Landbúnaðarráðuneyti

966/2005

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 881/2003 um niðurfellingu eða endurgreiðslu tolla fyrir matvælaiðnað.

1. gr.

B-liður 2. tl. 2. gr. orðist svo: Hafa tilskilin starfs- og rekstrarleyfi eftir því sem við á, iðnaðarleyfi eða viðeigandi meistarabréf samkvæmt iðnaðarlögum, nr. 42/1978 og starfsleyfi samkvæmt reglugerð um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla, nr. 522/1994.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimildum í 9. tl. 1. mgr., sbr. 2. mgr. 6. gr. tollalaga, nr. 55/1987 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Landbúnaðarráðuneytinu, 28. október 2005.

F. h. r.

Ólafur Friðriksson.

Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica