Fara beint í efnið

Prentað þann 2. maí 2024

Stofnreglugerð

241/2023

Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/34 um reglur um beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1308/2013 að því er varðar umsóknir um vernd fyrir upprunatáknanir, landfræðilegar merkingar og hefðbundin heiti í víngeiranum, andmælameðferð, breytingar á forskriftum fyrir afurðir, skrána yfir vernduð heiti, afturköllun verndar og notkun tákna.

1. gr.

Reglugerð þessi gildir um innflutning og útflutning á víni milli Íslands og annarra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu. Vín sem upprunnið er frá landi utan Evrópska efnahagssvæðisins heyrir ekki undir reglugerðina. Ákvæði þau sem innleidd eru með reglugerð þessari skulu gilda með þeim aðlögunum sem leiða má af ákvæðum meginmáls samningsins, altækri aðlögun í inngangi að bókun 47 við samninginn og sértæka aðlögunartextanum í 1. viðbæti við bókun 47 við samninginn.

2. gr.

Á grundvelli eftirtalinnar ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirtalin ESB-gerð gildi hér á landi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/34 frá 17. október 2018 um reglur um beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1308/2013 að því er varðar umsóknir um vernd fyrir upprunatáknanir, landfræðilegar merkingar og hefðbundin heiti í víngeiranum, andmælameðferð, breytingar á forskriftum fyrir afurðir, skrána yfir vernduð heiti, afturköllun verndar og notkun tákna og reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1306/2013 að því er varðar viðeigandi kerfi fyrir eftirlit. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 273/2022, frá 23. september 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 72, frá 3. nóvember 2022, bls. 590.

3. gr.

Tollyfirvöld hafa eftirlit með því að ákvæðum reglugerðar þessarar sé framfylgt í samræmi við 132. gr. tollalaga nr. 88/2005.

Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar hafa eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995, um matvæli, sbr. 29. gr. laga nr. 130/2014, um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 40., sbr. 27. gr. laga um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu nr. 130/2014, með síðari breytingum, og 31. gr. a laga um matvæli nr. 93/1995, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Matvælaráðuneytinu, 7. mars 2023.

Svandís Svavarsdóttir.

Margrét Björk Sigurðardóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.