Fara beint í efnið

Prentað þann 4. maí 2024

Breytingareglugerð

1204/2023

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 327/2016 um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um afnám tæknilegra hindrana í viðskiptum með vín (VI).

1. gr.

1. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Reglugerð þessi gildir um innflutning og útflutning á víni milli Íslands og annarra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu. Vín sem upprunnið er frá landi utan Evrópska efnahagssvæðisins heyrir ekki undir reglugerðina. Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í bókun 47 við samninginn (um afnám tæknilegra hindrana í viðskiptum með vín), gilda hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af bókun 1 við samninginn, altækri aðlögun í inngangi að bókun 47 við samninginn og sértæka aðlögunartextanum í 1. viðbæti við bókun 47 við samninginn.

2. gr.

Á eftir i-lið d-liðar 2. gr., kemur nýr liður, ii-liður, svohljóðandi:

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2393 frá 13. desember 2017 um breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 1305/2013 um stuðning Dreifbýlisþróunarsjóðs evrópsks landbúnaðar (EAFRD) við dreifbýlisþróun, (ESB) nr. 1306/2013 um fjármögnun, stjórnun og eftirlit með sameiginlegu landbúnaðarstefnunni, (ESB) nr. 1307/2013 um að koma á reglum um beingreiðslur til bænda samkvæmt stuðningskerfum innan ramma sameiginlegu landbúnaðarstefnunnar, (ESB) nr. 1308/2013 um sameiginlegt markaðskerfi fyrir landbúnaðarafurðir og (ESB) nr. 652/2014 um ákvæði um stjórnun útgjalda er varða matvælaferlið, heilbrigði dýra og velferð dýra og sem varða plöntuheilbrigði og fjölgunarefni plantna. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 273/2022, frá 23. september 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 76, frá 17. nóvember 2022, bls. 25.

3. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Reglugerð þessi er sett með stoð í 40. gr., sbr. 27. gr. laga nr. 130/2014, um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu og 31. gr. a laga nr. 93/1995.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Matvælaráðuneytinu, 7. nóvember 2023.

Svandís Svavarsdóttir.

Iðunn María Guðjónsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.