Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

818/2008

Reglugerð um (16.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru.

1. gr.

Við 2. gr. reglugerðar nr. 301/1995 á eftir skilgreiningunni um "Vottað fræ" bætist eftirfarandi:

Sölufræ: fræ sem hefur eiginleika ákveðinnar tegundar, uppfyllir skilyrði 2. viðauka um sölufræ, og telst við opinbera athugun uppfylla áðurnefnd skilyrði. Sölufræ er ekki notað til frekari fjölgunar.

2. gr.

Í stað 1. viðauka reglugerðar nr. 301/1995, kafla I, Fóðurjurtir, landgræðslujurtir og grös í grasvelli komi 1. viðauki þessarar reglugerðar.

3. gr.

Eftirfarandi bætist við töflu 1.a. í 2. viðauka:

1

2

3

4

5

6

Grös

         

Bromus catharticus

75

97

1,5

1,0

0,5

Bromus sitchensis

75

97

1,5

1,0

0,5

Cynodon dactylon

70

90

2,0

1,0

0,3

Phalaris aquatica

75

96

1,5

1,0

0,3


4. gr.

Eftirfarandi bætist við töflu 1.b. í 2. viðauka:

1

2

3

4

5

6

Belgjurtir

         

Onobrychis viciifolia

75

20

95

2,5

1,0

Trigonella foenum-graecum

80

 

95

1,0

0,5

Aðrar

         

Phacelia tanacetifolia

80

 

96

1,0

0,5


5. gr.

Við 2. viðauka, kafla I, bætist við nýr stafliður C:

C. Sölufræ.

Fræið skal uppfylla sömu kröfur um hreinleika, íblöndun fræja af öðrum tegundum og spírunarhæfni og vottað fræ með eftirfarandi undantekningum:

  1. Hámarksinnihald fræja af öðrum tegundum, bæði samtals og af hverri einstakri tegund, má auka um 1 hundraðshluta.
  2. Allt að 10% íblöndun af fræi af öðrum sveifgrastegundum (Poa spp.) í fræi af varpasveifgrasi (Poa annua) miðað við þyngd telst ekki vera óhreinindi.
  3. Í fræi annarra sveifgrastegunda (Poa spp.) en varpasveifgrass (Poa annua) ber ekki að líta á íblöndun með fræi annarra sveifgrastegunda sem nemur allt að 3% miðað við þyngd sem óhreinindi.
  4. Allt að 1% íblöndun af fræi af Melilotus spp. í fræi af Hedysarum coronarium miðað við þyngd ber ekki að líta á sem óhreinindi.
  5. Fyrir lúpínutegundir: a) lágmarkshreinleiki skal vera 97% miðað við þyngd. b) hundraðshluti lúpínufræja af öðrum lit miðað við fjölda skal ekki vera yfir 4% í beiskri lúpínu, að Alaskalúpínu undanskilinni, og ekki yfir 2% í annarri lúpínu.
  6. Í Vicia tegundum telst allt að 6% íblöndun miðað við þyngd af fræi af Vicia pannonica, Vicia villosa eða skildum tegundum í fræi af ákveðinni Vicia tegund ekki vera óhreinindi.
  7. Lágmarkshreinleiki fyrir Vicia pannonica, Vicia sativa og Vicia villosa skal vera 97% miðað við þyngd.

6. gr.

Í 2. viðauka, kafla II, Korn til grænfóðurs og þroska, kemur nýr liður 1a:

Korntegund

Flokkur

Krafa / Lágmarks­stofnhreinleiki (%)

Afbrigði af rúghveiti (Triticosecale) með sjálffrævun, önnur en blendingar

Stofnfræ B
Vottað fræ C1
Vottað fræ C2

99,7
99,0
98,0


Könnun á lágmarksstofnhreinleika fer einkum fram með akurskoðunum.

7. gr.

Í stað 2. viðauka, kafla II, Korn til grænfóðurs og þroska, liða 2-3, kemur 2. viðauki þessarar reglugerðar.

8. gr.

3. viðauki þessarar reglugerðar kemur sem nýr VI. hluti 2. viðauka reglugerðar nr. 301/1995.

9. gr.

Við 3. viðauka, I. hluta reglugerðar nr. 301/1995 bætist sem stafliður A1:

A1. Sölufræ.

 

1.

"EES-reglur og -kröfur".

 

2.

"Sölufræ (ekki vottfest eftir stofni)".

 

3.

Skoðunaraðilar og aðildarríki.

 

4.

Tilvísunarnúmer framleiðslueiningar.

 

4.a

Mánuður og ár þegar innsiglað var, gefið upp á eftirfarandi hátt: "innsiglað" (mánuður og ár)

 

eða

 

mánuður og ár síðustu opinberu sýnatöku í því markmiði að votta fræið sem sölufræ, gefið upp á eftirfarandi hátt: "sýni tekið" (mánuður og ár).

 

5.

Tegund (fyrir lúpínur ber að tilgreina hvort lúpínan er beisk eða sæt). Í það minnsta er gefið latneskt heiti, sem má gefa upp á styttu formi og án höfundaheitis, með latneskum stöfum.

 

6.

Ræktunarhérað.

 

7.

Uppgefin nettó- eða brúttóþyngd fyrir hrein fræ.

 

8.

Þegar þyngd er gefin upp og varnarefnakyrni, húðunarefni eða önnur viðbætt efni á föstu formi er bætt við skal gefa upp tegund efnis ásamt nokkurn veginn hlutfalli milli heildarþyngdar og þyngdar á hreinu fræi.

 

9.

Ef í það minnsta spírunarhæfnin hefur verið prófuð á ný má gefa upp "endurprófað" (mánuður og ár) ásamt heiti prófunaraðila sem ábyrgð bar á endurprófuninni. Þessar upplýsingar má gefa upp á opinberum límmiða sem settur er á hinn opinbera merkimiða.


10. gr.

Í stað 3. viðauka, IV. hluta, reglugerðar nr. 301/1995, komi 4. viðauki þessarar reglugerðar.

11. gr.

Reglugerð þessi er sett í samræmi við tilskipanir ráðsins nr. 78/387/EBE, 79/641/ESB, 86/155/ESB og 88/380/ESB, sem breyta tilskipunum ráðsins nr. 66/401/ESB og nr. 66/402/ESB.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Reglugerðin tekur þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 22. ágúst 2008.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Baldur P. Erlingsson.

VIÐAUKAR
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica