Mennta- og barnamálaráðuneyti

312/2022

Reglugerð um breytingu á reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskóla, nr. 173/2017, ásamt síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Þrátt fyrir 2. mgr. 1. gr. og 2. málsl. 4. gr. reglugerðar þessarar verða ekki lögð fyrir samræmd könnunarpróf í 9. bekk árið 2022.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt 6. mgr. 17. gr. laga um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

 

Mennta- og barnamálaráðuneytinu, 21. febrúar 2022.

 

Ásmundur Einar Daðason
mennta- og barnamálaráðherra.

Páll Magnússon.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica