Fara beint í efnið

Prentað þann 19. apríl 2024

Breytingareglugerð

214/2023

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 1202/2022 um loðnuveiðar færeyskra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands á fiskveiðiárinu 2022/2023.

1. gr.

Í stað "13.785" í 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar kemur: 22.990.

2. gr.

Í stað 3. mgr. og 4. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar kemur:

Til og með 17. febrúar 2023 er færeyskum skipum heimilt að landa ¾ hlutum af kvóta sínum til manneldisvinnslu utan Íslands eða vinna aflann til manneldis um borð. Eftir 17. febrúar 2023 er að hámarki heimilt að landa ⅓ af leyfilegum heildarafla til manneldisvinnslu utan Íslands eða vinna til manneldis um borð þó ekki undir 4.000 tonnum.

Færeyskum yfirvöldum er skylt að tilkynna til Fiskistofu um magn þess loðnuafla sem veiðist í fiskveiðilandhelgi Íslands og landað er í Færeyjum. Tilkynna skal um hverja löndun innan sólarhrings og hversu mikið fer til bræðslu, hversu mikið til manneldisvinnslu í Færeyjum og hversu mikið var unnið til manneldis um borð.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 16. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, 30. gr. laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, 14. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og 9. gr. laga nr. 22/1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Matvælaráðuneytinu, 3. mars 2023.

Svandís Svavarsdóttir.

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.