Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Stofnreglugerð

544/2012

Reglugerð um innleiðingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 213/2011 um breytingu á II. og V. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/36/EB um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

1. gr.

Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 134/2011 frá 2. desember 2011 um breytingu á VII. viðauka (Gagnkvæm viðurkenning á starfsmenntun og hæfi) við EES-samninginn gildir reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB), nr. 213/2011 frá 3. mars 2011 um breytingu á viðaukum II og V með tilskipun Evrópusambandsins og ráðsins nr. 2005/36/EB um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

2. gr.

Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 19, 19. árg., bls. 72.

3. gr.

Ef ósamræmi er á milli íslensks og ensks texta reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 213/2011 skal skýra íslenska textann með hliðsjón af enska textanum.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 9. gr. laga nr. 26/2010 um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi, öðlast þegar gildi.

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 10. maí 2012.

Katrín Jakobsdóttir.

Ásta Magnúsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.