Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

1056/2021

Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 477/2017 um lífræna framleiðslu og merkingu lífrænna vara. - Brottfallin

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, 27. tölul., svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/772 frá 10. maí 2021 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2020/977 að því er varðar tímabundnar ráðstaf­anir í tengslum við eftirlit með framleiðslu lífrænt ræktaðra vara, einkum gildistímann. Reglu­gerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 163/2021, frá 11. júní 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 49, frá 22. júlí 2021, bls. 116.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 6. gr. laga nr. 162/1994, um lífræna landbúnaðar­framleiðslu, með síðari breytingum.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 8. september 2021.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Kolbeinn Árnason.

Iðunn Guðjónsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica