Leita
Hreinsa Um leit

Landbúnaðarráðuneyti

433/2004

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 881/2003 um niðurfellingu eða endurgreiðslu tolla fyrir matvælaiðnað.

1. gr.

a-liður 2. tl. 2. gr. orðist svo: Starfrækja matvælavinnslu í atvinnuskyni, þó ekki veitingarekstur, mötuneyti, kjöt- eða fiskborð matvælaverslana.


2. gr.

3. gr. reglugerðarinnar er hefur fyrirsögnina "Fyrirvari" verður svohljóðandi:
Hafi undanþága frá greiðslu tolls af innfluttum landbúnaðarhráefnum, sem ekki eru upprunaefni samkvæmt bókun 4 við EES-samninginn, verið veitt skv. 1. gr. geta fullunnu vörurnar ekki notið tollfríðinda við innflutning þeirra til EES-ríkja. Sami fyrirvari gildir vegna hliðstæðra ákvæða í stofnsamningi EFTA og öðrum fríverslunarsamningum sem Ísland á aðild að.


3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimildum í 9. tl. 1. mgr., sbr. 2. mgr. 6. gr. tollalaga, nr. 55/1987 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.


Landbúnaðarráðuneytinu, 18. maí 2004.

F. h. r.
Ólafur Friðriksson.
Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir.Þetta vefsvæði byggir á Eplica