Fara beint í efnið

Prentað þann 18. apríl 2024

Stofnreglugerð

1034/2022

Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1911 um breytingu á II. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/620 að því er varðar sjúkdómslausa stöðu sjálfstjórnarhéraðsins Galicia og sjálfstjórnarhéraðsins Principado de Asturias á Spáni vegna sýkingar af völdum samsetninga Mycobacterium tuberculosis, um breytingu á VIII. viðauka við hana að því er varðar sjúkdómslausa stöðu sjálfstjórnarhéraðsins Islas Baleares, sýslnanna Huelva og Sevilla og svæðanna Azuaga, Badaj

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinnar ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar, öðlast eftirtalin ESB-gerð gildi hér á landi:

  1. Framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1911 um breytingu á II. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/620 að því er varðar sjúkdómslausa stöðu sjálfstjórnarhéraðsins Galicia og sjálfstjórnarhéraðsins Principado de Asturias á Spáni vegna sýkingar af völdum samsetninga Mycobacterium tuberculosis, um breytingu á VIII. viðauka við hana að því er varðar sjúkdómslausa stöðu sjálfstjórnarhéraðsins Islas Baleares, sýslnanna Huelva og Sevilla og svæðanna Azuaga, Badajoz, Mérida, Jerez de los Caballeros og Zafra í sýslunni Badajoz á Spáni og svæðisins Alentejo og héraðsins Santarém á svæðinu Lisboa e Vale do Tejo í Portúgal vegna sýkingar af völdum blátunguveiru, um breytingu á IX. viðauka við hana að því er varðar sjúkdómslausa stöðu Álandseyja í Finnlandi vegna meindýrasmits af völdum Varroa spp og um breytingu á XIII. viðauka við hana að því er varðar sjúkdómslausa stöðu Danmerkur og Finnlands vegna iðradreps. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 165/2022 frá 10. júní 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 47, frá 14. júlí 2022, bls. 6.

Reglugerðin skal gilda með þeim aðlögunum sem fram koma í ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 165/2022 og þeim takmörkunum sem leiða af I. kafla I. viðauka við EES-samninginn.

2. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum reglugerðarinnar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 54/1990, um innflutning dýra, lög nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lög nr. 93/1995, um matvæli, lög nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, lög nr. 60/2006, um varnir gegn fisksjúkdómum og lög nr. 71/2008, um fiskeldi.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra, lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995, um matvæli, lögum nr. 66/1998, um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, lögum nr. 60/2006, um varnir gegn fisksjúkdómum og lögum nr. 71/2008, um fiskeldi.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Matvælaráðuneytinu, 25. ágúst 2022.

Svandís Svavarsdóttir.

Emilía Madeleine Heenen.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.