Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

609/2021

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 298/2020 um skráningu og rafræn skil aflaupplýsinga. - Brottfallin

1. gr.

5. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Ef afla er dælt úr veiðarfæri skips yfir í lestar annars skips þá skal afli skráður hjá báðum skipum. Skipið sem veiðir aflann skal skrá í reitinn fyrir aflamagn upplýsingar um magn og tegundir þess afla sem það dælir í eigin lestar en í reit fyrir athugasemdir skal skrá upplýsingar um tegundir og magn þess afla sem dælt er yfir í móttökuskipið. Einnig á að skrá þar nafn og alþjóðlegt kallmerki (IRCS) móttökuskips. Skipið sem tekur á móti aflanum skal skrá upplýsingar um magn og tegundir þess afla sem það fær frá veiðiskipinu í reitinn fyrir aflamagn. Í reit fyrir athugasemdir skal skrá nafn og alþjóðlegt kallmerki (IRCS) veiðiskips.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett, skv. lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og lögum nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 25. maí 2021.

 

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica