1. gr.
Gildissvið.
Ákvæði reglugerðarinnar gilda um einkarekna fjölmiðla, þ.m.t. staðbundna fjölmiðla, sem uppfylla skilyrði 5. gr. reglugerðarinnar og miðla efni til almennings hér á landi.
Reglugerðin gildir ekki um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, sbr. lög nr. 23/2013.
2. gr.
Markmið.
Markmið hins sérstaka rekstrarstuðnings er að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru. Heimilt er að veita einkareknum fjölmiðlum sérstakan rekstrarstuðning á árinu 2020 í ljósi þess víðtæka rekstrarvanda sem að þeim steðjar vegna tekjufalls í kjölfars heimsfaraldurs kórónuveiru.
3. gr.
Orðskýringar.
Í reglugerð þessari er merking eftirfarandi hugtaka sem hér greinir:
4. gr.
Umsókn.
Mennta- og menningarmálaráðherra tekur ákvörðun um úthlutun sérstaks rekstrarstuðnings að fengnum tillögum fjölmiðlanefndar. Umsóknir skulu afgreiddar fyrir 1. september 2020.
Fjölmiðlanefnd auglýsir eftir umsóknum um sérstakan rekstrarstuðning. Umsókn um sérstakan rekstrarstuðning, ásamt fylgigögnum, skal berast fjölmiðlanefnd eigi síðar en 7. ágúst 2020.
Ef fjölmiðlaveita starfrækir beint eða óbeint fleiri en einn fjölmiðil sem uppfyllir skilyrði 5. gr. reglugerðarinnar skal umsókn vera sameiginleg vegna þeirra beggja eða allra.
Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um greitt tryggingagjald, meðalfjölda stöðugilda, fjölda verktaka og heildarfjárhæð greiðslna til þeirra vegna miðlunar á fréttum og fréttatengdu efni fyrir árið 2019. Upplýsingarnar skulu vera staðfestar af löggiltum endurskoðanda.
Í því skyni að sannreyna stuðningshæfan kostnað skv. 6. gr. reglugerðarinnar getur fjölmiðlanefnd óskað eftir viðeigandi upplýsingum frá umsækjanda, til að mynda virðisaukaskattsskýrslum og bókhaldi.
Séu gögn ófullnægjandi skal fjölmiðlanefnd veita umsækjanda frest til að skila inn fullnægjandi gögnum.
Við mat á umsóknum getur fjölmiðlanefnd aflað álits sérfróðra aðila um hvort skilyrði 5. og 6. gr. reglugerðarinnar séu uppfyllt. Kostnaður við mat á umsóknum og annarri umsýslu skal greiddur úr ríkissjóði af fjárveitingu hins sérstaka rekstrarstuðnings.
5. gr.
Skilyrði fyrir sérstökum rekstrarstuðningi.
Skilyrði fyrir sérstökum rekstrarstuðningi til einkarekins fjölmiðils eru eftirfarandi:
6. gr.
Stuðningshæfur rekstrarkostnaður.
Eftirfarandi kostnaðarliðir falla undir stuðningshæfan rekstrarkostnað:
7. gr.
Útreikningur og hámark hins sérstaka rekstrarstuðnings.
Við ákvörðun um fjárhæð sérstaks rekstrarstuðnings skal m.a. litið til launa, fjölda starfsmanna og verktakagreiðslna vegna miðlunar á fréttum og fréttatengdu efni á ritstjórnum árið 2019, útgáfutíðni og fjölbreytileika fjölmiðla.
Hinn sérstaki rekstrarstuðningur skal að hámarki vera 25% af stuðningshæfum rekstrarkostnaði umsækjanda, sbr. 6. gr., enda hækki sá kostnaður með aukinni útgáfutíðni og auknum fjölda starfsfólks á ritstjórn eða verktaka, sem nauðsynlegur er til að tryggja fjölbreytileika í efnistökum.
Stuðningur til hvers umsækjanda getur ekki orðið hærri en sem nemur 25% af þeirri fjárveitingu sem Alþingi hefur úthlutað til sérstaks rekstrarstuðnings.
Fari svo að heildarfjárhæð samþykktra umsókna um stuðningshæfan rekstrarkostnað, að teknu tilliti til takmarkana skv. 1. og 2. mgr., fari umfram fjárveitingar Alþingis skerðist stuðningur til allra umsækjenda í jöfnum hlutföllum. Fari svo að heildarfjárhæð samþykktra umsókna um stuðningshæfan rekstrarkostnað verði lægri en fjárveitingar Alþingis skiptast afgangsfjármunir milli umsækjanda í réttum hlutföllum við kostnað þeirra. Þannig ræður umfang og fjöldi umsókna um stuðning endanlegu endurgreiðsluhlutfalli til fjölmiðils.
8. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett á grundvelli bráðabirgðaákvæðis VI í lögum um fjölmiðla nr. 38/2011 og öðlast þegar gildi. Reglugerðin fellur úr gildi 31. desember 2020.
Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 3. júlí 2020.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir.
Páll Magnússon.