Landbúnaðarráðuneyti

1105/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 200/1998 um búfjármörk,markaskrár og takmörkun á sammerkingum búfjár.

1. gr.

Viðauki I breytist og verður:

VIÐAUKI I

Varnarsvæði og litarmerking.

Litarmerkingu búfjár með varanlegum litum sbr. viðauka II skal haga eftir búsetu sem hér segir:

Varnarsvæði

Litur

Varnarlínur

1. Landnámshólf

Grár

Sogslína: Ölfusá og Sog. Þingvallavatn. Bláskógalína úr Þingavallavatni í Kvígindisfell. Hvalfjarðarlína frá Kvígindisfelli um Hvalvatn í Hvalfjörð við Múlafjall.

2. Borgarfjarðarhólf syðra

Gulur

Hvalfjarðarlína úr Hvalfirði við Múlafjall um Hvalvatn og Kvígindisfell að Matbrunnum við Uxahryggi. Andakílslína frá Matbrunnum um Reyðarvatn og Skorradalsvatn í Andakíl.

3. Borgarfjarðarhólf nyrðra

Hvítur

Andakílslína.

Hvalfjarðarlína frá Matbrunnum að Hrúðurkörlum við Þórisjökul.Tvídægrulína frá Langjökli um Arnarvatn að Kvíslavötnum.

Hvítársíðulína frá Kvíslavötnum að Hvítá við Bjarnastaði. Hvítá, þaðan til ósa.

4. Mýrahólf

Appelsínugulur

Hvítá í Borgarfirði, Hvítársíðulína, Tvídægrulína frá Kvíslavötnum að Svínadal norðan Tröllakirkju.

Dalalína nálægt suðurmörkum Dalasýslu frá Svínadal að Hítará.

Hítará, þaðan til ósa.

5. Hnappadalshólf

Bleikur

Hítará, Dalalína frá Hítará til Skógarstrandar.

Snæfellsnesslína úr Álftafirði í Skógarnes.

6. Snæfellsnesshólf

Blár

Snæfellsnes vestan Snæfellsnesslínu.

7. Dalahólf syðra

Gulur

Dalalína nálægt suðurmörkum Dalasýslu frá Skógarströnd að Svínadal inn af Haukadal.

Tvídægrulína frá Svínadal að Skeggöxl vestan Hrútafjarðar.

Hvammsfjarðarlína þaðan til Hvammsfjarðar milli Þorbergsstaða og Hrútsstaða.

8. Dalahólf nyrðra

Grár

Hvammsfjarðarlína úr Hvammsfirði um Laxárdalsheiði til Hrútafjarðar.

Gilsfjarðarlína úr Gilsfirði í Bitrufjörð.

9. Steingrímsfjarðarhólf

Blár

Gilsfjarðarlína, Berufjarðarlína í Þorskafjarðarlínu á Kollabúðaheiði, þaðan í Steingrímsfjörð sunnan Hrófbergs.

10. Reykjanesshólf

Hvítur

Berufjarðarlína úr Berufirði í Þorskafjarðarlínu.

Þorskafjarðarlína úr Þorskafirði vestan Hjalla.

11. Mið-Vestfjarðahólf

Gulur

Þorskafjarðarlína úr Þorskafirði í Steingrímsfjörð.

Kollafjarðarlína úr Kollafirði um Gjörvidal í Ísafjörð.

12. Vestfjarðahólf

Grænn

Kollafjarðarlína, Mjólkárlína sunnan Mjólkár.

Rauðasandslína úr Stálfjalli um Skarðabrúnir að Kleifaheiði.

Suðurfjarðalína þaðan eftir fjallgarðinum í Trostansfjörð.

13. Rauðasandshólf

Fjólublár

Rauðasandslína úr Stálfjalli um Skarðabrúnir og Kleifaheiði í Ósafjörð.

14. Arnarfjarðarhólf

Hvítur

Rauðasandslína úr Ósafirði að Kleifaheiði, Suðurfjarðalína þaðan í Trostansfjörð.

15. Miðfjarðarhólf

Grænn

Hvammsfjarðarlína úr Hrútafirði sunnan Fjarðarhorns að Skeggöxl.

Tvídægrulína frá Skeggöxl um Kvíslavötn í Arnarvatn.

Miðfjarðarlína úr Arnarvatni um Miðfjarðarvatn í Miðfjörð.

16. Vatnsnesshólf

Fjólublár

Miðfjarðarlína í Miðfjarðarvatn.

Vatnsnesslína úr Miðfjarðarvatni í Síðukrók við Víðidalsá.

17. Húnahólf

Brúnn

Vatnsnesslína, Miðfjarðarlína úr Miðfjarðarvatni í Arnarvatn.

Tvídægrulína úr Arnarvatni í Langjökul, Kjalarlína úr Langjökli að Blöndu, Blanda, þaðan til ósa.

18. Skagahólf

Bleikur

Blanda, Kjalarlína frá Blöndu að Hofsjökli,

Héraðsvatnalína, þ.e. Jökulsá eystri og Héraðsvötn eystri.

19. Skagafjarðarhólf

Gulur

Héraðsvatnalína og Tröllaskagalína á mörkum Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýslna og milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar.

20. Eyjafjarðarhólf vestra

Grár

Tröllaskagalína.

Eyjafjarðarlína. Eyjafjarðará og girðing úr Eyjafjarðará sunnan Bringu.

20. a Grímsey

Blár

Grímsey, Grímseyjarhreppi.

21. Eyjafjarðarhólf eystra

Appelsínugulur

Eyjafjarðarlína. Skjálfandafljót. Fjórðungakvísl.

22. Skjálfandahólf

Hvítur

Skjálfandafljót. Sprengisandslína um Vonarskarð í Fjórðungakvísl. Gæsafjallalína norðan Skútustaðahrepps.

Jökulsá á Fjöllum.

23. Öxarfjarðarhólf

Grænn

Jökulsá á Fjöllum, Hólsfjallalína austan Öxarfjarðarhrepps.

Sléttulína sunnan Melrakkasléttu.

24. Sléttuhólf

Gulur

Melrakkaslétta norðan Sléttulínu.

25. Norðausturlandshólf

Fjólublár

Sléttulína, Hólsfjallalína, Jökulsá á Fjöllum, Jökulsá á Brú.

26. Héraðshólf

Appelsínugulur

Jökulsá á Brú, Lagarfljót, "Hallormsstaðarlína", Jökulsá í Fljótsdal.

27. Austfjarðahólf

Bleikur

Lagarfljót frá ósum að Grímsá og Reyðarfjarðarlína frá Grímsá um Sandfell og Áreyjatind í Reyðarfjörð.

28. Suðurfjarðahólf

Blár

Reyðarfjarðarlína, "Hallormsstaðarlína úr Grímsá", Hamarsá í Hamarsfirði. Hornafjarðarfljót (eystri kvísl).

29. Suðursveitarhólf

Grár

Hornafjarðarfljót og Jökulsá á Breiðamerkursandi.

30. Öræfahólf

Hvítur

Jökulsá á Breiðamerkursandi og Skeiðarársandslína við Sandgýgjukvísl.

31. Síðuhólf

Bleikur

Skeiðarársandslína, Skaftá, Eldhraunslína úr Skaftá í Kúðafljót.

32. Skaftártunguhólf

Fjólublár

Eldhraunslína, Skaftá, Tungnaá, Kýlingalína við Kirkjufellsvatn. Hólmsárlína.

33. Álftavershólf

Grár

Kúðafljót og Hólmsá, Mælifellslína á Mælifellssandi, Mýrdalssandslína úr Moldheiði í Blautukvísl.

34. Mýrdalshólf

Gulur

Mýrdalssandslína og Sólheimasandslína vestan Jökulsár.

35. Rangárvallahólf

Grænn

Sólheimasandslína, Markarfljót og Syðri-Emstruá, Mælifellslína, Kýlingalína, Tungnaá, Sprengisandslína, Ytri-Rangá, Þjórsá.

36. Árnesshólf

Blár

Þjórsá, Kjalarlína úr Hofsjökli í Langjökul norðan Hveravalla, Hvítá, Hlíðabæjalína úr Hagavatni í Brúará, Brúará.

Hvalfjarðarlína úr Hrúðurkörlum við Þórisjökul í Kvígindisfell, Bláskógalína þaðan í Þingvallavatn vestan Þjóðgarðs.

Sogslína, þ.e. Þingvallavatn, Sog og Ölfusá til ósa.

37. Vestmannaeyjar

Appelsínugulur

Vestmannaeyjar.

2. gr.

Viðauki II breytist og verður:

Sjá fylgiskjal I.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 6/1986 um afréttamálefni, fjallskil o.fl. og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Reglugerðin öðlast gildi frá og með 1. janúar 2006.

Landbúnaðarráðuneytinu, 9. desember 2005.

F. h. r.

Guðmundur B. Helgason.

Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir.

Fylgiskjal I.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica