Leita
Hreinsa Um leit

Mennta- og menningarmálaráðuneyti

971/2018

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 531/2009 um heimakennslu á grunnskólastigi.

1. gr.

Í stað orðsins "sérfræðiþjónusta" í 4. gr., 2. málsl. 1. mgr. 5. gr. og g-lið 10. gr. kemur, í við­eigandi beygingarfalli: skólaþjónusta.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 5. mgr. 46. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla, öðlast þegar gildi.

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 22. október 2018.

Lilja D. Alfreðsdóttir.

Ásta Magnúsdóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica