Fara beint í efnið

Prentað þann 19. apríl 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 1. feb. 2023

1333/2022

Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins.

1. gr.

Reglugerð þessi gildir um úthlutun matvælaráðherra á tollkvótum samkvæmt samningi milli Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur, sem tók gildi 19. október 2017 en kom til framkvæmda 1. maí 2018, á grundvelli 19. gr. EES-samningsins og með vísun til 5. mgr. 12. gr. tollalaga, nr. 88/2005, með síðari breytingum.

Tollkvótar samkvæmt reglugerð þessari taka til vara sem upprunnar eru í ríkjum Evrópusambandsins, sbr. bókun 4 við EES-samninginn.

2. gr.

Tollkvótar sem úthlutað var samkvæmt b-lið 2. mgr. reglugerðar nr. 301/2022 fyrir tímabilið 1. september 2022 til 31. desember 2022 verða í gildi til og með 31. janúar 2023.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 5. mgr. 12. gr. tollalaga nr. 88/2005 og 65. gr. B, búvörulaga nr. 99/1993, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi og gildir til og með 31. janúar 2023.

Matvælaráðuneytinu, 30. nóvember 2022.

Svandís Svavarsdóttir.

Elísabet Anna Jónsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.