Leita
Hreinsa Um leit

Mennta- og menningarmálaráðuneyti

376/2015

Reglugerð um breyting á reglugerð um skipan og störf starfsgreinaráða nr. 711/2009.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr.:

  1. Í stað orðanna "einn tilnefndur af félags- og tryggingamálaráðuneyti, einn tilnefndur af heilbrigðisráðuneyti" í 2. mgr. kemur: tveir tilnefndir af velferðarráðuneyti.
  2. Í stað orðanna "þrír tilnefndir af Alþýðusambandi Íslands og þrír tilnefndir af Samtökum atvinnulífsins" í 4. mgr. kemur: fjórir tilnefndir af Alþýðusambandi Íslands og fjórir tilnefndir af Samtökum atvinnulífsins.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 25. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008 og öðlast þegar gildi.

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 30. mars 2015.

Illugi Gunnarsson.

Ásta Magnúsdóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica