Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

38/2008

Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 74/2002 um lífræna landbúnaðarframleiðslu og merkingar. - Brottfallin

1. gr.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1294/2005 frá 5. ágúst 2005 og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1318/2005 frá 11. ágúst 2005 sem vísað er til í XII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 113/2006, frá 23. september 2006 og reglugerð ráðsins (EB) nr. 1567/2005 frá 20. september 2005, sem vísað er til í XII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 23/2006, frá 11. mars 2006 og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1916/2005 frá 24. nóvember 2005, sem vísað er til í XII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 114/2006, frá 23. september 2006, skulu öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, II. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans.

2. gr.

Ofangreindar reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar og ráðsins eru birtar sem fylgiskjöl við reglugerð þessa.

3. gr.

Í samræmi við reglugerð ráðsins (EB) nr. 1567/2005 komi dagsetningin "31. desember 2006" í stað ,,31. desember 2005" í a-lið 6. mgr. 11. gr. reglugerðar nr. 74/2002.

4. gr.

Í samræmi við reglugerð framkvæmdastjórnar (EB) nr. 1318/2005 verða eftirfarandi viðbætur og breytingar við reglugerð nr. 74/2002:

1. Viðbætur í töfluna í A-hluta "Áburðarefni og jarðvegsnæring" í viðauka II á eftir "kalkleðja úr sykurhreinsunarstöðvum":

Heiti

Lýsing, kröfur um samsetningu og notkunarskilyrði

Kalkleðja úr vakúmsaltframleiðslu

Aukaafurð framleiðslu á vakúmsalti úr saltvatni sem finnst í fjöllum

Eftirlitsaðili eða eftirlitsyfirvald viðurkenni nauðsyn afurðarinnar


2. Breytingar á tölulið 1 í kaflanum "Plöntuvarnarefni" í B-hluta "varnarefni" í viðauka II:

a) í stað færslu um "Etýlen" í töflu IV, "Önnur efni sem hefðbundin notkun er fyrir í lífrænum búskap", komi eftirfarandi:

Heiti

Lýsing, kröfur um samsetningu og notkunarskilyrði

Etýlen

Þroskun banana, kívís og kakís; framköllun blómgunar á ananas

Þörfin viðurkennd af eftirlitsaðila eða -yfirvöldum


b) eftirfarandi tafla V. bætist við:

V. Önnur efni.

Heiti

Lýsing, kröfur um samsetningu og notkunarskilyrði

Kalsíumhýdroxíð

Sveppaeyðir

Aðeins í aldintrjám, þ.m.t. í gróðrarstöðvum, til varnar gegn nectria galligena


5. gr.

Í samræmi við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1916/2005 verður eftir­farandi breyting á tölulið 1.2 í D-hluta, II. viðauka við reglugerð nr. 74/2002:

1.2. Vítamín, forvítamín og efnafræðilega vel skilgreind efni með samsvarandi verkun.

Einungis eftirtalin efni eru í þessum flokki:

Vítamín sem eru leyfð samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1831/2003:

- vítamín sem eru unnin úr náttúrulegum hráefnum í fóðurefnum,
- tilbúin vítamín sem eru eins og náttúruleg vítamín fyrir einmaga dýr,
- tilbúin A-, D- og E-vítamín sem eru eins og náttúruleg vítamín fyrir jórturdýr, að fengnu leyfi lögbærs yfirvalds aðildarríkisins.

6. gr.

Í samræmi við reglugerð framkvæmdastjórnar (EB) nr. 1294/2005 verða eftirfarandi breytingar á tölulið 4.8 í B-hluta, I. viðauka við reglugerð nr. 74/2002:

Þrátt fyrir ákvæði liðar 4.2 er heimilt að leyfa notkun takmarkaðs hlutfalls hefð­bundins fóðurs úr landbúnaði ef bændur geta sýnt eftirlitsaðila eða -yfirvaldi aðildar­ríkisins fram á að þeir hafi ekki tök á að afla fóðurs eingöngu frá lífrænni fram­leiðslu. Mesta leyfilega hlutfall hefðbundins fóðurs á hverju 12 mánaða tíma­bili er:

a) fyrir grasbíta: 5% á tímabilinu 25. ágúst 2005 til 31. desember 2007,
b) fyrir aðrar tegundir:

- 15% á tímabilinu 25. ágúst 2005 til 31. desember 2007,
- 10% á tímabilinu 1. janúar 2008 til 31. desember 2009,
- 5% á tímabilinu 1. janúar 2010 til 31. desember 2011.

Þessar tölur skal reikna árlega sem hundraðshluta af þurrefni fóðurs úr land­búnaði. Mesta leyfilega hlutfall hefðbundins fóðurs í daglegum skammti, utan þess tíma sem dýr fara árlega milli bithaga, skal vera 25%, reiknað sem hundraðs­hluti þurrefnis.

7. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 6. gr. laga nr. 162/1994 um lífræna landbún­aðar­framleiðslu. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 7. janúar 2008.

Einar K. Guðfinnsson.

Baldur P. Erlingsson.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica