Atvinnuvegaráðuneyti

566/2025

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 543/2024 um áburðarvörur.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætast fjórir nýir töluliðir, svohljóðandi:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2786 frá 23. júlí 2024 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1009 að því er varðar Enterococcaceae og það að ganga út frá samræmi ESB-áburðarvara án sannprófunar. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameigin­legu EES-nefndarinnar nr. 91/2025 frá 8. maí 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 33 frá 22. maí 2025, bls. 46.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2787 frá 23. júlí 2024 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1009 að því er varðar að fella jarðþakningarfilmur inn í efnisþáttaefniviðaflokk 9. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 91/2025 frá 8. maí 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 33 frá 22. maí 2025, bls. 52.
  3. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2790 frá 23. júlí 2024 um breytingu á II. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1009 að því er varðar fjölliður í efnisþáttaefniviðaflokki 1. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 91/2025 frá 8. maí 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 33 frá 22. maí 2025, bls. 59.
  4. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2788 frá 23. júlí 2024 um breytingu á II. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1009 að því er varðar fjölliður í efnisþáttaefniviðaflokki 11. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2025 frá 8. maí 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 33 frá 22. maí 2025, bls. 62.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Atvinnuvegaráðuneytinu, 26. maí 2025.

 

F. h. r.

Bryndís Hlöðversdóttir.

Svava Pétursdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica