Matvælaráðuneyti

169/2022

Reglugerð um (27.) breytingu á reglugerð nr. 978/2011, um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 um aukefni í matvælum.

1. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Ákvæði til bráðabirgða.

Í samræmi við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/63 frá 14. janúar 2022 um breyt­ingu á viðauka II og III við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 hvað varðar matvælaaukefnið títan díoxíð (E 171) er notkun E 171 bönnuð. Frá og með 3. mars 2022 má ekki nota efnið við framleiðslu matvæla. Fram til 7. ágúst 2022 má setja á markað matvæli sem fram­leidd eru með efninu fyrir 3. mars 2022 og mega vera á markaði út geymsluþolstíma sinn.

 

2. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a. laga nr. 93/1995 um matvæli og öðlast þegar gildi.

 

Matvælaráðuneytinu, 9. febrúar 2022.

 

Svandís Svavarsdóttir
matvælaráðherra.

Emilía Madeleine Heenen.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica