Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 2. maí 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 24. nóv. 2023

231/2023

Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/787 um skilgreiningu, lýsingu, kynningu og merkingu brenndra drykkja, notkun heita brenndra drykkja í kynningu og merkingu annarra matvæla, vernd landfræðilegra merkinga fyrir brennda drykki, notkun etanóls og eimis úr landbúnaði í áfenga drykki.

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í XXVII. kafla II. viðauka samningsins (brenndir drykkir), gilda hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Innflutningur og markaðssetning á brenndum drykkjum er heimil eftir því sem tilgreint er í XXVII. kafla II. viðauka samningsins.

2. gr.

Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirtaldar ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/787 frá 17. apríl 2019 um skilgreiningu, lýsingu, kynningu og merkingu brenndra drykkja, notkun heita brenndra drykkja í kynningu og merkingu annarra matvæla, vernd landfræðilegra merkinga fyrir brennda drykki, notkun etanóls og eimis úr landbúnaði í áfenga drykki og niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 110/2008. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 71/2022, frá 18. mars 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 26, frá 21. apríl 2022, bls. 184.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/723 frá 26. febrúar 2021 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/787 að því er varðar að koma á fót opinberri skrá yfir aðila sem hvert aðildarríki tilnefnir til að hafa eftirlit með þroskunarferli brenndra drykkja. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 241/2022, frá 23. september 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 72, frá 3. nóvember 2022, bls. 225.
  3. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1096 frá 21. apríl 2021 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/787 að því er varðar ákvæði um merkingu á blöndum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 132/2022 frá 29. apríl 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 26, frá 25. maí 2022, bls. 623.
  4. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1235 frá 12. maí 2021 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/787 með reglum er varða umsóknir um skráningu á landfræðilegum merkingum á brenndum drykkjum, breytingar á forskriftum fyrir afurðir, afturköllun skráningar og skrána. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 241/2022, frá 23. september 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 72, frá 3. nóvember 2022, bls. 227.
  5. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1334 frá 27. maí 2021 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/787 að því er varðar óbeinar tilvitnanir til lögheita brenndra drykkja eða til landfræðilegra merkinga fyrir brennda drykki í lýsingu, kynningu og merkingu annarra brenndra drykkja. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 241/2022, frá 23. september 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 72, frá 3. nóvember 2022, bls. 236.
  6. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1335 frá 27. maí 2021 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/787 að því er varðar merkingu brenndra drykkja sem kemur til vegna samsetningar brennds drykkjar og einna eða fleiri matvæla. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 241/2022, frá 23. september 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 72, frá 3. nóvember 2022, bls. 239.
  7. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1465 frá 6. júlí 2021 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/787 að því er varðar skilgreiningu á óbeinum tilvitnunum til lögheita brenndra drykkja eða til landfræðilegra merkinga fyrir brennda drykki og notkun þeirra í lýsingu, kynningu og merkingu annarra brenndra drykkja en þeirra brenndu drykkja sem óbeina tilvitnunin vísar til. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 241/2022, frá 23. september 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 72, frá 3. nóvember 2022, bls. 241.
  8. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/888 frá 31. maí 2022 um skráningu landfræðilegrar merkingar fyrir brenndan drykk skv. 2. mgr. 30. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/787 ("Hohenloher Birnenbrand/Hohenloher Birnenwasser"). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 95/2023, frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 40, frá 25. maí 2023, bls. 458.

3. gr.

Tollyfirvöld hafa eftirlit með því að ákvæðum reglugerðar þessarar sé framfylgt í samræmi við 132. gr. tollalaga nr. 88/2005.

Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar hafa eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995, um matvæli, sbr. 29. gr. laga nr. 130/2014, um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 40., sbr. 27. gr. laga um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu nr. 130/2014, með síðari breytingum, og 31. gr. a laga um matvæli nr. 93/1995, með síðari breytingum.

Reglugerðin öðlast þegar gildi og frá sama tíma fellur brott reglugerð nr. 1060/2012 um skilgreiningu, lýsingu og kynningu á tilteknum áfengum drykkjum.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.