Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

1007/2009

Reglugerð um breyting á reglugerð um skipan og störf starfsgreinaráða nr. 711/2009.

1. gr.

Á eftir staflið g í 3. gr. kemur nýr stafliður, svohljóðandi: sjávarútvegs- og siglingagreinum.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr.

  1. Í stað orðanna "einn tilnefndur" á undan "af Samtökum atvinnulífsins" í 7. mgr. kemur: tveir tilnefndir.
  2. Orðin "tilnefndur af Félagi skipstjórnarmanna" í 7. mgr. falla brott.
  3. Á eftir 7. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
    Í starfsgreinaráði sjávarútvegs- og siglingagreina eiga sæti sjö fulltrúar, tveir tilnefndir af Alþýðusambandi Íslands, einn tilnefndur af Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands og þrír tilnefndir af Samtökum atvinnulífsins. Einn fulltrúi er tilnefndur sameiginlega af Félagi íslenskra framhaldsskóla og Kennarasambandi Íslands.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 25. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008 og öðlast þegar gildi.

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 16. desember 2009.

Katrín Jakobsdóttir.

Ásta Magnúsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.