Fara beint í efnið

Prentað þann 2. maí 2024

Breytingareglugerð

740/2023

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 401/2023, um strandveiðar fiskveiðiárið 2022/2023.

1. gr.

Við reglugerðina bætist eftirfarandi ákvæði til bráðabirgða:

Þrátt fyrir ákvæði 7. og 8. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar skal Fiskistofa fella úr gildi leyfi til strandveiða, frá sama tíma og strandveiðar eru stöðvaðar með auglýsingu í Stjórnartíðindum, sbr. 3. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 6. gr. a. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Matvælaráðuneytinu, 10. júlí 2023.

Svandís Svavarsdóttir.

Skúli Kristinn Skúlason.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.