Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

342/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 244/1994, um staðfestingu starfsleyfa nokkurra heilbrigðisstétta o.fl. skv. ákvæðum EES-samningsins. - Brottfallin

1. gr.

Eftirtaldar breytingar verða á 3. gr.:
Í stað orðanna "3. gr. tilskipunar 75/362/EBE sbr. 1. gr. tilskipunar 75/363/EB" komi orðin "tilskipun 93/16/EBE með síðari breytingum."


2. gr.

Eftirtaldar breytingar verða á 2. tölulið 4. gr.:
Í stað orðanna "5. gr. og 7. gr. tilskipunar 75/362 sbr. 2.-5. gr. og 8. gr. tilskipunar 75/363/EBE," komi orðin "tilskipun 93/16/EBE með síðari breytingum,"


3. gr.

Eftirtaldar breytingar verða á "Fylgiskjal 1: Læknar" með reglugerðinni sem orðast svo:
1. 393L0016: Tilskipun ráðsins 93/16/EBE frá 5. apríl 1993 um að greiða fyrir frjálsum flutningum lækna og um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum þeirra, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi, eins og henni er breytt með:

- 398L0021: Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 98/21/EB frá 8. apríl 1998.

- 398L0063: Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 98/63/EB frá 3. september 1998.

- 399L0046: Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 1999/46/EB frá 21. maí 1999.


4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 1. - 5. gr. laga nr. 116/1993 um breytingar á lagaákvæðum á sviði heilbrigðis- og tryggingamála vegna aðildar að samningi um Evrópskt efnahagssvæði og 4. gr. laga um viðurkenningu á menntun og prófskírteinum nr. 83/1993, og öðlast þegar gildi.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 30. apríl 2001.

Jón Kristjánsson.
Davíð Á. Gunnarsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica