Landbúnaðarráðuneyti

972/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð um merkingar búfjár nr. 289/2005. - Brottfallin

1. gr.

d-liður 2. mgr. 6. gr. orðist svo:  Fjögurra stafa gripanúmer, þar sem fyrsti stafur númersins er síðasti tölustafur fæðingarárs, en síðari þrír tölustafirnir eru númer grips innan hjarðar.

2. gr.

h-liður 2. mgr. 7. gr. orðist svo:  Alla flutninga lífdýra til og frá hjörð, bæði varanlega og tímabundna, þó ekki rekstur eða flutning á afrétt.

3. gr.

3. ml. 8. mgr. 10. gr. orðist svo:  Takist ekki að rekja uppruna dýrsins til viðkomandi hjarðar, t.d. með skoðun á eyrnamarki, ef um sauðfé er að ræða, eða hvaða einstaklingsnúmer dýrið hafði, er óheimilt að setja afurðirnar á almennan markað.

4. gr.

3. ml. 1. mgr. 18. gr. orðist svo:  Endurnýting slíkra merkja er óheimil, nema með leyfi yfirdýralæknis.

5. gr.

2. mgr. 18. gr. orðist svo:  Ásetningslömb/-kið skal merkja með plötumerki í lit skv. 6. gr. a.m.k. í annað eyrað.

6. gr.

2. hluti ákvæðis til bráðabirgða orðist svo:

Gildistaka fyrir sauð- og geitfé:

Öll lömb og kið fædd eftir 1. janúar 2006, skulu merkt samkvæmt ákvæðum reglugerðar þessarar. Lömb og kið ásett haustið 2005 skal þó einstaklingsmerkja skv. 18. gr. fyrir 15. mars 2006.

Ekki er krafist endurmerkingar á sauðfé og geitfé sem fætt er fyrir 1. janúar 2005 og einstaklingsmerkt er á fullnægjandi hátt í samræmi við kynbótaskýrsluhaldskerfi Bændasamtaka Íslands við gildistöku reglugerðar þessarar.

Sauðfé- og geitfé sem fætt er fyrir 1. janúar 2005 og ekki er einstaklingsmerkt í samræmi við skýrsluhaldskerfi Bændasamtaka Íslands við gildistöku reglugerðar þessarar, skal merkja skv. 18. gr. reglugerðarinnar fyrir 15. mars 2006.

7. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 17. gr. laga nr. 103/2002 um búfjárhald o.fl., lögum nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, ásamt síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Landbúnaðarráðuneytinu, 15. nóvember 2005.

Guðni Ágústsson.

Atli Már Ingólfsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica