Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

966/2014

Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1321/2013 um skrá Sambandsins yfir leyfð reykbragðefni á forstigi framleiðslu, til notkunar sem slík í eða á matvæli og/eða til framleiðslu á afleiddum reykbragðefnum.

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í XII. kafla II. við­auka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 176/2014, frá 26. september 2014, öðlast eftirfarandi ESB-gerð gildi hér á landi:

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1321/2013 frá 10. desember 2013 um skrá Sambandsins yfir leyfð reykbragðefni á forstigi fram­leiðslu, til notkunar sem slík í eða á matvæli og/eða til framleiðslu á afleidd­um reykbragðefnum. Reglugerðin birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 64, 30. október 2014, bls. 247.

2. gr.

Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.

3. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 30. gr., 30. gr. a - 30. gr. e og 31. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.

5. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 30. október 2014.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Eggert Ólafsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica