Leita
Hreinsa Um leit

Mennta- og menningarmálaráðuneyti

1324/2011

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 585/2011 um viðurkenningu á menntun og starfsreynslu til starfa í löggiltri iðn hér á landi.

1. gr.

Í 1. mgr. 4. gr. segir annars vegar að umsækjendur skuli leggja fram "staðfest afrit" af umsókn, og hins vegar að gögn skuli þýdd af "löggiltum skjalaþýðanda". Orðin "staðfest" og "löggiltum" falla út. Í stað "mennta- og menningarmálaráðuneytis" kemur: ráðu­neytisins.

1. mgr. 4. gr. er þá svohljóðandi:

Sá sem óskar eftir að starfa á sviði löggiltrar iðngreinar hér á landi á grundvelli erlendrar starfsmenntunar sækir um viðurkenningu á menntun sinni og starfsreynslu til ráðu­neytisins. Með umsókn skal leggja fram afrit af prófskírteini frá heimalandinu ásamt þýðingu þess þar sem fram kemur lengd náms og inntak, t.d. með upptalningu náms­greina. Þá skulu fylgja staðfestar upplýsingar um reynslu umsækjanda af starfi í þeirri starfsgrein sem hann hyggst stunda og staðfesting á réttindum viðkomandi í heima­landinu þegar svo ber undir. Umsækjandi skal staðfesta ríkisfang sitt með framlagn­ingu vegabréfs.

2. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 15. desember 2011.

Katrín Jakobsdóttir.

Ásta Magnúsdóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica