Atvinnuvegaráðuneyti

567/2025

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 205/2023 um lífræna framleiðslu og merkingu lífrænt ræktaðra vara.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, svohljóðandi:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2867 frá 2. september 2024 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/848 að því er varðar fram­setningu á kennimerki Evrópusambandsins fyrir lífræna framleiðslu. Reglugerðin er inn­leidd á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 90/2025 frá 8. maí 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 33 frá 22. maí 2025, bls. 44.

 

2. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í sam­ræmi við 6. gr. laga nr. 93/1995, um matvæli og II. kafla laga um eftirlit með fóðri, áburði og sáð­vöru, nr. 22/1994.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga um matvæli, nr. 93/1995 og 7. gr. laga um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Atvinnuvegaráðuneytinu, 26. maí 2025.

 

F. h. r.

Bryndís Hlöðversdóttir.

Svava Pétursdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica