Landbúnaðarráðuneyti

718/1995

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 650/1994 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

REGLUGERÐ

 um (1.) breytingu á reglugerð nr. 650/1994 um eftirlit með fóðri.

1. gr.

Við skilgreiningar í 5 gr. reglugerðarinnar bætist:

17. Sérfóður: Fóðurblanda sem vegna efnis- eða eðlisgerðar er frábrugðin bæði venjulegu fóðri og lyfjum og markmið með notkun er að fullnægja sérstökum næringarþörfum.

2. gr.

Við 2. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar bætast orðin:

. . . og lýst hefur verið í samræmi við ákvæði tilskipunar 94/40 EB um leiðbeiningar um mat á aukefnum í fóðri.

3. gr.

Aftan við tölulið 2.0 í B-lið IV. kafla reglugerðarinnar komi nýr töluliður, er verði töluliður 3.0 og ber yfirskriftina "Sérfóður", svohljóðandi:

Krafa til fóðurblöndu sem ætluð er til að fullnægja sérstökum næringarþörfum er að notkunarsvið blöndunnar sé í samræmi við næringarmarkmiðið í dálki 1, dýrategund eða hóp, sbr. dálk 3 og einn eða fleiri af þeim eiginleikum í dálki 2 sem tilgreindir eru í töflu 3.1.

Tafla 3.1.: Skrá yfir notkunarsvið sérfóðurs: sjá B-deild Stjórnartíðinda.

4. gr.

Við lið 1.1 í VI. kafla A bætist nýr málsliður, svohljóðandi:

Innihaldi aukefni erfðabreyttar lífverur þá skal fara fram mat á umhverfisáhættu áður en því er sleppt af ásettu ráði út í umhverfið.

5. gr.

Í stað liðar 12.2 í VI. kafla D komi:
12.2 Ensím.

Viðskiptaheiti

Virk innihaldsefni(1)

Virknieining í g eða fjöldi gerlaklasaeininga í g

Aðili ábyrgur fyrir að setja vöru í umferð
(nafn og heimilisfang)

 

 

 

 

(1) Fyrir örveirur: auðkenni stofnsins í samræmi við viðurkennt auðkenni aðþjóðlegs flokkunarkerfis ásamt geymslunúmeri stofnsins.

Fyrir ensím: Sérheiti í samræmi við ensímvirkni þeirra, auðkennisnúmer samkvæmt International Union of Biochemistry og ef þau eru af örverufræðilegum uppruna, auðkenni stofnsins í samræmi við viðurkennt auðkenni alþjóðlegs flokkunarkerfis ásamt geymslunúmeri stofnsins.

12.2.1. Ensím sem heimilt er að nota hér á landi.

  • Avizyme, óþynnt
  • Avizyme SX
  • Econan EGB
  • Porzyme SP, TP SF og SF100
  • Fytase (Natuphos 5000 og Natuphos 5000 L)

6. gr.

Við upptalningu efna í VI. kafla D bætist í viðeigandi töluliði:

E 418

Gettan-gummí, aðeins í niðursoðnum dósamat fyrir hunda og ketti

E 161j

Astaxanthin C40 H52 O4 , lax, silungur 100, aðeins heimilað í eldisfisk, sex mánaða og eldri

E 102

Tartrazine C16 H9 N4 O9 S2 Na3, skrautfiskar

E 110

Sunset Yellow FCF, C16 H10 N2 O7 S2 Na2, skrautfiskar

E 124

Ponceau 4 R, C20 H11 N2 O10 S3 Na3, skrautfiskar

E 127

Erythrosine C20 H6 I4 O5 Na2 H2O, eitt sér eða í blöndu með Kantasantín

E 525

Kalíum hýdroxíð, fyrir hunda og ketti

E 526

Kalsíumhýdroxíð, fyrir hunda og ketti

 

EB-nr.

Aukaefni

Efnaformála- lýsing

Dýrategund- eða flokkur

Hámarks- aldur

Lágmarks- magn
Heilfóður, mg/kg

Hámarks- magn
Heilfóður, mg/kg

Önnur ákvæði

E563

Sepíólítkenndur leir

Vatnað magníumsílikat úr botnfallsefnum sem inniheldur að minnsta kosti 40% af sepíólíti og 25% af illíti laust við asbest.

Allar dýrategundir- og flokkar

-

-

20.000

Allt fóður

7. gr.

Í töflu í B-lið VII. kafla reglugerðarinnar bætist eftirfarandi í tölulið 1.1.:

Heilfóður fyrir fiska 4

8. gr.

Við upptalningu í XII. kafla reglugerðarinnar bætist:

Halofuginone

93/070/EBE

Robenidine

93/117/EB

Aflatoxin B1

94/014/EB

9. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 22 29. mars 1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru og öðlast þegar gildi.

Landbúnaðarráðuneytið, 28. desember 1995.

Guðmundur Bjarnason.

Jón Höskuldsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica