Landbúnaðarráðuneyti

732/2006

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 74/2002 um lífræna landbúnaðarframleiðslu og merkingar. - Brottfallin

1. gr.

Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 115/2005, frá 30. september 2005, skal reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 2254/2004 öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka EES-samningsins og öðrum ákvæðum hans.

2. gr.

Reglugerð Evrópusambandsins er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.

3. gr.

Með innleiðingu reglugerðar Evrópusambandsins nr. 2254/2004, breytast eftirfarandi ákvæði í B-hluta, I. viðauka reglugerðar nr. 74/2002, um lífræna landbúnaðarframleiðslu og merkingar, þannig að:

a)

Í stað fyrsta og annars undirliðar í lið 3.4. komi eftirfarandi:

 

"-

Kjúklingar til framleiðslu eggja og alifuglar til kjötframleiðslu verða að vera yngri en þriggja daga."

b)

Eftirfarandi komi í stað textans í lið 3.5.:

 

"3.5.

Afla ber heimildar fyrirfram til þessarar undanþágu frá eftirlitsyfirvaldi eða -aðila."

c)

Eftirfarandi komi í stað textans í lið 3.6.:

 

"3.6.

Þriðja heimilaða undanþága er að eftirlitsyfirvald eða -aðili skal veita leyfi til að endurnýja eða byggja upp aftur hjörð eða bústofn þegar lífrænt alin dýr eru ekki á boðstólum og í eftirfarandi tilvikum:

   

a)

hlutfallslega mörg dýr hafa drepist vegna kringumstæðna sem rekja má til heilbrigðisvanda eða stóráfalla,

   

b)

kjúklingar til framleiðslu eggja og alifuglar til kjötframleiðslu yngri en þriggja daga,

   

c)

grísir til undaneldis skulu aldir samkvæmt ákvæðum þessarar reglugerðar þegar eftir að þeir eru vandir undan og skulu þeir vega minna en 35 kg.

 

Tilvik í c-lið er leyft á aðlögunartímabili sem lýkur 31. júlí 2006."

d)

Eftirfarandi komi í stað textans í lið 3.7.:

 

"3.7.

Þrátt fyrir ákvæðin, sem mælt er fyrir um í liðum 3.4. og 3.6., má taka kjúklinga sem ekki eru lífrænt aldir og ekki eldri en 18 vikna og nota til framleiðslu eggja í lífrænni framleiðslueiningu þegar lífrænt aldar unghænur eru ekki á boðstólum, að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

   

-

lögbær yfirvöld hafa fyrirfram veitt leyfi sitt og

   

-

frá 31. desember 2005 skulu ákvæði, sem mælt er fyrir í 4. lið (fóðrun) og 5. lið (sjúkdómavarnir og dýralæknismeðferð) í þessum I. viðauka gilda um kjúklinga sem ekki hafa verið lífrænt aldir og taka á inn í lífrænar framleiðslueiningar."

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 6. gr. laga nr. 162/1994 um lífræna landbúnaðarframleiðslu. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Landbúnaðarráðuneytinu, 16. ágúst 2006.

F. h. r.

Hákon Sigurgrímsson.

Baldur P. Erlingsson.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica