkingu á byggingu og hlutverki tanna, munns, kjálka og aðliggjandi vefja, bæði heilbrigðra og sýktra, og hvernig þessir þættir tengjast heilsufari og andlegri vellíðan sjúklings;

d) fullnægjandi þekkingu á klínískum greinum og aðferðum, sem veitir tannlæknum heillega mynd af göllum, sárum og sjúkdómum í tönnum, munni, kjálkum og aðliggjandi vefjum og forvörn, greiningu og meðferð í tannlækningum;

e) viðeigandi starfsreynsla undir réttu eftirliti.

Með náminu skal hann öðlast nauðsynlega færni til að inna af hendi öll störf er lúta að forvörn, greiningu og meðferð galla og sjúkdóma í tönnum, munni, kjálkum og aðliggjandi vefjum.

2. Fullgilt nám tannlækna felur í sér að minnsta kosti fimm ára fullt nám í bóklegum og verklegum greinum í háskóla, æðri menntastofnun sem talin er jafngild, eða undir eftirliti háskóla og skal það taka til þeirra greina sem skráðar eru í viðaukann.

3. Sem inntökuskilyrði fyrir þetta nám verður umsækjandi að hafa prófskírteini eða vottorð sem heimilar honum aðgang að háskólum aðildarríkis í umrætt nám eða að æðri menntastofnunum sem taldar eru jafngildar.

4. Ekkert í þessari tilskipun skal draga úr tækifærumsem aðildarríki geta veitt í samræmi við þær reglur sem gilda á yfirráðasvæði þeirra og leyfa þeim sem hlotið hafa prófskírteini, vottorð eða annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi utan aðildarríkis að hefja og stunda starfsemi sem tannlæknir.


2. gr.

1. Aðildarríkin skulu tryggja að nám sem er undanfari að prófskírteini, vottorði eða öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi sérfræðings í tannlækningum uppfylli að minnsta kosti eftirfarandi skilyrðum:

a) það skal fela í sér að viðkomandi ljúki fullu fimm ára námi í bóklegum og verklegum greinum innan ramma þess náms sem um getur í 1. gr. og fái það staðfest, eða hafi undir höndum skjöl þau sem um getur í 1. mgr. 7. gr. tilskipunar 78/686/EBE;

b) það verður að fela í sér bæði bóklega og verklega kennslu;

c) að baki þess verður að vera fullt þriggja ára nám undir eftirliti þar til bærra yfirvalda eða stofnana;

d) það verður að fara framá háskólastigi, á kennslusjúkrahúsi eða, þar sem það á við, á heilbrigðisstofnun sem hefur hlotið viðurkenningu í þessu skyni af þar til bærum yfirvöldum eða stofnunum;

e) tannlæknirinn sem er í sérnáminu verður sjálfur að taka þátt í þeirri starfsemi og axla þá ábyrgð sem fylgir starfinu á hlutaðeigandi stofnunum.

2. Aðildarríkin skulu setja það skilyrði fyrir veitingu prófskírteina, vottorða eða annars vitnisburðar umformlega menntun og hæfi í sérgreinum tannlækninga að viðkomandi hafi prófskírteini, vottorð eða annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi í tannlækningum eins og um getur 1. gr., eða hafi undir höndum skjöl þau sem um getur í 1. mgr. 7. gr. tilskipunar 78/686/EBE.

3. Aðildarríkin skulu, innan þeirra tímamarka sem sett eru í 8. gr., tilnefna lögbær yfirvöld eða stofnanir til að gefa út þau prófskírteini, vottorð eða annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem getið er 1. mgr.

4. Aðildarríkin mega víkja frá a-lið 1. mgr. Þeir einstaklingar sem slík frávik snerta geta ekki farið fram á að njóta ákvæða 4. gr. tilskipunar 78/686/EBE..


3. gr.

1. Með fyrirvara um regluna um fullt nám sem sett er framíc-lið 1.mgr.2.gr.,og þartil ráðiðtekurákvörðun í samræmi við 3. mgr., geta aðildarríkin leyft sérnám í hlutanámi með þeim skilmálum sem lögbær innlend yfirvöld samþykkja þar sem fullu námi væri ekki komið við af vel rökstuddum ástæðum.

2. Ekki er hægt að stytta heildartímabil sérnáms í krafti 1. mgr. Ekki má slaka á kröfum um gæði náms, hvorki með hlutanáminu né launaðri starfsþjálfun sem fer framá vegum einkaaðila.

3. Eigi síðar en fjórum árum eftir birtingu þessarar tilskipunar og í ljósi fenginnar reynslu, skal ráðið, að fenginni tillögu frá framkvæmdastjórninni og með það í huga að halda ætti opnum möguleikanum á hlutanámi í ákveðnum tilvikum sem kanna verður sérstaklega í hverri sérgrein, ákveða hvort ákvæði 1. og 2. mgr. skulu gilda áfram eða taka breytingum.


4. gr.

Sem bráðabirgðaráðstöfun og þrátt fyrir c-lið 1. mgr. 2. gr. og 3. gr., geta aðildarríki, þar sem ákvæði í lögum eða stjórn-sýslufyrirmælum heimila sérnám í formi hlutanáms á þeim tíma þegar tilskipun þessi birtist, beitt þessum ákvæðum áfram gagnvart kandídötum sem hefja sérnám sitt eigi síðar en fjórum árum eftir birtingu þessarar tilskipunar. Hægt er að framlengja þetta tímabil hafi ráðið ekki tekið ákvörðun í samræmi við 3. mgr. 3. gr.


II. KAFLI

STARFSSVIÐ

5. gr.


Aðildarríkin skulu tryggja að tannskurðlæknar hafi að öllu jöfnu heimild til að hefja og stunda starfsemi sem felur í sér forvörn, greiningu og meðferð galla og sjúkdóma í tönnum, munni, kjálkum og aðliggjandi vefjum í samræmi við ákvæði reglugerða og þær siðareglur sem gilda í starfsgreininni þegar þessi tilskipun er birt.

Þau aðildarríki sem ekki hafa slík ákvæði eða reglur mega skilgreina eða takmarka iðkun starfa sem getið er í fyrstu undirgrein að því marki sem telst sambærilegt við það sem tíðkast í öðrum aðildarríkjum.


III. KAFLI

LOKAÁKVÆÐI

6. gr.


Einstaklingar sem heyra undir 19. gr. tilskipunar 78/686/EBE teljast fullnægja þeim kröfum sem mælt er fyrir um í a-lið 1. mgr. 2. gr.

Að því er varðar beitingu 2. mgr. 2. gr. skal farið eins með þá einstaklinga sem heyra undir 19. gr. tilskipunar 78/686/EBE og þá sem hafa öðlast prófskírteini, vottorð eða annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi í tannlækningum sem getið er í 1. gr.


7. gr.

Tilskipun þessi skal einnig gilda um ríkisborgara aðildarríkja sem í samræmi við reglugerð (EBE) nr. 1612/68 ( 1 ) frá 15. október 1968 um frelsi launþega til flutninga innan bandalagsins stunda eða munu stunda sem launþegar þá starfsemi sem um getur í 1. gr. tilskipunar 78/686/EBE.


8. gr.

1. Aðildarríkjunum ber að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að fara að þessari tilskipun innan átján mánaða frá birtingu hennar og tilkynna það framkvæmdastjórninni þegar í stað. Hins vegar skal Ítalía gera þessar ráðstafanir í síðasta lagi innan sex ára.

2. Aðildarríkin skulu sjá til þess að framkvæmdastjórninni berist helstu ákvæði úr landslögum sem samþykkt verða um málefni sem tilskipun þessi nær til.


9. gr.

Verði vart verulegra vandkvæða á tilteknum sviðum við beitingu þessarar tilskipunar í aðildarríki ber framkvæmdastjórninni að kanna þessi vandkvæði í samráði við það ríki og krefjast álits nefndar háttsettra opinberra embættismanna um almannaheilbrigði sem skipuð var meðákvörðun

( 1 ) Stjtíð. EB nr. L 257, 19. 10. 1968,

75/365/EBE ( 1 ), eins og henni var síðast breytt með ákvörðun 78/689/EBE ( 2 ).

Framkvæmdastjórninni ber að leggja viðeigandi tillögur fyrir ráðið gerist þess þörf.


10. gr.

Tilskipun þessari er beint til aðildarríkjanna.

( 1 ) Stjtíð. EB nr. L 167, 30. 6. 1975, bls. 19.
( 2 ) Stjtíð. EB L 233, 24. 8. 1978, bls. 17.

Gjört í Brussel 25. júlí 1978.

Fyrir hönd ráðsins,

K. von DOHNANYI

forseti.


VIÐAUKI

NÁMSSKRÁ FYRIR TANNLÆKNA

Nám sem er undanfari að prófskírteini, vottorði eða öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi í tannlækningum skal í það minnsta fela í sér eftirtaldar námsgreinar. Kennsla í einni eða fleirum þessara greina má vera hluti af eða í tengslum við aðrar námsbrautir.

a) Undirstöðunámsgreinar
efnafræði,
eðlisfræði,
líffræði.
b) Námsgreinar er tengjast líffræði læknisfræðinnar og almennri læknisfræði
líffærafræði,
fósturfræði,
vefjafræði, að meðtalinni frumufræði,
lífeðlisfræði,
lífefnafræði (eða lífeðlisfræðileg efnafræði),
líffærameinafræði,
almenn meinafræði,
lyfjafræði,
örverufræði,
heilsufræði,
forvarnarlæknisfræði og faraldsfræði,
geislalækningar,
orku- og endurhæfingarlækningar,
almenn skurðlæknisfræði,
almenn læknisfræði, að meðtöldum barnalækningum,
háls-, nef- og eyrnafræði,
húð- og kynsjúkdómafræði,
almenn sálfræði —sálsýkisfræði —taugameinafræði,
svæfingar og deyfingar.
c) Námsgreinar sem tengjast tannlækningum beint
gervitannafræði,
efni og tækjabúnaður við tannlækningar,
hefðbundnar tannlækningar,
forvarnartannlækningar,
deyfingar og notkun róandi lyfja í tannlækningum,
sérhæfð skurðlæknisfræði,
sérhæfð meinafræði,
klínísk störf,
barnatannlækningar,
tannréttingar,
tannslíðursjúkdómafræði,
geislalækningar í tannlækningum,
bit og starfsemi kjálkans,
stéttarsamtök, siðfræði og löggjöf,
félagslegar hliðar tannlækninga.

Ákvæði tilskipunarinnar skulu, að því er þennan samning varðar, aðlöguð sem hér segir:
Klausan "Einstaklingar sem heyra undir 19. gr. tilskipunar 78/686/EBE" í 6. gr. hljóði
"Einstaklingar sem heyra undir 19. gr., 19. gr. a og b í tilskipun 78/686/EBE".

Auk þess gildir eftirfarandi að því er varðar tilskipanir 78/686/EBE og 78/687/EBE

Þar til þjálfun tannlækna í Austurríki hefur verið lokið samkvæmt skilyrðunum sem sett eru í tilskipun 78/687/EBE, og fram til 31. desember 1998 í síðasta lagi, skal skjóta því á frest að veita tannlæknum frá hinum ríkjunum, sem tilskipun þessi tekur til, og austurrískum læknum sem stunda tannlækningar í hinum ríkjunum, er tilskipun þessi tekur til, staðfesturétt og rétt til að veita þjónustu.

Á meðan hin tímabundna undanþága, sem kveðið er á um hér að ofan, gildir verður öllum almennum og sérstökum ráðstöfunum, er varða staðfesturéttinn og réttinn til að veita þjónustu samkvæmt austurrískum ákvæðum eða samningum um tengslin á milli Lýðveldisins Austur-ríkis og annars ríkis sem tilskipun þessi tekur til, viðhaldið og þeim bent án mismununar að því er varðar öll önnur ríki sem þessi tilskipun tekur til.

3. 381L1057: Tilskipun ráðsins frá 14. desember 1981 til viðbótar tilskipunum 75/362/EBE, 77/452BBE, 78/686/EBE, og 78/1026/EBE um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi lækna, hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, tannlækna og dýralækna með tilliti til áunninna réttinda (sjá fylgiskjal 1).

Fylgiskjal 4:

Ljósmæður

1. 380L0154: Tilskipun ráðsins 80/154/EBE frá 215. janúar 1980 um gagnkvæma viðurkenn-ingu á prófskýrteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi í ljósmóðurfræðum, að meðtöldum ráðstöfunum er auðvelda að staðfesturéttar og réttar til að veita þjónustu sé neytt (StjtíB. EB ar. L 33, 11.2.1980, bls. 1), eins og benni var breytt með:

- 380L1273: Tilskipun ráðsins 80/1273/EBE frá 22. desember 1980 (StjtiB. EB ar. L 375, 31.12.1980, bls. 74);
- 1851: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum - aðild Konungsríkisins Spán-ar og Lýðveldisins Portúgals að Evrópubandalögunum (StjtíB. EB ar. L 302,15.11.1985, bls. 161);
- 389L0594: Tilskipun ráðsins 89/594/EBE frá 30. október 1989 (StjtiB. EB nr. L 341, 23.11.1989, bls.19). (Sjá 1. tölulið í fylgiskjali 1).
- 390L0658: Tilskipun ráðsins 90/658/EBE frá 4. desember 1990 (StjtiB. EB ar. L 353, 17.12.1990, bls. 73). (Sjá 1. tölulið í fylgiskjali 1).

Sviss er vent undanþága frá ákvæðum tilskipunar 80/154/EBE, eins og þau eru aðlöguð í þessum samningi, og skal stands við skuldbindingarnar sem þar eru settar fram í síðasta lagi 1. janúar 1997 í stað 1. janúar 1993.

TILSKIPUN RÁÐSINS

frá 21. janúar 1980

um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi í ljósmóðurfræðum, að meðtöldum ráðstöfunum er auðvelda að staðfesturéttar og réttar til að veita þjónustu sé neytt

(80/154/EBE)


RÁÐ EVRÓPUBANDALAGANNA HEFUR,

með hliðsjón af stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu, einkum 49., 57. og 66. gr.,

með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar ( 1 ),

með hliðsjón af áliti Evrópuþingsins ( 2 ),

með hliðsjón af áliti efnahags- og félagsmálanefndar-innar ( 3 ),

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

Samkvæmt sáttmálanum er ekki leyfilegt að loknu aðlögunartímabilinu að mismuna fólki á grundvelli ríkisfangs að því er varðar staðfestu og þjónustustarfsemi. Slíkt jafnræði hvað varðar ríkisfang nær einkum til veitingar hvers kyns starfsleyfa sem krafist er ef hefja á störf sem ljósmóðir og til skráningar eða þátttöku í stéttarsamtökum eða -félögum.

Engu að síður virðist æskilegt að setja sérstök ákvæði er auðvelda að staðfesturéttarins og réttarins til að veita þjónustu sé neytt að því er varðar starfsemi ljósmæðra.

( 1 ) Stjtíð. EB nr. C 18, 12. 2. 1970, bls. 1.
( 2 ) Stjtíð. EB nr. C 101, 4. 8. 1970, bls. 26.
( 3 ) Stjtíð. EB nr. C 146, 11. 12. 1970, bls. 17.

Samkvæmt sáttmálanum mega aðildarríkin ekki veita neina þá aðstoð sem raskað gæti skilyrðum fyrir staðfestu.

Í 1. mgr. 57. gr. sáttmálans er kveðið á um að tilskipanir skuli gefnar út um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi.

Jafnhliða gagnkvæmri viðurkenningu á prófskírteinum virðist ráðlegt að gera ráðstafanir til samræmingar á skilyrðum fyrir starfsþjálfun ljósmæðra. Slík samræming er viðfangsefni tilskipunar 80/155/EBE ( 4 ).

Samkvæmt lögum nokkurra aðildarríkja er rétturinn til að hefja og stunda starfsemi ljósmæðra háður því að hlutaðeigandi einstaklingur hafi lokið prófi í ljósmóðurfræðum.

Þar eð tilskipun um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum felur ekki endilega í sér að nám sem er undanfari þessara prófskírteina sé jafngilt, ætti eingöngu að leyfa notkun starfsheitis sem byggir á slíku námi á máli upprunaríkisins

eða þess ríkis sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá.

Til þess að auðvelda innlendum yfirvöldum beitingu þessarar tilskipunar geta aðildarríkin sett fyrirmæli um að sá einstaklingur sem uppfyllir skilyrði þessarar tilskipunar um nám leggi fram, til viðbótar formlegum vottorðum um nám,

( 4 ) Stjtíð. EB nr. L 33, 11. 2. 1980, bls. 8.

vottorð frá lögbærum yfirvöldum upprunalands hans eða landsins sem hann kemur frá þar sem staðfest er að þessi námsvottorðið séu í samræmi við það sem um getur í tilskipuninni.

Að því er varðar þjónustustarfsemi myndi krafan um skráningu í eða aðild að stéttarsamtökum eða -félögum, sem tengist fastri og varanlegri ástundun starfs í gistiríkinu, án efa verða þjónustuaðilanum fjötur um fót vegna þess að starf hans er í eðli sínu tímabundið. Af þeim sökum ætti að leggja þessa kröfu niður. Engu að síður ber að tryggja eftirlit með starfsaga sem er á ábyrgð þessara stéttarsamtaka eða -félaga. Í þessu skyni ætti að setja ákvæði, með fyrirvara um beitingu 62. gr. sáttmálans, um að hægt sé að krefjast þess að viðkomandi aðili tilkynni þjónustustarfsemi sína til lögbærra yfirvalda gistiríkisins.

Hvað varðar kröfur um óflekkað mannorð og góðan orðstír skal gera greinarmun á þeim kröfum sem gerðar eru þegar starf er fyrst hafið í starfsgreininni og þeim sem fullnægja þarf til að stunda hana.

Að því er varðar starfsemi ljósmæðra sem eru launþegar eru í reglugerð ráðsins (EBE) nr. 1612/68 frá 15. október 1968 um frelsi launþega til flutninga innan bandalagsins ( 1 ) ekki sett sérstök ákvæði er varða óflekkað mannorð eða góðan orðstír, starfsaga eða notkun þeirra starfsheita sem um ræðir.

Slíkum reglum er beitt má beita, eftir því hvert aðildarríkið er, bæði gagnvart launþegum og sjálfstætt starfandi einstaklingum. Starfsemi ljósmæðra er í öllum aðildarríkjum háð skilyrðum um prófskírteini, vottorð eða annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi í ljósmóðurfræðum. Slík starfsemi er stunduð bæði af launþegum og sjálfstætt starfandi einstaklingum eða af sömu aðilum á hvorutveggja vettvanginum einhvern tímann á starfsævinni. Þar af leiðandi virðist nauðsynlegt, svo unnt sé að stuðla að ótakmörkuðu frelsi fólks í þessari starfsgrein til flutninga innan bandalagsins, að láta þessa tilskipun ná til ljósmæðra sem eru launþegar.

SAMÞYKKT TILSKIPUN ÞESSA:


I. KAFLI

GILDISSVIÐ

1. gr.


1. Tilskipun þessi nær til starfsemi ljósmæðra samkvæmt skilgreiningu hvers aðildarríkis, samanber þó 4. gr. tilskip-

( 1 ) Stjtíð. EB nr. L 257, 19. 10. 1968, bls. 2.

unar 80/155/EBE, sem er stunduð undir eftirfarandi starfsheitum:

í Sambandslýðveldinu Þýskalandi:

— "Hebamme";

í Belgíu:

— "accoucheuse/vroedvrouw";

í Danmörku:

— "jordemoder";

í Frakklandi:

— "sagefemme";

á Írlandi:

— "midwife";

á Ítalíu:

— "ostetrica";

í Lúxemborg:

— "sagefemme";

í Hollandi:

— "verloskundige";

í Breska konungsríkinu:

— "midwife".


II. KAFLI

PRÓFSKÍRTEINI, VOTTORÐ OG ANNAR VITNISBURÐUR UM FORMLEGA MENNTUN OG HÆFI Í LJÓSMÓÐURFRÆÐUM

2. gr.


1. Sérhverju aðildarríki ber að viðurkenna prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi í ljósmóðurfræðum, sem önnur aðildarríki veita ríkisborgurum aðildarríkjanna og skráð eru í 3. gr., sem fullnægja lágmarksnámskránni sem getið er í 1., 3. og 4. mgr. 1. gr. tilskipunar 80/155/EBE og hlíta einu af eftirtöldum skilyrðum:

— fullt nám í ljósmóðurfræðum sem stendur að minnsta kosti í þrjú ár:

— að því tilskildu að viðkomandi hafi annaðhvort undir höndum prófskírteini, vottorð eða annan vitnisburð umformlega menntun og hæfi sem veitir aðgang að háskóla eða æðri menntastofnunum eða, ef ekki er slíku til að dreifa, staðfestir sambærilega þekkingu,

— eða til viðbótar komi starfsreynsla sem vottorð það sem um getur í 4. gr. þessarar tilskipunar er gefið út vegna,.11. 2. 80 Stjórnartíðindi EB Nr. L 33/3

— fullt nám í ljósmóðurfræðum sem stendur í tvö ár eða 3600 klukkustundir hið minnsta að því tilskildu að viðkomandi hafi undir höndum prófskírteini, vottorð eða annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi hjúkrunarfræðings í almennri hjúkrun, sem getið er í 3. gr. tilskipunar 77/452/EBE ( 1 ),

— fullt nám í ljósmóðurfræðum sem stendur í átján mánuði eða 3000 klukkustundir hið minnsta að því tilskildu að viðkomandi hafi undir höndum prófskírteini, vottorð eða annan vitnisburð umformlega menntun og hæfi hjúkrunarfræðings í almennri hjúkrun sem getið er í 3. gr. tilskipunar 77/452/EBE og á eftir komi starfsreynsla sem vottorð það sem getið er í 4. gr. þessarar tilskipunar er gefið út vegna.

2. Sérhverju aðildarríki ber, að því er varðar réttinn til að hefja og stunda starfsemi sjálfstætt starfandi ljósmæðra, að láta hið sama gilda um prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi á yfirráðasvæði sínu og þau sem aðildarríkið sjálf veitir.


3. gr.

Prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi sem getið er í 2. gr. eru sem hér segir:

a) í Sambandslýðveldinu Þýskalandi:

— "Hebammenprüfungszeugnis" sem opinber prófanefnd veitir,

— vottorð frá lögbærum yfirvöldum í Sambandslýðveldinu Þýskalandi til staðfestingar á því að prófskírteini sem veitt voru eftir 8. maí 1945 af lögbærum yfirvöldum í Þýska alþýðulýðveldinu séu jafngild því sem tilgreint er í 1. undirlið hér að ofan;

b) í Belgíu:

"diplôme d'accoucheuse/vroedvrouwdiploma" sem veitt er af skólum á vegum ríkisins eða sem ríkið eða aðaldómnefndin (Jury central) viðurkennir;

c) í Danmörku:

"bevis for bestået jordemodereksamen" sem veitt er af "Danmarks Jordemoderskole";

d) í Frakklandi:

"diplôme de sage-femme" sem veitt er af ríkinu;

e) á Írlandi:

"the certificate in midwifery" sem veitt er af "An Bord Altranais";

( 1 ) Stjtíð. EB nr. L 176, 15. 7. 1977, bls. 1.

f) á Ítalíu:

"diploma d'ostetrica" sem veitt er af skólum sem ríkið viðurkennir;

g) í Lúxemborg:

"diplôme de sage-femme" sem veitt er af heilbrigðisráðherra þegar prófanefnd hefur tekið ákvörðun;

h) í Hollandi:

"vroedvrouwdiploma" sem veitt er af prófanefnd sem tilnefnd er af ríkinu;

i) í Breska konungsríkinu:

vottorð um aðgang að félagatali ljósmæðra, sem veitt er í Englandi og Wales af aðalstjórn ljósmæðra í Englandi og Wales, í Skotlandi af aðalstjórn ljósmæðra í Skotlandi og á Norður-Írlandi af hjúkrunar- og ljós-mæðraráði Norður-Írlands.


4. gr.

Vottorðið sem kveðið er á um í 2. gr. skal gefið út af lögbærum yfirvöldum í upprunaríkinu eða aðildarríkinu sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá. Það skal staðfesta að handhafi þess hafi að loknu ljósmóðurnámi starfað sem ljósmóðir á sjúkrahúsi eða á heilsugæslustofnun, sem er viðurkennd í þessu skyni, í eitthvert eftirtalinna tímabila:

— tvö ár í því tilviki sem kveðið er á um í öðrum inndrætti fyrsta undirliðar 1. mgr. 2. gr.,

— eitt ár í því tilviki sem kveðið er á um í þriðja undirlið 1. mgr. 2. gr.


III. KAFLI

NÚVERANDI AÐSTÆÐUR

5. gr.


1. Þegar prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi ríkisborgara aðildarríkja fullnægja ekki öllum lágmarkskröfum um nám sem settar eru í 1. gr. tilskipunar 80/155/EBE, skulu aðildarríki viðurkenna sem fullnægjandi vitnisburð prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi ljósmæðra sem veitt eru af þessum aðildarríkjum innan sex ára frá birtingu þessarar tilskipunar, ef vottorð fylgir um að hlutaðeigandi ríkisborgarar hafi stundað starf ljósmóður á löglegan og viðhlítandi hátt í þrjú ár hið minnsta á fimm ára tímabili fyrir útgáfu vottorðsins.

2. Þegar prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi ríkisborgara aðildarríkja fullnægja öllum lágmarkskröfum um nám sem settar eru í 1. gr. tilskipunar 80/155/EBE en, í krafti 2. gr. þessarar tilskipunar er ekki þörf á að viðurkenna þau nema þeim fylgi vottorð um starfsreynslu sem um getur í 4. gr., skulu aðildarríki viðurkenna sem fullnægjandi vitnisburð prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi ljósmæðra sem veitt eru af þessum aðildarríkjum áður en tilskipunin kemur til framkvæmda, ef vottorð fylgir um að hlutaðeigandi ríkisborgarar hafi stundað starf ljósmóður á löglegan og viðhlítandi hátt í þrjú ár hið minnsta á fimm ára tímabili fyrir útgáfu vottorðsins.


IV. KAFLI

NOTKUN NÁMSTITILS

6. gr.


1. Gistiríki skulu, með fyrirvara um 15. gr., tryggja að ríkisborgarar aðildarríkja sem fullnægja skilyrðum sem sett eru í 2. eða 5. gr. eigi rétt á að nota löggilda námstitla sína og, eftir því sem við á, skammstöfun á þeim sem er notuð í upprunaríki þeirra eða aðildarríkinu sem þeir koma frá, á máli þess ríkis. Gistiríki geta krafist þess að titlinum fylgi upplýsingar um heiti og staðsetningu stofnunarinnar eða prófanefndarinnar sem veitti hann.

2. Ef líkur eru á að námstitlinum, sem er notaður í upprunaríkinu eða aðildarríkinu sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá, verði ruglað saman við titil í gistiríkinu sem krefst í því ríki viðbótarmenntunar eða þjálfunar sem hlutaðeigandi einstaklingur hefur ekki hlotið getur gistiríkið krafist þess að viðkomandi noti titil sem tíðkast í upprunaríkinu eða aðildarríkinu sem hann kemur frá í einhverri þeirri útgáfu sem talin er við hæfi í gistiríkinu.


V. KAFLI

ÁKVÆÐI ER AUÐVELDA AÐ STAÐFESTURÉTTAR OG RÉTTAR TIL AÐ VEITAÞJÓNUSTU SÉ NEYTT AÐ ÞVÍ ER VARÐAR STARFSEMI LJÓSMÆÐRA

A. Sérákvæði um staðfesturétt

7. gr.


1. Fari gistiríki fram á það við sína eigin ríkisborgara, sem æskja þess að leggja í fyrsta sinn fyrir sig einhverja þá starfsemi sem um getur í 1. gr., að þeir leggi fram meðmæli eða sönnun þess að þeir hafi óflekkað mannorð, þá ber því ríki að taka sem gildan vitnisburð, þegar í hlut eiga ríkisborgarar annarra aðildarríkja, vottorð sem gefið er út af lögbæru yfirvaldi í upprunalandi hins erlenda ríkisborgara eða í landi því sem hann kemur frá er sýnir að skilyrðum fyrir að hefja þá starfsemi sem umræðir sé fullnægt óflekkað mannorð eða góðan orðstír varðar.

2. Fari upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá ekki fram á það við þá aðila sem æskja þess að leggja í fyrsta sinn fyrir sig þá starfsemi sem um ræðir að þeir leggi fram meðmæli eða sönnun þess að þeir hafi óflekkað mannorð, getur gistiríkið farið fram á, þegar í hlut eiga ríkisborgarar upprunaríkisins eða aðildarríkisins sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá, að fá "sakavottorð" eða að öðrum kosti jafngilt skjal sem gefið er út af lögbærum yfirvöldum í upprunalandi hins erlenda ríkisborgara eða í aðildarríkinu sem hann kemur frá.

3. Búi gistiríkið yfir nákvæmri vitneskju um atvik alvarlegs eðlis sem hefur hent fyrir utan yfirráðasvæði þess áður en hlutaðeigandi einstaklingur öðlaðist staðfestu í því ríki og sé líklegt að það hafi áhrif á að starfsemi sú sem hér um ræðir verði hafin á yfirráðasvæði þess, getur það látið upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá vita.

Upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá skal sannprófa gildi upplýsinganna að svo miklu leyti sem þær geta haft áhrif á að starfsemi sú sem hér um ræðir verði hafin í því aðildarríki. Yfirvöld í því ríki skulu taka ákvörðun um eðli og umfang þeirrar rannsóknar sem þau gera og skulu tilkynna gistiríkinu til hvaða aðgerða verður gripið í kjölfarið að því er varðar vottorðin eða skjölin sem þau hafa gefið út.

4. Aðildarríkin skulu ábyrgjast að farið sé með upplýsingarnar sem veittar eru sem trúnaðarmál.


8. gr.

1. Komi fram í ákvæðum laga og stjórnsýslufyrirmæla í gistiríki kröfur um óflekkað mannorð eða góðan orðstír, að meðtöldum ákvæðum er tengjast iðkun þeirrar starfsemi sem umgetur í 1. gr. og varða viðurlög við alvarlegu misferli í starfi eða refsilagabroti, skal upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá senda gistiríkinu allar nauðsynlegar upplýsingar er varða ráðstafanir eða viðurlög sem fagfélög eða stjórnvöld grípa til gagnvart hlutaðeigandi einstaklingi eða hegningu sem hann hlýtur vegna brota í starfi í upprunaríkinu eða aðildarríkinu sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá.

2. Búi gistiríkið yfir nákvæmri vitneskju um atvik alvarlegs eðlis sem hefur hent fyrir utan yfirráðasvæði þess áður en hlutaðeigandi einstaklingur öðlaðist staðfestu í því ríki og séu líkur á að það hafi áhrif á iðkun þeirra starfa sem hér um ræðir á yfirráðasvæði þess, getur það látið upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá vita.

Upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá skal sannprófa gildi upplýsinganna að svo miklu leyti sem þær geta haft áhrif á iðkun þeirrar starfsemi sem hér um ræðir í því aðildarríki. Yfirvöld í því ríki skulu taka ákvörðun um eðli og umfang þeirrar rannsóknar sem þau gera og skulu tilkynna gistiríkinu til hvaða aðgerða verður gripið í kjölfarið að því er varðar upplýsingarnar sem hafa verið sendar samkvæmt 1. mgr.

3. Aðildarríkin skulu ábyrgjast að farið sé með upplýsingarnar sem veittar eru sem trúnaðarmál.


9. gr.

Ef gistiríki krefst þess af eigin ríkisborgurum sem æskja þess að hefja eða stunda einhverja þá starfsemi sem um getur í 1. gr. að þeir leggi fram vottorð um líkamlegt og andlegt heilbrigði ber þeim að taka sem fullgilda sönnun framvísun á skjalinu sem krafist er í upprunaríkinu eða aðildarríkinu sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá.

Ef upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá gerir engar slíkar kröfur til þeirra sem æskja þess að hefja eða stunda umrædda starfsemi ber gistiríkinu að taka við vottorði frá slíkum ríkisborgara sem lögbært yfirvald í því ríki hefur gefið út og er sambærilegt við vottorð sem gistiríkið gefur út.


10. gr.

Ekki má leggja fram skjöl sem gefin eru út í samræmi við 7., 8. og 9. gr. þegar meira en þrír mánuðir hafa liðið frá útgáfudegi þeirra.


11. gr.

1. Málsmeðferð þegar hlutaðeigandi einstaklingi er veitt leyfi til að hefja einhverja þá starfsemi sem umgetur í 1. gr., samkvæmt 7., 8. og 9. gr., verður að vera lokið eins skjótt og kostur er og eigi síðar en þremur mánuðum eftir að öll skjöl er varða þennan einstakling hafa verið lögð fram, án þess að hnekkt sé fresti sem hlotist getur vegna málskots sem komið getur til að málsmeðferð lokinni.

2. Í þeim tilvikum sem umgetur í 3. mgr. 7. gr. og 2. mgr. 8. gr., leiðir krafa umendurskoðun til þess að fresturinn sem kveðið er á um í 1. mgr. fellur úr gildi.

Aðildarríkið sem ráðgast er við skal gefa svar innan þriggja mánaða.

Að svari fengnu eða við lok tímabilsins skal gistiríkið halda áfram málsmeðferðinni sem um getur í 1. mgr.


12. gr.

Fari gistiríki fram á það við eigin ríkisborgara, sem æskja þess að hefja eða stunda einhverja þá starfsemi sem um getur í 1. gr., að þeir sverji eið eða gefi drengskaparheit og sé eiðurinn eða heitið þess eðlis að ríkisborgarar annarra aðildarríkja geti ekki nýtt það skal aðildarríkið tryggja að viðeigandi og jafngilt form til eiðtökunnar sé í boði fyrir hlutaðeigandi einstakling.

B. Sérákvæði um þjónustustarfsemi


13. gr.

1. Fari gistiríki fram á það við sína eigin ríkisborgara, sem æskja þess að hefja eða stunda einhverja þá starfsemi sem um getur í 1. gr., að þeir hafi annaðhvort starfsleyfi frá eða séu félagar í eða skráðir hjá fagfélagi eða -stofnun skal það aðildarríki veita ríkisborgurum annarra aðildarríkja undanþágu frá þeirri kröfu að því er varðar þjónustustarfsemi.

Hlutaðeigandi einstaklingur skal veita þjónustu með sömu réttindum og skyldum og ríkisborgarar gistiríkisins; hann skal m.a. hlíta starfsreglum sem eru settar af fagfélagi eða stjórnvöldum og gilda í því aðildarríki.

Samþykki gistiríki ráðstöfun samkvæmt annarri undirgrein eða öðlist vitneskju um atvik sem brjóta í bága við þessi ákvæði skal það þegar í stað tilkynna það aðildarríkinu þar sem hlutaðeigandi einstaklingur hefur staðfestu.

2. Gistiríkið getur krafist þess að hlutaðeigandi einstaklingur gefi lögbærum yfirvöldum yfirlýsingu fyrirfram um þjónustuna sem á að veita þegar hún felur í sér tímabundna dvöl á yfirráðasvæði þess.

Í bráðatilvikum má gefa yfirlýsinguna eins skjótt og auðið er eftir að þjónustan hefur verið látin í té.

3. Samkvæmt 1. og 2. mgr. getur gistiríkið krafist þess að hlutaðeigandi einstaklingur leggi frameitt eða fleiri skjöl sem hafa að geyma eftirfarandi upplýsingar:

— yfirlýsinguna sem um getur í 2. mgr.,

— vottorð þar sem fram kemur að hlutaðeigandi einstaklingur

hafi löggild réttindi til að stunda þá starfsemi sem um ræðir í aðildarríkinu þar sem hann hefur staðfestu,

— vottorð um að hlutaðeigandi einstaklingur hafi eitt eða fleiri prófskírteini, vottorð eða annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem krafist er til að fá að veita umrædda þjónustu og um getur í þessari tilskipun..

4. Ekki má framvísa skjalinu eða skjölunum sem eru tilgreind í 3. mgr. þegar meira en tólf mánuðir hafa liðið frá útgáfudegi þeirra.

5. Svipti aðildarríki tímabundið eða varanlega, að hluta eða að öllu leyti, einn af ríkisborgurum sínum eða ríkisborgara annars aðildarríkis sem hefur staðfestu á yfirráðasvæði þess réttinum til að stunda einhverja þá starfsemi sem um getur í 1. gr., skal það, eftir því sem við á, tryggja tímabundna eða varanlega afturköllun vottorðsins sem um getur í öðrum undirlið 3. mgr.


14. gr.

Ef krafist er skráningar hjá opinberri almannatryggingastofnun í gistiríki til að hægt sé að gera upp reikninga við tryggingastofnanir er varða þjónustu til handa einstakling-um sem njóta almannatrygginga, skal það aðildarríki veita ríkisborgurum aðildarríkja sem hafa staðfestu í öðru aðildarríki undanþágu frá þessari kröfu í þeim tilvikum sem þjónustustarfsemin hefur í för með sér ferðalög hlutaðeigandi einstaklings.

Engu að síður ber hlutaðeigandi einstaklingum að veita stofnuninni upplýsingar fyrirfram, eða eftir á í bráðatilvikum, um þá þjónustusem látin er í té.


C. Ákvæði sem eiga bæði við um staðfesturétt og réttinn til að veita þjónustu

15. gr.


Þegar notkun starfsheitis er lögvernduð í gistiríki að því er varðar einhverja þá starfsemi sem um getur í 1. gr. skulu ríkisborgarar annarra aðildarríkja, sem uppfylla skilyrði 2. og 5. gr., nota starfsheiti gistiríkisins sem í því ríki samsvarar þeim hæfisskilyrðum og skulu jafnframt nota skammstöfun heitisins.


16. gr.

1. Aðildarríkin skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gera hlutaðeigandi einstaklingum kleift að afla upplýsinga um heilbrigðis- og almannatryggingalög og, eftir því sem við á, siðareglur starfsgreinarinnar í gistiríkinu.

Í þessu skyni skulu aðildarríkin koma á fót upplýsingamiðstöðvum þar sem hlutaðeigandi aðilar geta aflað nauðsynlegra upplýsinga. Þegar um staðfestu er að ræða geta aðildarríkin krafist þess að þeir hafi samband við þessar miðstöðvar.

2. Aðildarríkin geta komið þeim miðstöðvum sem um getur í 1. mgr. á fót undir verndarvæng lögbærra yfirvalda og stofnana sem þau tilnefna fyrir lok frestsins sem settur er í 1. mgr. 20. gr.

3. Aðildarríkin skulu tryggja, eftir því sem við á, að viðkomandi einstaklingar afli sér, bæði í eigin þágu og vegna skjólstæðinga sinna, þeirrar málakunnáttu sem með þarf til að geta lagt stund á starfsgrein sína í gistiríkinu.


VI. KAFLI

LOKAÁKVÆÐI

17. gr.


Ef réttmætur efi er fyrir hendi getur gistiríkið krafist þess að lögbær yfirvöld í öðru aðildarríki staðfesti áreiðanleika prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi sem veitt hafa verið í síðarnefnda aðildarríkinu og sem um getur í II. og III. kafla og staðfesti jafnframt að hlutaðeigandi einstaklingar uppfylli þau skilyrði um menntun sem sett eru í tilskipun 80/155/EBE.


18. gr.

Aðildarríkin skulu, innan tímamarkanna sem sett eru 1. mgr. 20. gr., tilnefna þau yfirvöld og stofnanir sem hafa umboð til að gefa út eða veita viðtöku prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi, sem og skjölum þeim og upplýsingum sem um getur í þessari tilskipun, og skulu tilkynna það hinum aðildarríkjunum og framkvæmdastjórninni þegar í stað.


19. gr.

Tilskipun þessi skal einnig gilda um ríkisborgara aðildarríkja sem í samræmi við reglugerð (EBE) nr. 1612/68 stunda eða munu stunda þá starfsemi sem um getur í 1. gr. sem launþegar.


20. gr.

1. Aðildarríkin skulu gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að fara að tilskipun þessari innan þriggja ára frá birtingu hennar og tilkynna það framkvæmdastjórninni þegar í stað.

2. Aðildarríkin skulu sjá til þess að framkvæmdastjórninni berist helstu ákvæði úr landslögum sem samþykkt verða um málefni sem tilskipun þessi nær til..11. 2. 80 Stjórnartíðindi EB Nr. L 33/7


21. gr.

Verði vart verulegra vandkvæða á tilteknum sviðum við beitingu þessarar tilskipunar í aðildarríki ber framkvæmdastjórninni að kanna þessi vandkvæði í samráði við það ríki og krefjast álits nefndar háttsettra opinberra embættismanna um almannaheilbrigði sem skipuð var með ákvörðun 75/365/EBE ( 1 ), eins og henni var síðast breytt með ákvörðun 80/157/EBE ( 2 ).

Framkvæmdastjórninni ber að leggja viðeigandi tillögur fyrir ráðið gerist þess þörf.

( 1 ) Stjtíð. EB nr. L 167, 30. 6. 1975, bls. 19.
( 2 ) Stjtíð. EB nr. L 33, 11. 2. 1980, bls. 15.

22. gr.

Tilskipun þessari er beint til aðildarríkjanna.

Gjört í Brussel 21. janúar 1980.


Fyrir hönd ráðsins,

G. MARCORA

forseti.



TILSKIPUN RÁÐSINS

frá 22. desember 1980


um breytingu, vegna aðildar Grikklands, á tilskipun 80/154/EBE um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi í ljósmóðurfræðum, að meðtöldum ráðstöfunum er auðvelda að staðfesturéttar og réttar til að veita þjónustu sé neytt

(80/1273/EBE)

RÁÐ EVRÓPUBANDALAGANNA HEFUR,

með hliðsjón af aðildarlögunum frá 1979, einkum 146. gr.,

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

Tilskipun ráðsins 80/154/EBE frá 21. janúar 1980 um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi í ljósmóðurfræðum, að meðtöldum ráðstöfunum er auðvelda að staðfesturéttar og réttar til að veita þjónustu sé neytt ( 1 )var samþykkt eftir að aðildarlögin höfðu verið undirrituð.

Gera þarf ákveðnar breytingar á tilskipuninni í ljósi aðildar Grikklands til þess að tryggja að Grikkland beiti henni á svipaðan hátt og önnur aðildarríki.

SAMÞYKKT TILSKIPUN ÞESSA:


1. gr.

Tilskipun 80/154/EBE er breytt svo sem hér segir:

1. Eftirfarandi bætist við 1. gr.:

"í Grikklandi:

( 1 ) Stjtíð. EB nr. L 33, 11. 2. 1980, bls. 1.

2. Eftirfarandi liður bætist við 3. gr.:

" j) í Grikklandi:

staðfest af félagsmálaráðuneyti,

sem gefið er út af KATEE."


2. gr.

Aðildarríkin skulu gera ráðstafanir til að fara að þessari tilskipun innan þeirra tímamarka sem sett eru í 1. mgr. 20. gr. tilskipunar 80/154/EBE.

Þau skulu tilkynna það framkvæmdastjórninni þegar í stað.


3. gr.

Tilskipun þessari er beint til aðildarríkjanna.


Gjört í Brussel 22. desember 1980.

Fyrir hönd ráðsins,

J. SANTER

forseti.



380L0154: Tilskipun ráðsins 80/154/EBE frá 21. janúar 1980 (Stjtíð. EB nr. L 33,11.2.1980, bls. 1), eins og henni var breytt með:

- 1851: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum - aðild Lýðveldisins Grikk-lands að Evrópubandalögunum (Stjtíð EB nr. L 302,15.11.1985, bls.161).

a) Eftirfarandi barist við 1. gr.:
"á Spáni:
"matrona" eða "asistente obstétrico",
í Portúgal:
"enfermeiro especialista em enfermagem de saúde materna a obstétrica"."
b) Eftirfarandi bætist við 3. gr.:
,,á Spáni:

prófskírteinið "asistencia obstétrica" sem gefið er út af ráðuneyti mennta- og vísindamála; í Portúgal:
prófskírteinið "enfernteiro especialista em enfernmgem de saúde materna e obstétrica"."

Ákvæði tilskipunarinnar skulu, að því er þennan samning varðar, aðlöguð sem hér segir:
a) Eftirfarandi bætist við 1. gr.:
"í Austurríki:
- "Hebamme";
í Finnlandi:
- "kátilölbarnmorska";
á Íslandi:
- "ljósmóðir` ;
í Liechtenstein:
- "Hebamme` ;
í Noregi:
- "jordmor";
í Svíþjóð:
- "barnmorska`
í Sviss:
- "Hebamme/sage-femmellevatrice"."

b) Eftirfarandi bætist við 3. gr.:
"m) í Austurríki:

"Hebammen-Diplom" sem ljósmæðraskóli veitir;
n) í Finnlandi:
"kátilöJbarnmorska" eða "erikoissairaanhoitaja, naistentaudit ja äitiyshuolto/special-sjukskötare, kvinnosjukdomar och mödravård" (prófskírteini í ljósmæðrafræðum) sem hjúkrunarskóli veitir;
o) á Íslandi:
próf frá Ljósmæðraskóla Íslands;
p) í Liechtenstein:
prófskírteini, vottorð og önnur starfsheiti sem vent eru í öðru ríki sem tilskipun þessi tekur til og tilgreind í þessari grein;

q) í Noregi:

"bevis for bestått jordmoreksamen" (prófskírteini í ljósmóðurfræðum) sem ljós-mæðraskóli veitir og vottorð um starfsþjálfun sem lögbær yfirvöld heilbrigðismála gefa út;
r) í Svíþjóð:
prófskírteini sem "barnmorska" (BSc í hjúkrunarfræðum eða 1 jósmæðrafræðum) sem hjúkrunarskóli veitir;

s) í Sviss:

"diplomierte Hebamme/sage-femme diplômée/ levatrice diplomats" (prófskírteini í 1 jósmóðurfræðum) sem lögbært yfirvald veitir."

2. 380L0155: Tilskipun ráðsins 801155/EBE 1rá 21. janúar 1980 um samræmingu á ákvæðum er varða það að beta og stands starfsemi ljósmæðra og sett eru með lögum eða stjórnsýslu-fyrirmælum (Stjtíð. EB nr. L 33,11.2.1980, bls. l), eins og benni var breytt með:

- 389L0594: Tilskipun ráðsins 89/594/EBE frá 30. október 1989 (Stjtíð. EB nr. L 341, 23.11.1989, bls.19). (Sjá 1. tölulið í fylgiskjali 1).

Sviss er vein undanþága frá ákvæðum tilskipunar 80/155/EBE, eins og þau eru aðlöguð í þessum samningi, og skal stands við skuldbindingarnar sem þar eru settar fram í síðasta lagi 1. janúar 1997 í stað 1. janúar 1993.

TILSKIPUN RÁÐSINS

frá 21. janúar 1980

um samræmingu á ákvæðum er varða það að hefja og stunda starfsemi ljósmæðra og sett eru með lögum eða stjórnsýslufyrirmælum

(80/155/EBE)


RÁÐ EVRÓPUBANDALAGANNA HEFUR,

með hliðsjón af stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu, einkum 49., 57. og 66. gr.,

með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar ( 1 ),

með hliðsjón af áliti Evrópuþingsins ( 2 ),

með hliðsjón af áliti efnahags- og félagsmálanefndarinnar ( 3 ),

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

Samkvæmt 57. gr. sáttmálans verður að samræma ákvæði sem sett eru með lögum og stjórnsýslufyrirmælum og varða það að hefja og stunda starfsemi ljósmæðra. Nauðsynlegt er vegna almannaheilbrigðis að koma á innan bandalagsins sameiginlegri skilgreiningu á menntun og starfssviði sérmenntaðs fólks í umræddri starfsgrein. Ekki hefur þótt fýsilegt að taka upp sameiginlega námsskrá í þessu skyni fyrir öll aðildarríkin. Þvert á móti ætti að gefa þeim frjálsar hendur til þess að skipuleggja námið. Af þeim sökum er besta lausnin að ákveða lágmarkskröfur.

Samræming skilyrða sem mælt er fyrir um í þessari tilskipun kemur ekki í veg fyrir síðari samræmingu.

Að því er nám varðar gera flest aðildarríkin ekki greinarmun á ljósmæðrum sem starfa sem launþegar og þeim sem eru sjálfstætt starfandi. Af þeim sökum virðist nauðsynlegt að víkka gildissvið þessarar tilskipunar þannig að hún nái til ljósmæðra sem starfa sem launþegar.

SAMÞYKKT TILSKIPUN ÞESSA:


1. gr.

1. Aðildarríkin skulu krefja þá sem æskja þess að hefja og stunda starfsemi ljósmæðra með þeim starfsheitum sem um getur í 1. gr. tilskipunar 80/154/EBE ( 4 ) um prófskír-

( 1 ) Stjtíð. EB nr. C 18, 12. 2. 1970, bls. 1.
( 2 ) Stjtíð. EB nr. C 101, 4. 8. 1970, bls. 26.
( 3 ) Stjtíð. EB nr. C 146, 11. 12. 1970, bls. 17.

teini, vottorð eða annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi í ljósmóðurfræðum eins og skráð er í 3. gr. sömu tilskipunar og tryggir að á námstímanum hafi hlutaðeigandi einstaklingur öðlast:

a) fullnægjandi þekkingu á þeim vísindagreinum sem starfsemi ljósmæðra byggir á, einkum fæðingarfræði og kvensjúkdómafræði;

b) fullnægjandi þekkingu á siðfræði starfsgreinarinnar og löggjöf er hana varðar;

c) ítarlega þekkingu á líffræðilegri starfsemi, líffærafræði og lífeðlisfræði á sviði ljósmóðurfræða og nýbura, auk þekkingar á sambandinu milli heilsufars, aðbúnaðar, félagslegs umhverfis manna og hegðunar þeirra;

d) fullnægjandi klíníska reynslu sem fengist hefur á viðurkenndum stofnunum undir handleiðslu starfsfólks sem er menntað á sviði ljósmóðurfræða og fæðingarfræði;

e) fullnægjandi skilning á menntun starfsfólks í heilbrigðisstéttum og reynslu af því að vinna með slíku starfsfólki.

2. Námið sem getið er í 1. mgr. skal fela í sér:

— annaðhvort fullt nám í ljósmóðurfræðum sem er að minnsta kosti þriggja ára bóklegt og verklegt nám þar sem aðgangur er háður því að viðkomandi hafi að minnsta kosti fyrstu tíu ár almenns grunnnáms að baki,

— eða fullt nám í ljósmóðurfræðum sem stendur að minnsta kosti í átján mánuði, þar sem aðgangur er háður því að viðkomandi hafi undir höndum prófskírteini, vottorð eða annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi hjúkrunarfræðings í almennri hjúkrun sem getið er í 3. gr. tilskipunar 77/452/EBE ( 5 ).

3. Námið í ljósmóðurfræðum sem kveðið er á um í fyrsta undirlið 2. mgr. skal fela í sér að minnsta kosti þær námsgreinar sem fram koma í námsskránni í viðaukanum.

( 4 ) Stjtíð. EB nr. L 33, 11. 2. 1980, bls. 1.
( 5 ) Stjtíð. EB nr. L 176, 15. 7. 1977, bls. 1.

Námið sem kveðið er á um í öðrum undirlið 2. mgr. skal fela í sér að minnsta kosti þær námsgreinar sem skráðar eru í viðaukanum og eru ekki hluti af sambærilegu mámi hjúkrunarfræðinga.

4. Aðildarríkjunum ber að tryggja að sú stofnun sem sér um menntun ljósmæðra sé ábyrg fyrir samræmingu bóklegra og verklegra þátta alls námsins.

Bóklega og verklega námið sem um ræðir í A-hluta viðaukans verður að vera í jafnvægi við og taka mið af klínískri þjálfun ljósmæðra sem um ræðir í B-hluta sama viðauka til þess að hægt sé að öðlast þá þekkingu og reynslu sem talin er upp í l. mgr. á viðhlítandi hátt.

Kennsla í klínískum greinum verður að fara fram undir eftirliti á deildum sjúkrahúsa eða á öðrum heilbrigðisstofnunum sem viðurkenndar eru af lögbærum yfirvöldum eða stofnunum. Meðan á náminu stendur skulu ljósmóðurnemar taka þátt í starfsemi þessara deilda svo framarlega sem starfsemin stuðlar að menntun þeirra. Þeim skal gerð grein fyrir þeirri ábyrgð sem starfsemi ljósmóður felur í sér.


2. gr.

Að lokinni reglubundinni könnun á árangri af námi því sem kveðið er á um í 2. mgr. 1. gr. skal framkvæmdastjórnin leggja sína fyrstu skýrslu fyrir ráðið sex árum eftir birtingu þessarar tilskipunar. Könnunin skal framkvæmd með aðstoð ráðgjafarnefndar um nám ljósmæðra.

Í ljósi niðurstaðna þessarar könnunar skal framkvæmdastjórnin leggja fram tillögur að breytingum sem ætlað er að samræma lágmarkskröfur vegna þessa náms með þeim skilyrðum sem kveðið er á um í fyrsta inndrætti fyrsta undirliðar og í öðrum undirlið 1. mgr. 2. gr. tilskipunar 80/154/EBE.

Ráðið skal afgreiða þessar tillögur þegar í stað.


3. gr.

Þrátt fyrir 1. gr. geta aðildarríki heimilað hlutanám með skilyrðum sem eru samþykkt af lögbærum innlendum yfirvöldum.

Samanlagður tími í hlutanámi má ekki vera styttri en fullt nám. Ekki má slaka á kröfum um gæði námsins í hlutanáminu.


4. gr.

Aðildarríkin skulu tryggja að ljósmæður eigi að minnsta kosti rétt á að hefja og stunda eftirtalda starfsemi:

1. veita haldgóðar upplýsingar og ráðgjöf um fjölskylduáætlanir;

2. greina þungun og hafa eftirlit með eðlilegri meðgöngu;

gera nauðsynlegar prófanir vegna eftirlits með framvindu eðlilegrar meðgöngu;

3. mæla fyrir umeða ráðleggja prófanir sem nauðsynlegar eru til þess að greina hið fyrsta merki um áhættu í meðgöngu;

4. halda foreldranámskeið með fræðslu um foreldrahlutverk, fæðingu og ráðgjöf um hreinlæti og næringu;

5. annast og aðstoða móður meðan á fæðingu stendur og fylgjast með ástandi fósturs í leginu með viðeigandi klínískum og tæknilegum aðferðum;

6. sjá um eðlilegar fæðingar að meðtöldum spangarskurði þegar hans gerist þörf og, í bráðatilvikum, sitjandi fæðingu;

7. þekkja hættumerki hjá móður eða ungbarni sem krefst umsagnar læknis og aðstoða hann eftir þörfum; gera nauðsynlegar neyðarráðstafanir í fjarveru læknis, einkum til að ná fylgju út, auk hugsanlegrar þreifingar legsins;

8. skoða og annast nýbura; taka frumkvæði þegar nauðsyn ber til og gera bráða endurlífgun þegar þörf krefur;

9. annast og fylgjast með líðan móður eftir fæðingu og gefa móður öll nauðsynleg ráð varðandi umönnun ungbarna til að tryggja hámarksframfarir hjá nýburanum;

10. framkvæma meðferð sem læknir hefur mælt fyrir um;

11. annast nauðsynlega skýrslugerð.


5. gr.

Tilskipun þessi skal einnig gilda um ríkisborgara aðildarríkja sem í samræmi við reglugerð (EBE) nr. 1612/68 frá 15. október 1968 um frelsi launþega til flutninga innan bandalagsins ( 1 ) stunda eða munu stunda sem launþegar þá starfsemi sem um getur í 1. gr. tilskipunar 80/154/EBE.

( 1 ) Stjtíð. EB nr. L 257, 19. 10. 1968, bls. 2.


6. gr.

1. Aðildarríkin skulu gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að fara að tilskipun þessari innan þriggja ára frá birtingu hennar og tilkynna það framkvæmdastjórninni þegar í stað.

2. Aðildarríkin skulu sjá til þess að framkvæmdastjórninni berist helstu ákvæði úr landslögum sem samþykkt verða um málefni sem tilskipun þessi nær til.


7. gr.

Verði vart verulegra vandkvæða á tilteknum sviðum við beitingu þessarar tilskipunar í aðildarríki ber framkvæmdastjórninni að kanna þessi vandkvæði í samráði við það ríki og krefjast álits nefndar háttsettra opinberra embættismanna um almannaheilbrigði sem skipuð var með ákvörðun 75/365/EBE ( 1 ), eins og henni var síðast breytt með ákvörðun 80/157/EBE ( 2 ).

Framkvæmdastjórninni ber að leggja viðeigandi tillögur fyrir ráðið gerist þess þörf.

( 1 ) Stjtíð. EB nr. L 167, 30. 6. 1975, bls. 19.
( 2 ) Stjtíð. EB nr. L 33, 11. 2. 1980, bls. 15.

8. gr.

Eigi síðar en sex árum eftir birtingu þessarar tilskipunar, skal ráðið, að fenginni tillögu frá framkvæmdastjórninni og að fengnu áliti ráðgjafarnefndarinnar, ákveða hvort undanþága sú sem kveðið er á um í þriðja lið B-hluta viðaukans skuli dregin til baka eða gildissvið hennar þrengt.


9. gr.

Tilskipun þessari er beint til aðildarríkjanna.


Gjört í Brussel 21. janúar 1980.

Fyrir hönd ráðsins,

G. MARCORA

forseti.


VIÐAUKI

NÁMSSKRÁ FYRIR LJÓSMÆÐUR

Nám sem er undanfari að prófskírteini, vottorði eða öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi ljósmæðra felur í sér eftirtalda tvo hluta:

A. BÓKLEG OG VERKLEG KENNSLA

a) Almennar námsgreinar
1. Undirstaða í líffærafræði og -lífeðlisfræði
2. Undirstaða í meinafræði
3. Undirstaða í gerlafræði, -veirufræði og -sníklafræði
4. Undirstaða í lífeðlisfræði, lífefnafræði og geislalæknisfræði
5. Barnalækningar, með sérstakri áherslu á nýbura
6. Heilsufræði, heilsufræðsla, forvarnarlæknisfræði, greining sjúkdóma á byrjunarstigi
7. Næring og næringarfræði, með sérstakri áherslu á konur, nýbura og ungbörn
8. Undirstaða í félagsfræði og atriðum er lúta að félagslækningum
9. Undirstaða í lyfjafræði
10. Sálfræði
11. Kennslufræði
12. Heilbrigðis- og félagsmálalöggjöf og heilbrigðiskerfi
13. Siðfræði starfsgreinarinnar og löggjöf
14. Kynfræðsla og fjölskylduáætlanir
15. Lagaleg réttindi móður og ungbarns

b) Námsgreinar er varða störf ljósmæðra sérstaklega
1. Líffærafræði og lífeðlisfræði
2. Fósturfræði og fósturþroski
3. Meðganga, fæðing og sængurlega
4. Meinafræði í tengslum við kvensjúkdómafræði og fæðingarfræði
5. Undirbúningur undir fæðingu og foreldrahlutverkið, að meðtöldum sálfræðilegum hliðum
6. Undirbúningur fæðingar (auk þekkingar og notkunar á tæknilegum búnaði er tengist fæðingarfræði)
7. Deyfing, svæfing og endurlífgun
8. Lífeðlisfræði og meinafræði nýbura
9. Umönnun og eftirlit með nýburum
10. Sálfræðilegir og félagslegir þættir

B. VERKLEGT OG KLÍNÍSKT NÁM
Þetta nám verður að fara fram undir viðeigandi eftirliti:
1. Ráðgjöf til þungaðra kvenna, sem felur í sér að minnsta kosti 100 skoðanir á meðgöngutíma
2. Eftirlit og umönnun að minnsta kosti fjörutíu þungaðra kvenna.
3. Fylgd nema við að minnsta kosti fjörutíu fæðingar; ef ekki er hægt að fylla þennan kvóta vegna þess að fæðingar eru ekki nógu margar má lækka töluna í þrjátíu að því tilskildu að neminn aðstoði við tuttugu fæðingar til viðbótar
4. Aðstoð við eina eða tvær sitjandi fæðingar
5. Reynsla af spangarskurði og frumæfing í saumi
6. Eftirlit og umönnun með fjörutíu þunguðum konum í áhættuflokki
7. Að minnsta kosti 100 eftirskoðanir og skoðanir heilbrigðra nýbura
8. Eftirlit og umönnun mæðra og nýbura að meðtöldum fyrirburum, léttburum og veikum nýburum, og nýburum fæddum eftir eðlilegan meðgöngutíma
9. Umönnun sjúkra ef það er á sviði kvensjúkdóma- og fæðingarfræði og sjúkdómar nýbura og ungbarna
10. Reynsla af að annast almenn sjúkdómstilvik á sviði læknisfræði og skurðlæknisfræði

(sjá 1. tölulið í fylgiskjali 1)

Fylgiskjal 5:


Lyfjafræðingar

1. 385L0432: Tilskipun ráðsins 85/432/EBE frá 16. september 1985 um samræmingu á ákvæðum er varða ákveðna starfsemi á sviði lyfjafræði lyfsala og sett eru með lögum og stjórnsýslufyrirmælum ( Stjtíð. EB. nr. L 253, 24.91985, bls 34).

TILSKIPUN RÁÐSINS

frá 16. september 1985 um samræmingu á ákvæðum er varða ákveðna starfsemi á sviði lyfjafræði lyfsala og sett eru með lögum og stjórnsýslufyrirmælum

(85/432/EBE)


RÁÐ EVRÓPUBANDALAGANNA HEFUR,

með hliðsjón af stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu,

einkum 49. og 57. gr.,

með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar ( 1 ),

með hliðsjón af áliti Evrópuþingsins ( 2 ),

með hliðsjón af áliti efnahags- og félagsmálanefndar-innar

( 3 ), og að teknu tilliti til eftirfarandi:

Einstaklingar sem hlotið hafa prófskírteini, vottorð eða aðra formlega menntun og hæfi í lyfjafræði lyfsala eru viðurkenndir sérfræðingar á sviði lyfja og verða að meginreglu til að hafa aðgang að tiltekinni lágmarksstarfsemi á því sviði í öllum aðildarríkjunum. Við skilgreiningu á þessari lágmarksstarfsemi er þessari tilskipun ekki ætlað að takmarka þá starfsemi sem lyfjafræðingar mega stunda í aðildarríkjunum, einkum er varðar læknisfræðilega greiningu, né heimila þeim neins konar einkasölu þar sem skipan einkasölu heldur áfram að vera einkamál aðildarríkjanna.

Auk þess tryggir þessi tilskipun ekki samræmingu allra skilyrða sem sett eru um aðgang og iðkun starfsemi á sviði lyfjafræði lyfsala. Meðal annars heldur landfræðileg dreif-

( 1 ) Stjtíð. EB nr. C 35, 18. 2. 1981, bls. 3.
( 2 ) Stjtíð. EB nr. C 277, 17. 10. 1983, bls. 160.
( 3 ) Stjtíð. EB nr. C 230, 10. 9. 1981, bls. 10.

ing lyfjaverslana og einkasala á lyfjum áframað vera einkamál aðildarríkjanna.

Með það í huga að komið verði á gagnkvæmri viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi í lyfjafræði lyfsala, sem mælt er fyrir um með tilskipun ráðsins 85/433/EBE frá 16. september 1985 um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi í lyfjafræði lyfsala, að meðtöldum ráðstöfunum er auðvelda að staðfesturéttar sé neytt að því er varðar ákveðna starfsemi á sviði lyfjafræði lyfsala ( 4 ), gerir samhæfing náms í aðildarríkjunum kleift að samræmingin á þessu sviði sé einskorðuð við að virða lágmarkskröfur sem gefur aðildarríkjunum frjálsar hendur með skipulagningu kennslu.

Tilskipun þessi kemur ekki í veg fyrir að aðildarríkin geti krafist viðbótarskilyrða um menntun vegna aðgangs að starfsemi sem heyrir ekki undir lágmarksstarfsemina sem samræmingin tekur til. Af þessum sökum getur gistiríki sem setur slík skilyrði látið þau gilda um ríkisborgara aðildarríkja sem hlotið hafa eitt af þeim prófskírteinum sem um getur í 4. gr. tilskipunar 85/433/EBE.

Samræmingin sem kveðið er á um í þessari tilskipun tekur til menntunar og hæfis í starfsgreininni. Fæst aðildarríki gera eins og stendur greinarmun á sérmenntuðum einstaklingum sem stunda starfsemi sína sem launþegar og þeim sem starfa sjálfstætt. Af þessum sökum virðist nauðsynlegt að víkka gildissvið þessarar tilskipunar þannig að hún nái einnig til sérmenntaðra einstaklinga sem eru launþegar.

( 4 ) Stjtíð. EB nr. L 253, 24. 9. 1985, bls. 37.

Verið er að móta frekara nám á tilteknum sviðum lyfjafræði lyfsala en því er ætlað að víkka ákveðin þekkingarsvið sem eru hluti af námi lyfjafræðinga. Við þessar aðstæður og með það að markmiði að koma á gagnkvæmri viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi í sérgreinum lyfjafræði lyfsala og til að gera öllum sem tilheyra starfsgreininni og eru ríkisborgarar aðildarríkja jafnhátt undir höfði innan bandalagsins, er nauðsynlegt að koma á nokkurri samræmingu á kröfum um menntun sérfræðinga á sviði lyfjafræði lyfsala enda er tiltekið nám sambærilegt í allmörgum aðildarríkjum og getur heimilað einstaklingi að bera sérfræðingstitil, án þess að það nám sé sett sem skilyrði um aðgang að þeirri starfsemi sem heyrir undir samræmdu lágmarksstarfsemina. Slík samræming virðist ekki gerleg á þessu stigi en að henni ber að stefna eins skjótt og kostur er ásamt viðeigandi gagnkvæmri viðurkenningu.

SAMÞYKKT TILSKIPUN ÞESSA:


1. gr.

1. Aðildarríkin skulu sjá til þess að handhafar prófskírteina, vottorða eða annarrar menntunar og hæfis í lyfjafræði lyfsala á háskóla eða sambærilegu stigi sem fullnægja skilyrðunum sem sett eru í 2. gr. eigi að minnsta kosti rétt á aðgangi að starfsemi þeirri sem um ræðir í 2. mgr. og að stunda slíka starfsemi með þeim skilyrðum, eftir því sem við á, að viðbótarstarfssþjálfunar hafi verið aflað.

2. Starfsemin sem um getur í 1. mgr. er:

— gerð lyfjaforma lyfja,
— framleiðsla og prófun lyfja,
— prófun lyfja á lyfjarannsóknarstofu,
— geymsla, varðveisla og dreifing lyfja á heildsölustigi,
— gerð, prófun, geymsla og öflun lyfja fyrir lyfjabúðir sem eru opnar almenningi,
— gerð, prófun, geymsla og afgreiðsla lyfja innan sjúkrahúsa,
— miðlun upplýsinga og ráðgjöf um lyf.

3. Ef samkeppnispróf er notað í aðildarríki á þeim tíma sem tilskipun þessi verður samþykkt sem miðar að því að velja úr hópi þeirra handhafa sem um getur í 1. mgr. þá sem tilnefna á til að veita forstöðu nýjum lyfjabúðum, sem komið verður á fót samkvæmt innlendu kerfi um landfræðilega staðsetningu lyfjabúða, getur aðildarríkið, þrátt fyrir 1. mgr., haldið þessu samkeppnisprófi og krafist þess að ríkisborgarar aðildarríkjanna, sem hlotið hafa prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi í lyfjafræði lyfsala sem um getur í 1. mgr. 2. gr. og 6. gr. tilskipunar 85/433/EBE, taki þátt í slíku prófi.


2. gr.

Aðildarríkin skulu binda veitingu prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi sem um getur í 1. gr. við eftirfarandi lágmarksskilyrði:

1. Nám sem er undanfari prófskírteina, vottorða og annarrar formlegrar menntunar og hæfis skal tryggja:

a) fullnægjandi þekkingu á lyfjum og þeim efnum sem notuð eru við framleiðslu lyfja;

b) fullnægjandi þekkingu á lyfjagerðarfræði og eðlisfræðilegri, efnafræðilegri, líffræðilegri og örverufræðilegri prófun á lyfjum;

c) fullnægjandi þekkingu á umbroti og verkun lyfja og eiturefna og á notkun lyfja;

d) fullnægjandi þekkingu til að meta vísindaleg gögn er varða lyf svo að viðkomandi sé fær um að veita viðeigandi upplýsingar á grundvelli þessarar þekkingar;

e) fullnægjandi þekkingu á lagalegum jafnt sem öðrum kröfum sem gerðar eru til þeirra sem stunda lyfjafræði.

2. Til að komast í slíkt nám verður umsækjandi að hafa undir höndum prófskírteini eða vottorð sem gerir honum kleift að hefja umrætt nám í háskólum í aðildarríki eða æðri menntastofnunum sem hlotið hafa sambærilega viðurkenningu.

3. Prófskírteinið, vottorðið eða önnur formleg menntun og hæfi skal votta að lokið hafi verið við nám sem staðið hefur yfir í að minnsta kosti fimm ár og í því hafi falist:

— minnst fjögurra ára bóklegt og verklegt nám í fullu námi í háskóla, í æðri menntastofnunum sem hafa hlotið sambærilega viðurkenningu eða undir eftirliti háskóla,

— minnst sex mánaða starfsþjálfun í lyfjabúð sem er opin almenningi eða á sjúkrahúsi undir eftirliti lyfjadeildar á því sjúkrahúsi..

4. Þrátt fyrir 3. lið:

a) ef tvenns konar nám er í boði í aðildarríki þegar tilskipun þessi er samþykkt, annað sem stendur í fimm ár og hitt í fjögur ár, skal litið svo á að prófskírteinið, vottorðið eða önnur formleg menntun og hæfi með staðfestingu á því að fjögurra ára námi hafi verið lokið fullnægi skilyrðunum sem sett eru í 3. lið, að því tilskildu að prófskírteinið, vottorðið eða önnur formleg menntun og hæfi með staðfestingu á þessu tvenns konar námi séu viðurkennd sem jafngild í því ríki;

b) ef aðildarríki getur ekki veitt sex mánaða starfsþjálfun vegna þess að ekki eru nógu margar stöður fyrir hendi í lyfjabúðum sem opnar eru almenningi eða á sjúkrahúsum í nágrenni við menntastofnanirnar getur það, um fimm ára skeið frá því að fresturinn sem kveðið er á um í 5. gr. rennur út, gert ráðstafanir til að ekki meira en helmingur þess þjálfunartíma feli í sér störf lyfjafræðings í fyrirtæki sem framleiðir lyf.

5. Námið sem um getur í 3. lið verður að minnsta kosti að fela í sér bóklegt og verklegt nám í þeim greinum sem hér eru taldar:

— Plöntu- og dýralíffræði,
— Eðlisfræði,
— Almenn og ólífræn efnafræði,
— Lífræn efnafræði,
— Efnagreining,
— Lyfjaefnafræði, að meðtalinni lyfjagreiningu,
— Almenn og hagnýt lífefnafræði (læknisfræðileg),
— Líffærafræði og lífeðlisfræði; íðorðaforða læknisfræðinnar,
— Örverufræði,
— Lyfjafræði lækna og lyfjameðferð,
— Lyfjagerðarfræði,
— Eiturefnafræði,
— Lyfjafræði náttúruefna (lyflýsingafræði),
— Löggjöf og, eftir því sem við á, siðfræði atvinnugreinarinnar.

Hlutfallið á milli bóklegs og verklegs náms í hverri grein verður að vera með þeim hætti að hæfileg áhersla sé lögð á bóklega námið til að viðhalda því fræðilega yfirbragði sem þarf að vera á námi á háskólastigi.


3. gr.

Eigi síðar en þremur árum eftir að fresturinn sem mælt er fyrir um í 5. gr. rennur út, skal framkvæmdastjórnin leggja fyrir ráðið viðeigandi tillögur umsérnámí lyfjafræði lyfsala, einkum sjúkrahúsalyfjafræði. Ráðið skal kanna þessar tillögur innan eins árs.


4. gr.

Tilskipun þessi skal einnig gilda um ríkisborgara aðildarríkja sem í samræmi við reglugerð (EBE) nr. 1612/68 frá 15. október 1968 um frelsi launþega til flutninga innan bandalagsins ( 1 ) stunda eða munu stunda sem launþegar einhverja þá starfsemi sem um getur í 1. gr. tilskipunar 85/433/EBE.


5. gr.

1. Aðildarríkjunum ber að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að fara að tilskipun þessari fyrir 1. október 1987 og tilkynna það framkvæmdastjórninni þegar í stað.

2. Aðildarríkin skulu sjá til þess að framkvæmdastjórninni berist helstu ákvæði úr landslögum sem samþykkt verða um málefni sem tilskipun þessi nær til.


6. gr.

Verði aðildarríki vart verulegra vandkvæða á tilteknum sviðum við beitingu þessarar tilskipunar ber framkvæmdastjórninni í samráði við það ríki að skoða þessi vandkvæði og krefjast álits lyfjafræðinefndarinnar sem skipuð var með ákvörðun ráðsins 75/320/EBE ( 2 ).

Framkvæmdastjórninni ber að leggja viðeigandi tillögur fyrir ráðið gerist þess þörf.


7. gr.

Tilskipun þessari er beint til aðildarríkjanna.

Gjört í Lúxemborg 16. september 1985.


Fyrir hönd ráðsins,

M. FISCHBACH

forseti.


( 1 ) Stjtíð. EB nr. L 257, 19. 10. 1968, bls. 2.
( 2 ) Stjtíð. EB nr. L 147, 9. 6. 1975, bls. 23.

2. 385L0433: Tilskipun ráðsins 85/433/EBE frá 16. September 1980 um gagnkvæma viður-kenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi í lyfjafræði lyfsala, að meðöldum ráðstöfunum er auðvelda að staðfesturéttar sé neytt að því er varðar ákveðna starfsemi á sviði lyfjafræði lyfsala (Stjtíð. EB nr. L 253, 24.9.1985, bls. 37), eins og henni var breytt með:

- 385L0584: Tilskipun ráðsins 85/584/EBE frá 20. desember 1985 (Stjtíð. EB nr. L 372, 31.12.1985, bls. 42);

- 390L0658: Tilskipun ráðsins 90/658/EBE frá 4. desember 1990 (Stjtíð. EB nr. L 353, 17.12.1990, bls. 73). (Sjá 1. tölulið í fylgiskjali 1).

TILSKIPUN RÁÐSINS

frá 16. september 1985

um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi í lyfjafræði lyfsala, að meðtöldum ráðstöfunum er auðvelda að staðfesturéttar sé neytt að því er varðar ákveðna starfsemi á sviði lyfjafræði lyfsala

(85/433/EBE)


RÁÐ EVRÓPUBANDALAGANNA HEFUR,

með hliðsjón af stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu, einkum 49. og 57. gr.,

með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar ( 1 ),

með hliðsjón af áliti Evrópuþingsins ( 2 ),

með hliðsjón af áliti efnahags- og félagsmálanefndarinnar ( 3 ),

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

Samkvæmt sáttmálanum er ekki leyfilegt að loknu aðlögunartímabilinu að mismuna fólki á grundvelli ríkisfangs að því er varðar staðfestu og þjónustustarfsemi. Slíkt jafnræði hvað varðar ríkisfang nær einkum til veitingar hvers kyns starfsleyfa sem krafist er ef hefja á ákveðna starfsemi og til skráningar eða þátttöku í stéttarsamtökum eða -félögum.

Engu að síður virðist æskilegt að setja sérstök ákvæði er auðvelda að staðfesturéttarins sé neytt.

Samkvæmt h-lið 3. mgr. 54. gr. sáttmálans mega aðildarríkin ekki veita neina þá aðstoð sem raskað gæti skilyrðum fyrir staðfestu.

Í 1. mgr. 57. gr. sáttmálans er kveðið á um að tilskipanir skuli gefnar út um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi.

Þar sem verulegur munur er á námi í lyfjafræði lyfsala í aðildarríkjunum er nauðsynlegt að setja ákveðin samræmingarákvæði er gera aðildarríkjunum kleift að koma á gagnkvæmri viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi.

Slík samræming hefur verið fastsett með tilskipun ráðsins 85/432/EBE frá 16. september 1985 um samræmingu á ákvæðum er varða ákveðna starfsemi á sviði lyfjafræði lyfsala og sett eru með lögum og stjórnsýslufyrirmælum ( 4 ).

( 1 ) Stjtíð. EB nr. C 35, 18. 2. 1981, bls. 6 og Stjtíð. EB nr. C 40, 18. 2.
1984, bls. 4.
( 2 ) Stjtíð. EB nr. C 277, 17. 10. 1983, bls. 160.
( 3 ) Stjtíð. EB nr. C 230, 10. 9. 1981, bls. 10.

Auk viðeigandi prófskírteina, vottorða eða annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi er í tilteknum aðildarríkjum krafist viðbótarstarfsreynslu til aðgangs að ákveðinni starfsemi á sviði lyfjafræði lyfsala. Þar sem aðildarríkin hafa ekki enn komist að sameiginlegri niðurstöðu um þetta mál er ráðlegt, svo að afstýra megi frekari erfiðleikum, að viðurkenna tiltekna starfsreynslu sem varað hefur jafn lengi í öðru aðildarríki sem fullnægjandi skilyrði.

Ákveðin aðildarríki hafa, í samræmi við eigin heilbrigðisstefnu, þar sem meðal annars er reynt að tryggja fullnægjandi lyfjadreifingarkerfi á öllum yfirráðasvæðum þeirra, sett takmörk um það hve mörgum nýjum lyfjabúðum er leyfilegt að koma á fót meðan önnur hafa ekki sett nein slík ákvæði. Við þessar aðstæður er ekki tímabært að kveða á um að gagnkvæm viðurkenning á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi í lyfjafræði lyfsala skuli einnig ná til þeirrar starfsemi lyfjafræðinga að veita forstöðu lyfjabúðum sem eru opnar almenningi í styttri tíma en þrjú ár. Framkvæmdastjórnin og ráðið verða að taka þetta vandamál til endurskoðunar áður en tiltekinn frestur er liðinn.

Þar eð tilskipun um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum felur ekki endilega í sér að námið sem að baki þeim liggur sé jafngilt, ætti eingöngu, að leyfa notkun starfsheitis sem byggir á slíku námi á máli upprunaríkisins eða þess aðildarríkis sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá.

Til þess að auðvelda innlendum yfirvöldum beitingu þessarar tilskipunar geta aðildarríkin sett fyrirmæli um að þeir sem uppfylla skilyrði þessarar tilskipunar um menntun og þjálfun leggi fram, til viðbótar formlegum vottorðum um nám, vottorð frá lögbærum yfirvöldum upprunalands þeirra eða landsins sem þeir koma frá þar sem staðfest er að mennt-un þeirra og hæfi sé í samræmi við það sem um getur í tilskipuninni.

( 4 ) Stjtíð. EB nr. L 253, 24. 9. 1985, bls. 34.

Tilskipun þessi hefur ekki áhrif á ákvæði sem sett eru með lögum eða stjórnsýslufyrirmælum í aðildarríkjunum og banna félögum að reka ákveðna starfsemi eða setja þeim ákveðna skilmála fyrir slíkum rekstri.

Erfitt er að meta að hve miklu leyti reglur, sem eru settar til þess að gera lyfjafræðingum betur kleift að stunda þjónustustarfsemi, gætu komið að notum. Eins og sakir standa er ekki ráðlegt að setja slíkar reglur fyrst um sinn.

Hvað varðar óflekkað mannorð og góðan orðstír skal gera greinarmun á þeim kröfum sem gerðar eru þegar starf er fyrst hafið í starfsgreininni og þeim sem fullnægja þarf til að leggja stund á hana. Að því er varðar starfsemi launþega, eru í reglugerð ráðsins (EBE) nr. 1612/68 frá 15. október 1968 um frelsi launþega til flutninga innan bandalagsins ( 1 ) ekki sett sérstök ákvæði um óflekkað mannorð eða góðan orðstír, starfsaga eða leyfi til að nota þau starfsheiti sem um ræðir. Slíkum reglum má beita, eftir því hvert aðildarríkið er, bæði gagnvart launþegum og sjálfstætt starfandi einstaklingum. Starfsemi sem er í allmörgum aðildarríkjum háð skilyrðum um prófskírteini, vottorð eða annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi í lyfjafræði lyfsala er stunduð bæði af launþegum og sjálfstætt starfandi einstaklingum eða af sömu aðilum á hvorutveggja vettvanginum einhvern tímann á starfsævinni.

Þar af leiðandi virðist nauðsynlegt, svo unnt sé að stuðla að ótakmörkuðu frelsi fólks í þessari starfsgrein til flutninga innan bandalagsins, að láta þessa tilskipun ná til launþega.

SAMÞYKKT TILSKIPUN ÞESSA:


I. KAFLI

Gildissvið

1. gr.


Tilskipun þessi tekur til starfsemi sem er í einu eða fleiri aðildarríkjum bundin skilyrðum um sérmenntun og hæfi, að því er varðar aðgang að henni og iðkun, og er stunduð af einstaklingum sem hafa aflað sér einhvers af þeim prófskírteinum, vottorðum eða öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi sem um getur í 4. gr.

( 1 ) Stjtíð. EB nr. L 257, 19. 10. 1968, bls. 2.


II. KAFLI

Prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi í lyfjafræði lyfsala

2. gr.


1. Sérhverju aðildarríki ber að viðurkenna prófskírteini, vottorð og aðra formlega menntun og hæfi sem skráð eru í 4. gr. og önnur aðildarríki veita ríkisborgurum aðildarríkja í samræmi við 2. gr. tilskipunar 85/432/EBE, með því að láta hið sama gilda um slíka menntun og hæfi á yfirráðasvæði sínu, að því er varðar réttinn til að hefja og stunda þá starfsemi sem um getur í 1. gr., og þau prófskírteini, vottorð og annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem skráð eru í 4. gr. og það veitir sjálft.

2. Þó þurfa aðildarríkin ekki að taka gild þau prófskírteini, vottorð og önnur formleg vottorð sem um getur í 1. mgr. ef um er að ræða að koma á fót nýjum lyfjabúðum fyrir almenning. Að því er varðar beitingu þessarar tilskipunar ber að líta svo á að lyfjabúðir sem hafa verið starfræktar í skemmri tíma en þrjú ár séu nýjar.

Að fimm árum liðnum frá dagsetningunni sem fastsett er í 1. mgr. 19. gr. skal framkvæmdastjórnin afhenda ráðinu skýrslu um það hvernig aðildarríkin hafa staðið að framkvæmd undanfarandi undirgreinar og um líkurnar á því að gagnkvæm viðurkenning prófskírteina, vottorða og annarra formlegra vottorða sem um getur í 1. gr. verði látin gilda víðar. Hún skal leggja fram viðeigandi tillögur í þessu efni.


3. gr.

1. Þrátt fyrir 2. gr. og með fyrirvara um 45. gr. aðildarlaganna frá 1979 skal þess ekki krafist af Lýðveldinu Grikklandi að það viðurkenni, eins og kveðið er á um í 2. gr., prófskírteini, vottorð og aðra formlega menntun og hæfi sem önnur aðildarríki veita nema þegar starfsemi sú sem um getur í 1. gr. er iðkuð af launþega í samræmi við reglugerð (EBE) nr. 1612/68.

Nýti Lýðveldið Grikkland sér þessa undanþágu og með fyrirvara um 45. gr. aðildarlaganna frá 1979, skal þess ekki krafist af hinum aðildarríkjunum að þau viðurkenni, eins og kveðið er á um í 2. gr., vottorðin sem um getur í d-lið 4. gr. nema þegar starfsemi sú sem um getur í 1. gr. er iðkuð af launþega í samræmi við reglugerð (EBE) nr. 1612/68.

2. Að tíu árum liðnum frá dagsetningunni sem fastsett er í 19. gr. skal framkvæmdastjórnin leggja viðeigandi tillögur fyrir ráðið svo að unnt verði að láta gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og annarri formlegri menntun og hæfi gilda víðar með það að markmiði að auðvelda að staðfesturéttar sé neytt milli Lýðveldisins Grikklands og hinna aðildarríkjanna. Ráðið skal afgreiða þessar tillögur í samræmi við málsmeðferð þá sem mælt er fyrir um í sáttmála EBE..


4. gr.

Prófskírteinin, vottorðin og annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi sem um getur í 2. gr. eru sem hér segir:

a) í Belgíu:

Le diplôme légal de pharmacien/het wettelijk diploma van apoteker (lögmætt prófskírteini í lyfjafræði lyfsala) sem veitt er af lækna- og lyfjafræðideildum háskóla, af aðalprófanefnd eða opinberri prófanefnd vegna náms á háskólastigi;

b) í Danmörku:

Bevis for bestået farmaceutisk kandidateksamen (háskólavottorð í lyfjafræði lyfsala);

c) í Sambandslýðveldinu Þýskalandi:

1) Zeugnis über die staatliche Pharmazeutische Prüfung (opinbert prófvottorð í lyfjafræði lyfsala) sem lögbær yfirvöld veita;

2) Vottorð frá lögbærum yfirvöldum í Sambandslýðveldinu Þýskalandi til staðfestingar á að prófskírteini sem veitt eru eftir 8. maí 1945 af lögbærum yfirvöldum í Þýska alþýðulýðveldinu séu viðurkennd til jafns við þau sem um getur í lið 1) að ofan;

d) í Grikklandi:

(vottorð til staðfestingar á hæfni til að starfa sem lyfjafræðingur) gefið út af lögbærum yfirvöldum að loknu prófi á vegum ríkisins;

e) í Frakklandi:

Opinbert prófskírteini í lyfjafræði lyfsala sem háskólar veita eða opinbert læknaprófsskírteini í lyfjafræði lyfsala sem háskólarnir veita;

f) á Írlandi:

Vottorðið Registered Pharmaceutical Chemist (vottorð sem er veitt skráðum lyfjaefnafræðingi);

g) á Ítalíu:

Prófskírteini eða vottorð sem veitir leyfi til að starfa sem lyfjafræðingur og fæst með próftöku á vegum ríkisins;

h) í Lúxemborg:

Opinbert prófskírteini í lyfjafræði lyfsala sem veitt er af prófanefnd ríkisins og undirritað af menntamálaráðherra landsins;

i) í Hollandi:

Het getuigschrift van met goed gevolg afgelegd apothekersexamen (háskólavottorð í lyfjafræði lyfsala);

j) í Breska konungsríkinu:

Vottorðið Registered Pharmaceutical Chemist (vottorð sem er veitt skráðum lyfjaefnafræðingi).


5. gr.

Í aðildarríki þar sem aðgangur að eða iðkun einhverrar þeirrar starfsemi sem um getur í 1. gr. er ekki aðeins bundinn við prófskírteini, vottorð eða aðra formlega menntun og hæfi sem getið er í 4. gr., heldur einnig starfsreynslu, verður það ríki að viðurkenna sem fullnægjandi vitnisburð, að því er þetta varðar, vottorð sem er gefið út af lögbærum yfirvöldum í upprunaríki einstaklingsins eða aðildarríkinu sem hann kemur frá þar sem staðfest er að hann hafi stundað umrædda starfsemi yfir sambærilegt tímabil í upprunaríki sínu eða aðildarríkinu sem hann kemur frá.

Þó skal slík viðurkenning ekki gilda hvað varðar tveggja ára starfsreynslutímabilið sem krafist er í Stórhertogadæminu Lúxemborg áður en ríkið veitir starfsleyfi.


III. KAFLI

Viðurkennd réttindi

6. gr.


Farið skal með prófskírteini, vottorð og aðra menntun og hæfi á háskóla eða sambærilegu stigi í lyfjafræði lyfsala sem aðildarríki hafa veitt ríkisborgurum aðildarríkja en fullnægja ekki öllum þeim lágmarkskröfum sem mælt er fyrir um í 2. gr. tilskipunar 85/432/EBE eins og prófskírteini sem fullnægja þessum kröfum ef:

— þau eru vitnisburður um nám sem var lokið áður en umrædd tilskipun kom til framkvæmda, eða

— þau eru vitnisburður um nám sem var lokið síðar en var hafið áður en umrædd tilskipun kom til framkvæmda, og í hverju tilviki fyrir sig ef:

— þeim fylgir vottorð þar sem fram kemur að handhafar þeirra hafi með réttum og lögmætum hætti tekið þátt í einhverri þeirri starfsemi sem um getur í 2. mgr. 1. gr. tilskipunar 85/432/EBE í aðildarríki í þrjú ár samfellt hið minnsta á fimm ára tímabili fyrir veitingu vottorðsins, að því tilskildu að hér sé um lögverndaða starfsemi að ræða í því ríki.


IV. KAFLI

Notkun námstitils

7. gr.


1. Gistiríki skulu, með fyrirvara um 14. gr., tryggja að ríkisborgarar aðildarríkja sem fullnægja skilyrðum sem sett eru í 2., 5. og 6. gr. eigi rétt á að nota löggilda námstitla sína og, eftir því sem við á, skammstöfun á þeim sem er notuð í upprunaríki þeirra eða aðildarríkinu sem þeir koma frá, á máli þess ríkis. Gistiríki geta krafist þess að titlinum fylgi upplýsingar um heiti og staðsetningu stofnunarinnar eða prófanefndarinnar sem veitti hann.

2. Ef líkur eru á að námstitlinum, sem er notaður í upprunaríkinu eða aðildarríkinu sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá, verði ruglað saman við titil í gistiríkinu sem krefst í því ríki viðbótarstarfsþjálfunar sem hlutaðeigandi einstaklingur hefur ekki hlotið, getur gistiríkið krafist þess að viðkomandi noti titil sem tíðkast í upprunaríkinu eða aðildarríkinu sem hann kemur frá í einhverri þeirri útgáfu sem talin er við hæfi í gistiríkinu.


V. KAFLI

Ákvæði er auðvelda að staðfesturéttar sé neytt

8. gr.


1. Fari gistiríki fram á það við sína eigin ríkisborgara, sem æskja þess að leggja í fyrsta sinn fyrir sig þá starfsemi sem um getur í 1. gr., að þeir leggi fram meðmæli eða sönnun þess að þeir hafi óflekkað mannorð, þá ber því ríki að taka sem gildan vitnisburð vottorð sem gefið er út af lögbæru yfirvaldi í upprunaríki hins erlenda ríkisborgara eða aðildarríkinu sem hann kemur frá er sýnir að skilyrðum fyrir að hefja þá starfsemi sem um ræðir sé fullnægt hvað meðmæli eða óflekkað mannorð varðar.

2. Fari upprunaríki eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá ekki fram á það við þá aðila sem æskja þess að leggja í fyrsta sinn fyrir sig þá starfsemi sem um ræðir að þeir leggi fram meðmæli eða sönnun þess að þeir hafi óflekkað mannorð, getur gistiríkið farið fram á, þegar í hlut eiga ríkisborgarar upprunaríkisins eða aðildarríkisins sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá, að fá "sakavottorð" eða að öðrum kosti jafngilt skjal sem gefið er út af lögbærum yfirvöldum í upprunalandi hins erlenda ríkisborgara eða í aðildarríkinu sem hann kemur frá.

3. Búi gistiríkið yfir nákvæmri vitneskju um atvik alvarlegs eðlis sem hefur hent utan yfirráðasvæðis þess áður en hlutaðeigandi einstaklingur öðlaðist staðfestu í því ríki og séu líkur á að það hafi áhrif á að starfsemi sú sem hér um ræðir verði hafin, getur það látið upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá vita.

Upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá skal sannprófa gildi upplýsinganna að svo miklu leyti sem þær geta haft áhrif á að starfsemi sú sem hér um ræðir verði hafin í því aðildarríki. Yfirvöld í því ríki skulu taka ákvörðun um eðli og umfang þeirrar rannsóknar sem þau gera og skulu tilkynna gistiríkinu til hvaða aðgerða verður gripið í kjölfarið að því er varðar vottorðin eða skjölin sem þau hafa gefið út.

4. Aðildarríkin skulu ábyrgjast að farið sé með upplýsingarnar sem sendar eru sem trúnaðarmál.


9. gr.

1. Komi fram í ákvæðum laga og stjórnsýslufyrirmæla sem í gildi eru í gistiríki kröfur um óflekkað mannorð eða góðan orðstír, að meðtöldum ákvæðum er tengjast iðkun þeirrar starfsemi sem um getur í 1. gr. og varða viðurlög við alvarlegu misferli í starfi eða refsilagabroti, skal upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá senda gistiríkinu allar nauðsynlegar upplýsingar er varða ráðstafanir eða viðurlög sem fagfélög eða stjórnvöld grípa til gagnvart hlutaðeigandi einstaklingi eða hegningu sem hann hlýtur vegna brota í starfi í upprunaríkinu eða aðildarríkinu sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá.

2. Búi gistiríkið yfir nákvæmri vitneskju um atvik alvarlegs eðlis sem hefur hent fyrir utan yfirráðasvæði þess áður en hlutaðeigandi einstaklingur öðlaðist staðfestu í því aðildarríki og séu líkur á að það hafi áhrif á iðkun þeirra starfa sem hér um ræðir í því ríki, getur það látið upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá vita.

Upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá skal sannprófa gildi upplýsinganna að svo miklu leyti sem þær geta haft áhrif á iðkun þeirrar starfsemi sem hér um ræðir í því ríki. Yfirvöld í því aðildarríki skulu taka ákvörðun um eðli og umfang þeirrar rannsóknar sem þau gera og skulu tilkynna gistiríkinu til hvaða aðgerða verður gripið í kjölfarið að því er varðar upplýsingarnar sem hafa verið sendar samkvæmt 1. mgr.

3. Aðildarríkin skulu ábyrgjast að farið sé með upplýsingarnar sem sendar eru sem trúnaðarmál..24. 9. 85 Stjórnartíðindi EB Nr. L 253/41


10. gr.

Ef gistiríki krefst þess af eigin ríkisborgurumsem æskja þess að hefja eða stunda þá starfsemi sem umgetur í 1. gr. að þeir leggi fram vottorð um líkamlegt og andlegt heilbrigði, ber því ríki að taka sem fullgilda sönnun framvísun á skjalinu sem krafist er í upprunaríkinu eða aðildarríkinu sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá.

Ef upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá gerir engar slíkar kröfur til þeirra sem æskja þess að hefja eða stunda störf í umræddri starfsgrein ber gistiríkinu að taka við vottorði frá slíkum ríkisborgurum sem lögbært yfirvald í því ríki hefur gefið út og er sambærilegt við vottorð sem gistiríkið gefur út.


11. gr.

Ekki má framvísa skjölunum sem um getur í 8., 9. og 10. gr. þegar meira en þrír mánuðir hafa liðið frá útgáfudegi þeirra.


12. gr.

1. Málsmeðferð þegar hlutaðeigandi einstaklingi er veitt leyfi til að hefja einhverja þá starfsemi sem umgetur í 1. gr., samkvæmt 8., 9. og 10. gr., verður að vera lokið eins skjótt og kostur er og eigi síðar en þremur mánuðum eftir að öll skjöl er varða þennan einstakling hafa verið lögð fram, án þess að hnekkt sé fresti sem hlotist getur vegna málskots sem komið getur til að málsmeðferð lokinni.

2. Í þeim tilvikum sem umgetur í 3. mgr. 8. gr. og 2. mgr. 9. gr., leiðir krafa umendurskoðun til þess að fresturinn sem kveðið er á um í 1. mgr. fellur úr gildi.

Þegar ráðgast er við upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá skal það gefa svar innan þriggja mánaða.

Að svari fengnu eða við lok tímabilsins skal gistiríkið halda áfram málsmeðferðinni sem um getur í 1. mgr.


13. gr.

Fari gistiríki fram á það við eigin ríkisborgara, sem æskja þess að hefja eða stunda einhverja þá starfsemi sem um getur í 1. gr., að þeir sverji eið eða gefi drengskaparheit og sé eiðurinn eða heitið þess eðlis að ríkisborgarar annarra aðildarríkja geta ekki nýtt sér það skal aðildarríkið tryggja að viðeigandi og jafngilt form til eiðtökunnar sé í boði fyrir hlutaðeigandi einstakling.


14. gr.

Þegar notkun starfsheitis í tengslum við einhverja þá starfsemi sem vísað er til í 1. gr. er lögverndað í gistiríki, skulu ríkisborgarar annarra aðildarríkja sem uppfylla skilyrði 2., 5. og 6. gr. um starfsmenntun og hæfi eiga rétt á að nota starfsheiti gistiríkisins sem í því ríki samsvarar því menntunarstigi, þeim ber einnig að nota skammstöfun starfsheitisins.


15. gr.

1. Aðildarríkin skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gera hlutaðeigandi einstaklingum kleift að afla upplýsinga um lög og, eftir því sem við á, siðareglur starfsgreinarinnar í gistiríkinu. Í þessu skyni skulu aðildarríkin koma á fót upplýsingamiðstöðvum þar sem viðkomandi aðilar geta aflað nauðsynlegra upplýsinga. Þegar um er að ræða staðfestu geta aðildarríkin krafist þess að þeir hafi samband við þessar miðstöðvar.

2. Aðildarríkin geta komið þeim miðstöðvum sem um getur í 1. mgr. á fót undir verndarvæng lögbærra yfirvalda og stofnana sem þau tilnefna fyrir lok frestsins sem settur er í 1. mgr. 19. gr.

3. Aðildarríkin skulu tryggja, eftir því sem við á, að viðkomandi einstaklingar afli sér, bæði í eigin þágu og vegna skjólstæðinga sinna, þeirrar málakunnáttu sem með þarf til að geta lagt stund á sérgrein sína í gistiríkinu.


VI. KAFLI

Lokaákvæði

16. gr.


Ef réttmætur efi er fyrir hendi getur gistiríkið krafist þess að lögbær yfirvöld í öðru aðildarríki staðfesti áreiðanleika prófskírteina, vottorða og annars vitnisburðar um formlega menntun og hæfi sem veitt hafa verið í síðarnefnda aðildarríkinu og sem um getur í II. og III. kafla, og staðfesti jafnframt að hlutaðeigandi einstaklingur uppfylli öll þau skilyrði um menntun sem sett eru í tilskipun 85/432/EBE.


17. gr.

Aðildarríkin skulu, innan tímamarkanna sem sett eru í 1. mgr. 19. gr., tilnefna þau yfirvöld og stofnanir sem hafa umboð til að gefa út eða veita viðtöku prófskírteinum, vottorðum og annarri formlegri menntun og hæfi, sem og skjölum þeim og upplýsingum sem um getur í þessari tilskipun, og skulu tilkynna það hinum aðildarríkjunum og framkvæmdastjórninni þegar í stað.


18. gr.

Tilskipun þessi skal einnig gilda um ríkisborgara aðildarríkja sem í samræmi við reglugerð (EBE) nr. 1612/68 stunda eða munu stunda þá starfsemi sem um getur í 1. gr. sem launþegar.


19. gr.

1. Aðildarríkin skulu gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að fara að tilskipun þessari fyrir 1. október 1987. Þau skulu tilkynna það framkvæmdastjórninni þegar í stað.

2. Aðildarríkin skulu sjá til þess að framkvæmdastjórninni berist helstu ákvæði úr landslögum sem samþykkt verða um málefni sem tilskipun þessi nær til.


20. gr.

Verði vart verulegra vandkvæða á tilteknum sviðum við beitingu þessarar tilskipunar í aðildarríki ber framkvæmdastjórninni að kanna þessi vandkvæði í samráði við það ríki og krefjast álits lyfjafræðinefndarinnar sem skipuð var samkvæmt ákvörðun 75/320/EBE ( 1 ).

Framkvæmdastjórninni ber að leggja viðeigandi tillögur fyrir ráðið gerist þess þörf.


21. gr.

Tilskipun þessari er beint til aðildarríkjanna.


Gjört í Lúxemborg 16. september 1985.

Fyrir hönd ráðsins,

M. FISCHBACH

forseti.


( 1 ) Stjtíð. EB nr. L 147, 9. 6. 1975, bls. 23.


TILSKIPUN RÁÐSINS

frá 20. desember 1985

um breytingu, vegna aðildar Spánar og Portúgals, á tilskipun 85/433/EBE um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi í lyfjafræði lyfsala, að meðtöldum ráðstöfunum er auðvelda að staðfesturéttar sé neytt að því er varðar ákveðna starfsemi á sviði lyfjafræði lyfsala

(85/584/EBE)


RÁÐ EVRÓPUBANDALAGANNA HEFUR,

með hliðsjón af lögum um aðild Spánar og Portúgals, einkum 396. gr.,

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

Nauðsynlegt er vegna aðildar Spánar og Portúgals að gera ákveðnar breytingar á tilskipun 85/433/EBE ( 1 )til að tryggja að henni sé beitt á sama hátt í Konungsríkinu Spáni og Lýðveldinu Portúgal og gert er í öðrum aðildarríkjum. Samkvæmt 3. mgr. 2. gr. sáttmálans um aðild Spánar og Portúgals geta stofnanir bandalagsins, áður en til aðildar kemur, gert þær ráðstafanir sem um getur í 396. gr. aðildarlaganna en ráðstafanirnar öðlast þá gildi með fyrirvara um og á þeim degi sem téður sáttmáli öðlast gildi.

SAMÞYKKT TILSKIPUN ÞESSA:


1. gr.

Frá og með 1. janúar 1986 og með fyrirvara um gildistöku sáttmálans um aðild Spánar og Portúgals skal bæta eftirfarandi við 4. gr. tilskipunar 85/433/EBE:

( 1 ) Stjtíð. EB nr. L 253, 24. 9. 1985, bls. 37.

"k) á Spáni:

título de licenciado en farmacia (háskólapróf í lyfjafræði lyfsala sem veitt er af menntamála- og vísindaráðuneytinu eða af háskólunum);

l) í Portúgal:

Carta de curso de licenciatura em Ciéncias Farmacéuticas (vottorð í vísindalegri lyfjafræði lyfsala sem veitt er af háskólunum)."


2. gr.

Aðildarríkin skulu gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að fara að tilskipun þessari áður en fresturinn sem er tilgreindur í 1. mgr. 19. gr. tilskipunar 85/433/EBE rennur út.


3. gr.

Tilskipun þessari er beint til aðildarríkjanna.


Gjört í Brussel 20. desember 1985.

Fyrir hönd ráðsins,

R. KRIEPS

forseti.



Ákvæði tilskipunarinnar skulu, að því er þennan samning varðar, aðlöguð sem hér segir:
a) Eftirfarandi bætist aftan við 4. gr.:
"m) í Austurríki:

"Staatliches Apothekerdiplom" (opinbert prófskírteini lyfjafræðinga) sem lögbær yf-irvöld veita;
n) í Finnlandi:
"todistus proviisorin tutkinnosta/bevis om provisorexamen" (meistarapróf í lyfja-fræði) sem háskóli veitir;
o) á Íslandi:

próf frá Háskóla Íslands í lyfjafræði;
p) í Liechtenstein:

prófskírteini, vottorð og önnur starfsheiti sem veitt eru í öðru ríki sem tilskipun þessi tekur til og tilgreind í þessari grein, ásamt vottorði sem lögbær yfirvöld gefa út um að starfsþjálfun haft verið lokið;
q) í Noregi:
"bevis for bestått cand.pharm. eksamen" (prófskírteini með cand.pharm. gráðu) sem háskóladeild veitir;
r) í Svíþjóð:
"apotekarexamen" (meistarapróf í lyfjafræði) sem háskólinn í Uppsölum veitir;
s) í Sviss:
"eidgenössisch diplomierter Apotheker/titulaire du diplôme fédéral de pharmacien/titolare di diploma federale di farmacista" (prófskírteini í lyfjafræði) sem sambandsráðuneyti um innanríkismál veitir."

3. 381L1057: Tilskipun ráðsins frá 14. desember 1981 til viðbótar tilskipunum 75/362/EBE, 77/4521EBE, 78/686/EBE, og 78/1026lEBE um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og óörum vitnisburði um formlega menntun og hæfi lækna, hjúkrunarfræðinga í al-mennri hjúkrun, tannlækna og dýralækna með tilliti til áunninna réttinda (sjá fylgiskjal 1).

Fylgiskjal 6:

Almennt kerfi

1. 389L.0048: Tilskipun ráðsins frá 21. desember 1988 um almennt kerfi til viðurkenningar á próf-skírteinum sem veitt eru að lokinni sérfræðimenntun og starfsþjálfun á æðra skólastigi sem staðið hefur að minnsta kosti í þrjú ár.

Sviss er veitt undanþága frá ákvæðum tilskipunar 89/48/EBE, eins og þau eru aðlóguð í þessum samningi, og skal standa við skuldbindingarnar sem þar eru settar fram í síðasta lagi 1. janúar 1995 í stað 1. janúar 1993.

TILSKIPUN RÁÐSINS

frá 21.desember 1988


um almennt kerfi til viðurkenningar á prófskírteinum sem veitt eru að lokinni sérfræðimenntun og starfsþjálfun á æðra skólastigi sem staðið hefur að minnsta kosti í þrjú ár

(89/48/EBE)

RÁÐ EVRÓPUBANDALAGANNA HEFUR,

með hliðsjón af stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu, einkum 49., 57. (1. mgr.) og 66. gr.,

með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar ( 1 ),

í samvinnu við Evrópuþingið ( 2 ), með hliðsjón af áliti efnahags- og félagsmálanefndarinnar ( 3 ),

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

Eitt af markmiðum bandalagsins er samkvæmt c-lið 3. gr. sáttmálans að afnema höft á frelsi til flutninga fólks og þjónustu milli aðildarríkja. Þetta þýðir meðal annars að ríkisborgarar í aðildarríkjunum geta lagt stund á starfsgrein sína, á eigin vegum eða annarra, í öðru aðildarríki en þar sem þeir hlutu starfsmenntun sína og hæfi.

Þau ákvæði sem ráðið hefur hingað til samþykkt og eru grundvöllur að gagnkvæmri viðurkenningu aðildarríkja á prófskírteinum fyrir æðra nám ná aðeins til fáeinna starfsgreina.

Búið er að setja svipaðar reglur í öllum aðildarríkjum um námskröfur og lengd náms og þjálfunar sem krafist er til þess að öðlast starfsréttindi í þessum greinum eða samræma lágmarkskröfur sem þörf er á til að koma á kerfi til gagnkvæmrar viðurkenningar á prófskírteinum í tilteknum starfsgreinum.

( 1 ) Stjtíð. EB nr. C 217, 28. 8. 1985 bls. 3 og Stjtíð. EB nr. C 143, 10. 6. 1986, bls. 7.
( 2 ) Stjtíð. EB nr. C 345, 31. 12. 1985, bls. 80 og Stjtíð. EB nr. C 309, 5. 12. 1988.
( 3 ) Stjtíð. EB nr. C 75, 3. 4. 1986, bls. 5.

Önnur aðferð við viðurkenningu á prófskírteinum ætti líka að koma til, í því skyni að verða fljótt við óskum ríkisborgara sem búa í bandalagslöndunum og hafa hlotið prófskírteini við lok sérfræðimenntunar og starfsþjálfunar í öðru ríki en því sem þeir ætla að stunda starfsgrein sína í, svo að þeir sem þess óska geti lagt stund á alla þá starfsemi sem í gistiríkinu er háð því að lokið hafi verið æðra námi og þjálfun til undirbúnings, enda hafi sá hinn sami hlotið vitnisburð um fullnægjandi undirbúning til starfans í öðru aðildarríki að loknu minnst þriggja ára námi.

Hægt er að ná þessu markmiði með því að innleiða almennt kerfi til viðurkenningar á prófskírteinum sem veitt eru að lokinni sérfræðimenntun eða starfsþjálfun á æðra skólastigi sem staðið hefur að minnsta kosti í þrjú ár.

Aðildarríkin eiga þess kost að ákveða lágmarkskröfur um menntun og hæfi fyrir starfsgreinar hafi bandalagið ekki gert slíkt, með það að markmiði að tryggja að sem best þjónusta verði veitt á þeirra yfirráðasvæði. Þau geta þó ekki, án þess að brjóta í bága við kvaðir 5. gr. sáttmálans, krafist þess af ríkisborgara í aðildarríki að hann verði sér úti um þá menntun og hæfi sem þau viðurkenna yfirleitt einungis með tilvísan til eigin menntakerfis, hafi hlutaðeigandi aðili þegar öðlast þessa menntun og hæfi í heild eða að hluta í öðru aðildarríki. Gistiríki sem hafa lögverndaðar starfsgreinar verða af þessum sökum að taka tillit til menntunar og hæfis sem áunnin eru í öðru aðildarríki og ákveða hvort sú menntun og hæfi svari til þess sem hlutaðeigandi aðildarríki krefst.

Samstarf milli aðildarríkja er við hæfi til að auðvelda þeim að fara eftir þessum skuldbindingum. Skipuleggja þarf leiðir til koma slíku samstarfi á .

Skilgreina ætti hugtakið "lögvernduð starfsemi" á þann hátt að það taki mið af mismunandi þjóðfélagslegum aðstæðum í aðildarríkjunum. Hugtakið ætti ekki að ná eingöngu yfir þá starfsemi þar sem aðgangur er háður prófskírteini heldur einnig yfir starfsemi sem fellur undir sérstakt starfsheiti og engin aðgangshöft eru bundin við þegar um er að ræða fólk sem hefur tiltekna menntun og hæfi. Fagsamtök og félög sem veita meðlimum sínum rétt til téðra starfsheita og eru viðurkennd af opinberum yfirvöldum geta ekki vikist undan því með skírskotun til stöðu sinnar að fyrirkomulagi því sem kveðið er á um í þessari tilskipun verði beitt.

Einnig er nauðsynlegt að kveða nánar á um hvers konar starfsreynslu eða aðlögunartíma gistiríkið kann að krefjast af viðkomandi aðila til viðbótar við prófskírteini af æðra skólastigi, þegar menntun og hæfi hlutaðeigandi samræmast ekki því sem mælt er fyrir um í innlendum ákvæðum.

Hæfnispróf getur komið í stað aðlögunartíma. Hvorutveggja er ætlað að bæta núverandi ástand hvað gagnkvæma viðurkenningu prófskírteina milli aðildarríkja áhrærir og þannig stuðla að óheftum flutningum fólks innan bandalagsins. Tilgangur þeirra er að meta hæfni farandlaunþega, sem þegar hefur hlotið starfsþjálfun í öðru aðildarríki, til að aðlagast nýju starfsumhverfi. Frá sjónarhóli farandlaunþegans hefur hæfnisprófið þann jákvæða kost að það styttir þjálfunartímann.

Æskilegt væri að valið milli aðlögunartíma og hæfnisprófs gæti verið í hendi farandlaunþegans. Eðli sumra starfsgreina er þó slíkt að heimila verður aðildarríkjunum að fyrirskipa annaðhvort aðlögunartímann eða prófið undir vissum kringumstæðum. Mismunur á réttarkerfum aðildarríkja réttlætir sérstök ákvæði þar sem prófskírteini, vottorð eða annar formlegur vitnisburður um menntun og hæfi á sviði laga sem gefin eru út af upprunaríkinu ná alla jafna ekki yfir þá lagaþekkingu sem krafist er í gistiríkinu á hliðstæðu lagasviði.

Almenna kerfinu til viðurkenningar á prófskírteinum fyrir æðri menntun er hvorki ætlað að breyta reglum, að meðtöldum siðareglum starfsgreina sem gilda um alla þá sem leggja stund á starfsgrein á yfirráðasvæði aðildarríkis né undanskilja farandlaunþega frá þessum reglum. Því kerfi er ætla að mæla fyrir umviðeigandi fyrirkomulag til að tryggja að farandlaunþegar hlíti starfsreglum sem gilda í gistiríkinu.

Í 1. mgr. 49. gr. , 57. og 66. gr. sáttmálans er bandalaginu veitt heimild til að samþykkja þau ákvæði sem nauðsynleg eru til stofnunar og starfrækslu slíks kerfis. Almenna kerfið til viðurkenningar á prófskírteinum fyrir æðri menntun skerðir á engan hátt gildi 4. mgr. 48. gr. og 55. gr. sáttmálans.

Slíkt kerfi eflir og styrkir rétt ríkisborgara í bandalaginu til að nota starfsfærni sína þar sem þeir kjósa, með því að auðvelda þeim að starfa í því aðildarríki sem þeir sjálfir kjósa.

Endurskoða ætti kerfið þegar það hefur verið í gildi um tiltekinn tíma til að meta hversu skilvirkt það er og kanna hvernig megi bæta það og víkka gildissvið þess.

SAMÞYKKT TILSKIPUN ÞESSA:


1. gr.

Í þessari tilskipun er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:

a) prófskírteini: öll skírteini, vottorð eða annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi eða safn slíkra skírteina, vottorða eða annars vitnisburðar:

— sem gefin hafa verið út af lögbæru yfirvaldi í aðildarríki sem til þess hefur verið nefnt í samræmi við lög og stjórnsýslufyrirmæli;

— sem sanna að handhafi hafi á fullnægjandi hátt lokið æðra námi sem staðið hefur í minnst þrjú ár eða samsvarandi tíma hafi verið um hlutanám að ræða við háskóla eða æðri menntastofnun eða aðra stofnun á svipuðu stigi og hefur eftir atvikum lokið starfsþjálfun sem krafist er til viðbótar náminu,

— sem sanna að handhafi búi yfir þeirri sérhæfðu menntun og hæfi sem krafist er til að hann geti tekið upp starf í lögverndaðri starfsgrein í aðildarríkinu, að því tilskildu að hann hafi hlotið þá menntun og þjálfun sem skírteinin, vottorðin eða vitnisburðurinn um formlega menntun og hæfi greina frá aðallega innan bandalagsins, eða hlutaðeigandi búi yfir þriggja ára starfsreynslu sem vottfest er af aðildarríkinu sem tók gilt prófskírteini, vottorð eða annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi frá landi utan bandalagsins.

Eftirfarandi skal metið til jafns við prófskírteini í skilningi fyrstu undirgreinar: öll prófskírteini, vottorð eða annar vitnisburður um formlega menntun og hæfi, eða safn slíkra prófskírteina, vottorða eða annars vitnisburðar sem gefinn er út af lögbæru yfirvaldi í aðildarríki, ef þau eru gefin út að lokinni menntun og þjálfun sem veitt er í bandalaginu og viðurkennd af lögbæru yfirvaldi í því aðildarríki sem jafngild og veita að auki rétt til að hefja og stunda starf í lögverndaðri starfsgrein í því aðildarríki;

b) gistiríki: hvert það aðildarríki þar sem ríkisborgari í aðildarríki sækist eftir að leggja stund á starfsgrein sem er lögvernduð, annað en ríkið þar sem hann tók próf eða hóf fyrst að stunda viðkomandi starfsgrein;

c) lögvernduð starfsgrein: lögvernduð starfsemi eða starfsemi á tilteknu sviði sem telst til þeirrar starfsgreinar í aðildarríki;

d) lögvernduð starfsemi: sú starfsemi sem í aðildarríki er beint eða óbeint háð því samkvæmt ákvæðum í landslögum og stjórnsýslufyrirmælum að viðkomandi hafi lokið tilteknu prófi áður en hann hefur störf í greininni.

Eftirfarandi telst að leggja stund á lögverndaða starfsemi:

— þegar starfsemi er iðkuð undir starfsheiti sem þeir einir mega bera sem hlotið hafa til þess prófskírteini sem lýtur lögum eða stjórnsýslufyrirmælum,

— þegar starfsemi er iðkuð í heilbrigðiskerfinu og þóknun og/eða endurgreiðsla fyrir slíka starfsemi er að tryggingalögum háð því skilyrði að hlutaðeigandi hafi til þess prófskírteini.

Í þeim tilvikum sem ekki heyra undir fyrstu undirgrein skal starfsemi teljast lögvernduð ef hún er stunduð af félagsmönnum í samtökum eða félögum sem hafa það meðal annars að markmiði að stuðla að og viðhalda gæðakröfum í viðkomandi starfsstétt og hafa til þess fengið sérstaka útnefningu aðildarríkis og :

— veita félagsmönnum sínum viðurkenningu,

— tryggja að meðlimirnir virði þær siðareglur starfsgreinar sem þau mæla fyrir um, og

— veitir þeim rétt til að bera starfsheiti eða nafnbót eða að njóta góðs af þeirri stöðu sem slíku starfsheiti eða nafnbót fylgir.

Í viðaukanum er ófullkominn listi yfir samtök og félög sem við samþykkt þessarar tilskipunar uppfylla skilyrði annarrar undirgreinar. Hvenær sem aðildarríki veitir samtökum eða félögum viðurkenningu þá sem um getur í annarri undirgrein skal það tilkynnt fram kvæmdastjórninni sem birtir upplýsingar þar að lútandi

í Stjórnartíðindum Evrópubandalagsins.

e) starfsreynsla: raunveruleg og lögmæt iðkun viðkomandi starfsgreinar í aðildarríki;

f) aðlögunartími: iðkun lögverndaðrar starfsgreinar í gistiríki undir eftirliti aðila sem viðurkenndur er hæfur í þeirri starfsgrein, auk hugsanlega frekari þjálfunar. Sá tími sem unninn er undir eftirliti skal metinn. Nánari reglur umaðlögunartíma og mat á honum svo og á stöðu farandlaunþega, sem er undir eftirliti, skulu ákveðnar af lögbæru yfirvaldi í gistiríkjunum;

g) hæfnispróf: prófun á fagþekkingu umsækjanda, lagt fyrir af lögbæru yfirvaldi í gistiríki með það fyrir augum að meta hæfni umsækjanda til að iðka lögverndaða starfsgrein í því aðildarríki.

Til þess að hægt sé að leggja prófið fyrir skulu lögbær yfirvöld taka saman skrá yfir þær greinar sem, að gerðum samanburði á þeim hluta úr námi umsækjanda og námskröfum í aðildarríkinu, ekki hefur verið fjallað um samkvæmt því prófskírteini eða öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi sem umsækjandi hefur undir höndum.

Miða verður hæfnisprófið við þá staðreynd að umsækjandinn er fullgildur fagmaður í upprunaríkinu eða aðildarríkinu sem hann kemur frá. Það verður að ná yfir greinar sem teknar eru með í áðurnefnda skrá og nauðsynlegt er að kunna skil á til þess að geta iðkað þá starfsgrein í gistiríkinu. Enn fremur má prófið reyna á þekkingu á reglum sem gilda um viðkomandi starfsemi í gistiríkinu. Lögbær yfirvöld í aðildarríkinu ákveða frekari notkun hæfnisprófsins með fullu tilliti til laga bandalagsins.

Staða umsækjanda er æskir að undirbúa sig fyrir hæfnispróf í gistiríki skal ákveðin af lögbærum yfirvöldum í því ríki.


2. gr.

Tilskipun þessi gildir um sérhvern ríkisborgara aðildarríkis sem æskir þess að leggja stund á lögverndaða starfsgrein í gistiríki á eigin vegum eða annarra.

Tilskipun þessi skal ekki ná til starfsgreina sem eru viðfangsefni annarrar tilskipunar um fyrirkomulag gagnkvæmrar viðurkenningar aðildarríkja á prófskírteinum..24. 1. 89 Stjórnartíðindi EB Nr. L 19/19


3. gr.

Þegar iðkun lögverndaðrar starfsgreinar í aðildarríki er háð því að viðkomandi aðili hafi prófskírteini, getur lögbært yfirvald ekki neitað ríkisborgara aðildarríkis um heimild til að hefja eða stunda þá starfsemi með sömu skilyrðum og eigin ríkisborgarar og borið við vanhæfni hans:

a) ef umsækjandi hefur undir höndum prófskírteini sem krafist er í öðru aðildarríki til að leggja stund á viðkomandi starfsgrein þar, enda hafi prófskírteinið verið gefið út í aðildarríki, eða

b) ef umsækjandinn hefur lagt stund á viðkomandi starfsgrein í fullu starfi í tvö ár á undangengnum tíu árum í öðru aðildarríki sem ekki lögverndar starfsgreinina samkvæmt skilningi c-liðar 1. gr. og fyrstu undirgreinar d-liðar 1. gr. og hefur undir höndum eitt eða fleiri vottorð um menntun og hæfi:

— sem gefin hafa verið út af lögbæru yfirvaldi í aðildarríki sem tilnefnt hefur verið í samræmi við ákvæði í lögum og stjórnsýslufyrirmælum þess ríkis,

— sem sýna að handhafi hafi á fullnægjandi hátt lokið æðri menntun sem staðið hefur í að minnsta kosti þrjú ár eða sambærilegan tíma hafi verið um hlutanám að ræða, við háskóla eða æðri menntastofnun eða aðra stofnun á sama stigi í aðildarríki og hefur, þar sem um slíkt er að ræða, lokið starfsþjálfun sem krafist er til viðbótar við námið og

— sem sýna að handhafi hafi hlotið lögmætan undirbúning til að stunda starfsgrein sína.

Eftirfarandi skal metið til jafns við þann formlega vitnisburð um menntun og hæfi sem um getur í fyrstu undirgrein: sérhver formlegur vitnisburður um menntun og hæfi eða safn slíks vitnisburðar sem gefinn er út af lögbæru yfirvaldi í aðildarríki ef hann er veittur að lokinni þjálfun sem sótt er innan bandalagsins og viðurkennd er sem jafngild, þó að því tilskildu að öðrum aðildarríkjum og framkvæmdastjórninni hafi verið tilkynnt um þessa viðurkenningu.


4. gr.

1. Þrátt fyrir 3. gr., geta gistiríki einnig krafist þess að umsækjandi:

a) leggi fram vitnisburð um starfsreynslu þar sem náms- og þjálfunartíminn sem umsóknin greinir frá, svo sem mælt er fyrir um í a- og b-lið 3. gr., er að minnsta kosti einu ári skemmri en krafist er í gistiríkinu. Komi til þessa má starfsreynsla sú sem krafist er:

— eigi vera lengri en tvisvar sinnum sá tími sem upp á vantar í menntun og þjálfun ef það sem krafist er lýtur að æðri menntun og/eða þjálfunartíma undir handleiðslu fagmanns og lýkur með prófi,

— eigi vera lengri en sá tími sem upp á vantar ef hann lýtur að fagþjálfun sem viðkomandi hefur áunnið sér með aðstoð fullmenntaðs félagsmanns úr starfsgreininni.

Ef um er að ræða prófskírteini í skilningi síðustu undirgreinar a-liðar 1. gr. skal lengd menntunar og þjálfunar sem metin er á sama stigi ákvarðast út frá menntun og þjálfun samkvæmt fyrstu undirgrein a-liðar 1. gr.

Þegar þessum ákvæðum er beitt verður að taka tillit til þeirrar starfsreynslu sem getið er í b-lið 3. gr.

Ekki má í neinu tilviki krefjast lengri starfsreynslu en sem nemur fjórum árum;

b) ljúki aðlögunartíma sem varir ekki lengur en þrjú ár eða taki hæfnispróf:

— ef menntun og þjálfun sem viðkomandi hefur hlotið í samræmi við a- og b-liði 3. gr. er verulega

frábrugðin þeim kröfum sem gerðar eru í gistiríkinu, eða

— ef starfsgrein sem er lögvernduð í gistiríkinu og vikið er að í a-lið 3. gr. nær til einnar eða fleiri lögverndaðrar starfsemi sem tilheyra ekki starfsgreininni sem lögverndar nýtur í upprunaríki umsækjanda eða aðildarríkinu sem hann kemur frá og sá munur sem fyrir hendi er samsvarar tiltekinni menntun eða þjálfun sem krafist er í gistiríkinu og nær til þátta sem eru verulega frábrugðnir því sem að baki prófskírteini umsækjanda liggur, eða

— ef starfsgrein sem er lögvernduð í gistiríkinu og vikið er að í b-lið 3. gr., nær til einnar eða fleiri lögverndaðrar starfsemi sem tilheyra ekki starfsgreininni sem umsækjandi stundar í upprunaríki sínu eða aðildarríkinu sem hann kemur frá og sá munur sem fyrir hendi er samsvarar tiltekinni menntun og þjálfun sem krafist er í gistiríkinu og nær til þátta sem eru verulega frábrugðnir því sem að baki prófskírteini umsækjanda liggur.

Ef gistiríkið færir sér þetta í nyt, verður að gefa umsækjandanum færi á að velja milli aðlögunartíma og hæfnisprófs. Þrátt fyrir þessa meginreglu getur gistiríkið kveðið á um annaðhvort aðlögunartíma eða hæfnispróf ef um er að ræða starfsgreinar þar sem nákvæm þekking á landslögum er nauðsynleg og þar sem ráðgjöf eða aðstoð í tengslum við landslög er mikilvægur og stöðugur þáttur starfseminnar. Hyggist gistiríki beita slíkum fráviksreglum fyrir aðrar starfsgreinar þar sem umsækjanda er gefinn kostur á að velja, skal tilhögun sú sem mælt er fyrir um í 10. gr. gilda.

2. Gistiríki geta þó ekki beitt ákvæðum a- og b-liða 1. gr. hverju á eftir öðru..Nr. L 19/20 Stjórnartíðindi EB 24. 1. 89


5. gr.

Með fyrirvara um 3. og 4. gr., getur gistiríki heimilað umsækjanda, í því skyni að aðlagast betur starfsumhverfi í viðkomandi ríki, að taka til jafns við aðra þann hluta sérfræðimenntunar og starfsþjálfunar sem hann hefur ekki hlotið í upprunaríki sínu eða í ríkinu sem hann kemur frá og fólginn er í verklegri þjálfun undir handleiðslu kunnáttumanns í starfsgreininni.


6. gr.

1. Krefji lögbært yfirvald í gistiríki þann sem æskir að hefja störf í lögverndaðri starfsgrein um meðmæli eða yfirlýsingu um að hann hafi ekki orðið gjaldþrota, eða frestar eða bannar iðkun þeirrar starfsgreinar vegna alvarlegra ávirðinga í starfi eða vegna afbrots, skal það ríki taka sem fullgilda sönnun, að því er varðar ríkisborgara aðildarríkja sem æskja þess að leggja stund á þá starfsgrein á yfirráðasvæði þess, framvísun skjala sem lögbær yfirvöld í upprunaríkinu eða aðildarríkinu sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá gefa út og votta að þessi skilyrði hafi verið uppfyllt.

Gefi lögbær yfirvöld í upprunaríkinu eða aðildarríkinu sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá ekki út þau skjöl sem um getur í fyrstu undirgrein, skal eiðsvarin yfirlýsing koma í stað þeirra —eða þar sem engin ákvæði eru til um eiðsvarnar yfirlýsingar, drengskaparheit — sem viðkomandi gefur frammi fyrir þar til bæru yfirvaldi á sviði dómgæslu eða stjórnsýslu eða eftir atvikum lögbókanda eða þar til bærri stofnun í upprunaríkinu eða aðildarríkinu sem viðkomandi kemur frá, umrætt yfirvald eða lögbókandi skal gefa út vottorð sem staðfestir áreiðanleika yfirlýsingarinnar eða drengskaparheitsins.

2. Ef lögbært yfirvald í gistiríki krefst þess af eigin ríkisborgurum sem æskja þess að hefja eða stunda störf í lögverndaðri starfsgrein að þeir leggi fram vottorð um líkamlegt og andlegt heilbrigði ber því yfirvaldi að taka sem fullgilda sönnun framvísun á skjalinu sem krafist er í upprunaríkinu eða aðildarríkinu sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá.

Ef upprunaríkið eða aðildarríkið sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá gerir engar slíkar kröfur til þeirra sem æskja þess að hefja störf í umræddri starfsgrein ber gistiríkinu að taka við vottorði frá slíkum ríkisborgurum sem lögbært yfirvald í því ríki hefur gefið út og er sambærilegt við vottorð sem gistiríkið gefur út.

3. Lögbær yfirvöld í gistiríki geta farið fram á það að skjölin og vottorðin sem um getur í 1. og 2. mgr. séu lögð fram eigi síðar en þremur mánuðum frá útgáfudegi þeirra.

4. Ef lögbært yfirvald í gistiríki fer framá það að þarlendir ríkisborgarar sem æskja þess að hefja störf í lögverndaðri starfsgrein sverji eiða eða gefi drengskaparheit og þar sem eiðurinn eða heitið er þess eðlis að ríkisborgarar annarra aðildarríkja geta ekki nýtt það skal aðildarríkið tryggja að viðeigandi og jafngilt form til eiðtökunnar sé í boði fyrir hlutaðeigandi einstakling.


7. gr.

1. Lögbær yfirvöld í gistiríkjum skulu viðurkenna réttindi ríkisborgara í aðildarríkjum, sem uppfylla skilyrði til að hefja störf í lögverndaðri starfsgrein til að bera það starfsheiti í gistiríkinu sem starfsgreininni ber.

2. Lögbær yfirvöld í gistiríkjum skulu viðurkenna réttindi ríkisborgara í aðildarríkjum sem uppfylla skilyrði til að hefja störf í lögverndaðri starfsgrein í landi þeirra, til að nota lögmætan námstitil sinn eða, eftir því sem við á, skammstöfun á honum sem er notuð í upprunaríki þeirra eða aðildarríkinu sem þeir koma frá, á máli þess ríkis. Gistiríki geta krafist þess að titlinum fylgi upplýsingar um heiti og staðsetningu stofnunarinnar eða prófanefndarinnar sem veitti hann.

3. Ef samtök eða félag í gistiríki sem getið er um í d-lið 1. gr. veitir starfsgrein lögvernd skal borgurum annarra aðildarríkja einvörðungu heimilt að nota starfsheitið eða skammstöfunina sem téð félag eða samtök veita, gegn félagsaðild.

Ef samtökin eða félagið gera ákveðin hæfisskilyrði að forsendum fyrir félagsaðild mega þau aðeins beita þeirri reglu gagnvart borgurumannarra aðildarríkja í samræmi við þessa tilskipun, einkum 3. og 4. gr hennar, enda hafi þeir undir höndum fullgild prófskírteini samkvæmt skilningi a-liðar 1. gr. tilskipunarinnar eða formlegan vitnisburð um menntun og hæfi samkvæmt b-lið 3. gr.


8. gr.

1. Gistiríkið skal taka vottorð og skjöl sem gefin eru út af lögbærum yfirvöldum í aðildarríkjum sem fullgilda sönnun þess að sá sem sækir um heimild til að leggja stund á viðkomandi starfsgrein fullnægi þeim skilyrðum sem sett eru í 3. og 4. gr.

2. Taka skal fyrir umsókn um starf í lögverndaðri starfsgrein svo skjótt sem verða má og skulu lögbær yfirvöld í gistiríkinu greina frá rökstuddri niðurstöðu eigi síðar en fjórum mánuðum eftir að hlutaðeigandi aðili hefur lagt fram öll viðeigandi skjöl. Fáist ekki niðurstaða eða sé hún öndverð óskum umsækjanda, skal honum gert kleift að áfrýja til dómstóls í samræmi við ákvæði landslaga.


9. gr.

1. Aðildarríkin skulu tilnefna lögbært yfirvald sem hefur umboð til að veita viðtöku umsóknum og taka þær ákvarðanir sem um getur í þessari tilskipun, innan þess tíma sem kveðið er á um í 12. gr..24. 1. 89 Stjórnartíðindi EB Nr. L 19/21 Þau skulu koma þessum upplýsingum á framfæri við hin aðildarríkin og framkvæmdastjórnina.

2. Aðildarríkin skulu tilnefna þann aðila sem ábyrgur er fyrir samræmingu á starfsemi þeirra yfirvalda sem getið er um í 1. mgr. og tilkynna það hinum aðildarríkjunum og framkvæmdastjórninni. Hlutverk hans skal vera að stuðla að því að tilskipun þessari sé beitt á sama hátt í öllum hlutaðeigandi starfsgreinum. Skipa skal samræmingarhóp á vegum framkvæmdastjórnarinnar sem þeir aðilar sem tilnefndir hafa verið af aðildarríkjunum eða fulltrúar þeirra eiga sæti í og skal hann lúta formennsku fulltrúa framkvæmdastjórnarinnar.

Starf þessa hóps skal vera :

— að auðvelda framkvæmd þessarar tilskipunar,

— að safna saman upplýsingum sem að gagni mega koma við beitingu hennar í aðildarríkjunum.

Framkvæmdastjórnin getur haft samráð við samræmingarhópinn um fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulaginu.

3. Aðildarríkin skulu gera ráðstafanir til að veita nauðsynlegar upplýsingar um viðurkenningu prófskírteina á grundvelli þessarar tilskipunar. Upplýsingamiðstöð sú um viðurkenningu prófskírteina og námstíma er sett var á stofn með ályktun ráðsins og menntamálaráðherranna hinn 9. febrúar 1976 ( 1 ) getur veitt aðstoð í þessu sambandi og, eftir því sem við á, viðkomandi fagsamtök eða -félög. Framkvæmdastjórnin skal hafa forgöngu um þróun og samræmingu á miðlun þessara upplýsinga.


10. gr.

1. Ef aðildarríki hyggst ekki, samkvæmt þriðja málslið annarrar undirgreinar b-liðar 1. mgr. 4. gr., heimila umsækjendum að velja á milli aðlögunartíma og hæfnisprófs hvað varðar starfsgrein í skilningi tilskipunar þessarar, skal það þegar í stað senda framkvæmdastjórninni drög að hlutaðeigandi ákvæði sem það hyggst beita. Það skal jafnframt gera framkvæmdastjórninni grein fyrir ástæðum þess að nauðsynlegt er talið að setja slíkt ákvæði.

Framkvæmdastjórnin skal þegar í stað tilkynna hinum aðildarríkjunum um öll slík drög sem henni berast; hún getur einnig ráðfært sig við samráðshópinn sem getið er í 2. mgr. 9. gr. um drögin.

2. Með fyrirvara um rétt framkvæmdastjórnarinnar og hinna aðildarríkjanna til að tjá sig um uppkastið getur aðildarríkið samþykkt ákvæðið að því tilskildu að framkvæmdastjórnin hafi eigi tekið ákvörðun um hið gagnstæða innan þriggja mánaða.

( 1 ) Stjtíð. EB nr. C 38, 19. 2. 1976, bls. 1.

3. Komi fram ósk um slíkt frá aðildarríki eða framkvæmdastjórninni skulu aðildarríki tafarlaust senda þeim endanlegan texta ákvæðis sem sett er með beitingu þessarar greinar.


11. gr.

Þegar sá tími rennur út sem kveðið er á um í 12. gr., skulu aðildarríkin, á tveggja ára fresti, senda framkvæmdastjórninni skýrslu um framkvæmd þess fyrirkomulags sem upp er tekið.

Jafnframt því sem skýrslan fjallar almennt um málið, skal hún einnig veita tölfræðilegt yfirlit fyrir ákvarðanir sem teknar hafa verið og lýsa þeim vanda sem upp kann að koma við beitingu tilskipunarinnar.


12. gr.

Aðildarríkin skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að fara að tilskipun þessari innan tveggja ára frá birtingu hennar ( 2 ). Þau skulu tilkynna það framkvæmdastjórninni þegar í stað.

Aðildarríkin skulu sjá til þess að framkvæmdastjórninni berist helstu ákvæði úr landslögum sem samþykkt verða um málefni sem tilskipun þessi nær til.


13. gr.

Eigi síðar en fimm árum eftir þann dag sem tiltekinn er í 12. gr. skal framkvæmdastjórnin upplýsa Evrópuþingið og ráðið um framkvæmd almenna fyrirkomulagsins til viðurkenningar á prófskírteinum sem veitt eru að lokinni starfsmenntun eða þjálfun á æðra skólastigi sem staðið hefur að minnsta kosti í þrjú ár.

Framkvæmdastjórnin skal af þessu tilefni, og eftir að hún hefur leitað ráða svo sem nauðsynlegt er, segja hvaða breytinga sé þörf á fyrirkomulaginu. Á sama tíma skal framkvæmdastjórnin, eftir því sem við á, leggja fram tillögur sínar um endurbætur á fyrirkomulaginu er stuðli að því að draga enn frekar úr höftum á frelsi til flutninga, á staðfesturétti og rétti til að veita þjónustu gagnvart þeim sem tilskipun þessi nær til.


14. gr.

Tilskipun þessari er beint til aðildarríkjanna.

Gjört í Brussel 21. desember 1988.


Fyrir hönd ráðsins,

V. PAPANDREOU

forseti.


( 2 ) Tilskipun þessi var birt aðildarríkjunum 4. janúar 1989..


VIÐAUKI

Skrá yfir fagsamtök eða -félög sem fullnægja skilmálum annarrar undirgreinar

d-liðar 1. gr.


ÍRLAND ( 1 )
1. The Institute of Chartered Accountants in Ireland ( 2 )
2. The Institute of Certified Public Accountants in Ireland(2 )
3. The Association of Certified Accountants(2 )
4. Institution of Engineers in Ireland
5. Irish Planning Institute

BRESKA KONUNGSRÍKIÐ
1. Institute of chartered accountants in England and Wales
2. Institute of Chartered Accountants of Scotland
3. Institute of Chartered Accountants in Ireland
4. Chartered Association of Certified Accountants
5. Chartered Institute of Loss Adjusters
6. Chartered Institute of Management Accountants
7. Institute of Chartered Secretaries and Administrators
8. Chartered Insurance Institute
9. Institute of Actuaries
10. Faculty of Actuaries
11. Chartered Institute of Bankers
12. Institute of Bankers in Scotland
13. Royal Institution of Chartered Surveyors
14. Royal Town Planning Institute
15. Chartered Society of Physiotherapy
16. Royal Society of Chemistry
17. British Psychological Society
18. Library Association
19. Institute of Chartered Foresters
20. Chartered Institute of Building
21. Engineering Council
22. Institute of Energy
23. Institution of Structural Engineers
24. Institution of Civil Engineers
25. Institution of Mining Engineers
26. Institution of Mining and Metallurgy

( 1 ) Írskir borgarar heyra einnig til eftirtöldum löggiltum samtökum á Stóra-Bretlandi:
Institute of Chartered Accountants in England and Wales
Institute of Chartered Accountants of Scotland
Institute of Actuaries
Faculty of Actuaries
The Chartered Institute of Management Accountants
Institute of Chartered Secretaries and Administrators
Royal Town Planning Institute
Royal Institution of Chartered Surveyors
Chartered Institute of Building.
( 2 ) Að því er varðar endurskoðun eingöngu.

27. Institution of Electrical Engineers
28. Institution of Gas Engineers
29. Institution of Mechanical Engineers
30. Institution of Chemical Engineers
31. Institution of Production Engineers
32. Institution of Marine Engineers
33. Royal Institution of Naval Architects
34. Royal Aeronautical Society
35. Institute of Metals
36. Chartered Institution of Building Services Engineers
37. Institute of Measurement and Control
38. British Computer Society

YFIRLÝSING FRÁ RÁÐINU OG FRAMKVÆMDASTJÓRNINNI

Vegna 1. mgr. 9. gr.

"Ráðið og framkvæmdastjórnin eru sammála um að sérfræðistofnanir og æðri menntastofnanir skuli með viðeigandi hætti hafðar með í ráðum við ákvarðanir".


Þetta vefsvæði byggir á Eplica