Landbúnaðarráðuneyti

980/2005

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 74/2002 um lífræna landbúnaðarframleiðslu og merkingar. - Brottfallin

1. gr.

Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 35/2004, frá 23. apríl 2004, skal reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 2144/2003 öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka EES-samningsins og öðrum ákvæðum hans.

Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 97/2004, frá 9. júlí 2004, skal reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 2277/2003 öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka EES-samningsins og öðrum ákvæðum hans.

Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 125/2004, frá 24. september 2004, skal reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 392/2004 öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka EES-samningsins og öðrum ákvæðum hans.

Reglugerðir Evrópusambandsins eru birtar sem fylgiskjöl við reglugerð þessa.

2. gr.

Með innleiðingu reglugerða Evrópusambandsins nr. 2144/2003, 2277/2003 og 392/2004, breytast ákvæði reglugerðar nr. 74/2002 um lífræna landbúnaðarframleiðslu og merkingar þannig að:

1. Ákvæði 2., 8., 9. og 10. gr. breytast í samræmi við ákvæði 1. gr. reglugerðar (EB) nr. 392/2004.

2. Undirliðir nr. 3.4, 3.5, 3.6, 3.10, 4.3, 4.8, 4.10 og 4.17 í B-hluta I. viðauka breytast í samræmi við 1. lið viðauka reglugerðar (EB) 2277/2003.

3. C-hluti II. viðauka breytist í samræmi við 2. lið viðauka reglugerðar (EB) nr. 2277/2003.

4. D-hluti II. viðauka breytist í samræmi við 3. lið viðauka reglugerðar (EB) nr. 2277/2003.

5. Ákvæði X. viðauka breytast í samræmi við viðauka reglugerðar (EB) nr. 2144/2003.

3. gr.

Við 2. gr. reglugerðar nr. 74/2002 bætast við eftirfarandi undirliðir:

- á íslensku: lífrænt;

- á norsku: økologisk.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 6. gr. laga nr. 162/1994 um lífræna landbúnaðarframleiðslu og öðlast gildi við birtingu.

Landbúnaðarráðuneytinu, 28. október 2005.

F. h. r.

Guðmundur B. Helgason.

Sigríður Stefánsdóttir.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica